Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Þ essi viðurkenning er afar ánægjuleg en aðalatriðið er að verðlaunin vekja athygli á bókum fyrir börn og ekki veitir af,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir sem hlýtur Vestnorrænu barna- bókaverðlaunin í ár fyrir skáldsöguna Draugaslóð. Fyrsta barnabók Kristínar Helgu, Elsku besta Binna mín, kom út árið 1997 og frá þeim tíma eru bækurnar orðnar á annan tug. Fyrir jól kemur svo út fjórða og síðasta bókin um Fíu- sól. „Ég var búin að segja að þriðja bókin yrði sú síðasta en vegna þess að Fíasól á svo marga aðdáendur varð ég að senda frá mér fjórðu bók- ina,“ segir Kristín Helga. „Krakkar sendu mér tölvupóst, hringdu og hnipptu í mig úti á götu og rukkuðu mig um fleiri sögur af Fíusól og ég get ekki sagt nei við því.“ Verðum að stjórna tíðarandanum Þú ert búin að skrifa barnabækur í rúm tíu ár. Verðurðu vör við minnkandi bóklestur barna? „Frá því ég sendi frá mér fyrstu bókina finnst mér eitt og annað hafa breyst hvað varðar bók- lestur yngri kynslóðarinnar. Það er svo margt sem glepur barnshugann og okkur finnst það kannski léttvægt við fyrstu sýn en það er mikil dauðans alvara að börn lesi. Ég heimsæki kannski um tíu til tuttugu grunnskóla á ári. Ég finn mun á skólum og landshlutum hvað varðar eirð barna og athygli. Ég hef oftast haft það fyr- ir reglu þegar ég kem inn í bekk eða árgang að biðja mannskapinn að rétta upp hönd og segja mér á þann hátt hversu margir lesa sér til yndis og ánægju. Þessum höndum hefur fækkað á lofti. Það sorglega er að drengir eru að draga úr lestri, ég finn það allt í kring og það þarf ekki vísindamenn til að skynja þá breytingu. En það eru alltaf ljós út um allt í myrkrinu sem sitja á móti manni og hreyfa varirnar orðrétt eftir textanum sem maður er að flytja.“ Er eitthvað hægt að gera til að auka lestur barna? „Já, já, við leggjum ekkert árar í bát. Við verðum að fjölga í stétt barnabókahöfunda. Við eigum á að skipa fámennum en mjög öflugum hópi rithöfunda sem sérhæfa sig í að skrifa barna- og fjölskyldubókmenntir. Þetta er ein- staklega samheldin stétt fólks sem hefur metn- að til að gera góða hluti. Við þurfum að breyta um viðhorf gagnvart þessari tegund bókmennta. Ég hef til dæmis aldrei haft áhuga á því að kalla þetta barna- og unglingabókmenntir. Ég hef aldrei skilið þetta hugtak „unglingabókmenntir“. Þeir unglingar sem ég þekki hætta annaðhvort að lesa á ákveðnu tímabili eða éta bækur, lesa hreinlega allt. Unglingabók getur orðið vandræðaleg gelgjubók sem yngri krakkar sækja í og lendir þá sjaldnast hjá unglingum. Svo eru vitaskuld til vel heppnaðar unglingabækur eins og Harry Potter. En hvað eru þær? Þær eru það sem ég vil kalla barna- og fjölskyldubækur sem okkur finnst öllum gaman að lesa saman eða hvert í sínu horni. Þegar ég var að alast upp var fyrirbærið barnabók kannski nýlega orðið til og eitthvað óljósara en það er í dag. Við lásum bara allt sem við komumst í. Gulleyjan var ekki endilega barnabók og ekki heldur Robinson Krúsó eða Hjalti litli. Þetta voru bækur sem höfðuðu til allra. Foreldrar mínir réttu mér sína gullmola, mamma sagði: Lestu Pollýönnu og pabbi sagði: Lestu Róbinson Krúsó og þá var maður að deila veröld þeirra, minningum þeirra og upplifun af bók. Síðustu árin hefur verið tekin upp aðskiln- aðarstefna innan bókmenntanna. Við flokkum allt og setjum í litla kassa: „Hér eru bækur fyrir stúlkur á aldrinum 9–12 ára. Hér eru bækur fyrir káta drengi.“ Við segjum: „Börnin eru í þessu boxi, þau lesa þetta og okkur kemur það ósköp lítið við. Hér erum við, fullorðna fólkið, og eigum okkar menningarheim.“ Vegna þessa hugsunarháttar eigum við nú fyrirbæri sem heitir barnamenning. Það er ekki langt síðan ég fór í hópi fjögurra kynslóða kvenna á Sitji Guðs englar í Þjóðleikhúsinu. Allar konurnar fengu sitt út úr sama leikverkinu og nutu þess jafn- mikið. Þetta er galdurinn í listrænni upplifun. Ekki barnamenning heldur menning sem allir njóta, kannski bara fjölskyldumenning. Með því að kalla þessa bókmenntagrein barna- og fjölskyldubækur en ekki barna- og unglingabækur þá drögum við alla til ábyrgðar á heimilinu. Þá eru þetta bækur sem fjölskyldan á að lesa, ekki bara barnið. Í naumhyggju nú- tímans þykir víða ekki lengur smart að hafa bækur sýnilegar á heimili, þar er kannski tveimur húsbúnaðartímaritum haganlega kom- ið fyrir á borði og eru svo til eina sýnilega les- efnið á heimilinu. Við verðum að vera meðvituð um tíðarandann og láta hann ekki fara með okk- ur í vitleysu heldur stjórna honum sjálf. Við snúum þróuninni við með því að hafa bækur sýnilegar á heimili þannig að fullorðnir lesi sér til ánægju og fyrir börn sín og þannig sendum við þau miklvægu skilaboð að bækur séu nauð- synleg neysluvara. Í fyrravetur voru biðraðir foreldra með börn á handleggjum fyrir utan nýjar leikfangaversl- anir. Það væri nú gaman af við fengjum slíkar biðraðir foreldra og barna fyrir utan bókaversl- anir og bókasöfn.“ Merkilegt að vera Íslendingur Hvað ertu að segja með bókunum þínum? „Ég er kannski oft að taka á því hvers konar glíma það er að vera barn. Um leið þarf að skoða fullorðna fólkið og heimur þess er því oft fyrirferðarmikill í bókunum og það hvernig heimur barnsins og þeirra fullorðnu skarast. Það þarf að vera harmónía milli þessara heima og traustar brýr en er það ekki alltaf.“ Þú varst komin yfir þrítugt þegar fyrsta bók þín kom út. Byrjaðirðu seint að skrifa? „Ég hafði alltaf gaman af að skrifa og þess vegna fór ég í blaðamennsku sem ég vann við í mörg ár. Blaðamennska og skáldskapur eru á sömu hillu, en maður ræður miklu meira í skáldskapnum. Þegar stelpurnar mínar voru litlar sagði ég þeim sögur af því þegar ég var lít- il og einn daginn ákvað ég að skrifa þessar sögur niður. Svo var það góð vinkona sem hvatti mig til að skunda með sögurnar til útgefanda. Þannig gerðist þetta. Það er svo skrýtið hvernig sumt gerist eins og fyrir tilviljun en eftir á að hyggja var það bara eðlilegt framhald af öllu því sem á undan hefur gengið. Þegar ég byrjaði að skrifa var ég fyrst og fremst blaðamaður og fréttamað- ur. Ég hikaði við að fikra mig út á skáldskap- arbrautina og byggði skrif mín á æskuminn- ingum til að byrja með. Eftir þrjár bækur, sem byggðu að miklu leyti á minningarbrotum, fór ég að fikra mig út í fantasíu og skáldskap og hreiðra um mig þar.“ Hið þjóðlega hefur verið áberandi í nokkrum bóka þinna, Strandanornum, Milljón steinum og svo vitanlega Draugaslóð. Hvað heillar þig við þjóðararfinn? „Afi minn og amma bjuggu í Dalasýslu og voru bændur af gamla skólanum – bæði fædd fyrir næstsíðustu aldamót. Þau lásu mikið fyrir mig þjóðsögur og ég drakk Jón Árnason í mig í æsku. Auðvitað sækir maður mikið í þann arf sem manni er gefinn og það sem fyrir manni er haft í æsku. Svo hef ég líka skynjað að krakkarnir okk- ar þekkja ekkert sérlega vel arfinn. Ég hef hitt krakka sem kunna ekki deili á þessu landi og rata betur um á Kosta Brava en á Kili.“ Segðu mér meira frá Draugaslóð. „Draugaslóð tók langan tíma. Í byrjun vissi ég ekkert hvert ég ætti að stefna með þá bók. Það eina sem ég hafði í höndunum var þetta fólk sem bjó í sumarbústað við Elliðavatn og bankaði upp á hjá mér og sagði : Hér erum við. Hvað gerir þú Ég er á jarðsprengju Kristín Helga „Börn eru þakklátur lesendahópur en yfirgefa mann svo hratt að maður verður að vera á tánum alla daga.“ Kristín Helga Gunnarsdóttir hlýtur Vestnor- rænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir Drauga- slóð. Í viðtali útskýrir Kristín Helga af hverju börn eru hættulegur lesendahópur og af hverju hún skilur ekki hugtakið „unglinga- bókmenntir“. Hún ræðir einnig um nátt- úruverndarsjónarmið sín og skeytingarleysi Íslendinga gagnvart þeim arfi sem þeir eiga í sögum, fortíð og mótandi landslagi. Elsku besta Binna mín, 1997 Bíttu á jaxlinn Binna mín, 1998 Keiko, hvalur í heimsreisu, 1998 Milljón steinar og Hrollur í dalnum, 1999 Mói hrekkjusvín, 2000 Í Mánaljósi, ævintýri Silfurbergsþrí- buranna, 2001 Gallsteinar afa Gissa, 2002 Loftur og gullfuglarnir, 2003 Strandanornir, 2003 Fíasól í fínum málum, 2004 Fíasól í hosiló, 2005 Ferðabók Fíusólar, 2006 Fíasól á flandri, 2006 Draugaslóð, 2007 Fíasól er flottust, væntanleg 2008 Auk smásagna í nokkrum samútgáfum, íslenskum og samnorrænum. Bækurnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.