Morgunblaðið - 21.10.2008, Page 2
2 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 2008
KÖRFUKNATTLEIKUR
Skallagrímur – Snæfell 62:94
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi, úrvalsdeild
karla, Iceland-Express-deildin, mánudag-
inn 20. okt. 2008.
Gangur leiksins: 5:4, 10.6, 12:8, 18:20,
18:26, 18:36, 18:40, 23:43, 23:49, 27:57,
27:64, 31:68, 33:72, 38:80, 47:87, 62:94,
Stig Skallagríms: Þorsteinn Gunnlaugsson
16, Sveinn Davíðsson 11, Sigursteinn Hálf-
dánarson 10, Finnur Jónsson 10, Ómar
Helgason 5, Sigurður Þórarinsson 4,
Trausti Eiríksson 3, Pálmi Sævarsson 2,
Sigurður R Sigurðsson 1.
Fráköst: 18 í vörn – 8 í sókn.
Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 28,
Jón Ólafur Jónsson 27, Atli Hreinsson 11,
Daníel Kazmi 8, Hlynur Bæringsson 6,
Birgir Pétursson 5, Kristján Andrésson 5,
Magni Hafsteinsson 2, Egill Egilsson 2.
Fráköst: 26 í vörn – 14 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Eggert
Aðalsteinsson, góðir.
Áhorfendur: 275.
Njarðvík – Grindavík 84:98
Njarðvík:
Gangur leiksins: 4-5, 11-7, 18-12, (26-22),
32-26, 34-36, 41-41, 43-47, (50-53) 52-57, 55-
63, 57-68, (60-73) 68-76, 69-84, 75-90, 84-94,
(84-98)
Stig Njarðvíkur: Stig Njarðvíkur: Friðrik
Stefánsson 20, Logi Gunnarsson 20, Hjört-
ur Einarsson 15, Magnús Þór Gunnarsson
14, Sigurður Gunnarsson 8, Sævar Sævars-
son 4, Slobodan Subasic 3.
Fráköst: 24 í vörn – 8 í sókn.
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson
41, Brenton Birmingham 16, Þorleifur
Ólafsson 14, Helgi J. Guðfinnsson 10, Páll
Kristinsson 8, Arnar F. Jónsson 5, Guð-
laugur Eyjólfsson 2, Nökkvi Már Jónsson
2.
Fráköst: 32 í vörn – 5 í sókn.
Villur: Njarðvík 16 – Grindavík 20.
Dómarar: Jón Guðmundsson og Rögnvald-
ur Hreiðarsson. Áttu prýðis dag.
Áhorfendur: 320.
ÍR – Stjarnan 81:82
Seljaskóli:
Gangur leiksins: 4.1, 6:12, 30:42, 40:47,
51:55, 57:64, 57:69, 62:69, 69:72, 77:75,
79:79, 81:79, 81:82.
Stigahæstir hjá ÍR: Eiríkur Önundarson
23, Hreggviður Magnússon 16.
Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovar
Zdravvski 23, Justin Shouse 15, Birkir
Guðlaugsson 15.
Áhorfendur: 150.
Staðan:
Staðan:
KR 2 2 0 187:151 4
Tindastóll 2 2 0 143:127 4
Grindavík 2 2 0 208:193 4
Keflavík 2 1 1 166:163 2
Þór A. 2 1 1 165:165 2
Snæfell 2 1 1 149:119 2
FSU 2 1 1 175:164 2
Stjarnan 2 1 1 191:191 2
Breiðablik 2 1 1 149:161 2
ÍR 2 0 2 160:176 0
Njarðvík 2 0 2 162:201 0
Skallagrímur 2 0 2 128:172 0
KNATTSPYRNA
England
Newcastle – Manchester City .................2:2
Shola Ameobi 44., Richard Dunne 63.,
(sjálfsmark) – Robinho (víti) 14., Stephen
Ireland 86. Rautt spjald: Habib Beye
(Newcastle) 12.
Staðan:
Chelsea 8 6 2 0 19:3 20
Liverpool 8 6 2 0 13:6 20
Hull 8 5 2 1 11:11 17
Arsenal 8 5 1 2 16:6 16
Man. Utd 7 4 2 1 12:4 14
Aston Villa 8 4 2 2 12:10 14
Portsmouth 8 4 1 3 9:13 13
West Ham 8 4 0 4 14:14 12
Blackburn 8 3 2 3 8:14 11
Man. City 8 3 1 4 20:14 10
WBA 8 3 1 4 7:11 10
Sunderland 8 2 3 3 7:9 9
Middlesbro 8 3 0 5 7:14 9
Wigan 8 2 2 4 11:9 8
Bolton 8 2 2 4 8:10 8
Everton 8 2 2 4 12:18 8
Fulham 7 2 1 4 5:7 7
Stoke City 8 2 1 5 10:15 7
Newcastle 8 1 3 4 9:15 6
Tottenham 8 0 2 6 5:12 2
Noregur
Vålerenga – Lilleström.............................3:1
Svíþjóð
Sundsvall – Gefle.......................................2:3
Örebro – Helsingborg...............................3:1
Hammarby – Djurgården ........................3:0
Danmörk
Midtjylland – AGF....................................2:1
í kvöld
ÍSHOKKÍ
Egilshöll: Björninn – SR.......................19.30
„ÉG býst bara við sömu móttökum og aðrir fyrrver-
andi leikmenn Juventus fá. Þá á ég við að ég muni
verða fyrir móðgunum og aðkasti áhorfenda,“ sagði
Fabio Cannavaro, leikmaður Real Madrid, sem í
kvöld snýr aftur til Tórínó-borgar til að leika gegn
sínum gömlu félögum í Juventus. Liðin leika í H-riðli
Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en þetta verð-
ur í fyrsta skipti sem Cannavaro leikur gegn Juve
eftir að hann fór frá félaginu í kjölfar hneykslismáls-
ins sem varð þess valdandi að þeir svarthvítu voru
dæmdir niður um deild fyrir tveimur árum. Það má
því segja að Cannavaro hafi yfirgefið sökkvandi skip
og því gleyma stuðningsmennirnir seint.
Real hefur unnið báða leiki sína en Juventus er
með fjögur stig. Í hinum leik riðilsins mætast BATE
frá Hvíta-Rússlandi og Zenit St. Pétursborg.
Skytturnar í Arsenal eiga ærið
verkefni fyrir höndum því þær
sækja Fenerbahce heim í G-riðli.
Fenerbahce hefur eitt stig í
neðsta sæti riðilsins en Arsenal
fjögur í því efsta. Porto og
Dynamo Kiev hafa færi á að kom-
ast á toppinn ef Arsenal misstígur
sig en þau lið leika í Portúgal.
Keppni í F-riðli gæti orðið
hörkuspennandi en þrátt fyrir
slakt gengi í þýsku deildinni er
Bayern München þar efst með 4 stig. Bæjarar fá
Fiorentina í heimsókn en í hinum leiknum fara
Frakklandsmeistarar Lyon til Rúmeníu og mæta
Steaua frá Búkarest. sindris@mbl.is
Cannavaro heldur heim á fornar slóðir
Fabio
Cannavaro
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
trausti@mbl.is
Steinþór Jón Gunnarsson er 21 árs og
flutti til Ísafjarðar fyrir tveimur árum.
Hann veit frá fyrstu hendi hvernig lít-
ið bæjarfélag getur notið góðs af
markvissri íþróttauppbyggingu, en
hann varð Íslands- og bikarmeistari í
unglingaflokki með Aftureldingu, á
gullaldarárum liðsins.
Undirbýr ungviðið fyrir alvöruna
„Yngri bróðir minn, sem ég þjálfa
nú í 3. flokki, hafði æft handbolta síðan
hann var polli í Mosó en þegar vestur
var komið var því einfaldlega ekki að
heilsa. Hann spurði mig ásamt nokkr-
um kunningjum sínum hvort ég væri
ekki til í að þjálfa þá og ég sló bara til.
Núna þjálfa ég 5. og 6. flokk, sem
eru 10-13 ára og svo þriðja flokk, sem
eru 15-17 ára. Þetta er annað árið okk-
ar og vonumst við til að þessir ungu
strákar beri uppi meistaraflokkinn á
næsta ári, því eins og er höfum við
ekki starfrækt neinn meistaraflokk,“
segir Steinþór, sem stefnir á að taka
þjálfararéttindi í framtíðinni. Hann
segir uppgang íþróttarinnar fyrir
vestan þó ekki einungis sér að þakka.
„Það er greinilegt að árangur karla-
landsliðsins á Ólympíuleikunum hefur
haft mikið að segja, því það vilja allir
líkjast Óla Stefáns eða Snorra Steini.“
Utandeildin afar vinsæl
Samhliða unglingaþjálfuninni setti
Steinþór á laggirnar utandeild fyrir þá
eldri sem klæjaði í puttana. Þar keppa
níu lið, frá Ísafirði og Bolungarvík.
„Það hefur verið ótrúlega góð
skráning í utandeildina og samtals eru
þetta rúmlega 90 manns, frá Ísafirði
og Bolungarvík. Til dæmis má nefna
að gömlu refirnir úr „gullaldarliði“
Harðar hafa skráð sig til leiks og
nefna sig Seinni bylgjuna og verður
fróðlegt að fylgjast með þeim, en elsti
liðsmaðurinn þar, sem kominn er á
sextugsaldurinn, er sennilega í besta
forminu af þeim öllum!“ segir Stein-
þór glettinn.
Hann segir einnig marga efnilega
stráka vera fyrir vestan, þeir séu bæði
stórir og sterkir. „Hér eru margir al-
hliða íþróttamenn, enda körfubolti,
glíma, knattspyrna, skíði og sund mik-
ið stundað hér fyrir vestan. Og ef þeir
halda áfram í handboltanum gætu
þeir eflaust orðið landsliðsmenn þegar
fram í sækir,“ segir Steinþór, sem
kallar eftir meiri stuðningi heima-
manna við íþróttina.
„HSÍ hefur hjálpað mér mikið og
Trésmiðjan í Hnífsdal styrkti okkur
um búninga. En betur má ef duga
skal. Við fáum allt of fáa tíma í
íþróttahúsinu miðað við fjölda iðk-
enda, en íþróttahúsið á Torfnesi er
það eina á svæðinu sem hefur löglega
stærð á handboltavelli. Í raun vantar
einn svona Gauja Þorsteins fyrir
handboltann; einhvern sem lifir fyrir
íþróttina og gerir allt fyrir félagið,“
segir Steinþór og á við Guðjón Þor-
steinsson sem gjarnan er kenndur við
Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar. En
er Steinþór einfaldlega ekki sá mað-
ur? „Jú, ætli ég sé ekki sjálfkjörinn í
það, fyrst ég er nú byrjaður á þessu á
annað borð!“
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Steinþór „Gaui“ Gunnarsson Með knöttinn í hendi og uppábúinn í Harðartreyjunni, tilbúinn á næstu æfingu.
LÍTIÐ hefur farið fyrir handknattleiks-
iðkun á Ísafirði síðan fyrir aldamót
þegar Hörður var og hét en ekkert vest-
firskt meistaraflokkslið hefur keppt á
vegum HSÍ síðan tímabilið 1998-1999.
Það kann þó að breytast fljótlega, því
ungur Mosfellingur, Steinþór Gunnars-
son, er staðráðinn í að rífa upp hand-
boltann fyrir vestan, með utandeild og
unglingaflokkum.
Handboltinn í hraðri
sókn á Ísafirði
Steinþór Jón Gunnarsson stendur í ströngu í kreppunni
HANNES Þ. Sigurðsson og Kári Árnason voru á
skotskónum í gærkvöldi með liðum sínum hvor sín-
um megin við Eyrarsundið og báðir komu þeir inn
á sem varamenn. Hannes með Sundsvall og Kári
hjá AGF í Danmörku.
Mörgum að óvörum byrjaði Hannes á vara-
mannabekknum hjá Sundsvall gegn Gefle í sænsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu . Leikurinn var nán-
ast úrslitaleikur fyrir Sundsvall en tapaðist 3:2 og
því er útlitið orðið ansi dökkt hjá Hannesi og fé-
lögum á að þeim takist að halda sæti sínu í úrvals-
deildinni.
Ari Freyr Skúlason lék að vanda allan leikinn á
miðjunni fyrir Sundsvall en Hannes kom inn á í
hálfleik þegar staðan var orðin 2:0 fyrir Gefle.
Hann hafði aðeins verið inni á í tvær mínútur þeg-
Hannes og Kári á sk
Allt lítur útfyrir að Ein-
ar Logi Friðjóns-
son hafi enn ekki
jafnað sig á
meiðslum sem
hann hlaut í
haust, alltént
missti hann í gær
af einn einum
leiknum með Skövde í sænsku úr-
valsdeildinni í handknattleik. Þá
vann Skövde-liðið stórsigur á FK
Tumba, 31:21. Skövde er í 6. sæti
deildarinnar af 14 liðum með 6 stig
að loknum 6 leikjum.
Þrátt fyrir aðvera einum
leikmanni fleiri í
78 mínútur í við-
ureign sinni við
Newcastle í gær-
kvöldi þá gekk
leikmönnum
Manchester City
ekki vel að brjóta
leikmenn Newcastle á bak aftur á St
Jamese’Park í gærkvöldi í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu. Stephen
Ireland tókst að jafna metin fyrir
Manchester City, 2:2, fjórum mín-
útum fyrir leikslok.
Habib Beye, leikmaður New-castle, var rekinn af leikvelli á
12. mínútu eftir að hafa brotið á Rob-
inho innan vítateigs og þótti um
vafasaman dóm að ræða. Shola
Ameobi jafnaði metin á 44. mínútu.
Richard Dunne varð síðan fyrir því
óláni að koma Newcastle yfir með því
að þruma boltanum í eigið mark á 63.
mínútu. Jafnteflið breytir ósköp litlu
um stöðu liðanna í ensku úrvalsdeild-
inni en stöðuna má sjá hér til hliðar.
Morgan Pressel tryggði sér sigurá Kapalua-meistaramótinu í
golfi um helgina með því að setja nið-
ur pútt fyrir fugli á lokaholu mótsins,
en hún fékk tvo fugla á þremur síð-
ustu holunum. Bandaríski kylfingur-
inn fagnaði þar með sínum fyrsta
sigri á þessu ári en þetta er annar
sigur hennar á LPGA-kvennamóta-
röðinni.
Fyrir sigurinn fékk hin tvítugaPressel rúmlega 25 milljónir kr.
í verðlaunafé en hún lék lokahring-
inn á 3 höggum undir pari vallar.
Suzann Pettersen frá Noregi varð
önnur á 7 höggum undir pari en hún
var einu höggi á eftir Pressel. Í fyrra
sigraði Pressel á Kraft Nabisco-
meistaramótinu sem er eitt af fjórum
stórmótum LPGA-mótaraðarinnar
en hún er sú yngsta sem hefur sigrað
á stórmóti.
Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Kró-atíu vísar þeim sögusögnum á
bug að hann muni taka við knatt-
spyrnustjórastöðunni hjá Tottenham
í stað Juande Ramos verði hann lát-
inn taka poka sinn. Vaxandi þrýst-
ingur er á stjórn Tottenham að segja
Ramos upp.
Fólk sport@mbl.is