Vikublaðið - 17.02.1997, Síða 1

Vikublaðið - 17.02.1997, Síða 1
 Áhersla á veru lega hækkun lægstu launa - ef það verður ekki gengið að þessum kröfum er samstaðan úti, segir Ari Skúlason. „Þetta eru kröfur sem við teljum raunhæfar og munum berjast fyrir að verði gengið að. Með þessu er ekki verið að velta þjóðfélaginu og því verður ekki vikið frá þeim. Þetta er jafnlaunaleið sem er út- færsla á kröfum allra landsamband- anna og það er samstaða um þessa leið. Ef það verður ekki gengið að þessum kröfum er samstaðan úti. Þá fer hver sína leið og slegist verð- ur úr öllum áttum,” segir Ari Skúla- son hagfræðingur ASI. f sameiginlegum tillögum land- sambanda ASÍ er lagt til að samið verði til rúmlega tveggja ára með áherslu á krónutöluhækkun. Allir grunntaxtar hækki urn tíu þúsund krónur á samningstímanum en lægstu laun um tuttugu þúsund. Megináherslan er lögð á skatta- lækkun þar sem tekið verði upp 37% skattþrep á laun á bilinu 62- 150 þúsund. Á laun þar fyrir ofan verði skattþrepið óbreytt. Einnig er gert ráð fyrir lækkun jaðarskatta með breytingum á tekjutengingu bóta og að hluti kauptaxtagreiðslna verði færður inn í taxtakaup. „Þarna er um að ræða verulega hækkun lægstu launa, sérstaklega með tilliti til skattalækkana á laun á þessu bili. Skatta- og kjarahliðin hanga saman og eru grundvallarat- riði í þessari jafnlaunaleið,” segir Ari Skúlason. Hundruð Jeikskólq- barnu svipt stuðningi Kvenna- listinn klofnar -framboð kemur til greina, segir Kristín Einarsdóttir „Þetta er stór hópur fólks allstaðar að úr þjóðfélaginu, bæði úr flokkun- um og utan þeirra. Það er ekki búið að negla stofndag ennþá. Það kemur allt í ljós á réttum tíma,” segir Krist- ín Einarsdóttir um stofnun nýja um- hverfisflokksins. Er þetta sá hópur úr Kvennalistan- um sem ekki vill samfylkja með vinstrimönnum? „Já, meðal annarra. Eg er ekki jafnaðarmaður og fylgi því ekki með í slíku samkrulli,” seg- ir Kristín. Kvennalistinn gæti þá mögulega klofnað? „Já, og jafnvel í fleiri hópa en þessa tvo.” Nafn Hjörleifs Guttormssonar hef- ur ítrekað verið nefnt í þessu sam- bandi. Hjörleifur segir að þetta sé nýtt fyrir sér. „Ég veit ekkert meira um þetta mál en það sem þú ert að segja mér núna. Ég veit ekki til þess að ég sé á leiðinni úr Alþýðubanda- laginu og alls ekki í flatsæng jafnað- armanna sem byggist á sameiningu A-flokkanna. Þetta er einkennilegur fréttaflutningur sem ég rek til rit- stjóra Alþýðublaðsins og þeirra sem ötullegast róa að sameiningu jafnað- armanna,”segir Hjörleifur. Um 200 leikskóla- börn í Reykjavík, sem eiga við félagsleg og tilfinningaleg vandamál ao stríða, hafa verið svipt sér- stökum stuðningi með einhliða niður- skurði stjórnvalda. Ástæða er til að ætla að annar eins hópur leikskólabarna í öðr- um sveitarfélögum iíði fyrir niðurskurð stjórnvalda. Niður- skurðurinn kemur fram í aukinni þörf fyrir sérstakan stuðn- ing við börn í yngstu bekkjardeildum grunnskólans. Vegna niðurskurðar nkisins á fjár- framlögum til sérstaks stuðnings við böm á leikskólaaldri fá nokkur hundr- uð böm, sem eiga við tilfmningaleg og félagsleg vandamál að stríða, ekki þann stuðning sem þau þurfa á að halda. í Reykjavíkurborg er um að ræða nálægt 200 böm, sem áður nutu stuðnings, en hafa verið svipt honum vegna niðurskurðar stjómvalda. Leikskólar em á verksviði sveitarfé- laganna, en ríkið hefur fjármagnað sér- stakan stuðning við böm sem eiga við vandamál að stríða, bæði vegna and- legrar eða tíkamlegrar fötlunar, vegna félagslegra og tilfinningalegra vanda- mála og vegna ýmissa annarra vanda- mála, svo sem misþroska, ofvirkni eða tal- og tungumálaerfiðleika. Áður en stjómvöld tóku upp niður- skurðarhnífinn var stuðningurinn um- talsverður, enda þörfín brýn. í Reykja- víkurborg einni nutu árið 1992 alls 332 leikskólaböm sérstaks stuðnings eða 6,4% þeirra bama sem þá vom í leik- skólunum. Um síðustu áramót var svo komið að aðeins 2,8% leikskólabam- anna nutu stuðnings eða 147 böm. Ef sama hlutfall væri nú ríkjandi og árið 1992 fengju um 340 leikskólaböm slíkan stuðning eða nær 200 fleiri. Mismunurinn er fólginn í þeirri ein- földu staðreynd að leikskólaböm, sem eiga við félagsleg og tilfmningaleg vandamál að stríða, eða þjást af t.d. misþroska eða ofvirkni, hafa verið svipt sérstökum stuðningi með ein- hliða niðurskurði stjómvalda. Böm sem eiga við andlega eða líkamlega fötlun að stríða njóta þó enn stuðnings. Niðurskurður stjómvalda tók gildi í tveimur áföngum, haustið 1995 og síð- an á síðasta ári. í Reykjavík hefur borgaryfirvöldum enn ekki auðnast að brúa það bil sem ríkisstjómin skyldi eftir sig, en samkvæmt heimildum Vikublaðsins er málið nú í sérstakri skoðun. Aftur á móti liggur fyrir í starfsáætl- un Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur að auka við stuðning við böm í yngstu bekkjardeildum gmnnskólans með fjölgun stuðningsfulltrúa. Ætlunin er að verja um 15 milljónum króna á ári vegna þessa átaks, en 7,5 milljónir króna hafa verið samþykktar í fyrsta áfanga. Er reiknað með því að allir gmnnskólar borgarinnar fái eitt stöðu- gildi að meðaltali. í skýringum sem gefnar em með þessari ráðstöfun kem- ur fram að um 100 böm komi árlega í sex ára bekk sem hafa fengið veralega aðstoð í leikskólunum, böm með hegðunarvanda, en þetta em um 6,5% allra borgarbama í sex ára árgangin- um. Þessi ráðstöfun í starfsáætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkurborg- ar mælist að vonum vel fyrir, þótt skrefið hefði að mati kennara að ósekju mátt vera stærra. Innan leikskólanna velta stjómend- ur því hins vegar fyrir sér hvort ekki sé að minnsta kosti jafn brýnt að auka stuðning á ný við böm í þeim aldurs- hópi sem hægt er að vinna hvað mest fyrirbyggjandi starf með, leikskóla- bömin sem hafa verið svipt stuðningi vegna einhliða niðurskurðar ríkis- stjómarinnar. Leikskólabömum I borginni hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ámm. Þau vom 4.041 árið 1992 en vom 5.312 um síðustu ármót eða 31% fleiri. Um leið hefur dvalar- tímum leikskólabama fjölgað um 45%. Rekstur leikskóla borgarinnar kostar um 1.530 milljónir króna á þessu ári. Röskvugaldurinn Fœ hrollþegar ég Vinnumsaman- Verkalýðsmálaráð Karlar semkyn- í Háskólanum heyri í Þórami V líka í blaðaútgáfu A-flokkanna tegund tilsjá funda L

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.