Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 3
Augustas Strazdas, leikmaðurHK, tekur út leikbann í kvöld
þegar HK heimsækir Stjörnuna í
Mýrina í Garðabæ í 8. umferð efstu
deildar karla í handknattleik. Straz-
das var útilokaður í viðureign sömu
liða í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar
á sunnudaginn.
Einar Hólm-geirsson
skoraði 6 mörk fyr-
ir Flensburg og Al-
exander Petersson
1 þegar liðið rót-
burstaði Wetzlar,
37:20, í þýsku 1.
deildinni í hand-
knattleik í gær.
Kjartan Henry Finnbogason erþessa dagana til skoðunar hjá
norska úrvalsdeildarliðinu Álasund.
Kjartan Henry mætti á sína fyrstu
æfingu með liðinu í gær og verður til
reynslu hjá liðinu næstu dagana.
Hann var á lánssamningi hjá sænska
1. deildarliðinu Åvidaberg í sumar en
var þar áður á mála hjá Celtic í Skot-
landi.
Hvorki Snorri Steinn Guðjónssonné Ásgeir Örn Hallgrímsson
komust á blað í liði GOG þegar liðið
sigraði Viborg, 31:26, í dönsku úr-
valsdeildinni í handknattleik í gær.
Njarðvíkingar hafa komist aðsamkomulagi við bandaríska
leikmanninn Damon Bailey og er
honum ætlað að fylla það skarð sem
að landi hans Charlstone Long skilur
eftir sig. Long
þótti ekki standa
undir væntingum í
fyrstu fjórum um-
ferðum Iceland
Express-deildar-
innar. Bailey er
þekkt stærð hér á
landi en hann lék
með Hamars-
mönnum veturinn
2004-2005. Bailey lék þrjá leiki með
Grindavík haustið 2005 og í fyrra lék
hann með Þór úr Þorlákshöfn. Hann
hefur skorað 24,5 stig að meðaltali 47
leikjum í efstu deild á Íslandi.
Sigurður Ari Stefánsson skoraði 6mörk fyrir Elverum, Samúel Ív-
ar Árnason 3 og Ingimundur Ingi-
mundarson 2 þegar liðið sigraði
Stord, 26:21, í norsku úrvalsdeildinni
í handknattleik í gær. Elverum er í
10. sæti af 12 liðum með 6 stig eftir
átta umferðir.
Magnús Ísak Ásbergsson skoraði3 af mörkum Kragerö þegar
liðið tapaði fyrir Sandefjörd, 30:23.
Kragerö er án stiga eftir átta umferð-
ir.
Fólk sport@mbl.is
ALÞJÓÐA sundsambandið, FINA, hefur hætt við rannsókn sína á
meintri notkun ástralska sundkappans Ians Thorpe á ólöglegum lyfj-
um. Ástæðan er skortur á sönnunargögnum, að sögn talsmanns
FINA. Fyrr á þessu ári var Thorpe sýknaður af lyfjadómstól ástralska
íþróttasambandsins um grun í neyslu ólöglegra lyfja.
Thorpe, sem varð heimsþekktur er hann vann til fimm gullverð-
launa á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir sjö árum, hætti keppni undir
lok síðasta árs vegna meiðsla þá 24 ára. Í upphafi var lyfjamálið talið
tengjast ákvörðun Thorpe en hann sagði ekki stoð vera til í þeim
vangaveltum.
Á síðasta ári greindist óeðlilega hátt hlutfall tveggja hormónalyfja í
sýni sem tekið var af Thorpe, estosterone og leutenising. Frá upphafi
hefur hann neitað að hafa neytt ólöglegra lyfja og að orsökin fyrir því
að fyrrgreind efni mældust í svo miklu magni í líkama sínum væri af
náttúrulegum ástæðum; hann væri ein af undantekningunum enda
finnast þessi efni í líkama hvers manns. Forsvarsmenn lyfjaeftirlits
FINA voru á örðu máli og freistuðu þess að sanna mál sitt en hafa nú
eftir marga mánaða vinnu játað sig sigraða og gefið sóknina gegn
Thorpe upp á bátinn.
FINA hættir við
rannsókn á Thorpe
HOLLENDINGURINN Ruud Gullit var í
gær nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari
bandaríska knattspyrnuliðsins Los Angeles
Galaxy, sem er langþekktasta knattspyrnu-
liðið í Bandaríkjunum og víðar. Ástæðan er
einföld. Enski landsliðsmaðurinn David
Beckham leikur með félaginu. Það var Sky
fréttastöðin sem greindi frá þessum vanga-
veltum en Gullit starfar hjá sjónvarpsstöð-
inni sem knattspyrnusérfræðingur.
Ef Gullit tekur liðið að sér mun hann stýra
sinni fyrstu æfingu í mars á næsta ári en
hann er 45 ára og var hann tvívegis kjörinn besti knattspyrnu-
maður heims – 1987 og 1989. Gullit var þá leikmaður ítalska liðs-
ins AC Milan en hann hefur einnig komið við sögu hjá
Feyenoord, PSV Eindhoven, Sampdoria og Chelsea.
Hann var knattspyrnustjóri hjá Chelsea og einnig hjá New-
castle í Englandi og hann var þjálfari hjá
Feyenoord í Hollandi.
Tekur Ruud Gullit
við LA Galaxy?
Ruud Gullit
Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu
20 mínúturnar fyrir Barcelona sem
vann sanngjarnan sigur á Rangers á
Nou Camp og fátt sem getur komið í
veg fyrir að Barcelona fari áfram.
Thierry Henry skoraði eftir aðeins sex
mínútna leik og Lionel Messi bætti við
öðru á markamínútunni – 43. mínútu. Í
síðari hálfleik tóku Katalóníumennirn-
ir lífinu með ró en sigur þeirra var
aldrei í hættu. Eiður Smári skipti við
Iniesta og lék á miðjunni síðustu 20
mín. en hafði frekar hægt um sig.
,,Rangers mætti til leiks með því
hugarfari að verjast eingöngu og fyrir
vikið var leikurinn ekki sú skemmtun
tókst að jafna metin í 2:2 á lokamín-
útunni. Liedson skoraði bæði mörk
heimamanna.
Ítalíumeistarar Inter og tyrkneska
liðið Fenerbache eru í góðri stöðu í H-
riðlinum að komast áfram. Inter átti
frábæra endurkomu gegn CSKA á
San Síró.
Gestirnir frá Rússlandi komust í 2:0
en Inter-menn lögðu ekki árar í bát og
svöruðu með fjórum mörkum. Zlatan
Ibrahimovic og Cambiasso gerðu tvö
mörk hver fyrir Inter.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gaf
minni spámönnum tækifæri gegn
Slavia Prag en liðin skildu jöfn, 0:0, í
tilþrifalitlum leik. Stigið dugði Arsenal
til að komast áfram og líklegt er Se-
villa fari einnig áfram en liðið gerði
góða ferð til Rúmeníu og lagði Steaua,
2:0. Renato skoraði bæði mörkin.
,,Við gerðum það sem við ætluðum
okkur, það er að tryggja okkur áfram.
Við vörðumst vel og ég var ánægður
með að halda marki mínu hreinu og
mína frammistöðu,“ sagði Manuel
Almunia, markvörður Arsenal.
leystu verkefni sín vel af hendi,“ sagði
Sir Alex Ferguson, sem í vikunni fagn-
aði 21 árs starfsafmæli sínu hjá félag-
inu.
David Pizarro kom Roma til bjargar
gegn Sporting í Lissabon en honum
sem ég hefði viljað bjóða 82.000 manns
upp á. Við gerðum samt okkar og ég
get ekki annað en hrósað leikmönnum
mínum,“ sagði Frank Rijkaard, þjálf-
ari Börsunga, eftir leikinn.
Baráttan um annað sætið í riðlinum
er hörð á milli Lyon og Rangers.
Frönsku meistararnir lögðu Stuttgart
á heimavelli, 4:2, og eru með 6 stig í
þriðja sæti, Rangers hefur 7 en Barce-
lona 10. Hatem Ben Arfa skoraði tvö
af mörkum Lyon en Mario Gomez
gerði bæði mörkin fyrir Stuttgart.
Englandsmeistarar Manchester
United höfðu mikla yfirburði gegn Dy-
namo Kiev, 4:0. Gerard Pique, sem lék
í stað Rio Ferdinand, skoraði fyrsta
markið og um leið sitt fyrsta í Meist-
aradeildinni og þeir Carlos Tevéz,
Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo
bættu þremur mörkum við sem hefðu
hæglega geta orðið fleiri.
,,Þetta voru frábær úrslit sem
tryggði okkur áfram í keppninni og við
erum glaðir með það. Þetta var aldrei
spurning. Mínir menn léku vel og
ungu strákarnir sem fengu tækifæri
AP
Snilld Þriðja mark Manchester United gegn Dynamo Kiev er hér í fæðingu. Wayne Rooney lætur skotið ríða af og andartaki síðar lá knötturinn í markneti úkra-
ínska liðsins. Ensku meistarararnir fóru með sigur af hólmi, 4:0, og eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Man. Utd. og Arsenal fyrst
allra liða í 16 liða úrslitin
MANCHESTER United og Arsenal
voru fyrstu liðin til að tryggja sér far-
seðilinn í 16 liða úrslit Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu í
gær. United vann stórsigur á Dynamo
Kiev, 4:0, og hefur fullt hús stiga, og
Arsenal gerði markalaust jafntefli
gegn Slavia Prag sem dugði til að
fleyta Lundúnaliðinu áfram í keppn-
inni.
Í HNOTSKURN
»Manchester United ogArsenal eru einu liðin sem
eru komin áfram í 16 liða úr-
slitin en tvær umferðir eru eft-
ir af riðlakeppninni.
»Zlatan Ibrahimovic, Inter,og Cristiano Ronaldo,
Manchester United, eru
markahæstir í Meistaradeild-
inni en báðir hafa skorað fjög-
ur mörk.
»Andrea Pirlo úr Evrópu-meistaraliði AC Milan hef-
ur átt flestar stoðsendingarn-
ar í riðlakeppninni eða fjórar
talsins.
JUANDE Ramos, nýráðinn knattspyrnu-
stjóri Tottenham, lét hafa eftir sér í gær að
hann væri tilbúinn að leyfa búlgarska sókn-
armanninum Dimitar Berbatov að yfirgefa
félagið ef hann væri óánægður í herbúðum
liðsins. Fregnir herma að Manchester Unit-
ed hafi mikinn áhuga á að fá Berbatov í jan-
úar þegar leikmannamarkaðurinn verður
opnaður að nýju en eftir því hefur verið tekið
að Berbatov er ekki allt of glaður með vistina
hjá Lundúnaliðinu sem hefur vegnað afar illa
á tímabilinu.
,,Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að þvinga leikmenn
til að vera í liðinu ef þeir vilja það ekki. Það er ekki gott fyrir lið-
ið né leikmanninn svo ég mun ekki standa í vegi fyrir neinum að
fara frá okkur kjósi þeir það. Ég held að Berbatov sé ánægður
en þessari spurningu verður að beina til hans,“ sagði Ramos við
fréttamenn í gær en Tottenham mætir Hapoel Tel-Aviv í
UEFA-bikarnum í Ísrael í kvöld.
Berbatov getur farið
ef hann er óánægður
Dimitar Berbatov