Morgunblaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2008 „VIÐ erum að sjálfsögðu ánægðir með út- komuna og von- andi verður þessi sigur til þess að við fáum tæki- færi til þess að keppa á fleiri al- þjóðlegum mót- um,“ sagði bad- mintonmaðurinn Magnús Helgason úr TBR í gær en hann fagnaði sigri í tvíliðaleik með félaga sínum, Helga Jóhannessyni, á alþjóðlegu badmintonmóti í Sló- vakíu um helgina. Þeir léku til úrslita gegn Jakub Bitman frá Tékklandi og Zvonimir Durkinjak frá Króatíu. Þar höfðu Íslendingarnir betur, 21:11 og 21:14. Bitman og Durkinjak voru fyrir mótið taldir sigurstranglegir í tví- liðaleiknum. Þeir eru númer 53 á heimslistanum en Helgi og Magnús eru í 197. sæti á sama lista. „Ég gæti trúað því að við mund- um fara upp um 50 sæti á heimslist- anum eftir sigurinn. Við höfum ekki tekið neina ákvörðun um að einbeita okkur sérstaklega að tví- liðaleiknum. Það kemur bara í ljós.“ Magnús og Helgi fengu rúmlega 115 þúsund kr. fyrir sigurinn í Sló- vakíu. „Þetta er ekki eins og að vinna golfmót á Evrópumótaröð- inni, aðeins lægri upphæð. Það var á dagskrá okkar að leika á tveimur mótum um mánaðamótin nóv- ember/desember í Wales og Eng- landi. Við eigum eftir að fara yfir stöðuna með forsvarsmönnum TBR. Kannski verður niðurstaðan sú að við notum verðlaunaféð til þess að fjármagna næstu keppn- isferð að hluta,“ sagði Magnús. seth@mbl.is Magnús og Helgi á sigurbraut Magnús Ingi Helgason ÞAÐ ríkir glund- roði í herbúðum sænska úrvals- deildarfélagsins Djurgården, þar sem Sigurður Jónsson er að- alþjálfari. Þrír stjórnarmenn fé- lagsins hættu störfum í byrjun síðasta mánaðar og þeirra skarð hefur ekki verið fyllt, og er Sig- urður því í mikilli óvissu um fram- tíð sína og liðsins. „Við verðum að finna út úr þessu áður en áfram er haldið. Það þarf að finna út hverjir ráða hérna, það er einfaldlega réttmæt krafa leikmanna og þjálfara. Við getum ekki beðið þangað til í apríl með að fá slíkt á hreint,“ sagði Sigurður í samtali við sænska mið- ilinn Expressen. „Ég veit ekkert um mína fram- tíð, það verður að vera stjórn hjá félaginu fyrst. Við þjálfarar og leikmenn vonumst að sjálfsögðu til þess að þetta taki ekki of langan tíma. Það yrði verst fyrir Djurg- ården,“ bætti Sigurður við. Gengi Djurgården hefur verið undir væntingum á leiktíðinni og nú þegar fjórar umferðir eru eftir á liðið enga möguleika á meist- aratitlinum, og situr í áttunda sæti deildarinnar. Sigurður neitar því ekki að ástandið hjá félaginu hafi komið niður á spilamennsku liðs- ins. „Það er enginn vafi um það, þegar maður skoðar félögin sem eru að berjast á toppi deild- arinnar. Þar ríkir enginn glund- roði innanbúðar.“ sindris@mbl.is „Siggi Jóns“ í mikilli óvissu Sigurður Jónsson SJÖ rússneskar frjálsíþróttakonur voru í gær dæmdar í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa svindlað í lyfjaprófum vorið 2007. Sannað þótti m.a. með DNA-prófum að þær hefðu skilað inn þvagprufum sem ekki voru þeirra eigin. Konurnar voru settar í tímabundið bann í júlí síðast- liðnum á meðan málið var enn í rannsókn, og gátu því ekki tekið þátt í Ólympíu- leikunum en þar voru sumar þeirra taldar líklegar til afreka. Þeirra á meðal er 1.500 metra hlauparinn Tatyana Tom- ashova sem tvívegis hefur orðið heims- meistari í greininni. Ólíkar meiningar virðast vera um frá hvaða dagsetningu árin tvö skuli talin. Rússneska frjálsíþróttasambandið sagði frá því að þar sem prófin hefðu farið fram vorið 2007 myndi bannið látið gilda til vors 2009 þrátt fyrir að konurnar hefðu keppt á mótum fram í júlí á þessu á ári. „Alþjóða frjálsíþróttasambandið [IAAF] rannsakaði málið í 16 mánuði og á meðan vissum við ekkert um hver niðurstaðan yrði, fyrr en þær voru dæmdar í bannið núna í júlí. Konurnar misstu af aðalhluta tímabilsins og voru sviptar öllum verð- launum og metum sem þær höfðu náð frá því að prófinu voru framkvæmd,“ sagði Mikhail Butov, formaður rússneska sam- bandsins. Hjá IAAF er meiningin hins vegar önnur og á bannið að gilda til júlí árið 2010. „Það eru engar líkur á því að við leyf- um Rússum að láta bannið gilda frá því að prófin voru tekin,“ sagði talsmaður IAAF í samtali við AP-fréttastofuna. sindris@mbl.is Þvagið var ekki þeirra Morgunblaðið/Ásdís Svindlari Olga Jegerova, fyrrverandi heimsmeistari í hlaupum, er ein sjömenninganna. DRAUMUR Elísabetar Gunnarsdóttur varð að veruleika í gær þegar tilkynnt var að hún yrði næsti þjálfari sænska kvennaliðsins Kristianstad en Elísabet hefur sem kunnugt er þjálfað Val um árabil með frábærum árangri en vitað hefur verið lengi að hugur hennar stefndi ofar en það um nokkra hríð. Sjálf viðurkennir Elísabet að tilboð Kristians- tad hafi ekki verið það eina á borði hennar en margt hafi mælt með því og hún hafi slegið til. „Félagið er vel statt fjárhagslega og dyggilega stutt af stuðningsmönnum enda er liðið frá litlum bæ og um það ríkir góð stemning. Mig minnir að 1.500 manns komi á leik þess að meðaltali og það heillar mig og fjölskylduna að sinna slíku starfi í smábæ en ekki í stærri borg. Það gefur meiri tíma til að sinna þjálfuninni. Þetta er tækifærið sem ég beið eftir.“ Elísabet veit hvað hún syngur Elísabet fer utan á föstudaginn kemur til að skrifa formlega undir samning og skoða aðstæður í þaula. Ein íslensk stúlka leikur með liðinu, Erla Steina Arnardóttir, og segir hún það tilhlökkunar- efni að fá Elísabetu til starfans. „Engin spurning að það verður frábært enda þekki ég hana að góðu einu. Fyrrverandi þjálfari hefur verið hér í átta eða tíu ár og að vissu leyti er kominn tími til að breyta til og Elísabet veit hvað hún syngur þegar kemur að þjálfun. Margar stúlknanna eru einmitt að forvitnast hjá mér um hana og ég gef henni toppeinkunn. albert@mbl.is „Tækifærið sem ég beið eftir“  Elísabet Gunnarsdóttir tekur við þjálfun sænska kvennaliðsins Kristianstad  Mörg lið höfðu áhuga á að tryggja sér starfskrafta íslenska þjálfarans Morgunblaðið/hag Til Svíþjóðar Elísabet Gunnarsdóttir, fráfarandi þjálfari Vals, hefur ráðið sig til Svíþjóðar á næstu leiktíð. íþróttir Stórleikur Páll Axel fór á kostum í Ljónagryfjunni 4 Íþróttir mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.