Morgunblaðið - 22.04.2008, Side 19

Morgunblaðið - 22.04.2008, Side 19
Leikskólinn Tjarnarland á Egils- stöðum hefur verið tilnefndur til for- eldraverðlauna Heimils og skóla, landssamtaka foreldra. Verðlaunin eru veitt árlega til þeirra sem þykja hafa stuðlað að eflingu samstarfs for- eldra og kennara, foreldrasamvinnu og hefða í skólastarfi. Þetta árið bár- ust 35 tilnefningar. Starfsfólk Tjarn- arlands segist að vonum bæði ánægt og stolt yfir tilnefningunni. Litið sé á hana sem ákveðna uppskeru og sigur fyrir það öfluga skólastarf sem byggt hafi verið upp af starfsfólkinu, með faglegan metnað í öndvegi.    Eitthvað er að rofa til í málefnum Valaskjálfar, sem áður var vé gleði, glaums og sviðstilþrifa, en hefur starað tómum og döprum skjám út í samfélagið í lengri tíma. Fljótsdals- hérað hefur nú auglýst eftir leigu- og rekstraraðila að félagsheimilishluta og eldhúsi hússins. Sveitarfélagið gerði fyrir skömmu leigusamning við núverandi eiganda Valaskjálfar um þennan hluta húss- ins, en hótelhlutinn er rekinn af eig- andanum. Ætlar nú sveitarfélagið að framleigja sinn leiguhluta og fá þar inn veitinga-, skemmti- og menning- arstarfsemi. Valaskjálf hefur farið ört milli eigenda undanfarin ár og það gert að verkum að sú menning, sem þarf undir sig stóran sal, svið eða hvort tveggja, hefur nánast verið á vergangi. Dansleikjahald hefur t.d. verið í algjöru lágmarki síðustu miss- erin, við lítinn fögnuð yngra fólksins og annarra dansglaðra í Egilsstaða- bæ. Er nú von til að úr rætist, þ.e. ef einhver vill gefa sig í þennan rekstur. Og þá dunar dansinn í sumar.    Nú geta vegfarendur um Egilsstaði séð að eitthvað er að gerast í upp- byggingu á væntanlegum nýjum miðbæjarkjarna. Hið mikla gróð- urhús Gróðrarstöðvarinnar Barra við Kaupvang, en það keypti Malar- vinnslan til að byggja á lóðinni ný hús, er að falla í valinn. Þá eru í gangi framkvæmdir við Fagradalsbraut og víðar, þar sem vaskir menn moka skurði og setja saman miklar lagnir. Nýr miðbær er sannkallað tilhlökk- unarefni og á að rísa nú á næstu ár- um. Þó að Egilsstaðir séu fallegur bær, vantar einmitt þennan mið- punkt sem allt hverfist um í skemmtilegum bæjum.    Fagnaðarefni var að heyra að Kári Ólason, Jökuldælingur og Egils- staðabúi, hefði keypt húsnæði hinnar gjaldþrota Trésmiðju Fljótsdalshér- aðs og þaðan eru nú farin að heyrast sagarhljóð og verklegir dynkir á nýj- an leik. Kári á verktakafyrirtækið Héraðsfjörð ehf. og framleiðir nú húseiningar í skemmu, sem búið er að smíða upp og gera almennilega. Auk skemmunnar er á lóðinni hús sem áður hýsti húseiningaverk- smiðju og skrifstofur. Kári ætlar að skipta hluta af því upp í fjórar smærri einingar og auglýsa til leigu fyrir smærri atvinnustarfsemi. Ekki veitir af.    Djasshátíð Egilsstaða er í undirbún- ingi og nú haldin í 21. skipti. Skammt er stórra högga á milli; í fyrra voru James Carter, hinn heimsfrægi barí- tónsaxófónleikari og Deitra Farr, engu minna þekkt söngkona, burðar- ásar hátíðarinnar. Í sumar eru það Larry Carlton gítarleikari, Blood- group, Sigurður Flosason og Bláir skuggar og norska sveitin Beady Belle. Larry Carlton hefur spilað með allskonar stórkanónum gegnum tíðina og má þar nefna Joni Mitchell, Quincy Jones og Steely Dan. Carlton hefur þrisvar hlotið Grammy-verð- laun fyrir gítarleik sinn. Djasshátíðin flæðir um allt Austurland og verður haldin síðari hluta júnímánaðar. EGILSSTAÐIR Steinunn Ásmundsdóttir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Snjókarl Það styttist nú óðum í að veturinn láti í minni pokann. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2008 19 dreifa megi veislugest- um um grundir. Þrifin voru boðin út á evrópska efnahags- svæðinu eins og lög gera ráð fyrir og barst hagstæðasta tilboðið frá Póllandi. Þannig að lítið þarf að hafa fyrir þeirri hlið mála. Veitingarnar verða heldur ekki vandamál en þær koma frá vottaðri þjónustu úti í bæ. x x x En það eru fleirispenntir en móð- irin á heimilinu. Ferm- ingarbarnið sjálft talar tungum af eft- irvæntingu og er í verstu hrotunum með óráði. Kippir í móðurkynið, hugsar Víkverji. „Pabbi, hvað á ég að gera? Það er vika í ferminguna,“ sagði blessað barnið síðastliðinn sunnudag og það perlaði af enninu. Tja, það er nú það? Hvað geta menn gert til að stytta biðina? Lesið bók eða farið í kalt steypibað. Þá eru veislugestir ekki síður spenntir, einhverjir meira að segja svo spenntir að þeir mættu viku of snemma – í sínu fínasta pússi. Gátu hreinlega ekki beðið. Þessu fólki var færður samskonar bréfpoki til að anda í og Víkverji hefur verið að dreifa á heimilinu síðustu daga. Síðan var það sent heim aftur. Það er mikill viðbún-aður á heimili Vík- verja þessa dagana. Ferming stendur fyrir dyrum. Sjálfur er Vík- verji staðráðinn í að halda ró sinni vegna þessa merka viðburðar en spúsa hans hefur tekið annan pól í hæð- ina. Þessi glímuskjálfti er að vísu ekki nýr af nálinni á þeim bænum, fjórða barnið á heim- ilinu er að fermast, þannig að Víkverji er farinn að kunna sæmi- lega á þetta ferli. Til að gefa lesendum gleggri mynd af ástandinu vísar Víkverji til orða svila síns sem fullyrðir að þegar þær systur undirbúa fermingu sé það eins og þegar annað fólk býr sig undir heimsstyrjöld. Þar hittir sá glöggi maður svo sannarlega naglann á höf- uðið. Öllu er tjaldað til. x x x Það gerir ástandið óvenju eldfimtnú að veislan verður haldin heima sem þýðir að búið er að end- ursmíða húsið frá grunni á liðnum vikum. Svo að segja. Þá fóru hekk- klippurnar á loft um helgina (mergjað orð hekkklippur, þrjú samliggjandi ká) þannig að allt er að verða klárt í nánasta umhverfi hússins. Nú er bara að fá Sigga storm í lið með sér svo          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd orti við andlátsfregn heiðursmannsins Geirs Gunnarssonar: Lifði trúr í vinstri von, vaskur, hress og glaður, Geir hinn mæti Gunnarsson, gegnheill sómamaður. Upp í víddir eilífðar arnarflugs hann njóti, vígður sæmd til vina er þar vini taka á móti. Og Rúnar yrkir í tilefni af mótmælum og ólympíuleikum: Margt er í Tíbet talað, trúlega um frelsi hjalað. Fólk gengur með asa um götur í Lhasa, en getur ei reiðinni svalað! Þar ræður hin kröftuga kynngi, sem kann ekki að fara í hringi. Í reiði til helsis, í hugsjón til frelsis er hætt við að Kínverjar springi! „Látnir tína upp plastpoka“ var fyrirsögn á Mbl.is, sem hleypti öllu í uppnám hjá Sálarrannsóknar- félaginu, að því er bloggarinn Már Högnason heldur fram. Og auðvitað kastar hann fram stöku: Fyrirsagnir fínar skrifa fimir blaðamenn. Nú ég veit að látnir lifa á Langholtinu enn. VÍSNAHORNIÐ Um látinn heiðursmann pebl@mbl.is Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is VIÐSKIPTAFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem opnar þér dyr að margvíslegum starfstækifærum, góðum launum og framhaldsnámi. Við stefnum að því að vera fyrsta val fólks sem vill læra viðskiptafræði á Íslandi. • BSc-nám í viðskiptafræði við HR einkennist af framúrskarandi kennslu. • Námið er í stöðugri þróun og í sterkum tengslum við atvinnulífið. • Við sýnum í verki að hver einasti nemandi í HR skiptir máli. Við stefnum að því að vera fyrsti valkostur þeirra sem vilja ráða nýútskrifaða viðskiptafræðinga. • Viðskiptafræðingar frá HR eru framúrskarandi vel að sér á helstu sviðum viðskiptafræðinnar. • Viðskiptafræðingar frá HR geta unnið sjálfstætt sem einstaklingar og eru öflugir liðsmenn á sínum vinnustöðum strax frá fyrsta degi. Kynntu þér nám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á vef deildarinnar, www.vidskiptafraedi.is. Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Skemmtileg fyrirtæki 1. Plastframleiðsla, skemmtilegur smáiðnaður sem getur verið hvar sem er á landinu, skemmtileg aukavinna í bílskúrin eða með öðru. 2. Gúmmíframleiðsla miklir möguleikar hægt að hafa hvar sem er, rífandi dæmi fyrir duglegan mann. 3. Einstök gjafavöruverslun á sérstöku andlegu og umhverfisvænu sviði,mjög skemmtilegur vettvangur. 4. Þekkt hverfisverslun, vilt þú vera kaupmaðurinn á horninu, frábær kjör. 5. Vínheildverslun, lítið fyritæki sem henta myndi vel með öðru. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.