Morgunblaðið - 09.05.2008, Side 2

Morgunblaðið - 09.05.2008, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ úrslit KNATTSPYRNA Spánn Espanyol - Atletico Madrid .................... 0:2 Sergio Leonel Aguero 27., Diego Forlan 30. Staðan: Real Madrid 36 26 3 7 77:32 81 Villarreal 36 22 5 9 59:40 71 Barcelona 36 18 10 8 69:37 64 Atl. Madrid 36 18 7 11 64:44 61 Sevilla 36 18 4 14 69:48 58 Santander 36 16 8 12 41:41 56 Mallorca 36 13 14 9 63:50 53 Dep. La Coruna 36 15 7 14 46:44 52 Bilbao 36 13 10 13 39:39 49 Almeria 36 13 10 13 39:42 49 Espanyol 36 13 9 14 42:48 48 Real Betis 36 12 10 14 44:48 46 Getafe 36 12 9 15 43:47 45 Valencia 36 13 6 17 40:60 45 Valladolid 36 11 10 15 41:56 43 Zaragoza 36 10 11 15 46:56 41 Osasuna 36 11 7 18 35:42 40 Recreativo H. 36 10 10 16 37:59 40 Murcia 36 7 9 20 32:58 30 Levante 36 7 5 24 30:65 26 Ítalía Bikarkeppnin, undanúrslit Catania - Roma......................................... 1:1 Cristian Silvestri 29. - Alberto Aquilani 26.  Roma vann samanlagt, 2:1, og mætir Int- er Mílanó í úrslitum. Holland Aukakeppni um Meistaradeildarsæti Heereveen - NAC Breda ......................... 2:0 Aukakeppni um UEFA-sæti Nijmegegn - Groningen........................... 1:0 Svíþjóð Úrvalsdeild Gefle - Sundsvall....................................... 2:0 Halmstad - Ljungskile............................. 3:2 Malmö - Gais ............................................. 1:1 Norrköping - AIK .................................... 1:2 Staðan: Kalmar 10 7 1 2 18:7 22 Gautaborg 10 5 4 1 17:7 19 Elfsborg 10 5 4 1 11:3 19 AIK 10 5 3 2 8:8 18 Malmö FF 10 4 5 1 16:11 17 Djurgården 10 4 5 1 11:9 17 Helsingborg 10 4 3 3 18:14 15 Halmstad 10 4 3 3 13:11 15 Hammarby 10 4 3 3 11:9 15 GAIS 10 2 6 2 7:9 12 Ljungskile 10 3 1 6 9:17 10 Trelleborg 10 2 3 5 8:11 9 Örebro 10 2 3 5 4:11 9 Gefle 10 2 2 6 7:11 8 Sundsvall 10 1 2 7 9:18 5 Norrköping 10 0 4 6 7:18 4 Danmörk Úrvalsdeild AaB - AGF ................................................ 3:1 Lyngby - Horsens .................................... 4:1 Nordjælland - FC Köbenhavn ................ 1:2 Staðan: AaB 29 19 5 5 54:34 62 Midtjylland 29 15 8 6 42:30 53 København 29 14 9 6 40:26 51 OB 29 12 14 3 42:19 50 Horsens 29 12 8 9 40:39 44 Nordsjælland 29 11 8 10 45:45 41 Esbjerg 29 11 6 12 53:47 39 Brøndby 29 10 9 10 40:38 39 Randers 29 10 7 12 36:31 37 AGF 29 6 7 16 28:45 25 Lyngby 29 3 8 18 30:61 17 Viborg 29 4 5 20 25:60 17 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni NBA LA Lakers - Utah............................. 120:110  Lakers er 2:0 yfir Orlando - Detroit ................................ 111:86  Detroit er yfir, 2:1 Trevor Im-melman frá Suður-Afríku, sem sigraði á Mastersmótinu í golfi á Aug- ustavellinum, hef- ur dregið sig úr keppni á Players-meistara- mótinu sem hófst í gær vegna veikinda. Umboðsmaður Immelman segir að kylfingurinn hafi ekki treyst sér í mótið vegna maga- kveisu.    Ástralinn Harry Kewell yfirgefurLiverpool í sumar. Rafael Bení- tez knattspyrnustjóri Liverpool greindi frá því í gær að samningar við leikmanninn og umboðsmann hans hefðu ekki tekist og Kewell yrði laus allra mála í sumar. Kewell, sem er 29 ára gamall, hefur verið í herbúðum Liverpool í fimm ár en hefur á þess- um tíma misst mikið úr vegna meiðsla.    Benítez sagði að hugsanlega gætifarið svo að Norðmaðurinn John Arne Riise færi frá liðinu í sumar. ,,Riise á eitt ár eftir af samningi sín- um en hann veit að ef okkur berst til- boð, gott tilboð fyrir hann og félagið, þá gæti svo farið að hann yfirgæfi okkur í sumar. En hann er ennþá okkar leikmaður og ég er ánægður með hann því hann er mikill og góður atvinnumaður,“ sagði Benítez á vef félagsins.    Þýska hand-knattleiks- liðið Flensburg sem Alexander Petersson og Einar Hólmgeirs- son leika með en Einar yfirgefur í sumar, hefur sam- ið við Svartfelling- inn Alen Murato- vic sem leikur með spænska liðinu Valladolid. Muratovic, sem var markahæsti leikmaður Svartfellinga á EM í Noregi í vetur, á að fylla skarð Króatans Blazenkos Lackovic sem gengur í raðir Hamborgar-liðsins í sumar.    Sylvain Distin hefur verið útnefnd-ur leikmaður ársins hjá Portsmouth af Hermanni Hreið- arssyni og félögum hans í liðinu. Dist- in kom frá Manchester City síðast- liðið sumar og hefur leikið lykilhlutverk í varnarleik liðsins. Þrír af leikmönnum liðsins í dag voru valdir í besta Portsmouth-liðið frá upphafi, David James, Sol Campbell og Glen Johnson.    Frakkar lögðu Serba, 2:0, í undan- keppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu í gær en þjóðirnar leika í sama riðli og Ísland. Frakkar eru efstir í riðlinum með 18 stig eftir sjö leiki en Íslendingar eru í öðru sæti með 9 stig eftir fjóra leiki. Ísland sækir Serbíu heim í lok mánaðarsins og verður að sigra til að eygja mögu- leika á að skáka Frökkum. Fólk sport@mbl.is ,,Skammarlegt“ er fyrirsögnin í blaðinu Mundo Deportivo og blaðið Sport kemur þessum skilaboðum áleiðis til leikmanna liðsins; ,,Þið haf- ið vanvirt Barcelona-búninginn.“ Í Sport kemur einnig fram; ,,Heiðurs- vörðurinn fyrir leikinn var ekki það versta. Það sem á eftir kom var miklu verra. Vörnin var eins og smjör og það þarf ekki endurnýjun í liðið held- ur þarf að eiga sér stað bylting.“ Stuðningsmennirnir æfir Nokkrir tugir stuðningsmanna Barcelona létu leikmenn Barcelona og forráðamenn þess fá það óþvegið eftir háðuglega útreið liðsins. Stuðn- ingsmennirnir hópuðust að rútubif- reiðinni sem flutti liðið á flugvöllinn eftir leikinn þar sem þeir hrópuðu ókvæðsorðum að leikmönnum og for- ráðamönnum félagsins og ekki síst að forseta Barcelona, Joan Laporta. Mikil ólga er í herbúðum Barcelona, jafnt innan sem utan vallar, og stuðn- ingsmenn félagsins eiga erfitt með að sætta sig við að vera 17 stigum á eftir erkióvinunum í Real Madrid og standa uppi með engan titil í hönd- unum annað árið í röð. Börsungar í forkeppni Meistaradeildarinnar Þegar tvær umferðir eru eftir af spænsku 1. deildinni þykir einsýnt að Barcelona hafnar í þriðja sæti sem er versti árangur Katalóníuliðsins í fimm ár. Þetta þýðir að Barcelona verður að fara í forkeppni Meistara- deildarinnar á næsta tímabili en tvö efstu liðin, Real Madrid og Villareal, fara beint í riðlakeppnina. Talið er að fylgismenn Barcelona muni láta óánægju sína enn meira í ljós á sunnudaginn þegar Barcelona mætir Mallorca í síðasta heimaleik sínum á leiktíðinni. Það verður síð- asti heimaleikur liðsins undir stjórn Franks Rijkaards en Hollendingur- inn, sem hefur verið við stjórnvölinn í 5 ár, hættir í sumar og tekur Josep Guardiola verður við starfi hans. Reuters 4 gegn 1 Xavi, Toure Yaya, Eiður Smári og Thierry Henry í baráttu við Pepe í leiknum á Santiago Bernabeu. ,,Þið vanvirtuð búning Barcelona“ Sautján stig skilja Barcelona og Real Madrid DAGBLÖÐIN í Katalóníu tæta lið Barcelona í sig eftir skell þess á Santiago Bernabeu í Madrid í fyrrakvöld þar sem Börsungar steinlágu, 4:1, fyrir Spánarmeist- urum Real Madrid og máttu teljast stálheppnir með að fá ekki verri út- reið. Þriðja sætið verður hlutskipti Barcelona og það er eitthvað sem stuðningsmenn liðsins eiga erfitt með sætta sig við. Í HNOTSKURN »Josep Guardiola tekur viðþjálfun Barcelona af Frank Rijkaard í sumar. »Guardiola er 37 ára gamallog er afar vinsæll hjá stuðn- ingsmönnum Barcelona. »Guardiola lék með liðinu fráárinu 1990 til 2001, samtals 263 leiki og þá lék hann 47 leiki fyrir spænska landsliðið. »Guardiola var í fyrra ráðinnþjálfari varaliðs Barcelona. JOSEP Guardiola tekur við þjálfun Barcelona af Frank Rijkaard í sumar að því er Joan Laporta for- seti félagsins tilkynnti í gær og velta katalónskir fjölmiðlar því nú fyrir sér hvaða leikmönnum nýi þjálfarinn kemur til með að losa sig við. Samkvæmt dagblaðinu Sport sem gefið er út í Barcelona eru 11 leikmenn sem Guardiola vill að yfirgefi félagið. Í þeim hópi er Eiður Smári Guðjohnsen sem er að enda sitt annað tímabili með Börsungum en á tvö ár eftir af samningi sínum. Hinir tíu leik- mennirnir sem fá reisupassann taki Guardiola við eru: Ronaldinho, Jose Manuel Pinto, Thierry Henry, Edmil- son, Giovani, Lilian Thuram, Oleguer, Yaya Youre og Albert Jorquera. Guardiola tekur við Eiður Smári Guðjohnsen SPÁNVERJINN Sergio Garcia lék vel á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu sem hófst í gær á TPC Sawgrass vellinum í Flórída í gær. Hann er efstur á 6 höggum undir pari eftir að hafa fengið 7 fugla og 1 skolla. Bandaríkjamenn- irnir Kenny Perry og Paul Goydos eru á 4 höggum undir pari. Phil Mickelson, sem hefur titil að verja á mótinu, er á 2 höggum undir pari sem skilaði honum í 8.-22. sæti. Englendingurinn Justin Rose mætti til leiks með nýja aðstoð- armann en hann sagði kylfusveini sínum til margra ára upp störfum fyrir mótið. Rose sagði að sam- starfið hefði ekki gengið vel en svo virðist sem verk sé að vinna hjá Rose og nýja manninum því hann lék ekki vel í gær. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda á mótinu. Sergio Garcia lék vel á TPC Sergio Garcia íþróttir ALI Stjör urinn hand mön gær. Þe Mark Kris Línu Pavl Vins Dag Vins Alin Hæg Sólv Hæg Birg Miðj Eva Þjálf Aðal og R Best Fram Best Alin A Eftir gumm SKA dans leika gam urne þar s en M alliði H Jóns unum því e tveir Sigu Un verið D m Hæt í skíð GUÐMUNDUR E. Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borð- tennis, hóf í gær þátttöku í lokaúr- tökumóti fyrir Ólympíuleikana í Peking í sumar. Mótið fer fram í Ungverjalandi og í gær mætti Guð- mundur Rúmenanum Constantin Cioti sem er í 110. sæti á heimslist- anum. Guðmundur varð að láta í minni pokann, 4:2. Í dag mætir Guðmundur Shen Qiang frá Kanada sem er í 391. sæti á heimslistanum. Guðmundur sem er í 205. sæti á heimslistanum verður að sigra til halda áfram keppni og freista þess að vinna sér sæti á Ól- ympíuleikunum.  Karlalandsliðið tekur þátt í Norður-Evrópumótinu í borðtennis, sem fram fer í Maribo í Danmörku 9.–11. maí. Liðið skipa Daði Freyr Guðmundsson, Magnús Finnur Magnússon og Richard Magnason, allir úr Víkingi. Ísland leikur í riðli með Eistlandi, Lettlandi og Svíþjóð í liðakeppni. Guðmundur byrjaði með tapi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.