Morgunblaðið - 09.04.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.04.2008, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 8 liða úrslit, síðari leikir: Liverpool – Arsenal .................................4:2 Sami Hyypiä 30., Fernando Torres 69., Steven Gerrard (víti) 85., Ryan Babel 90 – Abou Diaby 13., Emmanuel Adebayor 84. – 38.369.  Liverpool sigraði 5:3 samanlagt. Chelsea – Fenerbache..............................2:0 Michael Ballack 4., Frank Lampard 87. – 41.985.  Chelsea sigraði 3:2 samanlagt. England West Ham – Portsmouth .........................0:1 Niko Kranjcar 61. – 33.629. Staðan: Man. Utd 33 24 5 4 70:17 77 Chelsea 33 22 8 3 58:23 74 Arsenal 33 20 11 2 63:27 71 Liverpool 33 17 12 4 57:25 63 Everton 33 18 6 9 49:27 60 Portsmouth 33 16 8 9 47:33 56 Aston Villa 33 14 10 9 56:44 52 Blackburn 33 13 12 8 43:39 51 Man. City 33 13 10 10 37:39 49 West Ham 33 12 8 13 35:40 44 Tottenham 33 10 10 13 62:56 40 Newcastle 33 10 8 15 40:58 38 Sunderland 33 10 6 17 32:50 36 Middlesbro 33 8 11 14 30:47 35 Wigan 33 9 7 17 30:47 34 Reading 33 9 5 19 37:61 32 Birmingham 33 7 9 17 38:51 30 Bolton 33 6 8 19 30:52 26 Fulham 33 4 12 17 30:56 24 Derby 33 1 8 24 16:68 11 1. deild: Blackpool – WBA ......................................1:3 Sheff. Utd – Sheff. Wed. ...........................2:2 Staðan: WBA 41 20 10 11 81:52 70 Bristol City 42 19 13 10 49:49 70 Stoke City 42 18 15 9 64:53 69 Hull 41 19 11 11 59:41 68 Watford 41 18 14 9 60:48 68 Cr. Palace 42 15 17 10 48:40 62 Wolves 40 16 13 11 47:45 61 Ipswich 41 16 12 13 58:51 60 Charlton 42 16 12 14 58:52 60 Plymouth 42 16 11 15 54:46 59 Burnley 42 15 13 14 55:57 58 Sheff. Utd 42 14 15 13 48:46 57 Cardiff 40 14 14 12 47:44 56 QPR 42 13 15 14 58:60 54 Preston 42 15 9 18 45:47 54 Norwich 42 14 10 18 43:51 52 Blackpool 42 11 17 14 55:56 50 Coventry 42 13 10 19 44:56 49 Southampton 42 12 13 17 51:67 49 Sheff. Wed. 42 12 12 18 45:50 48 Leicester 42 11 14 17 39:41 47 Barnsley 40 11 13 16 43:57 46 Scunthorpe 42 9 12 21 39:62 39 Colchester 42 7 15 20 57:76 36 2. deild: Carlisle – Swansea ....................................0:0 Nottingham Forest – Bristol R. ..............1:1 Southend – Brighton.................................2:0 Staða efstu liða: Swansea 42 24 11 7 74:38 83 Carlisle 42 23 10 9 60:37 79 Doncaster 42 21 10 11 59:38 73 Southend 42 21 8 13 66:51 71 Nottingham F. 42 18 16 8 57:30 70 Leeds 41 23 10 8 64:34 64 Lengjubikar kvenna B-deild: Afturelding – ÍR........................................1:2 Staðan: HK/Víkingur 2 2 0 0 6:0 6 Fjölnir 2 1 1 0 5:1 4 Þór/KA 2 1 1 0 4:1 4 Þróttur R. 2 1 0 1 2:4 3 ÍR 3 1 0 2 3:8 3 Afturelding 3 0 0 3 3:8 0 BLAK Úrslitakeppni karla, undanúrslit, annar leikur: Þróttur R. – KA.........................................3:2 (23:25, 27:25, 19:25, 25:19, 15:12)  Þróttur sigraði 2:0. ÍS – Stjarnan .............................................1:3 (26:24, 20:25, 16:25, 0:25)  Stjarnan sigraði 2:0. HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Wilhelmshavener – Nordhorn .............25:32 Kiel – N-Lübbecke................................46:27 Staða efstu liða: Flensburg 27 23 1 3 933:747 47 Kiel 26 23 0 3 864:704 46 Hamburg 27 20 4 3 861:724 44 Nordhorn 27 17 4 6 846:765 38 RN Löwen 27 18 2 7 872:771 38 Gummersbach 28 15 3 10 873:825 33 Lemgo 27 15 2 10 801:768 32 Grosswallstadt 27 12 1 14 773:823 25 Magdeburg 27 12 1 14 814:788 25 Göppingen 27 11 2 14 744:748 24 Melsungen 28 10 2 16 896:962 22 Wetzlar 27 7 6 14 718:775 20 Balingen 27 9 2 16 745:818 20 í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Iceland Express-deildin, undanúrslit karla, annar leikur: Seljaskóli: ÍR – Keflavík.......................19.15 íþróttir HANNES Þ. Sigurðsson er markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu ásamt nokkrum öðrum eftir að hafa skorað tvö mörk fyr- ir Sundsvall gegn Hammarby í fyrrakvöld. En lið hans tapaði þrátt fyrir það leiknum í Stokkhólmi, 5:3. Hannes fær góða dóma fyrir frammistöðu sína og þjálfari Sundsvall, Per Joar Hansen, lýsti yfir mikilli ánægju með hann. „Það er dýrmætt fyrir okkur að Hannes skuli skora mörk og sóknarleikur okkar er stundum virkilega góður,“ sagði Hansen við dagblaðið Sundsvalls Tidning. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt við það að skora í svona leik. Það er mikill vilji í liðinu og við sköpuðum okkur mörg mark- tækifæri. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik en í þeim seinni var of langt bil á milli okkar manna og leikmenn Hammarby fóru létt með að spila framhjá okkur,“ sagði Hannes við Sundsvalls Tidning. Átta leikmenn með tvö mörk Átta leikmenn hafa skorað tvö mörk í tveimur fyrstu umferðunum í Svíþjóð. Auk Hannesar eru það Martin Fribrock hjá Helsingborg, Christoffer Andersson hjá Helsingborg, Stean Ishizaki hjá Elfsborg, Magnus Andersson hjá Trelleborg, Nic- las Alexandersson hjá IFK Gautaborg, Johan Oremo hjá Gefle og Sebastian Rajalakso hjá Djur- gården. Ragnar Sigurðsson hjá IFK Gautaborg er á markalistanum með eitt mark og þá eru Jóhann B. Guðmundsson hjá GAIS og Hjálmar Jónsson hjá IFK Gautaborg í hópi þeirra sem eru með skráðar stoðsendingar, þ.e. hafa lagt upp mörk í fyrstu tveimur umferðunum. „Dýrmætt að Hannes skuli skora“ LEIKMENN og þjálfari, Birgir Björnsson, íslenska landsliðsins í handknattleik, sem náðu fyrstir til að leggja Dani að velli í landsleik, hittust í hádeginu í gær að Hótel Loftleiðum til að halda upp á að 40 ár voru liðin frá sigurleiknum á Dön- um í Laugardalshöllinni, sunnudag- inn 7. apríl 1968, 15:10. Landsliðið sem lagði Dani að velli var þannig skipað að Þorsteinn Björnsson, Fram, og Emil Karlsson, KR, voru markverðir, en aðrir leikmenn voru Ingólfur Óskarsson, Fram, fyrirliði, Ágúst Ögmundsson, Val, Gísli Blön- dal, KR, Jón Hjaltalín Magnússon, Víkingi, Þórður Sigursson, Haukum, Björgvin Björgvinsson, Fram, Sig- urður Einarsson, Fram, Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, og Geir Hall- steinsson, FH. Björgvin, Emil og Gísli léku þá sinn fyrsta landsleik. Alltaf með yfirhöndina Íslenska liðið náði að leika mjög vel í leiknum og var alltaf með yf- irhöndina og þegar staðan var 13:8 tóku Danir það til bragðs að setja leikmann til höfuðs Geir. Það dugði lítið því að íslensku leikmennirnir undir stjórn Ingólfs gáfu ekkert eft- ir og fögnuðu öruggum sigri og var stemmningin gríðarleg í Laugar- dalshöllinni er sigurinn var í höfn. Jón Hjaltalín skoraði fimm mörk í leiknum, Geir fjögur, Sigurbergur tvö og Ingólfur, Sigurður, Þórður og Björgvin eitt hver. Þorsteinn lék sinn 25. landsleik í röð frá 1964. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þeir lögðu Dani Nokkrir leikmenn sem lögðu Dani að velli í landsleik í handknattleik 1968 komu sman í gær – Geir Hallsteinsson, Birgir Björnsson þjálfari, Þórður Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Jón Hjaltalín Magnússon, Ingólfur Óskarsson, Hannes Þ. Sigurðsson landsliðsnefndarmaður og Ágúst Ögmundsson. Þá lágu Danir í því … GRASRÓTIN í körfuknattleiks- hreyfingunni á Íslandi hefur á und- anförnum árum aðstoðað við að koma upplýsingum á framfæri um gang mála í leikjum í efstu deildum í karla og kvennaflokki. Frumkvöðlar úr röðum KKÍ hafa í gegnum tíðina verið óhræddir við að takast á við stór verkefni á borð við skráningu tölfræðiþátta í hverjum einasta leik í efstu deild karla og kvenna. Þessar upplýsingar hafa síðan leg- ið fyrir á heimasíðu KKÍ skömmu eftir leikina og allt er þetta gert í sjálfboðavinnu. Og nýverið tók KKÍ enn eitt risa- skref í miðlun upplýsinga á netinu. Um miðjan síðasta mánuð tók KKÍ notkun nýtt mótakerfi sem uppfyllti kröfur sambandsins. Gamla móta- kerfið var komið til ára sinna og uppfyllti ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru. Samið var við fyrirtæki frá Litháen sem hefur á und- anförnum starfað fyrir Alþjóða- körfuknattleikssambandið, FIBA, og var KKÍ því ekki að finna upp hjólið í þessu samhengi. Bylting Kerfið sem um ræðir ber nafnið SmartStat/CMS og er frá fyrirtæk- inu MBT. Þetta kerfi er í notkun m.a. á Spáni, Litháen, Finnlandi, Slóveníu og fleiri lönd munu bætast í hópinn á næstu misserum. Með nýja mótakerfinu getur gras- rótin í körfuknattleikshreyfingunni miðlað upplýsingum beint frá keppn- isstöðunum og er óhætt að segja að um byltingu sé að ræða. Kerfið var prófað í fyrsta sinn hinn 18. mars sl. og vissulega voru nokkrir hnökrar á fyrstu leikjunum sem voru í „beinni“ útsendingu á vef KKÍ. Frá þeim tíma hefur þekkingin aukist á nýja kerfinu og á allra síð- ustu dögum hefur þetta nýja kerfi sannað tilverurétt sinn svo um mun- ar. Á undanförnum vikum hafa margir spennandi leikir farið fram í úrslitakeppni karla og kvenna, auk úrslitaleikja í 1. deild karla. Boðið hefur verið upp á beinar lýsingar frá þessum leikjum í gegnum nýja mótakerfið og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Spenna við tölvuna Sá sem þetta ritar sat sem „límd- ur“ fyrir framan tölvuskjáinn þegar FSu tryggði sér sæti í úrvalsdeild að ári í þriðja úrslitaleiknum gegn Val. Sá leikur var í „beinni“ útsendingu á vef KKÍ þar sem að allar nauðsyn- legar upplýsingar runnu yfir skjá- inn. Vissulega er hraðinn mikill á meðan leikirnir standa yfir og ef- laust eru rangar upplýsingar slegnar inn af og til. En það skiptir engum máli ef það er lagfært í leikslok. Og það er spennandi að bíða eftir „nýj- ustu“ tölum úr leikjunum sem detta sjálfkrafa inn í mótakerfið. Ég óska grasrótinni, sjálfboðalið- unum og körfuknattleikshreyfing- unni til hamingju með þetta frábæra mótakerfi sem opnar nýjar víddir í miðlun upplýsinga frá kappleikjum. Íslandsmeistaralið KR í körfu- knattleik karla féll óvænt úr leik í 8 liða úrslitum Iceland Express- deildarinnar gegn ÍR á fimmtudag í síðustu viku. KR-ingar eru eflaust enn að sleikja sárin en þeir geta ver- ið stoltir af þeirri umgjörð sem for- svarsmenn félagsins og grasrót fé- lagsins hefur búið til á undanförnum misserum. KR-TV er dæmi um þrekvirki sem hvílir á herðum fárra. KR-ingar tóku þá ákvörðun að sýna beint frá leikjum karlaliðsins og var hægt að nálgast þá útsendingu á netinu. Myndgæðin og upptakan frá leikjunum var vissulega ekki eins og á „atvinnusjónvarpsstöðvunum“ en viljinn var fyrir hendi. Þeir sem lýstu leikjunum voru langt frá því hlutlausir og leyndu því ekki að KR-hjartað sló í þeirra lýs- ingum. Og það er ekki hægt að kvarta yfir þessum atriðum. „Reddum þessu“ KR-ingar nýttu sér brautryðj- endastarf sem önnur félög höfðu unnið á þessu sviði. Breiðablik í Kópavogi reið á vaðið í beinum sjón- varpsútsendingum á netinu og KFÍ á Ísafirði fylgdi síðan í kjölfarið. Önnur félög hafa síðan þróað ýmsar aðferðir við að koma upptökum frá sínum liðum á netið og er mikil gróska á þessu sviði hjá íslenskum liðum. Það er ánægjulegt að sjá hve mik- ill kraftur er í upplýsingamiðlun hjá körfuknattleikshreyfingunni og þar á bæ bíða menn ekki eftir því að hlutirnir séu gerðir fyrir þá. Menn „redda“ sér sjálfir. (H)rós í hnappagat KKÍ Á vellinum Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.