Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Rafal Ulatowski, fyrrum knatt- spyrnuþjálfari hjá Leikni á Fá- skrúðsfirði og Þrótti í Reykja- vík, hefur verið ráðinn þjálfari pólska meistaral- iðsins Zaglebie Lubin, eftir að að- alþjálfarinn hætti störfum og réð sig til LA Galaxy, liðs Davids Beck- hams í Bandaríkjunum. Ulatowski, sem er 34 ára, hafði verið aðstoð- arþjálfari Lubin um skeið. Hann var þjálfari og leikmaður Leiknis á Fá- skrúðsfirði árið 2000 og árið eftir varð kvennalið Þróttar R. meistari í 1. deild undir hans stjórn. Hann þjálfaði einnig yngri flokka hjá Þrótturum.    Arne Niemeyer, einn reyndastiog traustasti leikmaður þýska handknattleiksliðsins GWD Minden hefur ákveðið að ganga til liðs við HSV Hamburg á næsta sumri. Þetta er mikið áfall fyrir Minden-liðið, sem Einar Örn Jónsson leikur með, þar sem Niemeyer hefur verið einn besti leikmaður liðsins, alinn upp innan raða þess auk þess sem faðir hans lék með Minden-liðinu á sinni tíð og þjálfaði það um tíma í kringum alda- mótin.    Benny Lenn-artsson, frá- farandi þjálfari norska knatt- spyrnuliðsins Start, sagði við netútgáfu Fædrelands- vennen í gær að vítaspyrna sem Jóhannes Harðarson fékk á sig í uppbótartíma í leik gegn Ströms- godset í september, væri eitt af þeim atvikum sem hefðu fellt liðið úr úrvalsdeildinni. Start féll á dögunum í 1. deild eftir tap í lokaumferðinni, en liðið hafði aldrei verið í fallsæti á tímabilinu.    Netútgáfa Adresseavisen hafðisamband við Jóhannes vegna ummæla þjálfarans. Jóhannes kvaðst sjálfur hafa verið mjög svekktur yfir vítaspyrnunni, sem hann hefði talið rangan dóm. „Mér fannst ég heldur ekki verðskulda að vera settur út úr hópnum í síðustu leikjunum,“ sagði Jóhannes, sem ekki fékk tækifæri í liðinu eftir þetta. Jóhannes staðfesti jafnframt við Adresseavisen að hann myndi leika með Start í 1. deildinni á næsta ári en hann er samningsbundinn fé- laginu eitt ár til viðbótar.    Geir Þorsteinsson, formaðurKnattspyrnusambands Ís- lands, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Bayern München og Bolton Wanderers í UEFA-bikarnum í kvöld. Leikurinn fer fram á hinum glæsilega heimavelli Bayern, Alli- anz Arena en hann rúmar 70 þúsund manns. Fólk sport@mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Meiðslin settu heldur betur strik í reikninginn hjá Ásthildi á tíma- bilinu en keppni í sænsku úrvals- deildinni lauk um síðustu helgi. Ást- hildur hóf tímabilið með látum og skoraði 8 mörk í fyrstu 11 umferð- unum með Ldb Malmö en meiðsli í hné urðu þess valdandi að hún kom aðeins við sögu í tveimur leikjum eftir það með Malmö og missti af sjö síðustu leikjum liðsins þar sem hún gekkst undir aðgerð í ágúst þar sem liðþófi í hægra hné var fjarlægður. Þjösnaðist of mikið á hnénu ,,Það var í leik gegn AIK í lok apríl sem ég fann fyrst fyrir meiðsl- unum. Ég hélt hins vegar áfram að spila þrátt fyrir að ég væri að drep- ast í hnénu. Ég ákvað að harka af mér í gegnum landsleikina í lok júní en fór í speglun í byrjun ágúst. Ég hef ekki náð mér eftir það og læknar segja að það sé vegna þess að ég þjösnaðist svo á þessu. Ég hef varla getað skokkað en eftir að fór í sprautumeðferð hef ég lagast mikið og get loks farið að hreyfa mig en þá er tímabilið búið. Þetta var því ansi fúlt tímabil hjá mér eft- ir að hafa byrjað það svo vel,“ sagði Ásthildur í samtali við Morgunblað- ið en hún sleit krossband í hægra hné fyrir þremur árum og hefur síðan átt í erfiðleikum með hnéð vegna brjóskskemmda. Hún hefur leikið með liði Malmö frá árinu 2003 og hefur svo sann- arlega látið mikið að sér kveða með liðinu frá þeim tíma og hefur verið meðal bestu leikmanna í sænsku úrvalsdeildinni, sem er talin en sú sterkasta í heimi. Í fyrra átti hún líklega sitt besta tímabil, skoraði 19 mörk í 21 leik og var tilnefnd sem ein af þremur bestu sóknarmönn- unum í deildinni og skaut meðal annars hinni frábæru Mörtu frá Brasilíu ref fyrir rass. Bíða mín verkefni á Íslandi Samningur Ásthildar við Ldb Malmö er runninn út en forráða- menn félagsins hafa boðið henni nýjan samning – gerðu það strax í maí og hafa ítrekað beiðni sína. ,,Ég er búin að tjá þeim að það sé fáránlegt að skrifa undir nýjan samning þegar svona mikil óvissa er um hnéð á mér. Mér þykir ólík- legt eins og staðan er í dag að ég verði áfram hjá liðinu því ég vil geta tekið þátt í öllum æfingunum af 100% krafti en hnéð kemur ekki til með að þola það álag sem því fylgir. Ég veit að Malmö mun ekki gefa sig og menn frá félaginu munu örugglega hringja í mig á hverjum degi eins og þeir gerðu í fyrra en ég reikna ekki með því að vera áfram hér úti í Svíþjóð. Heima á Ís- landi bíða verkefni sem ég þarf að sinna,“ segir Ásthildur, sem hefur haslað sér völl í stjórnmálunum en hún fékk ársleyfi frá störfum í bæj- arstjórn Kópavogs til að sinna knattspyrnunni. Ásthildur er for- maður Íþrótta- og tómstundaráðs Kópavogs en hún er verkfræðingur að mennt. Ekki þessi virði að eyðileggja á sér hnéð Ásthildur, sem er 31 árs og er leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 69 leiki, segir hugsanlegt að knatt- spyrnuferli sínum sé lokið. ,,Ég er komin á það stig að ég á erfitt með að ganga og þá fer maður að hugsa; nei, það er ekki þess virði að eyði- leggja á sér hnéð. Það er því alveg inni í myndinni að ég segi hreinlega skilið við fótboltann því mér finnst ekki ástæða til að taka stóra áhættu. Ég er afar þakklát fyrir þann feril sem ég hef átt og ég fer ekkert að gráta ef það verður nið- urstaðan að ég hætti. Ég er hins vegar svekkt með þetta tímabil því það byrjaði svo vel og að það skyldi dragast svo á langinn að fara í speglunina,“ sagði Ásthildur sem á glæsilegan feril að baki. Það yrði svo sannarlega mikill sjónarsviptir af Ásthildi ef hún neyddist til að hætta en hún hefur verið í far- arbroddi íslenskra íþróttakvenna um árabil – mikil og góð fyrirmynd og frábær íþróttakona. Leggur Ásthildur skóna á hilluna? Þrír kostir í stöðunni: Áfram hjá Malmö, spila á Íslandi eða hætta vegna meiðsla ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður sænska úrvalsdeild- arliðsins Ldb Malmö, þarf hugs- anlega að leggja knattspyrnuskóna á hilluna vegna meiðsla í hné. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hún hafa um þrjá kosti að velja. Að halda áfram hjá Malmö, sem hefur boðið henni nýjan samning, koma heim og spila með íslensku liði eða hreinlega að hætta knattspyrnuiðk- un. Á ferð Ásthildur Helgadóttir er hér í leik með Ldb Malmö – á í höggi við Jenny Curtsdotter, leikmann Djurgården. Í HNOTSKURN »Ásthildur er 31 árs. Hún erleikjahæsti leikmaður ís- lenska landsliðsins frá upphafi með 69 leiki og hefur skorað í þeim 23 mörk. »Ásthildur hefur leikið 152leiki í efstu deild á Íslandi með Breiðabliki, KR og ÍBV og skoraði í þeim 135 mörk. »Ásthildur gekk í raðirMalmö 2003 og hefur leik- ið 58 leiki með því í úrvals- deildinni og skorað í þeim 46 mörk. TEITUR Þórðarson er einn þriggja knattspyrnuþjálfara sem helst eru orðaðir við norska úrvalsdeildarfélagið Aalesund. Per Joar Hansen hætti þar störfum á dög- unum eftir að hafa skilið við liðið í öruggri höfn í deild- inni. Liðið kom uppúr 1. deild og hafnaði í 11. sætinu, og var ekki í teljandi fall- hættu á lokasprettinum. Teiti var sagt upp störfum hjá KR í lok júlí en hann hef- ur mikla reynslu af norsku úrvals- deildinni og hefur þar þjálf- að Brann, Lilleström og Lyn í samtals tíu ár. „Já, ég hef mikinn áhuga á að þjálfa Aalesund en félagið hefur ekki haft samband við mig. Það er rétt að ég og Reidar Vågnes, yfirmaður knattspyrnumála hjá félag- inu, erum góðir vinir og ég fór með KR-Akademíuna á mót í Aalesund í fyrra. Þá kynntist ég félaginu dálítið,“ sagði Teitur við staðarblaðið Sunnmörsposten. Auk hans eru norsku þjálf- ararnir Harald Aabrekk og Tor Thodesen sterklega orð- aðir við stöðuna. Einn lykil- manna Aalesund er Keflvík- ingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson. Teitur orðaður við Aalesund Teitur Þórðarson ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í Algarve-bikarnum í Portúgal í mars á komandi ári og verður því meðal þátt- takenda þar annað árið í röð. Ísland verður í C- riðli ásamt Póllandi, Portúgal og Írlandi en átta af bestu þjóðum heims skipa A- og B-riðil mótsins. Það fer fram dagana 3.-13. mars. „Þetta er mjög ánægjulegt því það tókst vel til hjá okkur á þessu móti á þessu ári. Það var þá ómetanlegt fyrir mig að geta verið með liðið í tíu daga og spilað fjóra hörku landsleiki, þar sem ég náði að prófa mig áfram með það. Þarna spilum við gegn þremur liðum sem eiga að vera svipuð og þau sem við mætum um sum- arið, og ef við stöndum okkur, fáum við leik gegn mjög sterku liði í lok- in,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gær. Íslenska liðið tók þátt í mótinu í mars á þessu ári og tapaði þá fyrir Ítalíu, 1:2, gerði jafntefli, 1:1, við Ír- land en vann Portúgal 5:1 og loks Kínverja 4:1 í leik um níunda sæti mótsins. Þátttakan í Algarve- bikarnum er mikilvægur liður í undirbúningi liðsins fyrir leikina gegn Serbum, Slóvenum og Grikkjum í undankeppni EM í maí og júní. Konurnar aftur til Portúgals Margrét Lára Viðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.