Vikublaðið - 17.02.1997, Blaðsíða 10
•JLMJD
17. febrúar 1997
Viðræður um
verkalýðsmál
-reynt að finna hugsanlega sam-
starfsfleti verkalýðsmálaráðanna,
segir Garðar Yilhjálmsson skrif-
stofustjóri Iðju.
Nú í kvöld, mánudagskvöldið 17.
febrúar, kl. 20:00 verður haldinn
fundur í verkalýðsmálahópi Alþýðu-
bandalagsins í Vonarstræti 12. Aðal-
efni fundarins verður hugsanlegt
samstarf við verkalýðsmálaráð Al-
þýðuflokksins.
Garðar Vilhjálmsson er skrifstofu-
stjóri Iðju og formaður verkalýðs-
málaráðs Alþýðu-
bandalagsins. Að-
spurður um fundinn
sagði Garðar: „Við
höfum átt óformlegar
samræður við stjórn
verkalýðsmálaráðs Al-
þýðuflokksins í þeim
tilgangi að fínna mögu-
lega samstarfsfleti.
Ekki að við séum ein-
ungis að hugsa um
þetta í sambandi við
núverandi kjarasamn-
inga heldur almennt a samstarfsnót-
um til lengri tíma litið og að menn
geti séð í framtíðinni sameiginlegan
vettvang til að vinna að málefnum
launafólks innan þess-
ara flokka og setja
þannig þrýsting á þá
sem fara með stefnu-
mótun flokkanna.
Hvort sem er í stofnun-
um flokkanna eða inni
á Alþingi.”
Um þann farveg sem
kjaramálin eru að fara í
núna sagði Garðar að
honum lítist ekki vel á
hann. „Það sem VR
lagði fram er úr takt
við það sem önnur landssambönd eru
að gerá. Landssamböndin hafa verið
að reyna að pússa sig saman og koma
fram sameiginlega gagnvart vinnu-
veitendum og ná sameiginlegri lend-
ingu. VR hefur fullan rétt til að setja
fram sínar kröfur en ég hefði talið
skynsamlegra að þetta færi allt sam-
an. Þeir slá ekki sama takt og við í
þessu og þegar menn er ekki í sama
takti er það verra en ekki.”
Er kröfugerð VR ásættanleg? „Mér
þykja þær full hógværar og meðan
aðrir eru að tala um krónutöluhækk-
anir eru þejr að tala um prósentu-
hækkanir. Það virðist allt stefna í
harðar aðgerðir. Menn þurfa að brýna
raustina til að sýna að þeim sé alvara
og allir atburðir síðustu daga hafa ýtt
undir þá skoðun mína að allt stefni í
hart,” sagði Garðar að Iokum.
bgs
Landsvirkjunarmál ríkisstjórnarinnar:
Lög sem auka mis-
munun í Sífskjörum
Þingmenn Alþýðubandalagsins og óháðra deildu hart á frumvarp ríkisstjórnarinnar um Lands-
virkjun, sem afgreitt var sem lög í síðustu viku. Fremstur í flokki fór Svavar Gestsson, sem
telur að fá mál sýni betur en þetta mál hversu langt framkvæmdavaldið getur gengið í tillits-
leysi við Alþingi. Svavar skilaði séráliti í nefndinni og er hluta álitsins að finna í neðan-
greindum texta (millifyrirsagnir eru blaðsins).
Til ársloka 1995 hafði
Landsvirkjun greitt
ríkinu 435 m.kr. króna í
svokallað ábyrgðargjald.
Það er gjald fyrir það að
ríkið er í einfaldri ábyrgð
fyrir öllum lánum Lands-
virkjunar. Til þess að
jafna á milli eignaraðil-
anna hafa aðrir eignarað-
ilar einnig fengið greitt
ábyrgðargjald. Þannig
hefur Reykjavík fengið
388 m.kr. í ábyrgðargjald
og Akureyri 48 m.kr. Sam-
tals hafa aðilarnir því
fengið 871 m.kr. í ábyrgð-
argjald á verðlagi ársins
1995. Eignaraðilarnir hafa
líka fengið arð, gagnstætt
því sem oft er látið í veðri
vaka. Ríkið hefur fengið
291 m.kr. í arð, Reykjavík
261 m.kr. og Akureyri 29
m.kr. Samtals hafa eignar-
aðilarnir fengið 581 m.kr. í
arð til loka ársins 1995 á
verðlagi þess árs.
Ekki arður heldur
skattur á raf-
magnsnotendur
Hvað hafa eignaraðilamir látið af
hendi rakna? Þeir hafa innt af hendi
framlög sem hér segir: Ríkið 1.074
m.kr., Reykjavík 957 m.kr. og Akur-
eyri 118 m.kr. Samtals hafa eigend-
umir greitt 2.149 m.kr. samkvæmt
upplýsingum Landsvirkjunar. Fyrir
það hafa eigendumir fengið 581 m.kr.
í arð en 871 m.kr. hefur auk þess runn-
ið til þeirra í ábyrgðargjald. Arðurinn
af eigninni er því 27% af raunverulegu
framlagi eigenda, en ef ábyrgðargjald-
ið er reiknað með kemur í Ijós að tekj-
ur eignaraðilanna af fyrirtækinu hafa
numið 67% af höfuðstól sem er ekki
slæmt.
Nú er hins vegar fundin upp önnur
aðferð til að reikna út tekjur handa
eignaraðilunum. Það er gert með því
að eignir Landsvirkjunar era metnar
eins og þær hafi allar komið af eig-
endaframlögunum, að þau ein hafi í
raun skapað tekjumar. Þegar það ligg-
ur fyrir kemur í ljós að eignin er allt of
Svavar Gestsson: Málið fór leynt
til síðustu stundar og að sjálfsögðu
var stjórnarandstaðan ekki höfð
með í ráðum.
mikil og þess vegna em eigendafram-
lögin áætluð 14 milljarðar kr. Þau
mynda síðan útreikning til arðs eins og
segir í samkomulagi eignaraðilanna
frá 28. október sl.
Arðurinn verður samkvæmt sam-
komulaginu ekki reiknaður af 2.149
m.kr. heldur af 14 milljörðum kr., sjö
sinnum hærri upphæð en þeirri sem.
eigendur hafa lagt fram. Þetta er því
ekki arður heldur skattur sem lagður
em á rafmagnsnotendur í landinu til
framtíðar.
Miðað er við að arðurinn verði
5,5% af endurmetnum eigendafram-
lögum. Hann á þó ekki allur að koma
til útborgunar heldur fer það eftir viss-
um reglum sem meira að segja tak-
markast við afkomu fyrirtækisins! Það
sem eftir er af arðinum bætist hins
vegar við höfuðstól 14 milljarðanna
og verður þannig grunnur fyrir arð
framtíðarinnar. Með þessu móti eru
eigendur að reikna sér 500-700 m.kr. í
tekjur af fyrirtækinu á ári. Sé gert ráð
fyrir að það verði 600 m.kr. til að byrja
með em þær 600 m.kr. 28% af raun-
verulegu en ekki reiknuðu eigenda-
framlagi. Þannig er fullvíst að þessi
framlög færa eigendum sínum hærri
arð en nokkur dæmi em til um annars
staðar í heiminum.
Arðgreiðslur fram-
ar en verð til al-
mennings
Aðalrök iðnaðaráðherra hafa verið
þessi: Borgin vildi fá að vita hvað hún
gæti haft upp úr eignarhlut sínum í
Landsvirkjun. Hún óskaði því eftir að
stofnuð yrði eigendanefnd. Akureyr-
arbær tók undir með Reykjavík. Þess
vegna skipaði ráðherrann nefndina. í
henni vom embættismenn frá ríkinu
en stjómmálamenn frá borginni. Þeir
síðamefndu réðu því ferðinni. Þeir
vom Alfreð Þorsteinsson, borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins og formaður
stjórnar veitustofnana, og Vilhjálmur
Vilhjálmsson, borgarráðsmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem jafnframt er for-
maður stjómar Sambands íslenskra
sveitarfélaga og stjómarmaður í
Landsvirkjun. Þá var í nefndinni Jak-
ob Bjömsson sem er bæði bæjarstjóri
á Akureyri og stjórnarmaður í Lands-
virkjun. Hann er auk þess Framsókn-
armaður. Það vom því pólitískir full-
trúar stjómarflokkanna í þessum
tveimur bæjarfélögum sem komu að
málinu. Öðmm pólitískum fulltrúum
stjórnarflokkanna var haldið utan við
málið sem fór leynt til síðustu stundar
og að sjálfsögðu var stjómarandstaðan
ekki höfð með í ráðum. Niðurstaðan
varð sú að eigendumir eiga að geta
tekið hundmð milljóna króna út úr fyr-
irtækinu á hverju ári. Þá fjármuni geta
þeir notað til að lækka verðið á raf-
orku til viðskiptamanna sinna, til þess
að lækka útsvar eða skuldir eða til að
fjárfesta í öðmm verkefnum. Einnig er
ljóst að arðgreiðslurnar til eigendanna
eru settar framar en verðið til almenn-
ings.
Auðvitað var samningurinn sam-
þykktur samhljóða í borgarstjóm
Reykjavíkur og í bæjarstjóm Akureyr-
ar. Samningurinn er þessum stofnun-
um ótrúlega hagstæður en þegar á
heildina er litið hlýtur að verða að
skoða hann mjög gagnrýnið. Það á við
um alla alþingismenn. Eins og kom í
ljós við 1. umræðu málsins átti iðnað-
arráðherra ekki einn einasta stuðn-
ingsmann og stjórnarliðar sem tóku til
máls gagnrýndu samninginn harðlega.
Skapar ófrið um
Landsvirkjun
Niðurstaðan, þ.e. að eignaraðilar
fengju fjármuni út úr Landsvirkjun,
væri í sjálfu sér ágæt ef svo vildi til að
eignaraðilamir hefðu lagt fram bein-
harða peninga í fyrirtækið. Sú er þó
ekki raunin nema að takmörkuðu leyti
eins og sýnt hefur verið fram á. Þeir
sem hafa byggt upp Landsvirkjun era
neytendur um allt land að Reykvíking-
um meðtöldum. Niðurstaða eigenda-
nefndarinnar er fráleit miðað við allar
aðstæður í landinu. Hún skapar ófrið
unt Landsvirkjun og stofnar í hættu
þeirri sátt sem verið hefur um Lands-
virkjun sem fylgt hefur verðjöfnunar-
stefnu samkvæmt lögum.
Verði Landsvirkjunarfmmvarpið
knúið áfram óbreytt eins og flest bend-
ir til mun það hafa í för með sér aukna
mismunun í lífskjömm á íslandi. Það
mun minnka líkumar á því að sam-
staða náist til lengri tíma í orkumálum
í landinu. Það mun óhjákvæmilega
hafa það í för með sér að einstakir
landshlutar knýi á um að fá arðinn af
orkuverum í eigin landshluta. Hvar
yrðu Reykvíkingar settir ef Sunnlend-
ingar gengju fram og heimtuðu sitt á
sama hátt og eigendaskýrslan gerir ráð
fyrir? Hvar verða landsmenn staddir
ef Austurland heimtar yfirráð yfir
virkjununum miklu á Austurlandi ef
þær á annað borð verða einhvem tím-
ann að vemleika? Hvað á að segja við
þá sem byggja Skagaljörð framan-
verðan ef Skagfirðingar heimta að
reisa Villinganesvirkjun? Það er ljóst
að verði þetta fmmvarp að lögum mun
allt kerfið sem byggt hefur verið upp
liðast sundur. Hvað þýðir það? Það
þýðir að að lokum verður raforkan
dýrari og sóun samkeppninnar mun
bitna fyrst á fjarlægustu byggðunum.
Þessu munu stjómarliðar svara með
því að verðjöfnun verði stýrt í gegnum
ríkissjóð. Það er ekki rétt. Skatt-
greiðsluvilji almennings er ekki svo
mikill að unnt sé að treysa á hann til
langframa í þessu efni.
Hirða erlend
fyrirtæki
orkulindirnar?
Þá er það ónefnt að íslenska orku-
kerfið mun á næstu áratugum tengjast
umheiminum. Með lagningu raf-
strengs, sem ekki er verið að gera til-
lögu um en spáð er að verði raunin eft-
ir 30 ár eða svo, tengist sundrað raf-
orkukerfi fslands hinum stóra um-
heimi sem aftur skapar forsendur fyrir
erlend fyrirtæki til þess að hirða ís-
lenskar orkulindir.
Þess er svo loks að geta að sundruð
greinin mun ekki ganga betur um
landið en eitt fyrirtæki, Landsvirkjun,
gerir. Landsvirkjun hefur setið undir
þungri gagnrýni í umhverfismálum en
fari svo að fyrirtækið klofni í mörg
smáfyrirtæki sem eiga í innri sam-
keppni um virkjanir er landinu enn
frekari hætta búin. Ábyrgð þeirra
manna sem vilja knýja þetta mál
óbreytt í gegnum Alþingi er því mikil.
Spurt um sjón-
varpsefni
Svavar Gestsson spyr mennta-
málaráðherra.
Hver var heildarútsendingartími
íslenskra sjónvarpsstöðva árið 1996 í
klukkustundum: a. alls, b. eftir sjón-
víupsstöðvum? Hve nuirgar klukku-
stundir vom sendar út af íslensku efni
á sjónvarpsstöðvunum árið 1996: c.
alls, d. eftir sjónvarpsstöðvum?
Hvert var hlutfall íslensks efnis af
dagskrárefni sjónvarpsstöðvanna: e.
alls, f. á hverri stöð um sig? Hvað
voru fréttir og fréttatengt efni, t.d.
Dagsljós, stór hluti íslenska efnisins:
g. á sjónvarpsstöðvunum alls, h. á
hverri stöð fyrir sig?
Hvað voru íþróttir stór hluti ís-
lenska efnisins: i. alls, j. á hverri stöð
fyrir sig?
Hve stór hluti íslensks dagskrár-
efnis vai' almennir umræðuþættir, t.d.
Þingsjá, mælt í klukkustundum? Hve
stór hluti íslenska dagskrárefnisins
var frumsamið efni, t.d. Spaugstofan
og kvikmyndir? Hve stór hluti ís-
lenska efnisins var skemmtiþæltir,
t.d. þættir Hermanns Gunnarssonar?
Hve stór hluti efnis stöðvanna var: k.
íslenskt bamaefni, 1. bamaefni talsett
á íslensku?
Hverju nam heildarkostnaður við
gerð íslensks sjónvarpsefnis fyrir
utan fréttir og fréttatengt efni, þar
með taldar íþróttir, árið 1996?
Hvað með LÍN?
Bryndís Hlöðversdóttir og Sig-
ríður Jóhannesdóttir spyrja
menntamálaráðherra um málefni
LÍN. Hefur ráðherra formlega slitið
starfi nefndar sem fékk það hlutverk
að endurskoða lögin um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna? Ef svo er, hvers
vegna var það gert? Hafði nefndin
skilað áliti? Hver var efnisleg niður-
staða nefndarinnar og hvaða breyt-
ingar lagði hún til að yrðu gerðar á
lögum um LÍN? Hvenær er að vænta
lagafrumvarps um breytingar á lög-
um um LIN?
Auglýsingar á
áfengi
Steingrímur J. Sigfússon spyr
dómsmálaráðherra:
Hvemig er háttað eftirliti ráðuneyt-
isins með framkvæmd banns við
áfengisauglýsingum, sbr. 16. gr. a
áfengislaga? Telur dómsmálaráðu-
neytið að með breytingum á áfengis-
lögum að þessu leyti, sbr. lög nr.
94/1995, hafi verið náð því markmiði
að draga úr beinum eða óbeinum
áfengisauglýsingum?
0KKAR FÓLK
Sigríður
Dóra Sverr-
isdóttir býr
á Vopna-
firði.
Sigríður Dóra er
37 ára gamall
Vopnfirðingur. Hún er gjaldkeri
Alþýðubandalagsfélags Vopna-
fjarðar. Sigríður er mikill félgas-
málafrömuður og auk starfa hennar
fyrir Alþýðubandalagið er hún for-
maður menningamefndar Vopna-
fjarðar.
Maki Sigríðar heitir Svavar Hall-
dórsson og eiga þau tvö börn. Sig-
ríður er mikill dugnaðarforkur sem
gustar af. Hennar heitasta hugsjón í
pólitíkinni er að jafna kjörin og tel-
ur hún að það verði ekki gert nema
í gegnum sameinaða vinstrimenn.
Auk þess vill hún sjá vinstriblöðin
sameinast en ekki undir neinum
kringumstæðum megi það vera
tengt fjölmiðlaveldi Jóns Ólafsson-
ar.