Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 3
Fyrsti íslenskiólympíu-
keppandinn er
mættur til Pek-
ing. Badmin-
tonkonan Ragna
Ingólfsdóttir
lenti snemma í
gærmorgun í
Peking eftir langt
ferðalag. Verður fyrsta æfing Rögnu
í dag en hún hefur keppni á leik-
unum næsta laugardag, 9. ágúst.
Bandaríski kylfingurinn HunterMahan kann að hafa eyðilagt
alla möguleika á að vera með í Ry-
der-liði Bandaríkjanna sem mætir
Evrópu í haust vegna ummæla sem
hann lét falla við golftímaritið Golf
fyrir skömmu. Fullyrti Mahan að
komið væri fram við leikmenn eins
og þræla meðan á Ryder-keppninni
stæði en kappinn var fljótur að
hringja í fyrirliða liðs Bandaríkj-
anna og ítreka að engin óvirðing fæl-
ist í ummælum hans og áhuginn á að
leika fyrir hönd þjóðar sinnar væri
sannarlega til staðar.
Franski knatt-spyrnumað-
urinn Lilian Thu-
ram gaf formlega
út í gær að hann
væri hættur
knattspyrnuiðk-
un vegna hjarta-
vandmála. Thu-
ram gekk til liðs
við franska liðið PSG frá Barcelona
fyrr í sumar en stóðst ekki lækn-
isskoðun út af hjartanu. Hann er 36
ára gamall og lék 142 landsleiki fyrir
hönd Frakklands og gerði 2 mörk.
Bandaríski markvörðurinn BradGuzan er genginn til liðs við
enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa
í knattspyrnu. Hann er 23 ára gam-
all og hugsaður sem varamarkvörð-
ur fyrir landa sinn og nafna, Brad
Friedel sem einnig er nýgenginn til
liðs við félagið. Það verður þó áhuga-
vert að sjá hvor þeirra stendur milli
stanganna á Laugardalsvellinum
gegn FH síðar í mánuðinum.
Vika er í að heimsmeistaramót íglímu fari fram í Danmörku en
það er fyrsta alþjóðlega mótið í
þeirri grein í heiminum. Það fer
fram í Hróarskeldu.
Brasilíska ól-ympíulands-
lið karla í knatt-
spyrnu vann
2:0-sigur á Víet-
nam í æfingaleik
fyrir Ólympíu-
leikana í gær.
Leikurinn fór
fram í höfuðborg
Víetnam, Hanoí, og skoruðu Alex-
andre Pato, leikmaður AC Milan og
Thiago Neves hjá Fluminense
mörkin í leiknum. Brasilía er í riðli
með Belgíu, Nýja-Sjálandi og
heimaþjóðinni, Kína, á Ólympíu-
leikunum.
Hector Cuper frá Argentínu hef-ur verið ráðinn landsliðsþjálf-
ari karlaliðs Georgíu í knattspyrnu
til tveggja ára. Hann tekur við liðinu
af hinum þýska Klaus Toppmüller
sem lét af störfum í vor. Cuper hefur
þjálfað lið á borð við Valencia, Inter
Milano, Real Betis og Mallorca en
síðast var hann þjálfari Parma á
Ítalíu.
Sóknarmaðurinn EmmanuelAdebayor frá Tógó gaf það út í
gær að hann hygðist ekki yfirgefa
Arsenal en hann hefur reglulega
verið orðaður við AC Milan og
Barcelona í sumar. Hann sé búinn
að gera upp hug sinn og vilji aðeins
vera áfram í herbúðum Arsenal.
Fólk sport@mbl.is
FORRÁÐAMENN NBA-liðsins Hou-
ston Rockets hafa komist að sam-
komulagi við Sacramento Kings þess
efnis að „vandræðabarnið“ Ron Ar-
test komi til Houston í leikmanna-
skiptum.
Bakvörðurinn Bobby Jackson, sem
lék með Kings á árunum 2000-2005,
og nýliðinn Donte Green fara til Kings
í staðinn ásamt fyrsta valrétt í há-
skólavalinu árið 2009.
Fékk 73 leikja keppnisbann
Það verður ekki gengið formlega
frá þessum leikmannaskiptum fyrr en
um miðjan ágúst þar sem að reglur
NBA banna að nýliðar fari á milli liða
fyrstu 30 dagana
eftir að þeir skrifa
undir samning en
Green samdi við
Rockets 14. júlí sl.
og af þeim sökum
þurfa menn að
bíða. Artest skor-
aði 20,5 stig að
meðaltali á síðustu
leiktíð sem er það
mesta sem hann hefur skorað frá því
hann skoraði 24,5 stig veturinn 2004-
2005 sem leikmaður Indiana Pacers.
Artest er 28 ára gamall og í gegnum
tíðina hefur hann komist í fréttirnar
fyrir flest annað en afrek sín á keppn-
isvellinum. Hann lék aðeins 7 leiki
veturinn 2004-2005 vegna þess að
hann var úrskurðaður í 73 leikja
keppnisbann vegna slagsmála í leik
gegn Detroit á útivelli. Það er að sjálf-
sögðu met í sögu NBA-deildarinnar
og er ólíklegt að það met verði slegið.
Adelman veit hvað hann fær
Í lok keppnistímabilsins fór Artest í
aðgerð á þumalfingri og hefur hann
lítið leikið frá þeim tíma. Rick Adelm-
an þjálfari Houston Rockets þekkir
Artest vel því hann var þjálfari Sacra-
mento Kings þegar hann kom frá In-
diana Pacers tímabilið 2005-2006. Þar
lék hann 40 leiki og skoraði 17 stig að
meðaltali auk þess sem hann var val-
inn í varnarlið NBA.
Miðherjinn Kwame Brown, sem var
valinn fyrstur í háskólavalinu af Mich-
ael Jordan og Washington Wizards
árið 2001, hefur samið til tveggja ára
við Detroit Pistons. Það er óhætt að
segja að margir hafi beðið í 7 ár eftir
því að Brown myndi „springa út“ sem
leikmaður en hann hefur aðeins skor-
að 7,5 stig að meðaltali á ferlinum og
tekið 5,7 fráköst. Hann var um tíma í
herbúðum Los Angeles Lakers en
endaði í Memphis Grizzlies í vetur eft-
ir leikmannaskipti þar sem að
spænski miðherjinn Pau Gasol fór til
Lakers í staðinn. seth@mbl.is
Houston tók áhættu og samdi við Artest
Ron Artest
Anorthosis Famagusta/Rapid Vín – Olympiakos
Vitoria Guimaraes – Gautaborg/Basel
Shakhtar Donetsk – Domzale/Dinamo Zagreb
Schalke 04 – Atletico Madrid
Aalborg/Modrica – Rangers/FBK Kaunas
Barcelona – Beitar Jerusalem/Wisla Krakow
Levski Sofia – Anderlecht/BATE
Standard Liege – Liverpool
Baku/Belgrad – Fenerbahce/MTK Búdapest
FC Twente – Arsenal
Spartak Moskva – Drogheda/Dynamo Kiev
Juventus – Tampere United/Artmedia
Brann/Ventspils – Marseille
Fiorentina – Slavia Prag
Galatasaray – Steaua Bucharest
Panathinaikos/Tblisi – Sheriff/Sparta Prag
s eða Ísraels
ANNIKA Sörenstam frá Svíþjóð
var í stórhættu að komast ekki í
gegnum niðurskurðinn á Opna
breska meistaramótinu í golfi í
gær en hún náði að leika á pari
vallar annan daginn í röð og er
hún 10 höggum á eftir Yori Fu-
doh frá Japan og Ji-Yai Shin frá
Suður-Kóreu sem eru 10 höggum
undir pari vallar þegar keppni er
hálfnuð. Sörenstam hefur gefið
það út að hún ætli að hætta at-
vinnumennsku í haust en hún er ekki líkleg til þess
að bæta við 11. sigrinum á stórmóti á ferlinum á
Sunningdale-vellinum. Juli Inkster frá Bandaríkj-
unum er í þriðja sæti á 9 höggum undir pari en hún
stefnir að því að vera elsti sigurvegarinn á stórmóti
á kvennamótaröðinni, 48 ára gömul. „Þið viljið ekki
vita hvað ég var að hugsa um á 9. teig,“ sagði Sö-
renstam við fréttamenn eftir hringinn en á þeim
tíma var hún í 88. sæti. „Ég gafst ekki upp og það er
jákvætt. Ég veit hinsvegar hvað ég get gert og ég
viðurkenni að ég var ekki að tala fallega við sjálfan
mig eftir þriðja skollann í röð.
Ochoa á enn möguleika
Lorena Ochoa frá Mexíkó er ekki langt á eftir en
hún er á 7 höggum undir pari. Ochoa er í efsta sæti
heimslistans og er allt eins líklegt að hún blandi sér
í baráttuna um sigurinn en Sörenstam þarf á krafta-
verki að halda á næstu tveimur keppnisdögum
mótsins. seth@mbl.is
Annika Sörenstam rétt slapp í gegn
Annika
Sörenstam
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Helgi Bragason er formaður GV og
það mæddi mikið á honum og félögum
hans í stjórn en það má segja að þeir
hafi hrist þetta fram úr erminni með
glans. „Það eru ekki nema fimm ár
síðan við héldum síðasta Íslandsmót.
Þá var ég í stjórninni og megnið af
fólkinu sem er nú í stjórn var líka þá
þannig að við erum í æfingu. Við tók-
um bara fundargerðina frá árinu 2003
og uppfærðum hana með Herði [Þor-
steinssyni framkvæmdastjóra GSÍ]
og við vorum í mjög góðu og þægilegu
sambandi við GSÍ,“ segir Helgi og er
greinilega ekkert fyrir að mikla hlut-
ina fyrir sér.
„Við fengum líka lánað dálítið af
golfbílum, sláttuvélum, valtara og
ýmis tæki eins og talstöðvar og annað.
Það fengum við hjá vinum okkar í GR.
Annars erum við orðin svo vön að
halda svona mót þannig að þetta gekk
allt eins og í sögu,“ segir Helgi.
Það eru um 300 manns í Golfklúbbi
Vestmannaeyja og sagði Helgi að sér
teldist til að um 80 manns hefðu komið
að framkvæmd mótsins, talsvert hátt
hlutfall þeirra sem eru í klúbbnum.
„Menn voru mislengi hver um sig,
sumir allan daginn en aðrir tvo tíma í
senn, allt eftir hvernig stóð á hjá fólki.
Síðustu tvo dagana vorum við til
dæmis með 20 manns við að skrá skor
keppenda,“ segir Helgi og þvertekur
fyrir að einhver óánægja sé meðal fé-
laga í kúbbnum yfir að geta ekki spil-
að golf þá viku sem mótið er haldið.
„Nei, nei, það er allir sáttir við
þetta. Fólk hefur nánast óheftan að-
gang að vellinum allan annan tíma og
finnst bara gaman að fá þá bestu hing-
að og sjá þá eiga við völlinn.“
Formaðurinn var ekki með á tak-
teinum hvað það kostar klúbbinn að
halda svona mót. „Ég veit það ekki
nákvæmlega en við fáum auðvitað
tekjur á móti, hér í veitingasölunni í
skálanum. GSÍ borgar eina milljón
með mótinu, og það er nýtt. Við lögð-
um nokkra vinnu í völlinn, löguðum til
dæmis stíga og snurfusuðum svona
smáatriði en við vorum ekki að breyta
neinu á vellinum. Fyrri níu holurnar
eru með elstu golfholum á landinu og
engin ástæða til að vera að krukka
eitthvað í þær.
Ágætis framlag frá bænum
Golfvölllurinn í Eyjum var rosalega
fallegur og góður þá daga sem mótið
var og það er í rauninni með ólíkind-
um að ekki stærri klúbbur skuli vera
með svona glæsilegan völl, flott klúbb-
hús og starfsemi sem miklu stærri
klúbbar gætu verið stoltir af.
Árgjöld klúbbfélaga eru um sjö
milljónir ef ég man rétt og við fáum
oft þá spurningu hvernig við getum
haldið þessu öllu úti. Við fáum ágætis
framlag frá bænum, erum með fína
styrktaraðila en svo er þetta fyrst og
fremst þetta gamla góða sjálfboða-
starf. Við vinnum mjög mikið í sjálf-
boðavinnu. Stjórnarmenn og aðrir
mæta hérna eitt og eitt kvöld og tyrfa
eða gera það sem þarf að gera. Við er-
um með sex starfsmenn á vellinum og
nokkra krakka úr vinnuskólanum
hérna,“ segir formaðurinn.
Helgi og hans fólk var mætt fyrst á
morgnana og fór síðast á kvöldin á
meðan mótið var. „Aðalvinnan var
áður en fyrsta högg var slegið, en eftir
það gekk þetta rosalega vel. Menn
mættu hálf sjö og voru komnir út úr
húsi um klukkan átta á kvöldin, og þá
vorum við búin að slá inn allt skor og
setja upp rástíma fyrir næsta dag,“
segir Helgi.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Meistari Kristján Þór Einarsson afrekskylfingur úr Kili Mosfellsbæ og Ís-
landsmeistari í höggleik árið 2008, kunni vel við sig í Vestmannaeyjum.
Félagsmenn í GV lögðu mikla vinnu á
sig samhliða Íslandsmótinu í höggleik
FÉLAGAR í Golfklúbbi Vestmannaeyja
geta verið stoltir af því hvernig þeir
stóðu að Íslandsmótinu í höggleik sem
þar fór fram í síðustu viku. Völlurinn
stórglæsilegur, öll aðstaða og umgjörð
til mikillar fyrirmyndar og allar tíma-
setningar stóðust. Það má eiginlega
segja að þetta hafi verið fullkomið mót
ef veðrið er tekið út úr myndinni, en
við það ræður enginn – ekki einu sinni
Vestmannaeyingar.
„Gekk allt eins og í sögu“