Vikublaðið - 17.02.1997, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 17.02.1997, Blaðsíða 11
17. febrúar 1997 UlLJÍUJU 11 EFTIRSPRETTIR Hófleg nýting er hagur þjóðar Nýlega samþykkti stjóm Land- vemdar tillögu varðandi fyrirhug- að álver á Gmndartanga. í tillög- unni segir meðal annars: Land- vemd varar við fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum á Gmndar- tanga vegna þeirrar mengunar sem af mun hljótast og mun geta vald- ið tjóni á lífríki í nágrenni iðju- versins. Þá harma samtökin þá skammsýni íslenskra stjómvalda að ógna með stóriðjustefnu sinni því starfi sem unnið hefur verið við kynningu á fslandi sem ferða- mannaparadís. Heimildarmynd um verðbólgudrauginn Mega Film hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna fyrirhug- aðrar heimildarmyndar um verð- hugsunarháttinn. I myndinni verða áhrif verðbólgu á daglegt líf þeirra kynslóða sem þurftu að búa við hana, sumar hverjar um áratuga- skeið skoðuð. Megináhersla myndarinnar verður lögð á hvem- ig verðbólgudraugurinn raskar öllu jafnvægi í tilvem fólks. Fram- leiðendur myndarinnar hyggjast nota raunverulegar sögur af fólki og þess vegna biðja þeir alla þá sem búa yfir sögum af áhrifum verðbólgudraugsins að gefa sig fram. Niðurskurði mót- mælt Fundur í stjóm og trúnaðar- mannaráði Verkalýðsfélags A- Húnvetninga, haldinn 7. febrúar, mótmælti harðlega fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til reksturs Sjúkrahússins á Blöndu- ósi og telur að ekki verði lengra gengið með niðurskurðarhnífinn þar án verulegrar skerðingar á þjónustu en slíkt sé með öllu óá- sættanlegt. Þá telur félagið það samræmast illa yfirlýstri stefnu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar á fjölgun starfa í opinberri þjónustu á landsbyggðinni, á sama tíma og skipulega sé unnið að fækkun slíla'a starfa hjá ýmsum opinber- um stofnunum og þau flutt til Reykjavíkur og kölluð þjónustu- störf við landsbyggðina. Þá skor- aði fundurinn á þingmenn Norður- lands vestra og Héraðsnefnd A- Húnavatnssýslu að vinna ötullega að því að strax á þessu ári verði tryggt fjármagn til uppbyggingar á endurhæfingarstöð í kjallara byggingar Heilsugæslustöðvar- innar á Blönduósi. Að lokum bendir verkalýðsfélagið á að fjölg- un þeirra sem þurfa á slíkri endur- hæfingu að halda sé mikil og þá sé Blönduós mjög vel staðsettur sam- göngulega séð fyrir nágranna- sveitarfélögin vegna nýtingu á þjónustu endurhæfingastöðvar. Iðja ályktar Félagsfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri og ná- grenni, haldinn 8. febrúar 1997 hefur sent frá sér ályktun. Iðja átelur harðlega þann seinagang sem vinnuveitendasamböndin sýna með því að draga samninga- viðræður á langinn. Með gerð við- ræðuáætlunar í október sl. var tal- ið að hægt væri að flýta fyrir samningunum, en annað hefur komið á daginn. Fundurinn skorar á fulltrúa atvinnurekenda að sýna samningsviljann í verki. Fundurinn lýsir einnig furðu sinni á þeirn fullyrðingum að 70.000 kr. lágmarkslaun kalli á óðaverðbólgu í landinu. Verkafólk er að niissa þolinmæðina og gerir kröfur urn að kjör þess verði bætt án undanbragða. Verði ekki orðið við þessari réttlátu kröfu er ekki um annað að ræða en félögin afli sér verkfallsheimildar og láti reyna á samtakamátt sinn. Eg vil gerast áskrifandi að Vikublaðinu! Frá 10. febrúar til 10. mars stendur öllum þeim, sem gerast áskrifendur á tímabilinu, til boða áskriftartilboð: Frí áskrift í febrúar og áskrift á hálfvirði næstu tvo mánuði (mars og apríl) eða 500 krónur fyrir hvorn mánuð, en full áskrift eftir það (1.000 kr. almennt, 900 krónur ef greitt er með korti, en 800 krónur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega). Fyllið út eftirfarandi og sendið til Vikublaðsins, Laugavegi 3,101 Reykjavík eða faxið í númerið 551-7599. Nafn:_______________________________________________ Kennitala:___________________________________ Heimilisfang: Póstnúmer og staður: Sími:______________ Ég óska eftir áskrift að Vikublaðinu og vil greiða með: ____Korti VISA/EURO_________________________________ ____Beingreiðsla í banka #_ ____A-gíró ____Fá rukkara heim til mín Dagsetning:_______________ Staðfesti undirritaður reikn. #_ r Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 21. útdráttur 18. útdráttur 17. útdráttur ■ 16. útdráttur 12. útdráttur ■ 10. útdráttur 9. útdráttur ■ 6. útdráttur ■ 3. útdráttur ■ 3. útdráttur ■ 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. apríl 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 11. febrúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. KK3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILÐ • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Verkalýðsmálahópur Alþýðubandalagsins Fundur verður haldinn í verkalýðsmálahópi Alþýðu- bandalagsins mánudaginn 17. febrúar ki. 20.00 í Vonarstræti 12. Fundarefni 1. Hugsanlegt samstarf við verkalýðsmálaráð Alþýðuflokksins. 2. Önnur mál. Áríðandi að ailir mæti. Garðar Vilhjálmsson JOLAHAPPDRÆTTI ALÞYÐUBANDALAGSINS DREGIÐ í DAG HÆGT AÐ GREIÐA MIÐA ÚT ÞESSA VIKU VINNINGASKRÁ BIRT í NÆSTA VIKUBLAÐI LEGGIÐ YKKAR LÓÐ Á VOGARSKÁLARNAR OG GREIÐIÐ HEIMSENDA MIÐA FRAMKVÆMDASTJÓRI Miöstjórnarfulltrúar athugið! Næsti fundur í málefnahópi um utanríkismál verður haldinn n.k. þriðjudag, 18. febrúarað Laugavegi 3, fjórðu hæð og hefst kl. 20.30. Þeir sem hafa áhuga á að koma að starfinu og sinna því reglulega eru hvattir til að mæta Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa (eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 13. útdráttur 4. flokki 1994 - 6. útdráttur 2. flokki 1995 - 4. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1997. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og veröbréfa- fyrirtækjum. KXH HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Lúrirðu á frétt! Vikublaðið sími 552 8655

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.