Morgunblaðið - 02.10.2008, Page 8

Morgunblaðið - 02.10.2008, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Eftir Björn Vigni Sigurpálsson bvs@mbl.is Árið 1929 átti maður aðnafni Meyer Mishkinlitla búð í New York semseldi níðsterkar silki- skyrtur til vinnandi manna í borg- inni. Þegar hlutabréfamarkaðurinn hrundi í október á því ári, sneri hann sér að syni sínum, nema í City College, og sagði stundarhátt um þessi tíðindi. „Þetta er mátu- legt á þessa ríkisbubba.“ Ári síðar eftir að vandræðin á Wall Street voru byrjuð að seytla inn á efnahagskerfið í heild sinni mátti Mishkin loka verslun sinni. Það voru engir viðskiptavinir eftir. Sonur hans varð að fá sér vinnu til að framfleyta fjölskyldunni og Meyer Mishkin var aldrei í föstu starfi eftir þetta. Þessa sögu segir David Leon- hardt í grein í New York Times í gær og hefur eftir sonarsyni Meyers, Íslandsvininum og ráð- gjafa Viðskiptaráðs Íslands, Fre- deric Mishkin, sem þar til nýlega var náinn samverkamaður Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Boðskapurinn er skýr – margir ráðamenn í Washington óttast nú fátt meira en að landið sé að sog- ast niður niðdimman öldudal efna- hagslægðar en horfa upp á það á sama tíma í skelfingu að stór hluti almennings og margir fulltrúar Bandaríkjaþings hafa umbreyst í nútíma-Meyer Mishkin með því að vera uppteknari af því að refsa Wall Street heldur en að bjarga efnahag landsins – og þar með eigin skinni. Það er eins og þetta efnahags- lega samhengi sé mörgum hulið, þó að verið geti margar aðrar og gildar ástæður fyrir þeim fyr- irvara sem almenningur hefur á björgunaraðgerðarpakkanum fræga. Sérfræðingum og stjórn- málaleiðtogum sem í örvæntingu freista þess að koma pakkanum í gegn hefur hins vegar mistekist að koma því til skila hvers vegna að- gerðirnar eru svo mikilvægar – ekki aðeins fyrir bandarískan efnahag heldur allt fjármálalíf heims. Djúpstætt vantraust David Leonhardt segir í grein sinni að hér dugi ekki hræðslu- áróður á borð við þann að án að- gerða verði alkul á markaðinum, engin leið að fá lán og efnahagur landsins lendi í versta samdrætti sem orðið hefur frá því í krepp- unni miklu. Staðreyndin sé nefni- lega sú að bandarískur almenn- ingur finni enn sem komið er sáralítið fyrir markaðsumrótinu og á meðan kaupir hann ekki rökin fyrir 700 milljarða dala björgunarpakkanum. Nú bendir þó allt til þess að fyrir frumkvæði öldungadeildar Banda- ríkjaþings muni björg- unarpakkinn með nokkr- um breytingum, svo sem með hækkun á trygg- ingaþaki bankainnstæðna og auknum skattaafslætti, hafa farið í gegnum deild- ina í gærkvöldi, og almennt er gert ráð fyrir að fulltrúadeild þingsins kyngi pakkanum í dag. Eftir er þó að sjá hversu hratt fjármálalífið meðtekur björgunina. Margir hafa uppi verulegar efa- semdir um að 700 milljarðarnir muni duga fyrir eitruðu undir- málslánunum sem eru undirrót uppnámsins á bandarískum fjár- málamarkaði. En ef ekki – hvað þá? Á svig við staðla og regluverk Fjármálamarkaðir byggjast á gagnkvæmu trausti en nú hafa hver ósköpin dunið yfir á eftir öðr- um svo að nú ríkir djúpstæður trúnaðarbrestur á markaðinum vestra og hefur teygt sig meira og minna yfir allan hinn vestræna heim með alvarlegum afleiðingum, t.d. víða í Evrópu, sem þekkt er. Annar Íslandsvinur, Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, bregður upp sinni grein- ingu á vandanum nýlega í grein og segir bandaríska fjármálakerfið hafa brugðist í tveimur grundvall- aratriðum – því að stjórna áhættu og útdeila fjármagni. Kerfið í heild hafi ekki virkað eins og það eigi að gera og muni því þurfa að gangast undir miklar breytingar á reglu- verki því sem það starfi eftir. Því miður hafi samfara þessu margir verstu þætti bandarísks fjár- málakerfis, svo sem eitruð veðlán og meðferð þeirra, verið flutt út til annarra hluta heimsins. Allt var þetta gert í nafni ný- sköpunar, segir Stiglitz, og öll við- leitni til að búa til regluverk í kringum fyrirbærin var barin nið- ur með þeim rökum að slíkt dræpi nýsköpunina í dróma. „Þetta var vissulega nýsköpun en ekki á þann hátt að styrkja fjármálalífið. Margir af bestu og snjöllustu heil- um landsins helguðu sig því verk- efni að fara í kringum staðla og regluverk sem búin höfðu verið til að tryggja virkni og öryggi banka- kerfisins. Illu heilli tókst þeim allt of vel upp og við hin – húseig- endur, launþegar, fjárfestar og skattgreiðendur – borgum brús- ann.“ Mikil kreppa eða minni kreppa Hvað þá ef ekki tekst með björgunarpakka bandarískra stjórnvalda að blása nýju lífi og trúnaðartrausti í markaðina svo að losni um fjármagn og lánamark- aði? Er þá önnur kreppa á borð við þá um 1930 í aðsigi? Stiglitz bendir á að flestir hagfræðingar telji að fyrir hendi séu nú þau tól og sú þekking á þessum sviðum að hægt sé að hamla samdrætti af þeim toga – en minnir samt á í framhjáhlaupi að ekki hafi þó tek- ist sérlega vel til fyrir réttum tíu árum þegar þeim var beitt til „hjálpar“ Indónesíu sem hafi sokk- ið í djúpa efnahagslægð. Stjórnvöld nú hafa beggja vegna Atlantsála brugðist mun kröftugar við heldur en í kreppunni miklu, þannig að sam- dráttur af því tagi – þegar efnahagslífið hrundi um 30% – er afar ólíklegur. Bandaríkin eru mun auð- ugri í dag og mun minni hluti þjóðarinnar býr nú við fátæktarmörk heldur en þá var. David Leonhardt bend- ir á í grein sinni í The New York Times að kreppan mikla sé samt viðmið í þessu samhengi vegna þess að ýmsir grundvallarþættir í efnahagnum beri með sér svipuð samdráttareinkenni og þeir sem ollu kreppunni um 1930. Í báðum tilfellum hafi lánsfjárkreppan ver- ið í sögumiðju. Leonhardt rekur hvernig mál þróuðust í kreppunni miklu. Þrátt fyrir óáran á Wall Street í byrjun árs 1930 var enn gangur í efna- hagslífi Bandaríkjanna enda þótt einkaneysla væri byrjuð að drag- ast saman og eins fjárfestingar. Seinni hluta ársins brustu hins vegar bankaáhlaupin á – fjárfest- ingar banka reyndust mistök – eða jafnvel orðrómurinn einn sagði fjárfestingarnar vera að fara í vaskinn. Órólegir viðskiptamenn bankanna þyrpust í afgreiðslurnar og kröfðust þess að fá peningana sína til baka. Hundruð banka lögðu upp laupana. Þekkingarfjármagn Bernanke Þegar banki á ákveðnu svæði – borg, bæ eða hverfi – hættir starf- semi, hverfur með honum öll þekkingin sem starfsmenn hans hafa á nærumhverfinu. Aðrir bankar reynast ófúsir að lána fyr- irtækjum eða íbúum á svæðinu vegna þess að starfsmenn hans vita ekki hverjir á svæðinu eru áreiðanlegir og hverjir ekki. Lánsfé á svæðinu þornar upp. Þetta er dálítið í átt við skýring- arnar sem gefnar hafa verið á því hvers vegna erlendar fjár- málastofnanir hafa verið tregar til að hasla sér völl hér á landi, þ.e. að þær þekki ekki nægilega vel til aðstæðna hér, þó að vitbótarskýr- ing sé auðvitað sú að hér séu fyrir íslensku bankarnir með þessa þekkingu og því erfiðir í sam- keppni. En hvað sem því líður höfðu bæði einkaneyslan og fjárfestingar hrunið þegar komið var fram á ár- ið 1932 og hlutabréfaverð hafði fallið um 80%. Kreppan sem var varð að kreppunni miklu. Kannski er það huggun við núverandi að- stæður að sá sem nú ræður ríkjum í bandaríska seðlabankanum komst til metorða vegna rann- sókna sinna og sérþekkingar á kreppunni miklu. Leonhardt segir frá því í grein sinni í The New York Times að Ben Bernanke hafi sem ungur fræðimaður á níunda áratugnum þróað kenninguna um að hin glat- aða þekking lánafulltrúanna hafi átt ríkan þátt í tilurð kreppunnar. Þessa glötuðu þekkingu kallaði Bernanke „þekkingarfjármagnið“, sem með öðrum orðum þýddi að traustið hvarf úr bankageiranum. Sama er nú uppi á teningnum, segir í greininni. Nema hvað fjár- málalífið teygir sig nú um allan heim þannig að vandamálið er ekki að þrot eins banka loki á lánamarkaði fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Hin bitra reynsla síð- ustu 13 mánuðina er aftur á móti að þetta svonefnda þekking- arfjármagn er brostið. Bankamenn horfa í augu gamalla viðskiptavina og í huga þeirra kemur aðeins sí- bylja hins misheppnaða hjóna- bands: Mér finnst ég ekki einu sinni þekkja þig lengur. Óttinn núna er auðvitað tilefn- islaus. Flest heimili og fyrirtæki eru í ágætum málum og því ill- skiljanlegt að bankar skulu ekki sjá sér hag í að lána þeim á þess- um háu lánskjörum sem ríkja í dag. Ástæðurnar eru aðallega tvær, segir í greininni. Annars vegar að bankarnir treysta því ekki að lántakendur sem virðast traustir í dag verði það þegar á reynir. Hins vegar sú að bank- arnir eiga mikið af langtíma- eignum, svo sem eins og húsnæð- islánum okkar, en eru með á móti mikið af skammtímaskuldum (sem eru ódýrari en langtímaskuld- irnar) og til að fjármagna þau þurfa fjármálastofnanirnar ný og ný skammtímalán til að brúa lang- tímaútlán sín. Ormar á gulli Í greininni bendir Leonhardt á að við núverandi aðstæður óttist bankarnir ekkert meira en að aðr- ir bankar kunni að loka á þá af tómri hræðslu og hætti þannig að framlengja skammtímalánin. Þetta sé í reynd það sem hafi gerst í til- vikum Wachovia-bankans banda- ríska og Glitnis banka hér heima fyrir í byrjun vikunnar. Til að forðast örlög þeirra þora aðrir bankar ekki annað en liggja á fjár- magni sínu eins og ormar á gulli í stað þess að stunda ábatasama lánafyrirgreiðslu. Og eftir því sem fjármagnið hleðst upp aukast lík- urnar á að fleiri bankar verði láns- fjárþurrðinni að bráð. Staðreyndin er hins vegar sú, eins og bent er á í framangreindri grein, að hagkerfi nútímans virkar ekki nema allur almenningur og atvinnulíf hafi tiltölulega greiðan aðgang að lánum. Það tekur hins vegar tíma fyrir fyrirtæki og al- menning að finna fyrir láns- fjárþurrðinni vegna þess að yf- irleitt eru þessir aðilar ekki að taka stór lán upp á hvern dag. En á endanum kemur að því – og þá með afar sáraukafullum afleið- ingum. Hvort björgunaraðgerðin mikla dugar til að höggva á hnútinn og losa um lánsfjárfjötrana á eftir að koma í ljós. Forsendan fyrir því að á það reyni er að fulltrúadeild Bandaríkjaþings láti sér segjast og samþykki björgunarpakkann í annarri atrennu. Ben Bernanke hefði varla barist fyrir pakkanum nema af því að hann trúði því að með honum mætti afstýra alvar- legri kreppu. Þegar traustið þverr Reuters Verðlækkun Hlutabréfaverð lækkaði í kauphöllinni í New York í gær eftir að fréttir bárust af frekari samdrætti í iðnarframleiðslu. Þá hafa fjárfestar enn áhyggjur af framvindu björgunaráætlunar stjórnarinnar fyrir þinginu. Joseph E. Stiglitz Nóbelverðlaunahafi. Ben Bernanke, seðlbankastjóri Bandaríkjanna. Frederick Mishkin hagfræðiprófessor. Unnið upp úr erlendum fjölmiðlum, svo sem The New York Times og The Guardian.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.