Vikublaðið - 17.02.1997, Síða 2

Vikublaðið - 17.02.1997, Síða 2
•JÍJÍiUJiJ 17. febrúar 1997 mm Útgefandi Tilsjá ehf. Ritstjóri og ábm.: Friðrik Þór Guðmundsson Blaðamenn: Arndís Þorgeirsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Róbert Marshall Hönnun, umbrot og ljósm.: Ólafur Þórðarson Markaðsstjóri: Helena Jónsdóttir Próförk: Arndís Þorgeirsdóttir Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja 1 ■ m Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar Laugavegi 3 (4. hæð), 101 Reykjavík Sími: 552-8655. Fax: 551-7599 Netfang: vikubl@tv.is Hugsum um börnin Samkvæmt gögnum Dagvistar barna fengu um sfðustu áramót 147 börn í leikskólum Reykjavíkurborgar sérstakan stuðning eða 2,8% þeirra 5.312 barna sem fá inni í leikskólunum. Hér er átt við börn sem eiga við ýmsa líkamlega eða andlega fötlun að stríða. Leikskólar eru á vegum sveitarfélaga, en svo háttar til að ríkið hefur greitt kostnaðinn vegna sérstaks stuðnings við leikskólabörn. Og ríkið hefur verið duglegt við niðurskurð eins og allir vita. Áður en stjórnvöld gripu til niðurskurðarhnífsiins fengu 6,4% barna í leikskólum borgarinn- ar stuðning. Munurinn liggur í því að fötluð börn fá áfram stuðning, en það er búið að skera niður allan stuðning við leikskólabörn sem eiga við félagsleg og tilfinningaleg vandamái að stríða eða önnur vandamál á borð við misþroska eða ofvirkni. Það er búið að þurrka fjárveitingu ríkis- ins út án þess að borgaryfirvöldum hafi auðnast að bæta fyrir missinn. Ekki einu sinni nýbúaböm í leikskólum fá nú stuðning. Þörfin fyrir stuðning við börn hefur örugglega ekki minnkað, það er ein- faldega búið að skera niður. Að vanda þar sem síst skyldi. Ef sama hlut- fall ríkti nú og áður en niðurskurðarhnífurinn var tekinn upp fengju um 340 böm í leikskólum stuðning eða nær 200 fleiri en nú. Því má ætla að nær 200 leikskólabörn í borginni fái ekki þann stuðning sem þau þyrftu aðfá. Minnkandi stuðningsþjónusta í leikskólunum kemur einfaldlega fram þegar leikskólabörnin færa sig yfir í grunnskólana. Samkvæmt starfs- áætlun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur er ætlunin að auka umtalsvert við stuðning við börn í yngstu bekkjardeildum grunnskólanna í borginni eða í 1. og 2. bekk. Það er í sannieika sagt erfitt að sjá hvað vinnst með því að draga úr stuðningi við leikskólabörnin ef það kemur fram sem vandamál og aukinn kostnaður í grunnskólanum. Ætla má að forvarnar- starf sé árangursríkara ef fyrr er gripið (taumana. Þær staðreyndir sem liggja að baki áðurnefndum tölum blasa ekki við öllum. En þetta endurspeglar á sinn hátt hvað er að gerast í okkar þjóð-, félagi, sem verður fjölskyldufjandsamlegra með hverju árinu sem líður. í okkar þjóðfélagi þar sem atvinnuleysi, óeðlilega langur vinnutími og lág iaun er ríkjandi en ekki víkjandi. Kröfur og gylliboð Á sama tíma og fyrirtækin moka inn ört vaxandi hagnaði og ráðherrar auglýsa í bæklingum hversu heilsusamlegt ísland er fyrir fyrirtæki þá heldur Verslunarráð íslands ráðstefnu og kvartar yfir meðferðinni á at- vinnulífinu. Á sama tima og alþýða manna býr við hneykslanlega lág laun þá berast fréttir af ofurlaunum bankastjóra. Og Garðastrætisgengið í Vinnuveit- endasambandinu boðar að alþýðan megi í öllum góðærinu hans Davíðs sætta sig við nokkurra króna hækkun kauptaxta. Verkalýðshreyfingin hefur kynnt stefnu sína í kjaramálum - á sama tíma og kaupmenn auglýsa grimmt að nýtt kortatímabil sé hafið. Bílainnflytj- endur sjá fram á gull og græna skóga og ferðaskrifstofur búast við löng- um biðröðum. En nú reynir á samstöðu launafólks. Sanngjarnar og raunhæfar kröfur hafa verið settar fram og þá reynir á vilja fólks til að fylgja þeim eftir. Til að launafólk geti tekið þátt í verkfallsátökum þarf það að undirbúa sig vel undir áhrif vinnustöðvana. Og hunsa gylliboð selj- enda vöru og þjónustu. Valþór Hlöðversson, formaður stjórnar Tilsjár Vinnum Mér fannst dapurleg myndin f einu blaðanna um daginn af formanni Al- þýðuflokksins og aðstoðarmanni hans ásamt DV feðgum við undirritun samnings þar sem hinum síðamefndu var falið Alþýðublaðið til útgáfu. Ein- hvem veginn minnti hún mig á fund- inn þar sem Ámi lögmaður og Brynj- ólfur biskup gengust grátandi undir einveldi konungs suður í Kópavogi hér um árið. Verra þótti mér þó að heyra eftir þeim haft að ekki hefði tek- ist að ná samvinnu við útgefendur annarra vinstri blaða um samvinnu eða sammna blaðanna. Á slíkt reyndi nefnilega aldrei og allir vita jú að það er ljótt að skrökva. Mælt á tommustokk arðseminnar Utgáfa lítilla blaða í harðri sam- keppni hefur ætíð verið erfið og kem- ur ugglaust til með að verða það áfram. Forystusveit Alþýðuflokksins komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gefa Alþýðublaðið út nema DV réði förinni í krafti meiri- hlutaeignar. Vissulega er það laukrétt að sé slík útgáfa vegin og mæld á tommustokk arðseminnar einnar er ekkert vit í að standa í slíku þrasi. Hins vegar er sem betur fer enn til fólk sem þykir nokkuð á sig leggjandi til að þurfa ekki að horfa upp á enn frek- ari samþjöppun valds og áhrifa á fjöl- miðlamarkaði. Þessara sjónarmiða hefur mjög gætt innan Alþýðuflokksins ekkert síður en í Alþýðubandalaginu sem hefur falið okkur í Tilsjá ehf að gefa út Vikublað- ið um skeið. Við erum þeirrar skoðun- ar að ýmsar leiðir séu færar til að koma á laggimar fjölmiðli sem hafi annað og meira erindi en það eitt að græða peninga. í þeim efnum hefðum við talið skynsamlegt að reyna að finna fleti á samstarfi og sameiningu litlu blaðanna til vinstri með það fyrir augum að koma á laggirnar alvöru fjölmiðli jafnaðarmanna á fslandi. Var allra leiða leitað? Aðspurðir hafa forystumenn Al- þýðuflokksins látið hafa það eftir sér að þeir hafi ákveðið að ganga til sam- starfs við DV vegna þess að þeir teldu aðrar leiðir ekki færar. Nú veit ég ekki hvemig þeir Sighvatur og Þröstur hafa skilgreint það verkefni að „leita allra „Við erum þeirrar skoð- unar að ýmsar leiðir séu færar til að koma á laggim- ar fjölmiðli sem hafi annað og meira erindi en það eitt að græða peninga. í þeim efnum hefðum við talið skynsamlegt að reyna að finna fleti á samstarfi og sameiningu litlu blaðanna til vinstri með það fyrir augum að koma á laggimar alvöru fjölmiðli jaínaðar- manna á íslandi.” leiða til að tryggja áfram útgáfu Al- þýðublaðsins” en hitt veit ég að þeir leituðu aldrei til okkar um samvinnu, hvorki stjómarmanna útgáfufélagsins Tilsjár eða formanns og fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalagsins. í ljósi krafna um aukna samvinnu A- flokkanna, sem m.a. Sighvatur Björg- vinsson hefur lýst sig fylgjandi, skýtur það óneitanlega skökku við að þeir fé- lagar skuli hafa kosið samvinnu við DV um útgáfu Alþýðublaðsins fremur en að leita sameiginlegra lausna um þau mál við aðra jafnaðarmenn. Nú kann einhver að spyrja: Er ekki tími flokksblaða liðinn? Vissulega má svara þeirri spumingu játandi, en ef kjaramál, saméiningarmál jafnaðar- manna, baráttan gegn hvers konar spillingu og krafa um róttæka menn- ingarpólitík em einkamál A-flokk- anna þá em þau um leið málefni allrar þjóðarinnar. Sannleikurinn er sá að þeir sem vilja umræðu af því tagi fá henni ekki á framfæri komið í öðmm miðlum að neinu gagni. Þess vegna stöndum við í blaðaútgáfu og þess vegna erum við þess fullviss að DV eða Mogginn, sem aldrei lýgur, muni aldrei sinna þessu hlutverki af þeim krafti sem við teljum nauðsynlegt. Með fullri virðingu fyrir þeim ágætu miðlum. Velkomnir til við- ræðna, vinir Á síðasta ári tókst að treysta mjög fjárhag Vikublaðsins og nú er hafin sókn til eflingar blaðinu þar sem menn eru staðráðnir í að halda merkinu á lofti lengur en til næsta hausts. Von- andi tekst okkur í stjórn Tilsjár og starfsfólki blaðsins það ætlunarverk. Róðurinn er vissulega þungur en óneitanlega myndum við öll fyrr ná markmiði okkar um alvöru fjölmiðil til vinstri ef allir jafnaðarmenn í land- inu næðu að stilla saman strengina. Fyrir hönd stjórnar Tilsjár óska ég Alþýðublaðsútgáfunni og nýráðnum ritstjóra hennar allra heilla um leið og ég býð vini okkar á Alþýðublaðinu velkomna til viðræðna um frekara samstarf blaðanna tveggja. - Það er vonandi ekki of seint. KLIPPT... Vonda ríkisvaldið Verslunarráðsmenn voru með fundarhöld í síðustu viku undir yfirskriftinni „Er rfkis- valdið andsnúið jafnræði í atvinnulífinu?”. Framkvæmdastjóri Verslunarráðsins, Vil- hjálmur Egilsson (sem er þingmaður að aukastarfi) kom af því tilefni fram í útvarps- viðtölum og kvartaði yfir ríkisvaldinu. Heimtufrekja vinnuveitenda ríður ekki við einteyming, þeir láta eins og lítil, frek böm sem heimta meira eftir því sem þau fá meira. Var ekki verið að auglýsa um víða veröld hvað fyrirtæki hafa það gott á ís- landi? Búið að létta af þeim milljörðum á milljarða ofan í sköttum? Það er annars at- hyglisvert hvað Vilhjálmur reyndist and- snúinn óbeinu sköttunum (eins og vöru- gjaldi og fl.). Hingað til hefur það verið boðskapur sjálfstæðismanna að hafa beinu skattana (tekju- og eignaskattar) sem lægsta og þess vegna hefur hlaðist ógrynni upp af óbeinum sköttum. Ekki síst í höndunum á Sjálfstæðisflokknum. SARK-arar í stellingum Aðalfundur SARK, samtaka um aðskiln- að ríkis og kirkju, verður haldinn innan skamms. I félagið eru skráðir um 320 ein- staklingar og hefur því vaxið nokkuð ás- megin á sama tíma og þjóðkirkjan hefur verið í kreppu. Nú liggur til afgreiðslu á Al- þingi frumvarp kirkjuþings (sem kirkju- málaráðherra tekur að sér að koma á fram- færi til þingheims) um stöðu þjóðkirkjunnar og er ekki að sökum að spyrja; þar er gert ráð fyrir niðurnjörvun á ríkjandi fyrirkomu- lagi, en auknu sjálfstæði kirkjunnar (eins og að hún hafi verið svakalega ósjálfstæð fram að þessu). Eitt af því sem á að keyra í gegn er staðfesting á heiðursmannasamkomulagi frá 1907 um að ríkið fái svokallaðar kirkju- jarðir gegn því að borga prestum laun (og halda uppi apparati í kringum biskupsemb- ættið). SARK knýr nú á um að formaður allsherjamefndar, Sólveig Pétursdóttir, sendi sér frumvarpið til umsagnar, en hing- að til hefur félagið verið hunsað og liggur þó fyrir að rúmur helmingur þjóðarinnar er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Hækka bætur vegna virkjana? Miklar virkjanapælingar eru í gangi hjá stjórnvöldum og landeigendur víða í bóta- stellingum, ef þannig má að orði komast. Ný lög um Landsvirkjun, sem fela í sér miklar arðgreiðslur til eigenda fyrirtækis- ins, kunna að hafa áhrif á hörku landeig- enda við að sækja þann rétt sem þeir telja sig eiga. Þeir spyrja sem svo; ef eigendur Landsvirkjunar treysta sér til slíkra arð- greiðslna, er þá ekki rétt að gera stórstígari kröfur um bætur vegna landmissis? Er ekki annars búið að refsa landsbyggðarfólki nóg með háu orkuverði, án þess að höfuðborgin fá sérstaka umbun? Leið til áhrifa I tilefni yfirvofandi kosninga í Háskólanum er fróðlegt að velta því fyrir sér hvert leiðir fyrrum formanna Stúdentaráðs hafa legið. Ef litið er til tímabilsins frá 1967-87 má sjá að fjórir af þeim tuttugu sem gengdu formanns- hlutverkinu hafa tekið sæti á Alþingi og þrír í borgarstjóm Reykjavíkur. Það eru Ossur Skarphéðinsson þingmaður, fyrrverandi ráð- herra, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, fyrrver- andi borgarfulltrúi og núverandi ritstjóri AI- þýðublaðsins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og fyrrverandi þingmaður, Finnur Ingólfsson ráðherra, Bjöm Bjarnason ráðherra og Gunnar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi. Auk ofantaldra hafa nokkrir náð árangri á öðr- um sviðum s.s. í blaðaútgáfu og lögfræði. Vaka fer með fleipur Maðurinn á bak við ósigur Vöku undan- farin ár heitir Björgvin Guðmundsson og ritstýrir nú rislitlu blaði þeirra Vökumanna. Það vakti mikla athygli lesenda nýjasta ein- taks Vökublaðsins í Háskólanum að þar hrósar Vaka sér fyrir að hafa komið upp langþráðum tíkallasíma í Árnagarði. Segir í fréttinni að notkun símans hafi verið stans- laus síðan. Staðreynd málsins er nefnilega sú að enginn tíkallasími er kominn upp í Árnagarði og fréttin því bull eitt. En á hinn bóginn í góðu samræmi við annað efni blaðsins. Hveijir voru hvar Síðastliðinn fimmtudag sást til félaganna Svavars Gestssonar og Ama Þórs Sigurðs- sonar snæða saman hádegisverð á McDon- alds í Austurstræti. Samkvæmt heimildum Vikublaðsins mun þetta vera einn af uppá- haldsstöðum þeirra félaga og venja er að starfsfólk staðarins hrópi jafnan einum rómi: Svavar!, þegar þeir kumpánarnir birt- ast á staðnum.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.