Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 18
18 F MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
í öruggt skjól í nýrri eign
Komdu peningunum þínum
FAGMENNSKA
METNAUR
REYNSLA
www.bygg.is
Glæsilegar,
vandaðar íbúðir
• Vandaðar innréttingar
úr eik frá Brúnás
• Innihurðir og flísar frá
Agli Árnasyni
• AEG eldhústæki frá
Ormsson
• Gólfhiti í baðherbergi
• Álklæðning utanhúss
Sími 594 5000
STÓRHÖFÐI 27
akkurat.is
Sími 562 4250
www.fjarfesting.is
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA EHF
BORGARTÚNI 31
Kynntu þér eignir á sölu hjá Bygg á heimasíðu þeirra, bygg.is
Lundur • Langalína • Jónshús • 17. júní torg
Lundur 1-3
Jónshús
Langalína 9-11
17. júní torg
GLÆSILEGAR SÝNINGARÍBÚIR– hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna íbúðina þína
Hafið samband við söluaðila og bókið skoðun. Hilmar: 896 8750 Viggó: 824 5066
Mig langar svo til aðrækta rófur, svonastórar og safamiklareins og maður fékk
sem krakki. Það var alveg dásam-
legt að fá hálfa rófu og skafa hana
upp í sig með borðhníf, jafnvel hola
hana alveg út þann-
ig að aðeins þunnt
lag var eftir. Ég hef
margreynt rófu-
ræktun en það er
alveg sama hvernig
ég reyni, mér mis-
tekst alltaf. Ég veit
svo sem hvers
vegna; það er verið að refsa mér
fyrir að stela rófum úr garðinum í
næsta húsi við afa og ömmu á Þing-
eyri. Þetta gerðu allir krakkarnir á
Balanum og ég tek út refsinguna
fyrir allan hópinn.
Vandmeðfarnar rauðrófur
Ég stal hins vegar aldrei rauðróf-
um enda gengur mér sú ræktun al-
veg ótrúlega vel. Svona í framhjá-
hlaupi man ég ekki eftir neinum
sem ræktaði rauðrófur þegar ég var
lítil. Fyrstu skrefin í rauðrófurækt-
uninni voru svo sem dálítið reikul,
eins og fyrstu skref verða oft. Ef ég
sáði mjög snemma var viðbúið að
nokkrar frostnætur kæmu þegar
rauðrófurnar voru að byrja að taka
við sér, svo þær færu í njóla. Ef ég
sáði seint var viðbúið að spírun yrði
sein vegna þurrka og þegar ég sáði
á skikkanlegum tíma var viðbúið að
ég hefði sáð alltof þétt svo þær
næðu varla naglarstærð þegar
komið væri að uppskerutíma.
Forræktun er lausnin
Lausnin mín er að forrækta rauð-
rófur líkt og kálplöntur eða sum-
arblóm. Ég set svona tvö fræ í
hvern sumarblómapott (betra að
setja góða sáðmold í pottinn áður),
hyl fræið með sandi eða sáðmold og
skyggi sáninguna (gott að nota
Moggann til þess) þangað til fræið
fer að spíra. Þá fjarlægi ég oftast
aðra kímplöntuna og viti menn,
undir mánaðamótin maí-júní eru
komnar góðar smáplöntur. Þetta er
sáraeinfalt ef maður sáir fræinu
u.þ.b. viku af apríl, passar svo að
birtan sé meiri en hitinn og raki
alltaf hæfilegur. Svo er það bara
hókus-pókus, í september fæ ég
þessar líka fínu rauðrófur. Það er
alveg sama hvort ég er með af-
langar eða hnöttóttar rófur.
Þú skalt ekki stela
Já, rófur, það er sárara en tárum
taki, þótt ég forrækti gulrófurnar
alveg eins og rauðrófur og dekri við
þær á alla lund, er mér stöðugt
refsað; þú skalt ekki stela er eitt
boðorðanna tíu. Í ár var það kál-
flugan sem refsaði mér, allar gul-
rófurnar voru steindauðar um miðj-
an júlí, en rauðrófurnar, sem uxu í
sama beði, fengu ekki í sig einn ein-
asta maðk.
En hvaða fjas er þetta um rófur
og rauðrófur, er ekki hvort tveggja
nær óætt? Soðnar gulrófur borðar
maður bara með saltkjötinu á
sprengidag og rauðrófur borðar
maður helst aldrei. Hér koma rauð-
rófutilbrigðin til sögunnar.
Sýrðar rauðrófur
Rauðrófurnar soðnar í saltvatni
þar til þær eru mjúkar. Þá er hýð-
inu flett af og þær skornar í sneiðar.
Lagðar í lög soðinn úr 3 hl. 5% edik,
2 hl. sykur. Sumir bæta í piparrót
eða kúmeni.
Notað með svína- eða lambakjöti,
lifrarkæfu eða síld svo e-ð sé nefnt.
Carmen-tilbrigði Mörtu
2 rauðrófur soðnar í saltvatni
½ rauðlaukur
Konfekt-tómatar, ein askja
Feta-ostur ½-1 krukka án olíu
Kældar rauðrófur skornar í bita,
tómatar helmingaðir, fínt saxaður
laukur yfir, þá feta-ostur, maldon-
salt og góður svartur pipar. Punkt-
inn yfir i-ið gerir skvetta af kald-
pressaðri extra virgin ólívuolíu.
Hlutföllin eru í stíl við Carmen og
söngkonuna Mörtu, allt spilað á til-
finninguna. Gróft nýbakað brauð
með.
Ísskáps-tilbrigði Arndísar
2 rauðrófur soðnar í edikblönd-
uðu saltvatni Blandað salat, það
sem til er í hvert skiptið.
Agúrka, helst úr eigin gróðurhúsi
Bikar af sýrðum rjóma með 1
msk. af hunangi.
Rauðrófur og agúrkur brytjaðar
hæfilega, salatið tætt saman við.
Sýrði rjóminn yfir, sumir vilja smá-
vegis salt, e.t.v. steinselju til
skrauts.
Beint úr garðinum tilbrigðið
100 g hráar rauðrófur
200 g hráar gulrætur
Græni hl. af matarlauk/graslauk/
vorlauk
Fræhylki klettasalats
3 msk. furuhnetur
Feta-ostur
1/2 bikar sýrður rjómi + tsk. hunang
kryddedik + sítrónu-ólífuolía
Rauðrófur og gulrætur rifnar
gróft á rifjárni, lauk„gras“ í rausn-
arlegu magni saxað saman við.
Klettasalatið setur mjög snemma í
blóm og fræ, en þau eru með ljúfu
hnetubragði, sem passar vel með
salatinu. Á öðrum árstíma eru furu-
hneturnar fínar. Hvaða útálát er
valið fer eftir smekk, stundum nota
ég allt þetta. Nota jafnvel sem for-
rétt.
Rússnesk rauðrófusúpa
Uppskrift að henni leynist á
heimasíðu Garðyrkjufélagsins og
ég er illa svikin ef fleiri rauðrófu-
uppskriftir rata ekki þangað inn á
næstu vikum. Verði ykkur að góðu
Rauðrófur með tilbrigðum
BLÓM VIKUNNAR
Sigríður Hjartar
Morgunblaðið/S.Hj.
Lostæti Beint úr garðinum og ofan í salatskálina: Rauðrófur eru herramansmatur sem má elda á ýmsa vegu.
675. þáttur