Morgunblaðið - 07.11.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
MORTEN Olsen valdi í gær þá 17
leikmenn sem hann hyggst hafa til
taks gegn Íslendingum á Parken 21.
nóvember þegar þjóðirnar mætast í
riðlakeppni Evrópumótsins í knatt-
spyrnu. Fjórum dögum áður leika
Danir við Norður-Íra á útivelli í
sömu keppni. Á föstudaginn kallar
Olsen þrjá leikmenn til viðbótar í
hópinn sem skipaður er 20 mönnum
þegar á hólminn verður komið.
Það sem athygli vekur er að Olsen
kallar á ný á Martin Jørgensen og
Per Krøldrup, leikmenn ítalska liðs-
ins Fiorentina en þeir voru ekki með
í leikjum Dana í síðasta mánuði.
Daniel Agger og
Michael Grav-
gaard eru fjarri
vegna meiðsla.
Hópurinn sem
Olsen valdi í gær
er skipaður eftir-
töldum leik-
mönnum.
Markverðir:
Jesper Christian-
sen, FC København, Stephan And-
ersen, Brøndby IF og Thomas Sø-
rensen, Aston Villa.
Varnarmenn: Brian Priske, Club
Brügge, Chris Sørensen, OB, Martin
Laursen, Aston Villa, Niclas Jensen,
FC København, Per Krøldrup, Fio-
rentina, Thomas Helveg, OB.
Miðvallarleikmenn: Christian
Poulsen Sevilla, Daniel Jensen, Wer-
der Bremen, Leon Andreasen, Wer-
der Bremen, Rasmus Würtz, FC
København, Thomas Kahlenberg,
AJ Auxerre.
Sóknarmenn: Dennis Romme-
dahl, Ajax, Jesper Grønkjær, FC
København, Jon Dahl Tomasson,
Villarreal CF, Martin Jørgensen,
Fiorentina, Nicklas Bendtner, Ars-
enal, Simon Busk Poulsen, FC Midt-
jylland.
Litlar breytingar hjá Morten Olsen
Morten Olsen
FJÓRIR nýliðar eru í U21 ára liðinu
sem Lúkas Kostic valdi í gær en liðið
mætir Þjóðverjum í vináttuleik hinn
16. nóvember og Belgum í undan-
keppni EM fjórum dögum síðar.
Nýliðarnir eru þeir Albert Brynj-
ar Ingason, sem á dögunum gekk í
raðir Vals frá Fylki, Andrés Már Jó-
hannesson, Fylki, Gylfi Þór Sigurðs-
son, Reading og Hólmar Örn Eyj-
ólfsson, HK.
Hópinn skipa: Haraldur Björns-
son, Hearts, Þórður Ingason, Fjölni,
Bjarni Þór Viðarsson, Everton,Rú-
rik Gíslason, Viborg, Birkir Bjarna-
son, Viking, Ari Freyr Skúlason,
Hacken, Arnór S. Aðalsteinsson,
Breiðabliki, Guðmann Þórisson,
Breiðabliki, Aron Einar Gunnars-
son, AZ Alkmaar, Eggert Gunnþór
Jónsson, Hearts, Gunnar Kristjáns-
son, Víkingi, Hallgrímur Jónasson,
Keflavík, Heiðar Geir Júlíusson,
Hammarby, Kjartan Henry Finn-
bogason, Åvidaberg, Arnór Smára-
son, Heerenveen, Kolbeinn Sigþórs-
son, AZ Alkmaar, Albert B. Ingason,
Val, Andrés M. Jóhannesson, Fylki,
Gylfi Þór Sigurðsson, Reading,
Hólmar Örn Eyjólfsson, HK.
Bjarni Þór og Eggert Gunnþór
taka út leikbann gegn Belgum.
Lúkas valdi fjóra nýliða
Elverum-liðið sem er þjálfað afAxel Stefánssyni mætir Fyll-
ingen í undanúrslitum 14. nóvember
en dregið var til undanúrslita í há-
deginu í gær. Fyllingen dróst á
heimavöll.
Rakel Hönnudóttir, knattspyrnu-kona hjá Þór/KA, hefur ákveð-
ið að vera áfram hjá liðinu á næstu
leiktíð og standa þar með við samn-
ing sinn við það. Rakel var í haust
kjörin efnilegasti leikmaður efstu
deildar kvenna, Landsbankadeildar-
innar, í lokahófi KSÍ. Einhver lið
vonuðust eftir að fá Rakel í sínar
raðir ef hún söðlaði um og yfirgæfi
Þór/KA.
Andy Johnson, miðherji Everton,hefur skrifað undir nýjan fimm
ára samning við liðið. Johnson, sem
er að ná sér að fullu eftir meiðsli,
hefur skorað þrettán mörk fyrir liðið
síðan hann var keyptur frá Crystal
Palace 2006.
Ivica Dragutinovic, 31 árs, varnar-maður Sevilla, hefur hafnað því
að fara til Newcastle. Sevilla keypti
Serbann snjalla frá Standard Liege
2005.
QPR hefur fengið útherjann ScottSinclair, 18 ára, lánaðan frá
Chelsea til 15. desember. Sinclair,
sem Chelsea fékk frá Bristol Rovers
2005, hefur leikið tvo leiki með
Chelsea í vetur, en hann lék sem
lánsmaður hjá Plymouth sl. keppn-
istímabil. Hann mun hitta fyrir tvo
félaga sína frá Chelsea á Loftus
Road, Michael Mancienne og Ben
Sahar.
Sigurður AriSkúlason
skoraði sex mörk
og Ingimundur
Ingimundarson
fimm þegar lið
þeirra, Elverum,
vann Bodö, 28:26,
í 8-liða úrslitum
norsku bikar-
keppninnar í handknattleik í fyrra-
kvöld. Auk markanna fimm átti Ingi-
mundur stórleik í vörn Elverum og
er hann óðum að ná sér eftir meiðsli
að sögn Östlendingen.
Egill Atlason knattspyrnumaðurúr Víkingi hefur framlengt
samning við félagið og gildir samn-
ingurinn til loka árs 2009. Egill hef-
ur verið í herbúðum Víkings frá
árinu 2003 og hefur leikið 47 leiki og
skorað í þeim 7 mörk.
Ármann Smári Björnsson á viðmeiðsli að stríða í hálsi og gat
ekki æft með Brann-liðinu í gær en
Brann mætir Rennes í UEFA-
bikarnum á morgun. Mons Ivar
Mjelde þjálfari liðsins sagði eftir æf-
ingu liðsins í gær að Ármann yrði
klárlega ekki í byrjunarliðinu gegn
Rennes vegna meiðslanna.
Fólk sport@mbl.is
Ásgeir fluttist til Danmerkur í sum-
ar eftir að hafa verið í herbúðum
Lemgo í Þýskalandi um tveggja ára
skeið. Hjá Lemgo fékk Ásgeir mis-
mikil tækifæri á að láta ljós sitt
skína í leikjum og þroskaðist fyrir
vikið hægar sem handknattleiks-
maður.
Snorri Steinn Guðjónsson lands-
liðsmaður flutti sig einnig frá Þýska-
landi til GOG í sumar og þar af leiðir
eru tveir Íslendingar í herbúðum
dönskum meistaranna um þessar
mundir. „Eini gallinn við veruna hjá
GOG eru þessar löngu bílferðir með
Snorra fram og til baka á æfingar á
hverjum degi,“ sagði Ásgeir í léttum
dúr í gær þar sem hann sat í bíl með
Snorra samherja sínum á leið á æf-
ingu en báðir búa þeir í Óðinsvéum
en þaðan og til Svendborg er rúm-
lega hálftíma akstur.
Ásgeir segir talsverðan mun vera
á því að leika handknattleik í Dan-
mörku eða í Þýskalandi. „Hand-
knattleikurinn er mun stærri íþrótt í
Þýskalandi og öll umgjörð í kringum
liðin er meiri þar en hér í Dan-
mörku, ekki síst hjá stærstu liðun-
um í Þýskalandi. Það er léttara yfir í
Dönum en Þjóðverjum og andrúms-
loftið hér líkara því sem ég þekki að
heiman. Það er meiri félagastemn-
ing í Danmörku en í Þýskalandi og
það kann ég vel við. Um leið hefur
maður meira gaman af því sem mað-
ur fæst við,“ segir Ásgeir sem hefur
skorað 30 mörk í átta leikjum í deild-
inni á keppnistímabilinu. „Æfing-
arnar eru hins vegar síst léttari og
mikið upp úr þeim lagt hér í Dan-
mörku þar sem bestu liðin æfa gríð-
arlega vel hér.“
GOG er í riðlakeppni meistara-
deildar Evrópu og hefur vegnað all-
vel. Þegar riðlakeppnin er hálfnuð
er GOG í öðru sæti í sínum riðli og
með sama framhaldi á lokaleikjun-
um þremur þá getur það tryggt sér
sæti í 16-liða úrslitum.
Þá er GOG komið í undanúrslit
dönsku bikarkeppninnar og er á
meðal efstu liða í jafnri úrvalsdeild
danska handknattleiksins þar sem
aðeins munar tveimur stigum á lið-
inu í öðru sæti og því í sjötta sæti.
„Gengi okkar til þessa á keppnis-
tímabilinu hefur verið upp og ofan,
en það sem er aðalatriðið er að við
förum stigbatnandi með hverri viku,
sem er jákvætt. Síðan vorum við að
fá Mikkel Hansen í liðið á nýjan leik
en hann hefur misst af öllum leikjum
til þess að keppnistímabilinu vegna
meiðsla. Það eykur breiddina í leik-
mannahópnum en mikið álag er á
honum því það eru nánast tveir leik-
ir á viku hjá okkur fram að áramót-
um,“ segir Ásgeir sem mætir Viborg
ásamt samherjum í dönsku úrvals-
deildinni í kvöld á heimavelli. Síðan
tekur við ferð til Slóvakíu fyrir
helgina vegna viðureignar við Tatr-
an Presov í meistaradeild Evrópu á
laugardag.
Klaufaskapur gegn FCK
„Við verðum að vinna Viborg á
morgun til þess að halda okkur í
toppbaráttunni, ekki síst eftir tapið
fyrir FCK um síðustu helgi. Þau úr-
slit voru okkur mikil vonbrigði. Við
lékum vel í 45 til 50 mínútur gegn
FCK og vorum lengst af með eins til
tveggja marka forskot. Síðan hrundi
leikur okkar af óútskýrðum ástæð-
um á lokakaflanum með þeim afleið-
ingum að við töpuðum með fimm
marka mun, 28:23. Þetta var alveg
skelfilegt þar sem við vorum með
stjórn á leiknum,“ segir Ásgeir og
bætir við að það hafi verið slæmt að
fá ekkert að glíma við Arnór Atla-
son, leikmanna FCK, í fyrrgreind-
um leik þar sem hann var meiddur í
hné.
Reiknar með EM í Noregi
Ásgeir hefur verið fastamaður í ís-
lenska landsliðinu síðustu ár og
reiknar með að halda sæti sínu
áfram þótt hann standi í skugga
Ólafs Stefánssonar, sem leikur sömu
stöðu á leikvellinum og Ásgeir.
„Ég geri ráð fyrir að vera með
landsliðinu á EM í janúar og mæta
til leiks í meiri og betri leikæfingu
en ég hef verið á undanförnum mót-
um. Mér líst bara vel á það sem
framundan er,“ sagði Ásgeir Örn
Hallgrímsson sem líkar lífið vel hjá
GOG í í Danmörku.
Ellefu í efstu deild
Alls leika fjórtán íslenskir hand-
knattleiksmenn í Danmörku. Ellefu
þeirra eru á mála hjá liðum í úrvals-
deild karla og kvenna. Þrír leika í
næst efstu deild karla.
Skorar Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með GOG.
Meiri félagsstemning í
Danmörku en í Þýskalandi
„ÉG kann vel mig hjá GOG. Hjá lið-
inu spila ég yfirleitt í 60 mínútur í
hverjum leik. Ein aðalástæðan fyrir
því að ég flutti mig um set frá
Þýskalandi til Danmerkur var að fá
tækifæri til að spila meira. Þá erum
við í liðinu í baráttunni á þrennum
vígstöðvum sem er virkilega fint,“
segir Ásgeir Örn Hallgrímsson,
landsliðsmaður í handknattleik og
leikmaður dönsku meistarana GOG
frá Svendborg á Suður-Fjóni í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Morgunblaðið/Matthías Ingimarsson
Ógnað Snorri Steinn Guðjónsson í stöðu leikstjóranda hjá GOG.