Morgunblaðið - 11.06.2008, Side 1
miðvikudagur 11.
6. 2008
íþróttir mbl.is
íþróttir
Eyjamenn halda sigurgöngunni áfram í 1. deildinni >> 4
SVÍAR SKELLTU GRIKKJUM
ZLATAN SLÓ EVRÓPUMEISTARANA ÚT AF LAGINU. DAVID
VILLA MEÐ ÞRENNU FYRIR SPÁN GEGN RÚSSLANDI >> 2
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson í Róm
seth@mbl.is
„Ég var einn af þeim fyrstu sem
þeir töluðu við í desember og á
þeim tíma var útlitið allt annað
en það er í dag. Það átti að halda
kjarna liðsins og byggja upp
meistaralið. Forráðamenn Roma
ætluðu að setja mikla fjármuni í
þetta lið og gera enn betur. Frá
þeim tíma hafa komið upp vís-
bendingar um að margir af lyk-
ilmönnum liðsins séu að hugsa
sér til hreyfings. Erazem Lor-
bek er í „eigu“ Larrys Birds og
félaga hans í Indiana Pacers í
NBA-deildinni. Hann gæti því
farið þangað og Roko Ukic, leik-
stjórnandinn frá Króatíu, var
valinn á sínum tíma af Toronto
Raptors í NBA. Hann gæti líka
verið á förum. Og það sem skipt-
ir mestu máli er að Repesa hefur
verið orðaður við ýmis lið að
undanförnu þrátt fyrir að hann
sé með samning út tímabilið
2009-2010,“ sagði Jón Arnór við
Morgunblaðið í gær.
Ber mikla virðingu
fyrir þjálfaranum
Hann er ánægður með að leika
undir stjórn Repesa. „Já, mér
FRAMTÍÐ Jóns Arnórs Stef-
ánssonar hjá ítalska körfuknatt-
leiksliðinu Lottomattica Roma er
óráðin en Jón hefur ekki rætt með
formlegum hætti við forráðamenn
liðsins um framhaldið í nokkrar
vikur. Jón segir að mikil óvissa sé
um hvaða leikmenn verða áfram í
herbúðum liðsins og allt eins lík-
legt að flestir af burðarásum þess
séu á förum ásamt þjálfaranum
Jasmin Repesa.
hefur gengið vel hjá honum. Ég
veit hvað hann vill og ég ber
mikla virðingu fyrir honum sem
þjálfara. Það er mitt mat að til
þess að byggja upp gott lið þurfi
kjarni liðsins að hafa leikið sam-
an í nokkur ár áður en hægt er
að landa meistaratitli. Það hafa
þeir gert í Siena og ég hélt að
Roma hugsaði með svipuðum
hætti. Eins og staðan er í dag þá
er mikil óvissa um framhaldið
hjá mér. Samningurinn rennur
út í lok leiktíðar og umboðsmað-
ur minn hefur verið að kanna
aðra möguleika. Það gæti því
farið svo að ég færi frá Roma í
sumar en það á eftir að koma í
ljós. Mér líður vel á þessum stað
en ef ég lít á liðið og það sem er
að gerast hjá því getur það verið
betri kostur að fara eitthvað
annað,“ sagði Jón Arnór Stef-
ánsson.
Jón Arnór og félagar sigruðu
Siena í fjórða leiknum um ítalska
meistaratitilinn í gærkvöld. » 4
Í HNOTSKURN
»Jón Arnór Stefánsson er25 ára gamall, fæddur í
Svíþjóð 21. september 1982.
Hann er 1,95 m á hæð og 92
kíló og hefur spilað 40
A-landsleiki fyrir Íslands
hönd.
»Jón Arnór hefur leikiðmeð KR, Trier í Þýska-
landi, Dallas Mavericks í
Bandaríkjunum, Dinamo St.
Pétursborg í Rússlandi,
Carpisa Napoli á Ítalíu og
Valencia á Spáni, auk
Roma.
Óvissa í herbúðum Roma
Flestir burðarásar liðsins á förum
ásamt þjálfaranum
Jón Arnór telur líklega besta kost-
inn að leita annað eftir þetta tímabil
Jón Arnór
á förum
frá Róm?
Ljósmynd/Ciamillo
Óvissa Jón Arnór Stefánsson telur líklegt að þjálfari Roma og margir leikmann-
anna séu á förum frá félaginu og hugsar sér því sjálfur til hreyfings í sumar.
RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir sund-
kona úr KR synti í úrslitum í 50 m
skriðsundi á sundmóti í Barcelona í
gær, sem er hluti
af Mare Nostrum-
mótaröðinni.
Hafnaði Ragn-
heiður í 7. sæti í
greininni, en
þetta var besti ár-
angur íslensku
sundmannanna á
mótinu í gær.
Erla Dögg
Haraldsdóttir og
Hrafnhildur Lúthersdóttir kepptu
báðar í 50 m bringusundi þar sem
Erla Dögg lenti í 13. sæti og Hrafn-
hildur í 17. sæti. Voru þær báðar ná-
lægt sínum bestu tímum.
Jakob Jóhann Sveinsson, sem er
þungur á sér eftir strangar æf-
ingabúðir endaði í 17. sæti í 100 m
bringusundi. Þá bætti Árni Már
Árnason persónulegan árangur sinn
í 100 m skriðsundi, en Árni mun
reyna við Ólympíulágmarkið í 50 m
skriðsundi í dag.
Birkir Már Jónsson er einnig með-
al íslenskra keppenda í Barcelona,
en honum gekk ekki sem best í gær,
þar sem hann varð fyrir því óláni að
sundbúningur hans rifnaði.
Mare Nostrum-mótaröðin er gríð-
arlega sterk, en meðal keppenda á
mótaröðinni eru bæði heims- og
Evrópumethafar. | thorkell@mbl.is
Ragnheiður
sjöunda í
Barcelona
Ragnheiður
Ragnarsdóttir
MATTHÍAS Haraldsson, landsliðs-
maður í blaki og Danmerkur-
meistari með Marienlyst á nýliðnu
keppnistímabili, er til reynslu hjá
Evivo Düren, einu af sterkustu lið-
um Þýskalands.
Samkvæmt blaðinu Aachener
Nachrichten hefur Matthías staðið
sig vel hjá liðinu, sem hefur haft
fleiri leikmenn til skoðunar með
komandi tímabil í huga.
Matthías er 27 ára gamall og var
valinn besti „frelsinginn“ í dönsku
úrvalsdeildinni í vetur. Hann var
ekki með landsliðinu á Evrópumóti
smáþjóða á Möltu um síðustu helgi
en hann gaf ekki kost á sér í það
verkefni.
Düren hafnaði í fimmta sæti af
tólf liðum í efstu deildinni í Þýska-
landi í vetur, með 14 sigra og 8 tap-
leiki. | vs@mbl.is
Matthías til
reynslu í
Þýskalandi