Morgunblaðið - 09.04.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.04.2008, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Hermann Hreiðarsson var í byrj- unarliði Portsmouth sem sótti Ís- lendingaliðið West Ham heim í London í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn átti að fara fram um sl. helgi en þar sem að Portsmo- uth lék í undanúrslitum ensku bik- arkeppninnar á laugardag var leiknum frestað. Króatinn Niko Kranjcar skoraði sigurmarkið á 61. mínútu eftir góð- an undirbúning Arnolds Mvuemba en þetta var fimmta mark Kranjc- ars á leiktíðinni. Portsmouth, sem leikur til úrslita í ensku bik- arkeppninni um miðjan maí, er í 6. sæti með 56 stig eftir sigurinn í gær en West Ham er með 44 stig. Þetta er níundi útisigur Portsmouth á leiktíðinni og að- eins Chelsea er með betri árang- ur á útivelli. West Ham var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikmönnum liðs- ins tókst ekki að koma boltanum í netið hjá Portsmouth. Dean Ashton átti besta færi leiksins fyrir West Ham en David James, markvörður Portsmouth, sá við honum. Á fréttavefnum Setanta fær ís- lenski landsliðsmaðurinn 6,5 í ein- kunn en maður leiksins, Niko Kranjcar, fær 7,5 í einkunn hjá Set- anta. Portsmouth mætir Newcastle um næstu helgi í ensku úrvalsdeild- inni á heimavelli en West Ham sæk- ir Bolton heim. Portsmouth er fjór- um stigum á eftir Everton sem er í fimmta sæti deildarinnar. Aston Villa er í sjöunda sæti með 52 stig og Blackburn þar fyrir neðan með 51 stig. Kranjcar tryggði Portsmouth sigur Hermann Hreiðarsson SÆNSKU meistararnir í Umeå eru komnir í úrslit í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu í fimmta skipti. Umeå gerði markalaust jafn- tefli við Lyon frá Frakklandi á heimavelli um síðustu helgi en liðin höfðu áður gert jafntefli, 1:1, í Frakklandi. Svíarnir komust því áfram á útimarkinu. Lyon sló Evrópumeistara síðasta árs, Arsenal, nokkuð óvænt út í 8- liða úrslitunum. Með Lyon leikur kjarninn úr franska landsliðinu sem berst við það íslenska um sæti í úr- slitum Evrópukeppni landsliða. Frankfurt verður andstæðingur Umeå í úrslitaleiknum en þýsku meistararnir unnu Bardolino frá Ítalíu örugglega, 3:0, frammi fyrir ríflega 12 þúsund áhorfendum og 7:2 samanlagt. Karolin Thomas, Kerstin Garefre- kes og Conny Pohlers skoruðu mörk þýska liðsins. Frankfurt leikur til úrslita í fjórða skipti en liðin mætast heima og heiman í maí. Forráðamenn Frankfurt hafa þegar gert ráðstafanir til að spila sinn heimaleik á aðalleikvanginum í borginni en þeir reikna með yfir 20 þúsund áhorfendum. Umeå mætir Frankfurt Rúrik Gísla-son, leik- maður danska úr- valsdeildarliðsins Viborg og ís- lenska 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni í þrjár vikur eftir að hafa meiðst í leik Viborg og AGF í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Rúrik meiddist á ökkla eftir 20 mínútna leik en hann var þá búinn að vera mjög aðgangsharður við mark AGF og tvívegis verið nærri því að skora. Í frétt á vef Viborg segir að óttast hafi verið að meiðslin væru al- varlegs eðlis en sem betur fer hafi komið í ljós að svo væri ekki og sjúkraþjálfari liðsins segir að hann verði leikfær eftir þrjár vikur eða svo.    Kári Árnason lék á ný með AGF íleiknum við Viborg. Kári hafði misst af fyrstu leikjum AGF eftir vetrarfríið vegna meiðsla en hann spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Árósaliðinu.    Ólafur Karl Finsen, 16 áradrengjalandsliðsmaður í knatt- spyrnu úr Stjörnunni, er farinn til Hollands þar sem hann er til reynslu hjá AZ Alkmaar út þessa viku. Ólaf- ur lék þrjá leiki með U17 ára lands- liðinu á síðasta ári og skoraði eitt mark og er gjaldgengur í það áfram á þessu ári.    Jan Koller, hinn hávaxni knatt-spyrnumaður frá Tékklandi, hefur tilkynnt að hann muni hætta að leika með landsliðinu eftir úr- slitakeppni EM í Sviss og Austurríki í sumar. Koller er 35 ára gamall og hefur skorað 52 mörk í 85 lands- leikjum fyrir Tékka en hann leikur með þýska liðinu Nürnberg og kom þangað frá Mónakó í byrjun árs.    GuðmundurSteph- ensen, Íslands- meistari í borð- tennis, er í 241. sæti á nýjum heimslista sem gefinn var út í gær. Hann hefur fallið um fimm sæti frá síðasta lista og tíu sæti frá áramótum. Kínverskir borðtennis- menn eru í fjórum efstu sætunum.    Kansas Jayhawks sigraði Memp-his Tigers, 75:68, í fram- lengdum úrslitaleik í bandarísku há- skólakeppninni í körfuknattleik, NCAA, í San Antonio í fyrrinótt og hreppti titilinn í fyrsta skipti í 20 ár. Mario Chalmers var hetja Kansas- liðsins en hann tryggði liðinu fram- lenginguna með þriggja stiga körfu þegar 2 sekúndur voru eftir af venju- legum leiktíma en Memphis var með níu stiga forystu tveimur mínútum fyrir leikslok. Fólk sport@mbl.is Það er ekki alveg víst að Barcelona geti haft það þægilegt á Camp Nou í kvöld þegar liðið tekur á móti Schalke. Börsungar höfðu betur í fyrri leiknum, 1:0 með marki tánings- ins Bojan Krkic. Ef allt væri eðlilegt hjá félaginu þá ætti að vera nokkuð þægilegt að mæta til leiks með 1:0 sigur á útivelli og fyrir framan 95.000 stuðnings- menn. En þrátt fyrir stjörnumprýtt lið Barcelona eru stuðningsmennirnir ekki sáttir með framgang liðsins í spænsku deildinni og eftir marka- laust jafntefli við Getafe um helgina hefur liðið aðeins sigrað í einum leik af síðustu sex og Real Madrid er nú sjö stigum á undan þegar sjö umferð- ir eru eftir. Þetta eru stuðningsmenn Börsunga ekki sáttir við. „Þegar illa gengur þurfum við sam- stöðu og liðið á skilið meiri virðingu fyrir það sem það er að reyna að gera,“ segir Frank Rijkaard, þjálfari liðsins og er ekki kátur með stuðn- ingsmenn þess. Hann getur ekki stillt Ronaldinho upp í liði í dag því brasilíski snilling- urinn verður frá næstu fimm vikurn- ar vegna meiðsla og þær raddir ger- ast enn háværari að hann fari frá félaginu í sumar og hafa Manchester City og AC Milan helst verið nefnd til sögunnar. Argentínski framherjinn Lionel Messi er enn frá vegna meiðsla en Decu hinn portúgalski er orðinn leik- fær. Líklegast er að sókn liðsins verði borin uppi af táningnum Krkic, en hinn 17 ára gamli framherji varð næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni þegar hann skoraði á móti Schalke í síðustu viku. Leik- menn Schalke gera sér grein fyrir að það verður á brattann að sækja hjá þeim. „Við sáum í fyrri leiknum að það er vel hægt að leggja Barcelona og ég ætla ekki að mæta til leiks til að horfa á stjörnurnar – ég ætla að berj- ast við þær og gera það sem ég get til að ná fram sigri,“ sagði miðjumaður- inn Jermaine Jones, en hann var í leikbanni í fyrri leiknum og er til í slaginn í kvöld. Ferdinand hugsanlega með Á sama tíma í Meistaradeildinni í fyrra vann Manchester United stór- sigur á Roma, 7:1, og það yrði saga til næsta bæjar ef Englandsmeistararn- ir glutruðu niður tveggja marka for- skoti á heimavelli sínum í kvöld. Nemanja Vidic, varnarmaðurinn sterki hjá United, getur ekki verið með í kvöld en Sir Alex Ferguson heldur vonina um að Rio Ferdinand geti spilað en meiðslin sem hann hlaut í leiknum við Middlesbrough reynd- ust ekki alvarleg. Gary Neville og Mikael Silvestre verða báðir í leik- mannahópi United og fari svo að Ferdinand geti ekki spilað mun Ne- ville eða Silvestre fylla hans skarð. ,,Ég verð að tefla fram liði sem tryggir okkur í undanúrslitum og þar að leiðandi kem ég ekki til með að hvíla lykilmenn þrátt fyrir að fram undan sé leikur við Arsenal,“ sagði Ferguson á fréttamannafundi í gær. ,,Vonandi náum við að skora fyrsta markið í leiknum en með því myndum við létta pressunni af okkur og valda Roma meiri vandræðum. Ég þekki mitt lið það vel að ég veit að við reyn- um að gera þetta og sækja á Roma eins vel og við getum,“ sagði Fergu- son. Rómverjar, sem verða án fyrirlið- ans Francesco Totti, eru ekki alveg tilbúnir að játa sig sigraða. ,,Ég er sannfærður um að ef okkur tekst að spila okkar besta leik þá getum við slegið Manchester United út,“ sagði Brasilíumaðurinn Rodrigo Taddei í liði Roma. ,,Auðvitað vitum við að það verður á brattann að sækja en það eru 90 mínútur eftir og við munum gefa allt í þær.“ Reuters Undirbúningur Eiður Smári Guðjohnsen og Samuel Eto’o fara yfir málin með Frank Rijkaard á æfingu fyrir Evrópuleik gegn Schalke. Óvænt ef Barcelona og Man. Utd fara ekki áfram MANCHESTER United og Barce- lona standa vel að vígi fyrir síðari leiki sína í átta liða úrslitum Meist- aradeildarinnar í knattspyrnu og allt útlit er fyrir að þau mætist í undanúrslitum keppninnar síðar í þessum mánuði. Englandsmeist- ararnir fá Roma í heimsókn á Old Trafford en United hafði betur í fyrri leiknum, 1:0. Á Camp Nou tek- ur Barcelona á móti Schalke en Börsungar fögnuðu sigri í fyrri leiknum í Gelsenkircken, 1:0.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.