Mynd - 28.08.1962, Qupperneq 4

Mynd - 28.08.1962, Qupperneq 4
3.§», VEÐRIÐ ÆfS&k ':'-\-::'':-y \:0. Hæg, breytlleg átt, skýjað meó köflum, hætt við skúrum. 1 Reykjavík var mestur hiti í gær 12 stig. .’p.’V y^% ’■ ■, ■ •• f$s •*<- v “• v&y Fjarstýrt frá jörðu Tregur afli Reykjavík, 28. ág. — Afli dragnótabáta hefur ver- ið frekar tregur undanfarið. 1 gœr var Glaður aflahæstur með 13 lestir. Víkingur var með 10 lestir. Mikið fé vantar enn í Þrengslavegion Reykjavík, 28, ág. — Unnið hefur verið fyrir tæplega 1,5 milljónir kr. við Þrengslav'eginn nýja í sumar, en mikið fé vantar enn til þess að fullgera hann. Hann verður ekki opnaður fyrir umferð að sinni, nema e.t.v. lítið eitt fyrir vetrarumferð, ef auð veldara verður að halda honum opnum en Hellis- heiðarveginum. Vegurinn er næstum kominn í fulla breidd, en ekki alls staðar í rétta hæð. Ekkert er hægt að segja um, hvenær umferðinni austur verður hleypt á hann. Nýtt kjöt á morgun Reykjavík, 28. ág. Á morgun kemur nýtt kindakjöt á markaðinn. Sumarslátrun hefst í dag, og verður slátrað í Reykja- vöí, Borgarfirði og austan fjaíls. Eftirspumin segir tll um það, hve miklu verð- u r slátrað. Fremur lítið er eftir af birgðum frá Jiví í fyrra. Fáheyrt níðingsverk á Jótlandi Haderslev, 28. ág. Ótti hefur gripið um sig í ftorpinu Over-Jerstal skammt frá Haderslev á Jótlandi eftir að ráðist var á lækninn K. H. Koliand (>ar á aðfaranótt sunnudags og hann vanaður. Læknirinn hafði farið í gönguferð um kvöldið. Þegar hann ekki kom heim á venju- iegum tíma, var hafin leit að honum. Fannst hann liggjandi í bióði sinu, en er ekki talinn í iífshættu. Lögreglan hefur engan grunaðan um ódæðis- verkið. Kolland er rósemdar- maður, sem ekki er vitað að hafi átt neina óvini. • Sævar er svolítlð kamugur eftir útivistina; nú er hann úti að leika sér. Var lengi að sofna Framhald af forsíðu. farið að leita, og svo bætt- ist alltaf við. Það var verst að geta ekki leitað líka, en ég á hálfs mánaðar barn, sem ég gat ekki farið frá. — Eigið þið fleiri börn? — Já, svo eigum við fimm ára telpu. — Varstu ekki ósköp ó- róleg ? — Jú, ég var það, en maður reyndi nú að stappa í sig stálinu. Svo var ég með börnin hinna kvenn- anna, sem voru að leita, og eftir að þau fóru í háttinn voru alltaf einhverjir að koma, svo það var nóg að gera til að dreifa hugan- um. Svo kom læknirinn og gaf mér piilu, en eftir að Sævar fannst, fór hann, því hann þurfti ekkert að gera. Mér sýndist á Sævari, þegar hann kom heim, að hann hefði volað eitthvað, fyrst eftir að hann datt ofan í, en svo bara sofnað og sofið þangað til hann fannst. Það fyrsta sem hann sagði, þegar hann kom heim, var: — Helgi fór, svo hann hefur. verið að hugsa um það. Hann var liinn sprækasti, þegar hann kom heim, og ekki aldeilis á því að fara að sofa, en við sátum hjá honum og komum honum í ró. Klukk- an var nú samt að verða fimm, þegar hann sofnaði. — Hann fannst um tvö- leytið ? — Já, milli tvö og hálf þrjú. — Er hann nokkuð eftir sig í dag? — Nei, nei, nei, hann er duglegur strákurinn, og hefur ekkert orðið meint af þessu. — Hefur hann alltaf átt heima þama fyrir vestan? — Hann kom hingað, þeg- ar hann var hálfs mánaðar gamall. — Má spyrja um aldur á foreldrunum ? — Já, ég er 24 ára en Pétur 26. — Og í lokin? — Mig langar sérstaklega að þakka fólkinu, sem hjálp aði okkur. í»að voru um 200 manns í leitinni, lögreglu- þjónn að sunnan og spor- hundur, tvær flugvélar til taks, og helikopter frá varn arliðinu ætlaði að leila með birtingu ef Sævar litli hefði þá enn ekki fundizt. Samningafundir í prentaradeilu Reykjavik, 28. ág. — Tveir samningafundir hafa verið haldnir milli prentara og prentsmiðjueigenda Sá fyrri var haldinn fyrir helgi, en hinn átti að vera í gærkvöldi. Stjórnir félaganna hafa talazt við fram að þessu, en þrír frá hvorum aðila munu nú taka við. Hafliöi fiskar Siglufirði, 28 ág;st. — Togarinn Hafliði fór út á veiðar fyrir helgi og fiskar fyrir heimamarkað um sinn. Skipstjóri er Kristján Rögn- valdsson. skepnufóðurs Skagaströnd, 28. ág. Skólastjóririn hér, Páll Jóns- son, sáði byggi til skepnufóð- urs i eina dagsláttu i vor. Er hér um tilraun að ræða, sem enginn hefur reynt hér um slóðir, og virðist ætla að tak- ast ágætlega. Byggið hefur þegar náð allt að 75% þroskun, en fullþroskað verður það ekki fyrr en um mánaðamótin sept. ■— október. hb. Þrjú innbrot lítill árangur Reykjavík, 27. ág. — Um helgina var brotizt inn í verzlunina Ás við Brekkulæk, en þjófurinn skildi eftir öku- skírteinið sitt á staðnum og var gripinn i hólinu heima hjá sór morguninn eftir. Sömuléiðis var reynt að fara inn í ‘Bif- reiðasöluna við Borgartún og Borgarþvottahúsið, en þær ferð ir báru ekki árangur. Tveir minkar í álagildru Dalvík, 27. ág. — Bóndinn á Sökku, Þorgils Gunnlaugsson, var að reyna álagildru í Saurbæjartjöm, og er það með fyrstu tilraunum í áiaveiði hér. Engan fékk hann álinn, en tveir minkar veiddust í gildruna. Hvor leggur sig á 200 krónur, og kvað Þorgils þetta betri veiði en þótt einn áll hefði álpast í hana. Ólíkt er liún þægilegri yfirferðar þessi brú, heldur en sú gamla, níðþrönga og illræmda. A BYGGÐASAFNINU NYRÐRA UM 1000 GAMLIR MUNIR Söfnun muna haldiö áfram fjörð og stofna byggðasafn Eyjafjarðar. 1 sl. mánuði sam- þykktu stofnaðilarnir, að byggðasafnið skyldi gert að sjálfseignarstofnun og gefið nafnið Norðlenzka byggðasafn ið. Nú hefur húseignin við Að- alstræti 58 ásamt byggingar- lóð og trjágarði, verið keypt fyrir byggðasafnið. Lokið er að skrásetja um 1000 gamla muni, sem safnað hefur verið > Eyjafirði og á Akureyri. Söfn unin heldur áfram og virðist áhugi almennings vera mjög vaxandi fyrir þessu máli. Að tilhlutan Sveinbjöms Jónssonar, forstjóra Ofnasmiðj unnar, en hann er gamall Ak- ureyringur, verður mynd af 100 ára gömlu málverki af Ak- ureyri þrykkt á bollabakka úr pressuðum viði, og verða þeir til sölu í byggðasafninu til á- góða fyrir það. sb. Akureyri, 27. ágúst — Byg'gðasafn Eyjafjarðar hef- ur verið gert að sjálfseignar- stofmm, og gefið nafnið „Norð lenzka byggðasafniö, Akur- eyri“. Safnið verður opnað al- menningi til sýnis á miðviku- dag. Fyrir um 10 árum ákváðu Kaupfélag Eyfirðinga, Eyja- fjarðarsýsla og Akureyrarkaup staður, að hefja samstarf um söfnun gamalla muna og minja úr sveitum og bæjum við Eyja |pmiiiiiiiiiii»iiiiiiiiuiiiuiiiiiiiMi>iiamHniBiiiHBiHBi| Canaveralhöfða, 27. ág. Óttazt er að gervi- hnötturinn Mariner II., sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða i morgun, hafi ekki kom- izt á rétta braut til Ven- usar. Er talið, að Atlas- Agena eldflaugin, sem flutti Mariner II. á braut, hafi farið of marga snúninga í upp- hafi flugsins. Getur þetta leitt til þess, að gervihnötturinn farl fram hjá Venusi í um 1 millj. km. fjarlægð í stað 16.000 km., eins og fyrirhugað var. Reynt verður að stýra Mariner II. inn á rétta braut með fjarstýringu frá jörðu, og getur það tekið allt að viku. Sendl- tæki Mariner II. hafa reynzt í góðu lagl, og hafa merki frá hnettin- um heyrzt víða um heim, m.a. í Jóhannesarborg, S.-Afríku og Woomera, Ástralíu. I- Mariner II. eru margs konar mælitæki, og er hnettinum ætlað m. a. að mæla segulsvið og hitastig við Venus og kanna skýjaþykknið, er torveldar rannsöknir frá jörðu. wm 5 Málmfjallið, ,Heysátan“, þar sem molybdenvinnsla liefst á næsta árL Ánægja á Hellu með nýju brúna Hellu, 28. ág. Nýja brúin yfir Rangá hjá Hellu er mikil sam- göngubót. Þeir eru orðn- ir margir, stóru bílamir, sem hlotið hafa skemmd ir á gömlu og þröngu brúnni. Þungaflutningar ganga nú miklu greiðar en áð- ur og áætlunarbílarnir geta ekið í loftinu yfir nýju brúna, en þurfa ekki að mjakast áfram yfir þá gömlu. Helluverjar eru mjög fegnir að losna við um- ferðina um þorpið. Kaup félagið er vist ekki eins hrifið af nýju brúnni, því eins og menn rekur minni til, fór kaupfélags stjórinn, Ingólfur Jóns- son. í mál út af henni. ■]■■■■■!■■■■■■■■■■■■■■!■ ■ Dýrt tóbak j og dýrir sjússar ■ Reykjavík, 28. ág. Hvað mega veitingahúsin leggja á hámarksverð á tób- aki? — Það hefur verið látið óátalið, þó að húsin Ieggðu á 15% þjónustugjald, eins þó að í vínstóku væri, var svar Kristjáns Gíslasonar, verðlags- stjóra. Tilefnið til spurningarinnar er, að á laugardagskvöld var Camelpakkinn seldur á 25 kr. í veitingahúai einu hér í bæ og lítill pakki af Roi-Tan smá- vindlum á 30 kr. Búðarverð er 21,35 kr. Camel, og 25 kr. vindl arnir. Með 15% álagi mætti Camel kosta 24.56 kr., en vindlarnir 28,75. Álagning veit ingahússins er hins vegar 20% og: — það þykir mér nokkuð mikið, sagði verðlagsstjóri og hét að láta athuga málið. Þvi má bæta við, að sjene- versjússinn er krónu dýrari i téðu veitingahúsi en víða ann- ars staðar! Kaupmannahöfn, 28. ágúst. Danir hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum á Málmfjallinu við Meistara- vík á Norðaustur-Græn- landi, en þar er í ráði að hefja molybden-vinnslu á næsta ári. Borað hefur ver- ið eftir molybden víða í fjaUinu, og er nú talið, að þar megi vinna um 250 þúsund tonn af málminum úr 100 milljónum lesta af málmgrýti. Þetta þýðir að þama muni vera önnur stærsta molybden náma heims, en sú stærsta er í Bandaríkjunum. Málmfjallið kom fyrst við sögu árið 1954, þegar landkönnuðurinn dr. Lauge Koch var þar á ferð, og til- kynnti dönskum yfirvöldum að í „Heysátunni", eins og hánn nefndi fjallið, væri talsvert magn af molybden. Undanfarin þrjú ár hafa jarðfræðingar unnið að borunum þama, en í fyrra, verði á heimsmarkaðinum úr 2500 í 2800 dollara tonn- . ið (ísl. kr. 108—120 þús- und), jókst mjög áhugi j manna á því, að vinnála ;?j gæti hafizt hið fyrsta. Um 13 milljómun danskra króna hefur verið varið til rannsókna á Máimfjallinu til þessa. í desember 1961 var stofnað sérstakt félag til að annast máimvinnsl- una, og nefnist það Arktisk Minekompagni A.S. Aðal- eigendur eru danska félagið Nordisk Mineselskab, sem á meirihluta í nýja félaginu, og bandaríska félagið Ame- rican Metal Climac inc. Unnið verður að rann- sóknum á Málmfjallinu fram í nóvember og starfa þar nú 59 menn. Vonazt er til að máimvinnsla geti haf- izt á næsta ári. Molybdenbirgðirnir I Málmfjallinu eru með nú- verandi verði, metnar á 30 þúsund milljónir íslenzkra króna. ■ þegar molybden hækkaði í ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i Stórskemmdist í nauðlendingu Reykjavík, 28. ágúst. Það óhapp viidi tii laust eft- ir hádegi í gær, að flugvél frá Flugskólanum Þyt skemmdist í nauðlendingu rétt við Varma- dal á Kjalarnesi. Þetta var Piper-Cub KAK, sú fyrsta sinnar tegundar, sem kom til iandsins, og flestir íslenzkir ' fiugmenn hafa lært á. Flugmaður var Kári Jóns- son, en nemandi Ólafur Har- aldsson, ungur maður með rúma 100 flugtíma að baki. Voru þeir að æfa nauðlend- ingar og á ieið upp, er óhapp- ið varð. Missti vélin skyndi- lega mótorinn, sem kallaö er, og ætlaði að nauðlenda í al- vöru. Hefði það sjálfsagt geng- ið að óskum, ef sima- eða raf- strengur hefði ekki orðið á vegi flugvélarinnar, án þess að flugmennirnir veittu honum eftirtekt. Lenti vélin á vímum, kom niður á annan vænginn og skemmdist verulega. Mennina sakaði ekki, svo að teljandi sé. Piper-Cub þykja mjög ör- uggar og geta nauðlent svo að segja hvar sem er, enda eru þessar véiar nær eingöngu not- aðar til að kenna byrjendum í flugi. Þetta óhapp kemur sér mjög illa fyrir Flugskólanu Þyt, þar sem ávallt er mikið að gcra við flugkennshina. 1 2 3 * r 5 1 fa 7 / Ö 9 • 10 ? ■n L. 12 15 Krossgáta nr. 7 I,árétt: 1. hamrabjörg — 5. smábýli — 6. reipi — 8. sam- hlj. — 9. peningur — 10. hús- híuti — 11. leggja af stað — 12. kopar — 13. ágóðaviður- kenning. lióðrétt: 1. umdeilt fylki í Afríku —* 2. keyrir — 3. ádrátt- ur — 4. krafðist greiðslu — 7. for — 8. áma —■ 10. fjörugróður — 11. Iipur — 12. bókstafur. Lausn á nr. 6 srQWOlKJ'yJul'Rl

x

Mynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mynd
https://timarit.is/publication/326

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.