Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Bandarískirfjölmiðlar detta hver um annan þveran vegna fregna af ruðningsbolta- stjörnunni Brett Favre en kapp- inn sem lagði skóna á hilluna í vetur með miklu sjónarspili vill spila á ný. Er málið hið áhugaverð- asta þar sem forráðamenn Green Bay Packers þar sem Favre er strangt til tekið enn samnings- bundinn vilja hins vegar hafa hann áfram í fríi og eru jafnvel reiðubún- ir að greiða honum fyrir það. Ástæðan sú að hann gælir við að spila með öðrum félögum en Packers og það fellur illa í kram í Grænaflóa.    Tennisstjarnan Maria Shara-pova missir af Ólympíuleik- unum vegna meiðsla í öxl og verður hún því sú fimmta úr hópi veiga- meiri tennisspilara sem af þeim leikum missa. Önnur stærri nöfnin sem frá verða að hverfa eru Andy Roddick og Marcos Baghdatis.    Helmingur félagsliða í efstufjórum deildum ensku knatt- spyrnunnar skulda verulega skatta og leitar enska knattspyrnusam- bandið leiða til að laga stöðuna sem fer versnandi ár frá ári. Meðal þeirra er verulega eru á eftir hvað skattagreiðslur varðar eru nokkur félög í úrvalsdeildinni.    Lið Ferrari með þá FelipeMassa og Kimi Raikkonen stóð sig áberandi best á fyrstu æf- ingahringjunum fyrir ungverska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer á morgun. Stjarna McLaren-liðsins, Lewis Hamilton, stefnir á sinn þriðja sigur í röð en hann endaði með fjórða besta tím- ann eftir fyrstu æfingahringina meðan liðsfélagi hans, hinn finnski Heikki Kovalainen náði þriðja besta tímanum.    Svíar fögnuðu afar góðum ár-angri á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum og áttu eina þrjá Ólympíumeistara í frjáls- um íþróttum að lokinni keppni þar. Nú er útlitið svartara fyrir liðið því flestar helstu frjálsíþróttastjörnur liðsins hafa glímt við meiðsli í vetur og verður þunnskipaður sænski hópurinn á leikunum nú. Aðeins tólf Svíar taka þátt í frjálsíþrótta- keppninni.    Bresk íþróttayfirvöld hafa mikl-ar áhyggjur af auðveldu aðgengi ungs íþróttafólks að lyfjum sem bæta eiga frammistöðu fólks. Hefur orðið vart aukningar á notk- un slíkra lyfja meðal unglinga allt niður í fjórtán til fimmtán ára aldurs. Enda lítil furða enda næsta auðvelt að kaupa efni á borð við vaxtahormón og önnur slík efni beint yfir borðið víða í landinu.    David Moyes,stjóri Ever- ton, er afar fúll með slæmt gengi liðs síns í undir- búningsleikjum og hefur sent leikmönnum sín- um tóninn vegna þess. Ekki aðeins er frammistaðan í æfingaleikjunum döpur heldur eru litlir peningar til reiðu fyrir stjórann til að byggja liðið enn frekar upp eins og nauð- syn er til að viðhalda ágætu gengi þess undanfarin misseri. Stjórnin hefur þó gefið til kynna að ekkert verði aukið við þá upphæð sem Moyes hefur nú milli handanna en enginn nýr leikmaður er í hópi liðs- ins frá síðustu leiktíð. Fólk sport@mbl.is Þessir eru efstir í einkunnagjöf Morgun- blaðsins: Leikmenn Scott Ramsay, Grindavík.......................... 12 Dennis Danry, Þrótti ................................ 12 Guðjón Baldvinsson, KR........................... 12 Tryggvi Guðmundsson, FH...................... 12 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík............ 11 Tommy Nielsen, FH ................................. 11 Arnar Grétarsson, Breiðabliki ................. 10 Jóhann Berg Guðmundsson, Breiðablik . 10 Jónas Guðni Sævarsson, KR .................... 10 Óli Stefán Flóventsson, Fjölni ................. 10 Pálmi Rafn Pálmason, Val ........................ 10 Michael Jackson, Þrótti .............................. 9 Ólafur Páll Snorrason, Fjölni..................... 9 Reynir Leósson, Fram................................ 9 Atli Viðar Björnsson, FH ........................... 8 Dennis Siim, FH.......................................... 8 Guðmundur R. Gunnarsson, KR................ 8 Guðmundur Steinarsson, Keflavík ............ 8 Gunnleifur Gunnleifsson, HK .................... 8 Guðjón Á. Antoníusson, Keflavík............... 8 Hannes Þór Halldórsson, Fram................. 8 Kenneth Gustafsson, Keflavík ................... 8 Ómar Jóhannsson, Keflavík ....................... 8 Paul McShane, Fram .................................. 8 Atli Sveinn Þórarinsson, Val ...................... 7 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val ...................... 7 Bjarni Guðjónsson, ÍA ................................ 7 Björgólfur Takefusa, KR............................ 7 Davíð Þór Viðarsson, FH ........................... 7 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni............ 7 Heiðar Geir Júlíusson, Fram ..................... 7 Hjálmar Þórarinsson, Fram ...................... 7 Nenad Petrovic, Breiðabliki....................... 7 Símun Samuelsen, Keflavík........................ 7 Auðun Helgason, Fram .............................. 7 Birkir Már Sævarsson, Val ........................ 6 Dario Cingel, ÍA .......................................... 6 Finnur Ólafsson, HK................................... 6 Fjalar Þorgeirsson, Fylki........................... 6 Freyr Bjarnason, FH.................................. 6 Guðmundur Mete, Keflavík........................ 6 Ian Jeffs, Fylki ............................................ 6 Jósef K. Jósefsson, Grindavík .................... 6 Kjartan Sturluson, Val................................ 6 Kristján Hauksson, Fjölni.......................... 6 Marinko Skaricic, Grindavík ...................... 6 Nenad Zivanovic, Breiðabliki..................... 6 Óskar Örn Hauksson, KR .......................... 6 Peter Gravesen, Fylki................................. 6 Pétur H. Marteinsson, KR ......................... 6 Sigmundur Kristjánsson, Þrótti ................ 6 Srdjan Gasic, Breiðabliki............................ 6 Viktor Bjarki Arnarsson, KR..................... 6 Zankarlo Simunic, Grindavík ..................... 6 Lið Keflavík ...................................................... 77 FH............................................................... 76 Breiðablik................................................... 72 KR............................................................... 67 Valur ........................................................... 66 Fram........................................................... 65 Grindavík.................................................... 62 Fjölnir......................................................... 61 Þróttur R.................................................... 60 HK .............................................................. 53 ÍA ................................................................ 51 Fylkir.......................................................... 49 Einkunnagjöfin Björgólfur Takefusa, KR...........................11 Guðmundur Steinarsson, Keflavík .............9 Helgi Sigurðsson, Valur ..............................9 Nenad Zivanovic, Breiðablik.......................8 Tryggvi Guðmundsson, FH ........................8 Pálmi Rafn Pálmason, Valur.......................7 Atli Viðar Björnsson, FH ............................7 Markahæstir Gul Rauð Stig Breiðablik............................... 15 1 19 Fram ....................................... 19 1 23 FH........................................... 16 2 24 Keflavík .................................. 17 2 25 HK........................................... 24 1 28 KR........................................... 24 1 28 Fjölnir..................................... 25 2 33 Valur ....................................... 16 5 36 Þróttur R................................ 36 1 40 Grindavík................................ 19 6 43 Fylkir...................................... 34 3 46 ÍA ............................................ 21 8 53  Gefið er eitt refsistig fyrir gult spjald og fjögur fyrir rautt spjald. Spjöldin Hér má sjá markskot liðanna, skot sem hitta á mark innan sviga og síðan mörk skoruð: KR .......................................... 199 (95) 22 Þróttur R. .............................. 163 (83) 21 FH .......................................... 158 (82) 31 Valur....................................... 157 (79) 24 Breiðablik .............................. 147 (76) 27 Keflavík.................................. 139 (80) 29 Grindavík ............................... 131 (62) 20 Fjölnir .................................... 124 (66) 22 ÍA............................................ 124 (52) 11 Fylkir ..................................... 120 (66) 15 HK.......................................... 116 (64) 12 Fram ...................................... 104 (52) 15 Markskotin KR (7) ..................................... 15.079 2.154 Keflavík (6) .............................. 9.163 1.527 FH (6) ...................................... 8.046 1.341 Valur (6).................................... 7.533 1.256 Fjölnir (6) ................................ 7.381 1.230 Breiðablik (6) ........................... 7.132 1.189 Fylkir (7) .................................. 7.278 1.040 ÍA (7) ........................................ 7.630 1.090 HK (7) ....................................... 6.397 914 Grindavík (7) ............................ 6.141 877 Þróttur R. (7) ............................ 6.116 874 Fram (6) .................................... 4.632 772 Samtals 92.528. Meðaltal 1.186.  Fjöldi heimaleikja í svigum. Fremri tal- an er heildarfjöldi áhorfenda á heimaleikj- um viðkomandi liðs en aftari talan er meðaltal á hvern heimaleik. Aðsóknin                             ! " #  $% & '  (! ) % *   +   ! $, *  -    !   )  -  ! " # )       ! . " #  /! " # & #  -  !  )  #  $% 01 2 3  .  Morgunblaðið/Ómar Vinsælir KR-ingar fá flesta áhorfendur að meðaltali í Landsbankadeildinni en rétt rúmlega 2.100 áhorfendur mæta að meðaltali á leiki liðsins. Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is „Benis er giftur konu frá Kósóvó sem hefur íslenskan ríkisborgararétt og býr hér á landi. Hann kom því til Íslands og ætlar að búa hér. Þar sem hann er landsliðsmaður fyrir heima- land sitt vildi hann finna sér lið hér á landi til að leika með knattspyrnu og hafði mætt á æfingar hjá bæði KR og Víkingi R. áður en hann kom til okk- ar,“ sagði Sigurður Ágústsson í meistaraflokksráði HK. „Þetta er góður leikmaður og drengur góður og við erum ekki fyrsta félagið hér á landi sem býður honum samning. Hins vegar megum við ekki gera við hann samning fyrr en hann telst löglegur hér á landi. Vongóðir að leikheimild fáist Þetta er í raun og veru bara mann- réttindamál. Þar sem hans atvinna er af knattspyrnu þá má hann ekki vinna hér á landi eða annars staðar meðan málin eru í svona pólitískum hnút vegna sjálfstæðis Kósóvó. Við viljum hins vegar gera allt sem í okk- ar valdi stendur til að hjálpa þessum manni og KSÍ hefur reynst afar vel í þessu máli,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið og sagðist jafn- framt vongóður um það að Benis fá undanþágu til að leika með HK eftir að málin hafi verið leyst, þrátt fyrir að búið sé að loka fyrir félagsskipti. „Þetta hlítur að fara að leysast og verður vonandi strax í næstu viku. Þar sem öll gögn bárust KSÍ áður en félagaskiptaglugganum lokaði þá held ég að þetta gangi allt í gegn. Annars trúi ég því að KSÍ veiti hreinlega þá bara undanþágu vegna þess hve þetta mál er skrýtið.“ „Þetta varðar mannréttindi“  HK hefur ekki fengið leikheimild fyrir Benis Krasniqi, varnarmann frá Kósóvó BENIS Krasniqi, 27 ára gamall varnarmaður í knattspyrnu frá Kósóvó sem gekk til liðs við HK á dögunum fékk ekki leikheimild með liðinu áður en félagsskipta- glugginn lokaði um mánaðamótin. Ástæðan er sú að Kósóvó, sem er nýbúið að fá sjálfstæði frá Serbíu, er ekki komið með fullgilt knatt- spyrnusamband og getur ekki staðfest félagsskipti að hálfu FIFA. FIFA vísaði málinu frá sér og á Serbana, sem segir málið ekki eiga heima innan serbneska sambands- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.