Morgunblaðið - 06.06.2008, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.06.2008, Qupperneq 1
föstudagur 6. 6. 2008 íþróttir mbl.is íþróttir Michael Jackson tryggði Þrótti 3:2 sigur gegn Fylki >> 4 DRAUMAHÖGGIN SJÖ BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON, SEXFALDUR ÍSLANDSMEISTARI Í HÖGGLEIK, FÓR HOLU Í HÖGGI ENN OG AFTUR OG STEFNIR Á 52 LANDSMÓT Í RÖÐ >> 2 Reuters Sprettur Khalid Boulahrouz, Rafael van der Vaart og Giovanni van Bronckhorst hafa ekki langan tíma til þess að koma sér í betra líkamlegt ástand áður en Evrópumeistaramótið hefst á laugardag í Sviss og Austurríki. Hollendingar eru í C-riðli ásamt heimsmeisturum Ítalíu, Frökkum og Rúmeníu. ÓLAFUR Örn Bjarnason leik- maður norska meistaraliðsins Brann gekkst undir aðgerð á hné í gær. Ekki var um stóra að- gerð að ræða og vonast Ólafur eftir því að geta byrjað að æfa eftir um 2 vikur en meiðslin í hnénu hafa verið að angra Ólaf í þó nokkuð langan tíma. Ólafur lék allan seinni hálf- leikinn þegar Brann gerði 1:1 jafntefli við Rosenborg í Þránd- heimi í fyrrakvöld og þótti Grindvíkingurinn standa sig vel en Brann var 1:0 undir þegar hann kom inná. Ólafur missti sæti í byrj- unarliði Brann þegar Mons Ivar Mjelde, þjálfari Brann-liðsins, ákvað að færa Azar Karadaz til í stöðu og spila í miðvarðarstöð- unni við hlið Kristjáns Arnar Sigurðssonar. | gummih@mbl.is Ólafur Örn í aðgerð á hné AGA- og úrskurðarnefnd KSÍ úr- skurðaði í gær Guðjón Þórðarson, þjálfara ÍA, í eins leiks bann og knattspyrnudeild ÍA er gert að greiða 20.000 krónur í sekt vegna ummæla Guðjóns í sjónvarpsviðtali eftir leik Keflavíkur og ÍA í Lands- bankadeildinni þann 25. maí síðast- liðinn. Eftir umræddan leik var Guðjón mjög harðorður í garð Ólafs Ragnarssonar og skaut einnig föst- um skotum að KSÍ en Skagamenn töpuðu leiknum, 3:1, þar sem Stefán Þór Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið. Guðjón getur því ekki stýrt sínum mönnum á sunnudaginn en þá sækja Skagamenn lið HK heim í 6. umferð.| gummih@mbl.is Guðjón í eins leiks bann ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki lék æfingaleik í gær í Frankfurt gegn U21-árs landsliði Þjóðverja. Leikurinn er liður í undirbúningi karlaliðsins fyrir Evrópumót smá- þjóða á Möltu. Þjóðverjar höfðu betur, 3:1, 25:23, 24:26, 25:19 og 25:22. Þjóðverjinn Michael Over- hage, landsliðsþjálfari Íslands, leyfði öllum leikmönnum liðsins að spreyta sig í gær gegn Þjóð- verjum. Overhage tók við liðinu þann 10. apríl sl. en hann er þjálf- ari karla- og kvennaliðs Þróttar í Reykjavík. Íslenska liðið staldraði við í 12 tíma í Frankfurt, á leið sinni til Möltu, og náði að leika einn leik á þeim tíma. »3 | seth@mbl.is Tap gegn Þjóðverjum Jón Arnór Stefánsson og félagar hans úr Lottom- atica Roma töpuðu naumlega gegn Siena á úti- velli, 85:82, í öðrum leik liðanna í úrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í gær. Siena er 2:0 yfir í rimmunni. Næstu tveir leikir fara fram í Róm á sunnudag og þriðjudag en eftir það skiptast liðin á um að leika á sínum heimavelli. Jón Arnór skoraði ekki nema 3 stig á þeim 26 mínútum sem hann lék, allt úr vítaskotum, en ís- lenski landsliðsmaðurinn reif niður 7 fráköst og var hann frákastahæstur ásamt Gabini sem tók einnig 7 fráköst. Staðan í hálfleik 48:38 og fyrir lokafjórðunginn var Siena með 13 stiga forskot. Siena hefur titil að verja Montepaschi Siena hefur titil að verja á Ítalíu en liðið varð meistari í fyrsta sinn árið 2004. Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í baráttuna sem eitt besta félagslið Evrópu og tví- vegis komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Siena hafði mikla yfirburði í deildarkeppninni á Ítalíu í vetur. Liðið tapaði aðeins þremur leikjum af alls 34. Lottomatica Roma varð í öðru sæti með 23 sigurleiki og 11 tapleiki. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mættu Róm- verjar liði Tisettanta Cantù. Þeirri viðureign lauk, 3:1. Roma og Air Avellino áttust við í undan- úrslitum og þar hafði Roma betur, 3:0. Air Avell- ino og Roma voru með sama árangur í deild- arkeppninni. | seth@mbl.is Rómverjar nálægt sigri Jón Arnór reif niður 7 fráköst í naumum tapleik Roma á útivelli gegn Siena

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.