Morgunblaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@mbl.is
„ÉG er auðvitað mjög ósáttur. Við vorum léleg-
ir í fyrri hálfleiknum en komum sterkir til leiks
í þeim síðari og höfðum gullið tækifæri til að
komast í 3:1 og gera þannig út um leikinn.
Þannig að við getum bara sjálfum okkur um
kennt að hafa ekki klárað þennan leik,“ sagði
Leifur Sigfinnur Garðarsson, þjálfari Fylkis,
eftir 3:2 tap hans manna fyrir Þrótti í gær-
kvöld.
„Menn eru að tapa leikjum út og suður og
vinna líka, þannig að jafnvel þótt við höfum
tapað þessum leik og það á marki sem kom á
síðustu andartökum leiksins þá dregur það ekki
neitt úr okkur. Það er leikur eftir þennan leik
og mótið rétt að byrja,“ sagði Leifur.
Akureyringurinn Jóhann Þórhallsson átti fín-
an leik í liði Fylkis, skoraði mark og kom sér í
fín færi í leiknum. „Við vorum algjörlega með
þetta í höndunum. Spiluðum eins og fávitar síð-
asta korterið og köstuðum þessu bara einfald-
lega frá okkur. Ég fékk gott færi til að skora
mitt annað mark í leiknum en misnotaði færið
herfilega. Þetta var bara virkilega lélegt hjá
okkur og við getum sjálfum okkur um kennt
hvernig fór. Reyndar er ég sjálfur ekki í nógu
góðu formi, en það afsakar ekkert að hafa ekki
nýtt tvö dauðafæri sem ég fékk í leiknum. En
ég verð kominn í betra form von bráðar. Það
er ekki nokkur spurning,“ sagði Jóhann Þór-
hallsson annar markaskorara Fylkis eftir leik-
inn. Jóhann sem gekk til liðs við Árbæjarliðið
frá KR fyrir tímabilið og hefur nú skorað fjög-
ur mörk það sem af er Íslandsmótinu.
Leifur:„Ég er mjög ósáttur og við
getum sjálfum okkur um kennt“
Fylkir 2
Þróttur R. 3
Fylkisvöllur, úrvalsdeild karla, Lands-
bankadeildin, fimmtudaginn 5. júní 2008.
Mörk Fylkis: Þórir Hannesson 17., Jóhann
Þórhallsson 60.
Mörk Þróttar: Magnús Már Lúðvíksson
37., Hjörtur Júlíus Hjartarson 79. (víti),
Michael Jackson 90.
Markskot: Fylkir 12(11) – Þróttur 23 (13).
Horn: Fylkir 2 – Þróttur 8.
Rangstöður: Fylkir 1 – Þróttur 5
Skilyrði: Suðvestan stinningskaldi og rign-
ing með köflum. Völlurinn blautur en leit
vel út.
Lið Fylkis: (4-4-2) Fjalar Þorgeirsson –
Andrés Már Jóhannsson (Kjartan Ágúst
Breiðdal 46.), Kristján Valdimarsson, Val-
ur Fannar Gíslason, Þórir Hannesson –
Guðni Rúnar Helgason, Ian Jeffs (Ólafur
Stígsson 46.), Peter Gravesen, Halldór
Hilmisson – Allan Dyring (Hermann Að-
algeirsson 78), Jóhann Þórhallsson.
Gul spjöld: Kristján Valdimarsson 13.
(brot), Guðni Rúnar Helgason 24. (brot),
Þórir Hannesson 74. (brot).
Rauð spjöld: Kristján Valdimarsson 81.
(brot).
Lið Þróttar: (4-4-2) Bjarki Freyr Guð-
mundsson – Eysteinn Pétur Lárusson (Jón
Ragnar Jónsson 72.), Þórður Steinar
Hreiðarsson, Michael Jackson, Kristján
Ómar Björnsson – Dennis Danry, Hallur
Hallsson, Haukur Páll Sigurðsson, Rafn
Andri Haraldsson – Adolf Sveinsson
(Magnús Már Lúðvíksson 21.), Hjörtur Júl-
íus Hjartarson.
Gul spjöld: Hallur Hallsson 16. (brot).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Eyjólfur M. Kristinsson, FH, 4.
Aðstoðardómarar: Einar K. Guðmundsson
og Jóhann Gunnar Guðmundsson.
Áhorfendur: 841.
„LYKILLINN að
sigrinum í kvöld,
var fyrst og
fremst dugnaður
og seigla og ekki
síst það að við
gefumst aldrei
upp. Við áttum
auðvitað að klára
færin sem við
fengum í fyrri
hálfleik og gera út um leikinn strax
þá. En við höfum marga dugn-
aðarforka í okkar liði sem gefast
aldrei upp, þannig þetta hafðist að
lokum hjá okkur í þessum leik,“
sagði Gunnar Oddsson sigurreifur
að loknum 2:3 sigri Þróttar á Fylki í
Árbænum.
„Við þrífumst á bardaganum í
leiknum, erum fastir fyrir og sterk-
ir í föstum leikatriðum. Þeir björg-
uðu á línu og voru í umtalsverðum
vandræðum þegar við fengum föst
leikatriði. Ég er mjög ánægður að
liðið hafi haldið mjög vel spilandi
Fylkisliði niðri í þessum leik og er
virkilega sáttur með að fara heim
með þrjú stig af erfiðum útivelli eft-
ir sigur á liði sem var búið að vinna
þrjá leiki í röð á undan þessum.
Við náðum að setja góða pressu á
Fylki í leiknum sem varð til þess að
mér fannst Fylkismenn ekki ná að
spila þann bolta sem þeir eiga að
geta gert best. Það gagnaðist okk-
ur vel, í það minnsta nógu vel til
þess að við höfðum sigur að lokum.
Sjálfstraustið eykst bara með
hverjum leiknum hjá okkur og við
lítum bara björtum augum fram á
við, fullir tilhlökkunar að takast á
við næstu verkefni,“ sagði Gunnar.
Þróttarar sem eru nýliðar í deild-
inni eru nú í 7. sæti með 8 stig að
loknum sex umferðum.
Fylkir situr hins vegar í 5. sæti
og hefur 9 stig. | thorkell@mbl.is
„Höfum
marga dugn-
aðarforka“
Gunnar Oddsson
Fylkir
M
Þórir Hannesson
Guðni Rúnar Helgason
Halldór Arnar Hilmisson
Jóhann Þórhallsson
Þróttur
M
Michael Jackson
Dennis Danry
Haukur Páll Sigurðsson
Hjörtur J. Hjartarson
Magnús Már Lúðvíksson
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Þegar uppbótartíminn var að fjara
út skallaði Jackson boltann í netið
eftir hornspyrnu Rafns Andra Har-
aldssonar og tryggði Þrótturum
sætan sigur en breski miðvörðurinn
var einnig á markalistanum í leikn-
um gegn Keflavík um síðustu helgi
þar sem Þróttur vann með sömu
markatölu og í gær. Þetta var
þriðja viðureign Fylkis og Þróttar í
efstu deild á Fylkisvellinum og hef-
ur Þróttur unnið alla leikina.
Báðir þjálfararnir gerðu eina
breytingu á liðum sínum sem unnu
góða sigra í 5. umferðinni. Daninn
Allan Dyring kom inn í lið Fylkis
fyrir Ólaf Inga Stígsson og Hjörtur
Júlíusson tók stöðu sína á ný í
framlínu Þróttara á kostnað Bras-
ilíumannsins Ismael Silva Fran-
cesco. Þróttarar mættu ákveðnir til
leiks á blautum Fylkisvelli og
fyrsta stundarfjórðunginn fór leik-
urinn nær eingöngu fram á vall-
arhelmingi Fylkis. En í sinni fyrstu
sókn í leiknum skoraði Þórir Hann-
esson fyrir Fylki á 17. mínútu –
hans fyrsta mark í Landsbanka-
deildinni. Nokkrum mínútum síðar
þurftu Þróttarar að gera breytingu
á sínu liði. Adolf Sveinsson fór
meiddur af velli og Magnús Már
Lúðvíksson tók stöðu hans. Magnús
kom mjög ferskur inn í leikinn og
það var einmitt hann sem jafnaði
metin á 37. mínútu og þremur mín-
útum síðar var hann óheppinn að
bæta ekki öðru við en eftir glæsi-
legt þríhyrningsspil við Hjört
Hjartarson small skot Magnúsar í
stönginni og það í annað sinn sem
marksúlan bjargaði Árbæingum á
upphafsmínútunum þegar Adolf
þrumaði boltanum í stöngina.
Jóhann Þórhallsson skoraði sitt
fjórða mark í deildinni þegar hann
kom Fylki í 2:1 eftir klukkutímaleik
og hann var klaufi að skora ekki
aftur skömmu síðar en Bjarki
Freyr markvörður Þróttarara sá
við honum. Leikmenn Þróttar héldu
ótrauðir áfram og uppskáru mark
úr víti sem Hjörtur Hjartason skor-
aði úr á 79. mínútu og Michael
Jackson skoraði sigurmarkið en tíu
mínútum áður hafði Fylkismaður-
inn Kristján Valdimarsson fengið
reisupassann.
Fylkismenn náðu þokkalegum
köflum inn á milli en einhvern veg-
inn náðu þeir sér aldrei almenni-
lega á flug. Þeir voru ekki nógu vel
Morgunblaðið/Golli
Liðugur Haukur Páll Sigurðsson og félagar hans úr Þrótti „stálu“ sigrinum gegn Fylki á lokasekúndum í Árbænum.
Jackson hetja Þróttara
Nýliðarnir stöðvuðu sigurgöngu Fylkis Þróttur upp fyrir KR og Val
MICHAEL Jackson stal senunni, líkt
og nafni hans frá Bandaríkjunum
gerði svo oft á tónlistarsviðinu á ár-
um áður, þegar nýliðar Þróttara
lögðu Fylkismenn að velli, 3:2, í
Landsbankadeildinni í Árbænum í
gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikurinn
í 6. umferðinni og markaveislan
heldur því enn áfram og mér er til
efs að Íslandsmótið hafi byrjað bet-
ur en í ár.
1:0 17. Valur Fannar Gíslason átti glæsilega sendingu inn fyrirvörnina á Þóri Hauksson sem sýndi mikla yfirvegun og skor-
aði af öryggi.
1:1 37. Há sending barst inn á vítateig Fylkis. Hjörtur J. Hjart-arson náði að koma boltanum til Magnúsar Más Lúðvíkssonar
sem skoraði með föstu skoti.
2:1 60. Þórir Hannesson átti skalla í stöng eftir aukaspyrnuGuðna Rúnars Helgasonar. Jóhann Þórhallsson náði frákast-
inu og skoraði með góðu skoti.
2:2 79. Valur Fannar braut á Hirti Júlíusi Hjartarsyni innan teigsog úr vítaspyrnunni sem dæmd var skoraði Hjörtur Júlíus af
miklu öryggi.
2:3 90. Michael Jackson skallaði í netið eftir hornspyrnu frá RafniAndra Haraldssyni.
einbeittir og markvissir í leik sínum
en vissulega hefðu þeir getað staðið
uppi sem sigurvegarar. Guðni Rún-
ar Helgason og Þórir Hannesson
stóðu einna helst upp hjá Fylk-
ismönnum sem fyrir leikinn í gær
höfðu unnið þrjá leiki í röð og
stefndu að því að vinna fjóra leikin í
röð í fyrsta sinn í efstu deild í sex
ár.
Það er gaman að vera Þróttari í
dag og full ástæða til að hrósa bar-
áttuglöðum leikmönnum liðsins.
Þeir hafa sýnt mikinn karakter og
eftir jarðarfaraleik gegn Fjölni í 1.
umferðinni hafa nýliðarnir sýnt
hvað í þá er spunnið og dugnaður
leikmanna mikill. Michael Jackson
og Dennis Danry falla afar vel inn í
lið Þróttara og báðir voru atkvæða-
miklir í gær. Hallur Hallsson og
Haukur Páll eru miklir vinnuþjark-
ar og ávallt skapast hætta í kring-
um Hjört Júlíus Hjartarson. Þá átti
Magnús Már mjög góða innkomu
og lífgaði upp á sóknarleikinn.