Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 2

Morgunblaðið - 25.04.2008, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ úrslit ÍSLANDSMEISTARALIÐ Vals í knattspyrnu hrökk í gang í síðari hálfleik gegn ÍA í undanúrslitum deildarbikarkeppninnar í gær í Kórnum. Skagamenn voru 1:0 yfir í hálfleik, en í þeim síðari opnaðist leikurinn upp á gátt og fögnuðu Valsmenn sigri, 5:2. Skagamenn skoruðu fyrsta markið leiksins á 18. mín. – Bjarni Guðjónsson skoraði örugglega úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Gunn- ar Einarsson. Varnarlína ÍA var mjög þétt í fyrri hálfleik – liðið var með fimm leikmenn í vörn og nýr króatískur vinstri bakvörður, Igor Bilokapic, á eflaust eftir að efla sóknarleik liðs- ins. Það tók Valsmenn ekki langan tíma að jafna leikinn í síðari hálf- leik. Sóknarleikur Valsliðsins var mjög öflugur þegar á leið leikinn og virðast meistararnir sterkir þeg- ar á reynir. Pálmi Rafn Pálmsson skoraði úr vítaspyrnu á 51. mín., eftir að Baldur Aðalsteinsson var felldur í vítateignum. Aðeins fimm mín. síðar varði Kjartan Sturluson vítaspyrnu frá Bjarna Guðjónssyni. Í kjölfarið opnaðist leikurinn upp á gátt. Pálmi Rafn kom Val yfir með skalla af stuttu færi á 62. mín., en Helgi Pétur Magnússon jafnaði fyr- ir ÍA – með skalla á 69. mínútu eftir laglegan undirbúning Stefáns Þórðarsonar. Danski framherjinn Dennis Bo Mortensen tók við keflinu og skor- aði í næstu sókn Vals og hann var aftur á ferðinni á 84. mín. þegar hann kom Íslandsmeisturunum í 4:2. Daníel Hjaltason skoraði fimmta markið á 90. mín., en Skagamenn léku einum færri síð- ustu 15. mínúturnar eftir að Dario Cingel fékk rautt spjald fyrir brot úti á miðjum velli. Valsmenn settu fimm mörk á ÍA FRAM mætir Val í úrslitum deildabikars- ins í knattspyrnu en Framarar höfðu betur gegn Breiðabliki í Egilshöllinni í víta- spyrnukeppni eftir að staðan hafði verið 2:2 eftir framlengingu. Staðan var marka- laus eftir venjulegan leiktíma þar sem varnarmanninum Guðmanni Þórissyni var vikið af velli á 80. mínútu. Mikið fjör var í framlengingunni. Blikarnir komust í tví- gang í forystu með mörkum frá Prince Rajcomar úr vítaspyrnum en Grímur Björn Grímsson og Heiðar Geir Júlísson svöruðu fyrir Framara en Heiðar náði frá- kastinu eftir að Casper Jacobsen hafði var- ið vítaspyrnu frá Ingvari Ólasyni. Í vítaspyrnukeppninni skoruðu Hjálmar Þórarinsson, Óð Árnason, Sam Tillen Jón Orri Þórðarson ir Framara en að Arnór Sveinn A steinsson og Pr Rajcomar náðu skora fyrir Kópavo liðið. Úrslitaleikur Fr og Vals verður í Kó um fimmtudaginn maí. Valur lék til úrslita í keppninni í fy en tapaði fyrir FH. Framarar hafa e leikið ít lúrslita í keppninn en ætla sér ur því félagið verður 100 ára 1. maí. Fram vann í vítakeppni Prince Rajcomar KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Snæfell 98:74 Íþróttamiðstöðin í Keflavík, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, úrslit, þriðji leikur, fimmtudaginn 24. apríl 2008. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 9:4, 13:13, 15:19, 23:21, 29:21, 33:23, 35:30, 40:32, 42:36, 44:42, 46:45, 58:47, 66:51, 69:54, 72:59, 82:61, 89:66, 98:74. Stig Keflavíkur: Tommy Jonson 24, Gunn- ar Einarsson 20, Magnús Gunnarsson 16, Bobby Walker 11, Jón Nordal Hafsteins- son 9, Sigurður Þorsteinsson 8, Anthony Susnjara 6, Vilhjálmur Steinarsson 3, Arn- ar Freyr Jónsson 1. Fráköst: 23 í vörn – 9 í sókn. Stig Snæfells: Ingvaldur Magni Hafsteins- son 16, Sigurður Þorvaldsson 16, Anders Katholm 16, Slobodan Subasic 8, Hlynur Bæringsson 8, Justin Shouse 7, Guðni Val- entínusson 2, Gunnlaugur Smárason 1. Fráköst: 33 í vörn – 16 í sókn. Villur: Keflavík 22 – Snæfell 27. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Rögn- valdur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 1.500. NBA-deildin Úrslitakeppni, leikir í fyrrinótt: Detroit – Philadelphia.........................105:88  Staðan er jöfn, 1:1 Boston – Atlanta....................................96:77  Boston er 2:0 yfir. LA Lakers – Denver .........................122:107  Lakers er 2:0 yfir. KNATTSPYRNA Lengjubikar karla Undanúrslit: Valur - ÍA.................................................. 5:2 Pálmi Rafn Pálmason 2., Dennis Bo Mor- tensen 2, Daníel Hjaltason - Bjarni Guð- jónsson, Andri Júlíusson. Fram - Breiðablik .................................... 2:2 Grímur Björn Grímsson 102., Heiðar Geir Júlísson 114. - Prince Rajcomar 95., 111.  Fram hafði betur í vítakeppni, 4:2. B-deild, 1. riðill: Dalvík/Reynir - Höttur ............................ 2:1 Tindastóll - Magni .................................... 2:1 UEFA-keppnin Undanúrslit, fyrri leikir: B. München - Zenit St. Pétursborg ....... 1:1 Franck Ribery 18. - Lucio sjálfsmark 60. Glasgow Rangers - Fiorentina............... 0:0 Svíþjóð GAIS - Gefle.............................................. 2:0 Malmö FF - Norrköping.......................... 2:1 Örebro - Halmstad ................................... 0:1 Sundsvall - Trelleborg ............................. 2:2 AIK - Djurgarden .................................... 1:1 Staða efstu liða: Kalmar 7 6 1 0 15:3 19 Malmö FF 7 3 4 0 10:6 13 Djurgården 7 3 4 0 9:6 13 Gautaborg 6 3 3 0 12:3 12 Halmstad 7 3 2 2 10:8 11 Hammarby 7 3 2 2 9:8 11 Elfsborg 7 2 4 1 7:3 10 Danmörk FC Kaupmannahöfn - AGF..................... 1:1 Nordsjylland - Esbjerg............................ 3:2 AaB - Randers .......................................... 3:0 í kvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Víkin: Víkingur - ÍR ...................................19 Ásvellir: Haukar 2 - Selfoss.......................19 Kaplakriki: FH - Grótta.............................19 KNATTSPYRNA Lengjubikar karla Reykjanesh.: Grindavík - ÍBV..............20.30 Selfoss: Hamar - ÍH ...................................19 Varmá: Hvíti riddarinn - Snörtur .............20 Lengjubikar kvenna A-deild, úrslitaleikur: Egilshöll: KR - Valur .................................19 C-deild: Akraneshöllin: ÍA - ÍBV ............................21 „Við tókum sjálfa okkur í ærlega naflaskoðun eftir fyrstu tvo leikina á móti ÍR og það sést á leik okkar. Þetta er ekki sama liðið og lék fyrstu tvo leikina við ÍR-inga. Það er miklu meiri ánægja að vinna og við minntum sjálfa okkur á það hvað sigurvíman er yndisleg. Það sem keyrir okkur áfram er sigurvíman og Snæfell átti ekki séns í okkur í þessari seríu,“ sagði Gunnar eftir sigurinn í gær. Hann var sáttur við eigin hlut. „Ég er mjög sáttur við hvernig ég spilaði. Vörnin skapaði þennan sigur eins og svo oft áður – ekkert annað,“ sagði Gunnar. Tommy Johnson átti mjög góðan leik í gær í liði Keflavíkur eins og raunar í allri úrslitakeppninni. „Ég er sáttur með hvernig ég spilaði. Sóknin há okkur er venjulega allt í lagi en við urðum að taka okkur á í vörninni eftir hafa lent undir í undanúrslitunum og við gerðum það. Þetta er allt saman í kollinum á manni og við tókum bara aðeins til þar,“ sagði Johnson. „Eins og við lékum í kvöld þá held ég að Snæfell hafi ekki átt mikla möguleika. Við lékum vel í öðrum leiknum á útivelli og komum mjög ákveðnir til þessa leiks og okkur tókst vel upp í vörninni, en hún skiptir auð- vitað miklu máli,“ sagði Johnson. Lélegur varnarleikur felldi okkur „Við gátum ekki stoppað þá í vörn- inni. Það var sagan í þessum þremur leikjum, þeir skora 100 stig á okkur í síðustu tveimur leikjum sem er eitt- hvað sem við ætluðum ekki að láta gerast,“ sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells. „Lélegur varnar- leikur var það sem felldi okkur í úr- slitunum gegn Keflavík og við verðum að skoða það sem fór úrskeiðis og reyna að bæta úr því fyrir næstu leik- tíð.“ Það var greinilegt að leikmenn Snæfells voru strax farnir að huga að næstu leiktíð í gær þegar Morgun- blaðið ræddi við þá. „Ég veit að í mínu liði eru alvöru menn sem vilja alltaf gera betur og ná betri árangri. Eftir svona útreið í úrslitum um Íslands- meistaratitilinn hljóta menn að hugsa um næsta vetur og finna leiðir til þess að verða enn betri.“ Sigurður leyndi því ekki að hann var ósáttur við dómarapar leiksins. „Við erum að sjálfsögðu hundfúlir að þetta skyldi enda svona, 3:0, en mér fannst margt vera á móti okkur og þá sérstaklega í þessum leik. Við fengum ekki tækifæri til þess að leika vörnina eins og við erum vanir að gera. Dómararnir sáu um það og ég viðurkenni það alveg að ég er m ósáttur við dómgæsluna.“ Ósáttur með sjálfan mig Justin Shouse, leikstjórnandi Sn fells, var niðurlútur þegar hann leikmenn Keflavíkur lyfta Íslandsb arnum á loft. Justin lenti í villuva ræðum í síðari hálfeik og fór af v snemma í fjórða leikhluta með fim villur. „Ég er ósáttur við sjálfan m Ég lék illa þegar mest á reyndi og er ekki gaman fyrir mig eða liðið enda tímabilið með þessum hæt sagði Shouse en hann hefur leikið m Snæfellsliðinu undanfarin tvö „Eins og staðan er núna þá veit ekki hvort ég verði áfram í Sty ishólmi. Ég vildi ekki ræða mikið framtíðina á meðan úrslitakeppnin fram. Núna er henni lokið. Mér he liðið vel undanfarin tvö ár. Geof Ko er frábær þjálfari og leikmannah urinn er einstakur. Ef allt gengur u þá vonast ég að sjálfsögðu til þess við getum mætt allir aftur til le næsta haust og gert enn betur,“ sa Shouse. Morgunblaðið/Árni Sæbe Bestur Gunnar Einarsson var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar og var vel að því kominn og fagnaði með leikmönnum og stuðningsmönnum. Var hungraður í að vinna titil eftir tvö mögur ár GUNNAR Einarsson var valinn besti maður úrslitaseríunnar og var vel að því kominn enda átti hann frábæra leiki á móti Snæfelli. „Ég var búinn að segja að ég var orðinn hungraður í að vinna titil eftir tvö mögur ár þar sem við misstum af honum tvö ár í röð. Strákarnir voru það líka og nú erum við í það minnsta komnir með bikarinn á nýjan leik og sjáum svo til hvernig þetta verður næsta vetur,“ sagði Gunnar eftir sigurinn í gær- kvöldi. Eftir Skúla Unnar Sveinsson og Sigurð Elvar Þórólfsson  Gunnar Einarsson besti maður úrslitarimmunnar  Sterk vörn Keflavíkur skapaði sigurinn  Fóru í ærlega naflaskoðun  Slök vörn Snæfells gerði út um þá íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.