Vikublaðið - 17.02.1997, Page 12

Vikublaðið - 17.02.1997, Page 12
HVERJIR EIGA CÓÐÆRIÐ? Fáir útvaldir eðafjöldinn? Erfið ár eru að baki og góðærið hefur haldið innreið sína í efnahagslífinu. Þess hefur víða gætt á undanförnum mánuðum og misserum. Fyrirtækin hafa stórbætt afkomu sína - það sýna hagnaðartölur þeirra, hlutabréf í öflugum atvinnurekstri hafa margfaldast í verði. Góðærið er öllum ánægjuefni - það er allra hagur. Góðærið veitir svigrúm til þess að bæta kjör launafólks. Efnahagslífið er ein heild. Lág laun hafa til lengdar lamandi áhrif í hagkerfinu. Þess vegna bætir launahækkun hag allra, beggja vegna borðsins, því hún örvar hjól efnahagslífsins. Það er ranglátt að fáir útvaldir slái eign sinni á ibað sem er sameign allra. - góðærið til allra!

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.