Morgunblaðið - 07.11.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.11.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ úrslit Leikmenn United fögnuðu öruggum sigri í Kænugarði á dögunum, 4:2. Dinamo Kiev hefur ekki náð að vinna sigur í tíu leikjum í Meistaradeildinni sl. þrjú ár, þannig að möguleiki liðsins, sem leikur án nokkurra lykilmanna, eru ekki miklir í Manchester. Sir Alex Ferguson hefur verið að fá nokkra leikmenn sem hafa verið meidd- ir, til baka – eins og miðherjann Louis Saha, sem kom inná sem varamaður gegn Arsenal sl. laugardag, miðju- manninn Michael Carrick og varnar- manninn Gary Neville. Fyrir utan það er samvinna þeirra Wayne Rooney og Carlos Tevez í fremstu víglínu alltaf að verða betri og betri. „Með því að fá leikmenn mína til baka eftir meiðsli verður hópur minn öflugri og við erum tilbúnir í harða bar- áttu í vetur,“ sagði Ferguson. Arsenal aftur með sýningu? Leikmenn Arsenal voru með sann- kallaða sýningu þegar þeir lögðu tékk- neska liðið Slavia Prag á heimavelli, 7:0. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Ars- enal, leggur mikla áherslu á að liðið tryggi sér sæti í 16-liða úrslitum í kvöld, þannig að hann geti farið að hvíla leik- menn í tveimur síðustu leikjunum í meistaradeildinni. Wenger, sem stjórn- ar liði í sínum 100. leik í Meistaradeild- inni, segir að framundan sé erfitt tíma- bil, þar sem Arsenal mun leika 13 leiki á sex vikum frá 24. nóvember fram í byrj- un janúar. Barcelona á skrið? Stuðningsmenn Barcelona vonast eftir að þeir Ronaldinho og Thierry Henry séu búnir að finna taktinn, en þeir skoruðu öll þrjú mörk liðsins í síð- asta deildarleik – gegn Real Betis á Camp Nou, þar sem Barcelona mætir Glasgow Rangers, en liðin skildu jöfn á Ibrox í Glasgow á dögunum í E-riðli, 0:0. Ef Barcelona vinnur og Lyon tapar fyrir Stuttgart er liðið komið í 16-liða úrslitin. Það var Allan McGregor, markvörð- ur Rangers, sem var hetja liðsins gegn Barcelona fyrir tveimur vikum – hann lék vel fyrir aftan sterka vörn og kom í veg fyrir sigur Barcelona. Argentínu- maðurinn Lionel Messi var ekki hrifinn af knattspyrnunni sem leikmenn Rang- ers léku og sagði að leikur þeirra hafi ekki flokkast undir knattspyrnu. „Leik- menn mínir koma til leiks ákveðnir að leika vel og skemmta stuðningsmönn- um okkar með góðum sigri,“ s Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona sagði hann að Ronaldinho sé að ná s strik. „Leikmenn eins og hann geta knattspyrnunni upp á hærra plan.“ Barcelona hefur ekki unnið í síðu sex viðureignum sínum við skosk Evrópukeppninni, eða síðan liðið fa aði sigri á Celtic í Glasgow í septem 2004, 3:1. Rangers á góðar minninga frá Camp, en liðið tryggði sér sigu Evrópukeppni bikarhafa með því leggja Dynamo Moskvu þar að velli slitaleik 1972. En annars hefur ekki náð að fagna sigri í átta Evró leikjum gegn spænskum liðum á Sp Evrópukeppni. Walter Smith, knattspyrnust Rangers, vonast eftir breytingum þa en allir hans bestu leikmenn eru klá slaginn. Rangers vann Stuttgart í fy leik sínum, 2:1, áður en liðið skellti L að velli í Frakklandi 3:0 og síðast g Rangers jafntefli við Barcelona, 0:0. Líklegt byrjunarlið Barcelona í k er: Victor Valdes - Carles Puyol, Li Thuram, Gabriel Milito, Eric Abid Xavi, Yaya Toure, Andres Iniesta - nel Messi, Thierry Henry, Ronaldin Áfram markaregn? MANCHESTER United og Arsenal eiga að öllu eðlilegu að tryggja sér rétt til að leika í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Unit- ed mætir Dinamo Kiev á Old Trafford í F-riðli og Arsenal leikur gegn Slavia í Prag í H-riðli, en Arsenal vann stór- sigur á Slavia í London á dögunum, 7:0. Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, segir að Manchester United og Arsenal séu tvö af bestu lið- um Evrópu. Reuters Góðir Owen Hargreaves, miðvallarleikmaður Manchester United – verður í sviðsljósinu í kvöld í Meistaradeild Evrópu, og Cesc Fabregas, Arsenal, kljást um knöttinn um sl. helgi, 2:2. Fabregas fór ekki með Arsenal í gær til Prag.  Manchester United tekur á móti Dinamo Kiev á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu  Leikmenn Arsenal mæta Slavia í Prag, eftir 7:0 stórsigur í London Í HNOTSKURN »Manchester United er með 9stig í F-riðli Meistaradeildar Evrópu, Roma 6, Sporting Lissa- bon 3 og Dinamo Kiev ekkert. »Arsenal er með 9 stig í H-riðli, Sevilla 6 stig, Slavia Prag 3 og Steaua Búkarest ekk- ert. Sevilla mætir Steaua í kvöld. »Barcelona og Glasgow Rang-ers eru bæði með 7 stig í E- riðli, Lyon 3 og Stuttgart ekkert. KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Porto – Marseille ......................................2:1 Tarik Sektioui 27., Lisandro López 79. – Mamadou Niang 47. – 47.000. Liverpool – Besiktas ................................8:0 Peter Crouch 19., 89., Yossi Benayoun 32., 53., 56., Steven Gerrard 69., Ryan Babel 79., 81. – 41.143. Staðan: Porto 4 2 2 0 5:3 8 Marseille 4 2 1 1 5:3 7 Liverpool 4 1 1 2 10:4 4 Besiktas 4 1 0 3 2:12 3 B-RIÐILL: Schalke – Chelsea.....................................0:0 – 53.951. Valencia – Rosenborg..............................0:2 Steffen Iversen 31., 58. – 40.000. Staðan: Chelsea 4 2 2 0 5:2 8 Rosenborg 4 2 1 1 5:3 7 Schalke 4 1 1 2 2:3 4 Valencia 4 1 0 3 2:6 3 C-RIÐILL: Lazio – Werder Bremen ..........................2:1 Tommaso Rocchi 57., 68. – Diego (víti) 88. – 35.045. Rautt spjald: Cribari, Lazio, 88. Olympiakos – Real Madrid......................0:0 – 33.000. Staðan: Real Madrid 4 2 2 0 8:5 8 Lazio 4 1 2 1 6:6 5 Olympiakos 4 1 2 1 6:6 5 Bremen 4 1 0 3 5:8 3 D-RIÐILL: Celtic – Benfica.........................................1:0 Aiden McGeady 45. – 52.000. Rautt spjald: Augustin Binya Gilles, Benfica, 85. Shakhtar Donetsk – AC Milan ................0:3 Filippo Inzaghi 66., 90., Kaká 72. – 35.000. Staðan: AC Milan 4 3 0 1 10:4 9 Celtic 4 2 0 2 3:4 6 Shakhtar Donetsk 4 2 0 2 4:7 6 Benfica 4 1 0 3 2:4 3 England 1. deild Scunthorpe – Stoke...................................2:3 Bristol C. – Charlton.................................0:1 Burnley – Hull ...........................................0:1 Cardiff – Crystal Palace ...........................1:1 Colchester – Plymouth .............................1:1 Norwich – Watford ...................................1:3 Preston – Leicester...................................1:1 Sheffield Utd. – Ipswich ...........................3:1 Southampton – Wolves .............................0:0 WBA – Sheffield Wed. ..............................1:1 QPR – Coventry ........................................1:2 Staða efstu liða: Watford 15 11 2 2 27:16 35 WBA 15 8 3 4 31:16 27 Bristol City 15 7 6 2 21:14 27 Charlton 15 7 4 4 19:15 25 Wolves 15 6 5 4 17:15 23 Stoke City 15 6 5 4 22:21 23 Barnsley 15 6 5 4 20:21 23 Ipswich 14 6 4 4 25:22 22 Norwich 15 2 3 10 10:23 9 2. deild Bournemouth – Leeds ..............................1:3 Brighton – Walsall ....................................1:1 Cheltenham – Yeovil .................................1:1 Gillingham – Doncaster ............................1:1 Huddersfield – Hartlepool .......................2:0 Luton – Carlisle.........................................0:0 Millwall – Swansea....................................2:2 Northampton – Bristol .............................0:1 Nottingham For. – Southend...................4:1 Port Vale – Crewe .....................................0:1 Swindon – Leyton .....................................1:1 Tranmere – Oldham..................................0:1 Staða efstu liða: Carlisle 15 8 4 3 23:11 28 Nottingham F. 15 7 6 2 25:9 27 Orient 15 8 3 4 23:24 27 Swansea 14 7 4 3 25:15 25 Southend 15 8 1 6 23:20 25 Brighton 15 7 3 5 19:14 24 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Þór Þ. – Ármann/Þróttur......................85:75 FSu – Valur............................................84:69 Staðan: FSU 5 5 0 423:355 10 Breiðablik 4 4 0 375:310 8 Höttur 5 3 2 429:398 6 Valur 5 3 2 394:398 6 Ármann/Þrótt. 6 2 4 468:502 4 Haukar 4 2 2 311:312 4 KFÍ 5 2 3 409:414 4 Þór Þorl. 4 1 3 290:303 2 Reynir S 4 1 3 318:377 2 Þróttur Vogum 4 0 4 279:327 0 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Dallas – Houston .................................107:98 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Grosswallstadt – Magdeburg.............. 34:30 Kiel – Hamborg .................................... 30:31 í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Iceland Express-deild kvenna: Grindavík: UMFG – Haukar................19.15 Keflavík: Keflavík – KR........................19.15 ARSENE Wenger, knattspyrnustjó Arsenal, skildi fjóra af lykilmönnum sínum eftir þegar hann hélt með lei menn sína til Prag í gær – til að leik gegn Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þeir sem voru eftir voru Cesc Fabregas, Kolo Toure, T as Rosicky og Alexander Hleb. Fab gas og Hleb eru hvíldir, Rosicky og Toure eru lítillega meiddir, en verð tilbúnir í deildaleik gegn Reading á mánudaginn kemur. Theo Walcott, sem skoraði tvö m gegn Slavia í London í stórsigri, ve ur í fremstu víglínu í sóknarleiknum kvöld ásamt Eduardo og Emmanue Adebayor. Eduardo, sem skoraði tv mörk í deildabikarleik gegn Sheffie United í sl. viku, segist vera spennt að fá að leika í byrjunarliði í Prag o vonast eftir að ná að setja knöttinn netið í leiknum. Annars er leikmannahópur Arse þessi: Almunia, Sagna, Song, Galla Clichy, Eboue, Flamini, Gilberto, Diaby, Adebayor, Walcott, Lehman Diarra, Eduardo, Denilson, Hoyte, Traore og Bendtner. Wenger skildi sterka eftir FRANSKI landsliðsmaðurinn Lilian Thuram, leikmaður Barcelona, aðv ar félaga sína – að vanmeta ekki lei menn Glasgow Rangers fyrir leikin gegn þeim í Meistaradeild Evrópu á Camp Nou í kvöld. Thuram sagði a Skotarnir hafi verið vel skipulagðir öllum aðgerðum gegn Barcelona í Glasgow fyrir tveimur vikum, þar s jafntefli var, 0:0. „Leikmenn Rangers sýndu það á Ibrox að þeir eru sterkir og settu pressu á okkur. Við vorum orðnir mjög óþolinmóðir í leiknum – og ge um orðið það einnig á Nou Camp ef skorum ekki mark fljótlega. Það er ekki hægt að vanmeta Rangers. Við þurfum á öllum okkar krafti á að halda til að leggja Skotana að velli, sagði Thuram. Thuram aðvarar félaga sína íþróttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.