Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 1
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2009 F R É T T I R Veturinn endaði vel í Kauphöll- inni en heildarveltan á miðviku- dag fyrir viku nam 15,3 milljörð- um króna. Þetta var þriðji veltu- mesti dagur ársins, samkvæmt upplýsingum úr Kauphöllinni. Velta á skuldabréfamarkaði nam 15,2 milljörðum króna en 71 milljón króna á hlutabréfamark- aði. Mest var veltan 21. janúar síð- astliðinn þegar hún nam átján milljörðum króna. Fyrir hrun bankanna í október í fyrra var mikið líf í Kauphöllinni. Meðalvelta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 25 milljörðum króna á dag. Hápunktinum náði veltan 20. maí sama ár þegar hún nam 108 milljörðum króna. - jab ÚR KAUPHÖLLINNI Veturinn endaði vel í Kauphöllinni í gær. Veltan nam 15,2 milljörðum króna í lok dags. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vetur kvaddi með stæl Að óta byggðta ygg ...með áherslu á lífsgæði „Þetta var mjög óvenjulegur fjórðungur,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Öss- urar. Hann bendir á að fyrsti mánuður ársins hafi verið afar erfiður í skugga alþjóðlegra efnahags- þrenginga. Það hafi svo snúist við í mars. Hann segir mikla óvissu um horfur sökum hræringa í heims- hagkerfinu, ekki síst sökum gengisáhrifa. Össur hagnaðist um 7,6 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 995 milljóna króna á núvirði, á síðasta árs- fjórðungi miðað við 6,7 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Sala á tímabilinu nam 77,2 milljónum dala sem er fjögurra prósenta samdráttur í staðbundinni mynt. Framlegð (EBITDA) nam 12,9 milljónum dala sem er rétt rúmlega fjórðungi minna en í fyrra. Fyrirtækið náði stórum áfanga í Bandaríkjunum á tímabilinu í kjölfar viðamikilla breytinga á sölustarfi þar, en þær hafa gert Össuri kleift að selja stoðtæki til bandarískra sjúkrahúsa. Jón segir skrefið mikil- vægt og bindi hann miklar vonir við það. - jab JÓN SIGURÐSSON Forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar segir erfitt að spá fyrir um næstu mánuði. MARKAÐURINN/VILHELM Óvenjulegur fjórðungur að baki Stjórnvöld í Japan hafa fært efna- hagsspá sína fyrir árið úr núlli í samdrátt upp á 3,3 prósent. Fjár- lagaárið þar í landi hófst um mán- aðamótin. Þetta er nokkuð í takti við væntingar en efnahagur í Japan er mjög knúinn af útflutningi, ekki síst á bílum og tæknibúnaði. Bílaiðnaðurinn hefur hins vegar hrunið víða um heim auk þess sem færri kaupa dýr raftæki en áður. Þetta hefur valdið einu snarpasta samdráttarskeiði sem sést hefur í landi hinnar rísandi sólar frá tímum seinni heimsstyrjaldar, að sögn bandaríska dagblaðsins New York Times. Þetta er talsvert undir spá Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins en hann gerði ráð fyrir 6,2 prósenta sam- drætti. - jab Samdráttur í Japan KÁTÍNA Í KAUPÆÐI Útflytjendur í Japan brosa ekki jafnt breitt og áður því mjög hefur dregið úr sölu á leikjatölvum á borð við PS3 í kreppunni. MARKAÐURINN/AP Mary Schapiro, forstjóri banda- ríska fjármálaeftirlitsins, segir ekki útilokað að greitt fyrir þær upplýsingar sem leiða til þess að efnahagsbrot verða upprætt. Þetta sagði forstjórinn á ráð- stefnu með viðskiptablaðamönn- um í Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum á mánudag. Hún gerir ráð fyrir að um á bilinu 750 þúsund til 1,5 milljón ábendingar geti skilað sér í hús verði greiðsla í boði. Embættið búi hins vegar hvorki yfir tækj- um né tólum til að taka við svo miklu magni og verði að vinna að því að keyra upplýsingar saman frá gervöllum Bandaríkjunum til að gaumgæfa einstök mál. „Þetta gæti gefið okkur kost á að einbeita okkur að einstökum málum,“ sagði Schapiro og bætti við að hún vilji koma í veg fyrir að mál á borð við svikamyllu Bernie Madoffs renni úr hönd- um embættisins. Bandaríski skatturinn greið- ir fyrir upplýsingar í tengslum við skattalagabrot auk þess sem fjármálaeftirlitið greiðir fyrir uppljóstrun um innherjasvik á hlutabréfamarkaði. - jab Greitt fyrir uppljóstrun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.