Morgunblaðið - 09.04.2008, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 3
Valur hafnaðibeiðni frá
LdB Malmö um
að fá Guðbjörgu
Gunnarsdóttur
landsliðsmark-
vörð í knatt-
spyrnu lánaða í
fyrstu leiki tíma-
bilsins. Guðbjörg
staðfesti þetta í
viðtali við Fótbolti.net í gær en degi
eftir að hún hefði átt að fara til Sví-
þjóðar sleit hún hásin í leik með Val
gegn KR og er úr leik það sem eftir
er tímabilsins.
Geir Þorsteinsson, formaðurKnattspyrnusambands Ís-
lands, var eftirlitsmaður Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA, á
leik Chelsea og Fenerbahce á Stam-
ford Bridge í gærkvöldi.
Japaninn Hiroshi Hoketsu verðurmeðal keppenda í hesta-
mennsku á Ólympíuleikunum í Pek-
ing í sumar. Hann verður vænt-
anlega meðal elstu keppenda því
hann er 67 ára gamall og elsti Jap-
aninn sem keppt hefur á leikunum.
Hann hefur einu sinni áður keppt á
Ólympíuleikum en það var fyrir 44
árum í Tókýó.
Ólafur Stefánsson er í 12. sæti yf-ir markahæstu leikmenn í
Meistaradeild Evrópu í handknatt-
leik. Ólafur hefur skorað 70 mörk
fyrir Ciudad Real í keppninni en lið-
ið er komið með annan fótinn í úrslit
eftir sjö marka sigur á Hamborg í
fyrri viðureign liðanna í undan-
úrslitum keppninnar. Makedón-
íumaðurinn Kiril Lazarov, Croatia
Zagreb, er markhæstur en hann
hefur skorað 95 mörk, næstur kem-
ur Iker Romero, Barcelona, með 83
mörk og Kóreumaðurinn Kyung-
Shin Yoon, Hamborg, er þriðji með
81 mark.
Tiger Woodser sá kylf-
ingur sem flestir
fylgjast með í að-
draganda fyrsta
stórmóts ársins,
Mastersmótsins,
sem hefst á
fimmtudag á
Augusta-
vellinum. Woods verður í ráshóp
með Argentínumanninum Angel
Cabrera og Ástralanum Stuart
Appleby fyrstu tvo keppnisdagana.
Woods hefur sigrað á 13 stórmótum
og hann hefur fjórum sinnum sigrað
á Mastersmótinu (1997, 2001, 2002,
2005) og er hann bjartsýnn á góðan
árangur á Mastersmótinu. „Völl-
urinn er frekar mjúkur og það ger-
ist ekki oft. Ég er viss um að hrað-
inn á flötunum verður meiri á
fimmtudag þegar keppni hefst og
Augusta er alltaf í fullkomnu
ástandi,“ sagði Woods í gær en um
40.000 áhorfendur fylgdust með æf-
ingadegi keppenda. Zach Johnson
hefur titil að verja á mótinu.
Fólk folk@mbl.is
ÞÓRIR Ólafsson lék sinn fyrsta leik í fjóra
mánuði fyrir N-Lübbecke í gærkvöld þegar
liðið steinlá fyrir meistaraliði Kiel, 46:27, í
þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þórir, sem
viðbeinsbrotnaði í desember, náði ekki að
skora en með liði N-Lübbecke leikur einnig
landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guð-
mundsson.
Sænski landsliðsmaðurinn Kim Andersson
fór á kostum í liði Kiel en vinstri handar stór-
skyttan skoraði 12 mörk og næstur kom Igor
Anic með 11. Christian Hildebrand var atkvæðamestur hjá Lüb-
becke með 7 mörk.
Með sigrinum komst Kiel á toppinn. Liðið hefur 48 stig, Flens-
burg 47 og Hamborg 44 en sjö umferðir eru eftir. Lübbecke er í
15. sæti af 18 liðum með 14 stig.
Þórir aftur í slaginn
Þórir Ólafsson
AÐALSTEINN Eyjólfsson mun taka við hinu unga og efnilega
kvennaliði Fylkis í handknattleik og hefur hann gert þriggja ára
samning við Fylki. Hann mun jafnframt þjálfa unglingaflokk
kvenna og vera yfirþjálfari allra yngri flokka félagsins. Fylkis-
menn segja hann taka við góðu búi af Guðríði Guðjónsdóttur sem
hafi unnið frábært starf fyrir félagið.
Aðalsteinn sagði að nýja starfið legðist vel í hann, Fylkir væri
ungt félag með góða umgjörð. Spurður hvort ætlunin væri að
byggja upp í rólegheitunum eða kaupa leikmenn til að ná ef til vill
skjótari árangri sagði Aðalsteinn: „Ég vil byggja upp sterkan
kjarna af félagsmönnum en ef það þarf að styrkja hópinn eitthvað
þá þarf bara að athuga það. Það þarf að styrkja stoðirnar og
byggja ofan á það og við viljum ekki fá hingað málaliða til að leysa
einhvern skammtímavanda.
Hérna eru ungar stelpur í meistaraflokki og síðan er góður
fjórði flokkur sem hlúa þarf enn frekar að.“
Aðalsteinn til Fylkis
NETÚTGÁFA enska dagblaðsins Daily Mail segir í gær að Björg-
ólfur Guðmundsson, stjórnarformaður og aðaleigandi West Ham,
hafi fyrirskipað knattspyrnustjóranum Alan Curbishley að lækka
launakostnaðinn hjá félaginu fyrir næsta tímabil. Farið er yfir leik-
mannakaup sem Eggert Magnússon hafði umsjón með, en þá hafi
háar upphæðir verið greiddar fyrir leikmenn og samið við þá um
verulega góð laun. Þar sé meðal annars um að ræða Freddie Ljung-
berg, Craig Bellamy, Kieron Dyer, Luis Boa Morte og Matthew
Upson.
Curbishley segir að mjög erfitt sé að gera áætlanir um leik-
mannamálin í augnablikinu vegna þess hve margir leikmenn hafi
verið frá keppni vegna meiðsla í vetur.
Enn er möguleiki á að Craig Bellamy nái að spila með West Ham
áður en tímabilið er úti, en James Collins, Danny Gabbiadon, Julien
Faubert, Lee Bowyer, Calum Davenport og Kieron Dyer eru allir
úr leik fram yfir þann tíma.
Lægri laun hjá West Ham
Leikur Liverpool og Arsenal bauð upp á
allt sem prýða þarf góðan fótboltaleik,
gífurlegan hraða, baráttu, frábær mörk
og miklar sviptingar. Arsenal hóf leik-
inn á Anfield með miklum krafti og eftir
14 mínútur lá boltinn í mark Liverpool.
Abou Diaby batt endahnútinn á vel út-
færða sókn og skoraði með föstu skoti í
nærhornið sem fór í Reina markvörð
Liverpool og inn. Arsenal var miklu
betri fyrsta hálftímann en eftir að
finnski varnarmaðurinn Sami Hyypia
jafnaði með glæsilegu skallamarki eftir
hornspyrnu á 30. mínútu náðu heima-
menn betri tökum á leiknum og það sem
eftir lifði leiksins höfðu þeir frumkvæð-
ið.
Eftir 20 mínútna leik í seinni hálfleik
kom Spánverjinn Fernando Torres Liv-
erpool yfir með gull af marki. Hann
sneri af sér varnarmann og þrumu-
fleygur hans fór efst upp í hornið. Ar-
sene Wenger, stjóri Arsenal, var fljótur
að bregðast við. Hann skellti Robin van
Persie og Theo Walcott inn á og tíu mín-
útum seinna jafnaði Emmanuel Adeba-
yor metin, 2:2, eftir frábæra rispu hjá
Walcott. Enski táningurinn fékk bolt-
ann rétt utan eigin vítateigs. Hann
brunaði í átt að marki Liverpool, lék á
hvern leikmanninn á fætur öðrum og
lagði boltann á Adebayor sem skoraði af
öryggi.
Arsenal menn voru varla hættir að
fagna markinu þegar vítaspyrna var
dæmd á liðið. Ryan Babel var felldur
innan teigs og fyrirliðinn Steven Gerr-
ard skoraði af öryggi, 3:2, og á lokamín-
útunni rak Babel síðasta naglann í lík-
kistu Lundúnaliðsins þegar hann komst
í gegnum fáliðaða vörn Arsenal og inn-
siglaði sigur sinna manna.
Liverpool er þar með komið í undan-
úrslit Meistaradeildarinnar í þriðja sinn
á síðustu fjórum árum en fimmfaldir
Evrópumeistarar töpuðu fyrir AC Mil-
an í úrslitaleik í fyrra. Chelsea og Liver-
pool mætast í þriðja sinn í undanúrslit-
um og á Chelsea harma að hefna því
Liverpool hefur í bæði skiptin haft bet-
ur, í fyrra og fyrir þremur árum.
Hafði nógu gott sjálfstraust
til að skora úr vítinu
Fyrirliðinn Steven Gerrard var að
vonum ánægður með úrslitin en var
hundóánægður með sína frammistöðu.
,,Þetta var ein versta frammistaða
mín í Liverpool-treyjunni en ég hafði
samt nógu gott sjálfstraust til að skora
úr vítinu. Liðsheildin var frábær en ég
neita því ekki að við áttum lengi vel á
brattann að sækja gegn Arsenal sem
fyrri hluta leiksins yfirspilaði okkur en
við náðum að koma til baka og vinna
frábæran sigur,“ sagði Gerrard eftir
leikinn.
Rafael Benítez hefur náð mögnuðum
árangri með Liverpool í Meistaradeild-
inni en undir hans stjórn hefur liðið
unnið Evrópumeistaratitilinn einu sinni
og liðið komst í úrslit í fyrra en varð að
láta í minni pokann gegn AC Milan.
Höfðum trúnna
,,Það sem mestu máli skipti var að
leikmenn mínir höfðu trúna og liðs-
heildin var mögnuð. Við létum mótlætið
ekki slá okkur út af laginu og við vissum
að við þyrftum að leggja mikið á okkur
til að komast áfram og það gerðu leik-
menn mínir,“ sagði Benítez.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri
Arsenal, gat ekki leynt vonbrigðum sín-
um en strákarnir hans voru ekki nema
nokkrar mínútur frá því að komast í
undanúrslitin. Wenger var ekki hress
með vítaspyrnuna sem Liverpool fékk
en hans menn voru rændir vítaspyrnu í
fyrri leiknum þegar Aleksandr Hleb
var greinilega felldur.
Þetta var ekki vítaspyrna
,,Ósigurinn réðist af rangri ákvörðun
dómarans og það er erfitt að kyngja
þessu. Allar stórar ákvarðanir dómar-
anna voru gegn okkur. Það er erfitt að
skilja það því þetta var ekki vítaspyrna í
kvöld og í síðustu viku var um klára
vítaspyrnu að ræða,“ sagði Wenger
Ballack og Lampard
tryggðu Chelsea sigurinn
Michael Ballack og Frank Lampard
tryggðu Chelsea farseðilinn í undanúr-
slitin en Chelsea hafði betur gegn Fe-
nerbache, 2:0. Ballack skoraði fyrra
markið með skalla strax á 5. mínútu og
undir lok leiksins bætti Lampard öðru
marki við.
,,Þetta var erfitt og ég verð að hrósa
liði Fenerbache sem gerði okkur lífið
leitt. Það var léttir að gera út um leikinn
undir lokin og ég held að sigur okkar í
þessu einvígi hafi verið verðskuldaður,“
sagði Frank Lampard eftir leikinn. Um
viðureignina við Liverpool sagði Lamp-
ard: ,,Við eigum að kannast vel við þá og
þeir gera það sama við okkur. Það er
ótrúlegt að mæta Liverpool aftur á
þessum stað í keppninni. Það verða erf-
iðir leikir og mikilvægt fyrir okkur að
vera jafn vel einbeittir í þeim leikjum og
við vorum í kvöld.“
Cudicini meiddist og
Essien í banni á Anfield
Sigurinn reyndist dýrkeyptur en
Carlo Cudicini markvörður þurfti að
fara af velli í fyrri hálfleik vegna
meiðsla og leysti Hilarío hann af hólmi
og þá fékk Ghanamaðurinn Michael Es-
sien gult spjald sem þýðir að hann verð-
ur í banni í fyrri leiknum gegn Liver-
pool sem fram fer á Anfield.
Gerrard: Minn versti
leikur en úrslitin frábær
Liverpool betur gegn Arsenal í mögnuðum leik og mætir Chelsea í undanúrslitum
Reuters
Fögnuður Steven Gerrard, Fernando Torres, Ryan Babel og Dirk Kuyt fagna sigrinum á Arsenal á Anfield í gær.
LIVERPOOL og Chelsea eigast við í
undanúrslitum Meistaradeildarinnar
en liðin höfðu betur gegn mótherjum
sínum í síðari leikjunum í átta liða úr-
slitunum í gærkvöld. Liverpool lagði
Arsenal í frábærum fótboltaleik á An-
field, 4:2, og samanlagt, 5:3, og
Chelsea vann enn einn heimaleikinn
en Lundúnaliðið hafði betur á móti
Fenerbache, 2:0, og samanlagt, 3:2.
Liverpool og Chelsea eigast við í fyrri
undanúrslitaleiknum á Anfield.