Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2008, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.2008, Page 12
M anneskjan er óendanlega stór inni í sér og rúmar þar allt sem hugsast getur, fjöll og firnindi, dag og nótt, drauma og dimmbláa skugga. Ljóð eru þeim töfrum gædd að við lestur þeirra getur maður fundið fyrir þessari innri stærð og hún áger- ist jafnvel eftir því sem maður les þau oftar. Ljóð Steins Steinars, Tíminn og vatnið, er þess háttar ljóð. Hver vísa er sem óræð mynd er vex þegar líður á lesturinn og eftir allar vísurnar, sem eru sjötíu og sjö tals- ins, er innri heimurinn orðinn það stór að maður horfir ekki á þann ytri með sömu augum. Nýlega gaf Sigurður Þórir Sigurðsson listmálari út bók- verk með eigin myndlýsingum á Tímanum og vatninu og sýndi jafnframt myndverkin í Kaffibrennslunni. Alls sjötíu og sjö málverk og annað eins af teikningum, eitt við hverja vísu. Hér er því hetjulegt einkaframtak listamanns. En að baki bókverkinu er 5 ára ferli. Í málverki er Sigurður þekktur fyrir skörp form, hreina liti og sleikta pensilskrift. Fagurfræðin er klassísk, grunn- form í lykilhlutverki og í efni og aðferð rær hann áþekk mið og Tryggvi Ólafsson, nema að leikur að fjarvídd sem hafa verið áberandi í abstraktverkum Sigurðar lifir góðu lífi í Tímanum og vatninu og sitthvað í samsetningu forma og uppbyggingu á fleti má rekja allt aftur til Giottos, Limbourgar bræðra og annarra meistara íkonamálverks- ins. Hér er frásögnin í fyrirrúmi sem Sigurður beitir með einföldum og oft skemmtilegum hætti og virka sumar myndanna barnslegar að sjá, þó ekki endilega í neikvæðri merkingu. Hins vegar skortir myndirnar dýpt og drama- tík sem þetta ódauðlega ljóð atómskáldsins efnisgerir innra með manni. En Sigurður vinnur hverja mynd eins og bókstaflega lýsingu á orðum fremur en tilfinningu. Því verða myndirnar eins og myndasaga frekar en tilfinn- ingalegt ferðalag. Á móti kemur að efnistök Sigurðar falla prýðilega að prentmiðlinum og er bókin að mörgu leyti hentugri til að upplifa samhengi ljóðs og mynda en sjálf sýningin var, enda þótti mér sýningarsalurinn heldur tjásulegur fyrir málverkin. Í bókverkinu bætist líka við greining Þórs Stefánssonar sem ber myndverk Sigurðar saman við ljóð Steins sem hann les sem ástarljóð og gefur samhenginu enn annan vinkil. MYNDLIST JÓN B.K. RANSU TÍMINN OG VATNIÐ | Málverk Sigurðar Þóris Sigurðarsonar við ljóð eftir Stein Steinar bbbmn Myndverk: Sigurður Þórir. Laust mál: Þór Stefánsson. Útgefandi: Sigurður Þórir, Reykjavík, 2008. Myndlýsingar Tíminn er eins og vatnið og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs Guðrún Eva „Hér eigum við höfund sem áreiðanlega á eftir að vekja alþjóðlega athygli, verði rétt haldið á spöðunum.“ Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 12 LesbókGAGNRÝNI Nýja barnasagan hans Guðbergs Bergssonar (sem að sjálfsögðu er ekki ætluð börnum) er allt í senn, ein- staklega fyndin, áleitin og óþægileg. Í Leitinni að barninu í gjánni, teflir hann fram systkinunum Dóra og Rósu, sem um sumt minna á sakleys- ingjann Birting, í allegórískri frásögn þar sem „raunveruleikanum“ er snúið á haus. Eins og svo oft áður tekst Guðbergi að höggva stór skörð í brynju okkar (smá)borgaralegu gilda og afstöðu til heimsins. Eftir stendur þjóðarsálin berskjölduð með öllum sínum þversögnum; þar sem stofnunum og stöðl- uðum hugmyndum er bjargað en barninu – fræi framtíð- arinnar – gleymt. Spurningum um upprunann og æðri gildi skapandi hugsunar er velt fram og aftur í æv- intýralegu ferðalagi „Tossabekks“ Dóra og Rósu. Að loknum lestrinum situr lesandinn upp með þá spurningu hvort hans eigin „Tossabekkur“ muni rata „Tossabraut- ina“ heim. Tossabekkur á Tossabraut BÆKUR SKÁLDSAGA | Leitin að barninu í gjánni Eftir Guðberg Bergsson bbbbn Fríða Björk Ingvarsdóttir Þráinn Bertelsson fer fram og aftur í tíma en stefnir þó í eina átt og gefur mynd af sjálfum sér á mikilvægum mótunartíma, segir okkur upp og ofan af áratug í lífi sínu og dregur ekkert undan, þ.e. ekkert sem hann man eftir. Frásagnarmátinn er einkar skemmti- legur og því skemmtilegri sem hann er sundurlausari á yfirborðinu því tengsl- in blasa við um leið og rýnt er í text- ann. Það er helst að stemningin detti aðeins niður þegar sagan verður hefðbundnari undir lokin en kemur ekki að sök, þetta er einkar hlý og skemmtileg þroskasaga, eða réttara sagt seinþroskasaga. Uppsetning á bókinni er sérdeilis vel af hendi leyst. Seinþroskasaga Þráins SKÁLDSAGA | Ég ef mig skyldi kalla Eftir Þráin Bertelsson. Skrudda gefur út. bbbbn Árni Matthíasson Benoît Duteurtre er ekki par hrifinn af þjóðfélagi nútímans, eins og ráða má af þessari stórskemmtilegu bók. Hann beinir spjótum sínum að yf- irborðs- og sölumennsku þeirri sem nú er allsráðandi, en einnig að hverskyns pólitískum rétttrúnaði og þeirri þrá- hyggju sem gegnsýrir líf okkar; allir verði að vera eins. Sögupersónan er dæmi um mann sem leyfir sér að vera öðruvísi, reykir og kann til að mynda ekki að meta börn, og hlýtur fyrir miklar kárínur. Hamast að rétttrúnaði ÞÝDD SKÁLDSAGA | Litla stúlkan og sígarettan Eftir Benoît Duteurtre. Skrudda gefur út. bbbnn Árni Matthíasson Einar blaðamaður á Síðdegisblaðinu er enn og aftur kominn á stúfana og glímir nú við flókna morðgátu á Ísa- firði þar sem hefnd og græðgi búa að baki. Sjöundi sonurinn er sjötta bók höfundar um þennan breyska blaða- mann sem á í vandræðum með sjálfan sig og persónuleg sambönd sín. Einar sver sig í ætt við harðsoðnar (og sjúskaðar) andhetjur bandarískrar glæpasagnahefðar (Hammet, Chandler, Spillane). Hann býr að sterkri réttlætiskennd, er kaldhæðinn og kýnískur en er þrátt fyrir allt mýkri en amerísku fyrirmyndirnar, yrði enda tæplega trúverðugur hér á Fróni í allt of harðri útgáfu. Hann á það til að vera ónærgætinn í blaðamanns- hamnum en kann þó að skammast sín og sýna með- bræðrum sínum samkennd. Frásögnin er yfirleitt leikandi og hröð en þó hefði ef til vill mátt þétta textann örlítið (t.d. í samtölum). Sjöundi sonurinn er annars prýðileg afþreying og sæmilega snörp hugvekja um mannleg samskipti og samfélagið í heild. Hefnd og hremmingar SKÁLDSAGA | Sjöundi sonurinn Eftir Árna Þórarinsson JPV útgáfa 2008, 376 bls. bbbnn Geir Svansson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.