Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is ! Margir héldu því fram eftirhryðjuverkaárásirnar í Banda-ríkjunum fyrir réttum sjö ár-um að þessir atburðir hefðubreytt heiminum. Þó að deilamegi um hvað það þýðir ná- kvæmlega að heimurinn sé „breyttur“, þá er tæpast deilt um það nú að hryðjuverkin gerbreyttu öllum aðstæðum í alþjóðapólitík. Bandaríkja- menn ákváðu að bregðast við með því að lýsa yfir stríði við hryðjuverk sem slík og beittu orðaforða stríðsátaka eft- ir það á mjög skapandi hátt. Í stað þess að áhersla væri lögð á alþjóða- samfélagið varð hin ríkjandi afstaða skyndilega sú að Bandaríkjamenn gerðu það sem þeim sýndist og aðrar þjóðir gætu þá lýst yfir stuðningi eða setið heima eftir áhuga og aðstæðum. Stríð Rússa og Georgíumanna í síð- asta mánuði markaði líka þáttaskil en með öðrum hætti þó en hryðjuverkin 2001. Fæstir hafa kannski áttað sig á því enn hve dramatísk umskipti eru fólgin í því að Rússar reyni að hluta þetta nágrannaríki sitt sundur með því að viðurkenna tvö héruð þess sem sjálfstæð ríki. Viðurkenning af þessu tagi er nefnilega ekki diplómatískur leikur eða herkænska. Viðurkenning er endanlegur gjörningur sem ekki verð- ur tekinn til baka, nema um leið sé ját- að að mistök hafi verið gerð. Rússar eru ólíklegir til játa á sig mistök, nema ríkið verði fyrir stórkostlegum áföllum og af einhverjum ástæðum neytt til slíks. Pattstaðan í Georgíu, sem varað hefur árum saman, verður ekki lengur leyst með neinum samningum, aðeins stríð eða eftirgjöf annars aðilans getur leyst deiluna. Það kemur því í hlut vesturveldanna að hugleiða hvort eft- irgjöf er rétta leiðin: Sætta sig við orð- inn hlut og fá Georgíumenn til að gera slíkt hið sama. En það er afar ólíklegt að sú verði niðurstaðan og því er í fyrsta sinn síðan á kaldastríðsárunum raunveruleg hætta á stríði á milli Rússlands og Vesturlanda. En það er ekki þar með sagt að þessar nýju aðstæður í samskiptum Rússa og þeirra ríkja, sem kunna að fylgja þeim að málum annarsvegar og Vesturlanda hinsvegar, séu ekkert annað en kalda stríðið endurfætt. Það er hægt að líkja ástandinu nú við mörg önnur söguleg tímabil en kalda stríðið. Eða maður gæti hugsað sem svo að ástandið sem ríkti um og eftir hrun Sovétríkjanna sé óvenjulegt: „Eðlilegt“ ástand í samskiptum austurs og vest- urs sé miklu frekar ástand tortryggni og fjandskapar og kalda stríðið hafi í raun verið ákveðin mynd hins eðlilega ástands. Mælskulistin sem nú er beitt á ekk- ert sérstaklega skylt við áróðurslist kaldastríðsáranna. Rætur hennar eru eldri og minna á þá tíma þegar keis- arinn í Miklagarði var í senn nauðsyn- legur bandamaður leiðtoganna í Vest- ur–Evrópu og erfiðasti viðsemjandi þeirra, ótryggur og óáreiðanlegur – til alls vís þegar á reyndi og tómlátur um vestræna hagsmuni og álit. Það var á tímum krossferðanna, en það er ein- mitt mælskulist þeirra sem nú hefur verið endurvakin þegar beitt er lit- skrúðugum orðaforða stríðs og dauða til að tjá pólitíska afstöðu og veruleika. Georgíuforseti er til dæmis sagður „pólitískt lík“. Erfiðum samskiptum Miklagarðs og Vesturveldanna lauk ár- ið 1204 þegar herir krossfara lögðu borgina í rúst og hröktu keisarann á brott. Sá atburður var öllum til skammar og tjóns en þó fyrirsegj- anlegur, miðað við það sem á undan fór. Breyttur heimur Eftir Sigtrygg Magnason sigtryggur@naiv.is J æja. Heimsendirinn varð aðeins öðruvísi en spáð hafði verið fyrir um. Vísindamennirnir hlaupa óhræddir í hringi einhvers staðar undir Ölpunum og skjóta rót- eindum hver í annan. Cern, cern kalla þeir og syngja týrólasöngva á eilífri októ- berfest. Á sama tíma á fjármálamiðstöðvum heims- ins skjálfa menn í takt. Hrista niður gengið. Það er komið að hvörfum í verkinu og afhjúp- unin á sér stað. Og einhvern veginn kemur í ljós að það eru margir allsberir keisarar á vappi. Fyrirtæki, sem við bjuggumst við að myndu standa allt af sér og sigla í gegnum öll ofviðri markaðanna, reyndust vera Títaníklík. Allir fjölmiðlar eru fullir af kreppu. Jafn- fullir af kreppu nú og þeir voru af gullæði 2007. Þegar fólk sá á forsíðu einhvers blaðsins fyrir skemmstu að forstjóri kreditkortafyrirtækis væri að rífa hús í Fossvoginum til að byggja þar nýtt þá var viðkvæðið: er þetta ekki svolít- ið 2007? Svolítið 2007, segja menn. Góðærið er búið og ekkert stendur eftir nema skuldir. Fylliríis- líkingin var rétt. Timburmennirnir eru byrj- aðir. Þeir sem þömbuðu mest hafa það verst. Og eins og gerist á alkóhólískum heimilum hafa hinir það líka slæmt. Það lendir stundum á þeim sem síst skyldi að þrífa eftir villtustu partíin. Eins og gerist í góðum partíum þá var ekki mikil þolinmæði gagnvart úrtöluröddum. Þær voru afskrifaðar fljótt og enginn skriður komst á umræðurnar. Í fjölmiðlum dóu þær fljótlega út og þær sem ekki þögnuðu voru annaðhvort öfundsjúkar eða manískar kverúlantaraddir. Fjölmiðlar eru auðvitað ekki fasti. Þeir sveiflast með því ástandi sem ríkir í þjóðfélag- inu. Hlutverk þeirra er að birta sálarástand þjóðarinnar. Í góðærinu er hins vegar lítið þol fyrir gagnrýnum fjölmiðlum. Ástandið á fjölmiðlamarkaði hlýtur líka að vera sérstakt þegar helstu fjárfestar landsins standa hver á bak við sína fjölmiðlasamsteyp- una: Björgólfar bak við Árvakur, Baugsmenn og tengdafólk á bak við 365 og Bakkavarar- bræður bak við Viðskiptablað og Skjá einn. Eftir góðærið stendur ekkert nema skuldir og hálfbyggðar tónlistarhallir. Heilu og hálfu auðjöfrarnir hafa horfið og allt stefnir í að Björgólfur yngri verði að ferja 60 þúsund breska strandaglópa milli staða á þotunni sinni fyrst XL er farið á hausinn. Við sjáum núna að það er nauðsynlegt að eiga sterkt Ríkisútvarp. Við sjáum núna að það er gott að eiga sterkan samfélagslegan Íbúða- lánasjóð. Og hefði útrás REI bjargað efna- hagskerfum heimsins frá því að fara á hliðina? Í góðærinu hefur umræðan mikið til snúist um umræðuna. Innihald hefur vikið fyrir áhuganum á því hver segir það. Þessi ósiður að tala ekki um innihald heldur umbúðir er óþol- andi. Hver er með varalit? Hokkímamman eða hundurinn? Í síðasta Silfri Egils fór þónokkur tími í að ræða um innflutning BSRB á einkavæðing- arsérfræðingi. Þessi sérfræðingur hafði miklar efasemdir um að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera til einkageirans. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og formaður BSRB, hefur það líka. Það var mikill þyrnir í augum Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hann taldi þetta óeðli- legt. Í stað þess að ræða málefnið sem var færsla reksturs frá ríki til einkaaðila, svokall- aða einkavæðingu, var rætt um hliðarmál, aðra smjörklípu. Nánast ekkert var rætt um þessa rekstrarbreytingu í þættinum. Borgarstjórnarmálin einkenndust af því að ekki var rætt um málefni, aðalatriði. Öll orkan fór í endalausar pælingar sem hefðu sómt sér vel í dálkinum Hverjir voru hvar í Fókus í gamla daga. Orka fjölmiðla fór í að finna veik- leikamerki, ekki málefnalega, heldur miklu frekar brestina í persónulegum samskiptum. Var það partíljónið sem sprengdi meirihlutann eða var það Listaháskólinn? Hvern fjandann varðar fólk um það hvort borgarstjórinn sé fullur eða ófullur á bar um helgar? Var ekki Bermúdaskálin á vinnutíma? Ísland er ekki stórt og þjóðfélagið er enn minna. Við höfum ekki svigrúm fyrir ein- hverjar amerískar varalitasápuóperur. Þá ríð- ur á fyrir fjölmiðla að vera gagnrýnir, að efast um allt sem er sagt. Var ekki einhvern tíma sagt: Mogginn hatar kommana, Þjóðviljinn hatar íhaldsmennina – og DV hatar alla jafnt. Þannig þarf ástandið að vera: fjölmiðlar þurfa að gagnrýna alla – og alla jafnt. Af hverju eyðilagði enginn partíið? Reuters Fallið Þegar harðnar á dalnum þurfa fjölmiðlar að vera gagnrýnir. » Þegar fólk sá á forsíðu inhvers blaðsins fyrir skemmstu að forstjóri kreditkortafyrirtækis væri að rífa hús í Fossvoginum til að byggja þar nýtt þá var viðkvæðið: er þetta ekki svolítið 2007? FJÖLMIÐLAR Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.