Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.04.2009, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 29. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A Kannanakerfi eru meðal þeirra nýjunga, sem skot- ið hafa upp kollinum á frétta-, spjall- og bloggsíðum undanfarin misseri, og jafnvel á vefsíðum fyrirtækja. Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa augljósan hagnað af þessum skemmtilega möguleika, sem teng- ir þau við lesendur, fjölgar heimsóknum og aflar ef til vill upplýsinga um eitthvað, sem betur mætti fara. Skoðanakönnun er góð leið til að gera heimasíðu fyrirtækis gagnvirka. Þannig getur það fengið fram skoðanir lesenda á fyrirtækinu, vefsíðunni, einstaka vörutegundum, þjónustu eða einhverjum álitamálum. En hafa ber í huga, að nauðsynlegt er að skipta reglu- lega um könnun. Rafrænar kannanir geta verið af ýmsum toga, en mikilvægast er að standa vel að efni og uppsetningu þeirra, kynna þær með áberandi hætti á vefsíðunni og helst einnig á vinsælum samfélagssíðum, t.d. Face- book. Jafnframt væri hægt að umbuna heppnum þátt- takendum með einhverjum hætti til að auka áhuga þeirra. Að kanna hug lesenda með þessum hætti er ekki svo frábrugðið því að gera könnun um fylgi stjórn- málaflokka. Niðurstöðurnar gefa til kynna hver stað- an er og hvað betur mætti fara. En hvað vefkannanir snertir þarf að nota þær rétt, spyrja réttra spurninga og vinna á faglegan hátt úr niðurstöðunum. Ef spurningar vakna bendum við lesendum á að leita til sérfræðinga því mestur árangur næst með fagmennsku í fyrirrúmi. Er heimasíðan þín gagnvirk? www.8 . is Jón Traust i Snor rason f ramkvæmdast jó r i A l l ra Át ta ehf . Í dag eru allir markaðsstjórar net-markaðsstjórar því allir Ís- lendingar eru nú á netinu. Netið er að breyta því hvernig fólk hagar lífi sínu en það er einn- ig að verða sífellt fyrirferðar- meira í einkalífi fólks. Þar deil- ir fólk fæðingu og uppvexti barna sinna, finnur ástvini og heldur það sambandi við vini og gamla skólafélaga. Það finnur upplýsingar um heilsukvilla og lyf, deilir fjölskyldumyndunum, les fréttir, horfir á sjónvarp og skipuleggur einkalífið og fríin. FYRIRTÆKIN BERSKJÖLDUÐ Það hefur oft verið fullyrt að netið hafi gjörbreytt kjarnanum við stjórnun vörumerkja. Þetta er ekki rétt. Hann snýst enn þá um það sama. Að vita hvað við- skiptavinirnir vilja, bjóða vöru eða þjónustu sem uppfyllir þær þarfir og gera það vel og alltaf eins. Það sem hefur hins vegar breyst eru samskiptaleiðirnar. Þá hafa fyrirtæki aldrei verið eins berskjölduð. Það er í raun komið stækkunargler á allt sem fyrirtæki gera og ef þau standa ekki við það sem þau lofa, kemst strax upp um þau. Fyrirtæki geta ekki falið neitt lengur. Á netinu geta neytendur borið saman verð og gæði fyrirtækja á örskotstíma. Ungling í Breið- holtinu sem langar í MP3 spil- ara gæti eins auðveldlega talað við vin sinn í Hafnarfirði, lesið blogg hjá íbúa í Tókýó og um- sögn Breta á tónlistarsíðu til að ákveða sig. Áður en farið er út að kaupa, gæti hann hafa borið saman verð á Íslandi og nokkr- um öðrum stöðum í heiminum. Þegar kaupin eiga sér loks stað er sölunni í raun lokið. Hann á aðeins eftir að ná í gripinn. MIKILL HRAÐI Sögur ferðast hratt á netinu. Bæði slæmar sögur og góðar. Sem dæmi þurfti lásaframleið- andi í Bandaríkjunum að endur- kalla mikið magn hjólreiðalása eftir að unglingur með venju- legum BIC penna tókst að opna eina tegund af lásum fyrirtæk- isins. Hann tók gjörninginn upp, setti á Youtube og mynd- bandið fór eins og eldur um sinu um netið. Fyrirtækið þurfti að endurkalla þessa nýju lásalínu og tók mikinn skell fyrir vikið. Önnur nýleg saga er af frægri pitsustaðakeðju úti í heimi sem lenti í því að tveir starfs- menn gerðu heldur ógeð- fellda hluti við pitsu í vinnunni sem var svo send til við- skiptavin- ar. Atvik- ið var myndað af starfsmanni, sett á netið og fyrirtækið, sem er með útibú úti um allan heim, fékk gríðarlegt högg í mörg- um löndum þegar milljónir manna sáu myndbandið á örfá- um dögum. STANDAST EKKI VÆNTINGAR Það fyrsta sem yfirmenn spyrja þegar slæm saga fer af stað á netinu er hvernig hægt sé að redda því? Stutta svarið er að það er ekki hægt. Fyrirtæki geta einungis sagt sína hlið á málinu, gert það stöðugt og vonað svo að almenningur hlusti frekar á fyrirtækið en „brjálæðinginn á horninu“. Hitt er svo annað mál að ástæða er fyrir því að flest fyrirtækjanna fá á sig skell sem þennan. Þ.e.a.s. þjónustan eða vörurnar sem þau voru að bjóða stóðust ekki þær vænting- ar sem fylgdu þeim. Lásafram- leiðandinn var með lélegan lás og pitsustaðurinn var ekki með innri málin í lagi. Stundum eru fyrirtæki hreinlega ekki nógu gegnsæ og því eru viðskipta- vinir með rangar væntingar til þeirra. Í öðrum tilvikum er um þjónustubrot að ræða. GÓÐAR SÖGUR Góðar sögur fá líka athygli á netinu. Ekki þarf annað en að Googla „góð þjónusta“ til að lesa frásagnir fólks um góða þjónustu á Íslandi (330.000 leit- arniðurstöður koma upp). Und- irritaður fékk t.a.m. tölvupóst (sem sendur var á nokkuð stór- an hóp) frá vini sem ætlaði að panta mat og láta senda sér frá Hamborgarabúllunni nýlega. Hún hringdi þangað og ætlaði að láta senda sér mat heim með Food taxi sem starfsmaður- inn tilkynnti að væri því miður ekki starfandi lengur. Því væri engin heimsendingarþjónusta í boði. Starfsmaðurinn á Búllunni sagði það þó ekki vandamál því hann ætti leið hjá húsi hennar og bauðst til að koma við með matinn. Önnur góð saga sem dreifðist á netinu var af bílaframleiðand- anum Toyota. Staðan á Face- book var einn vetrardag hjá nokkrum Facebook-urum að Toyota hefði verið búin að skafa snjóinn af bílunum þeirra þegar þeir fóru út þann morguninn. Allir voru þeir auðvitað Toyota-eig- endur með fleiri hundruð vini á Facebook sem sáu skilaboðin. Svona litlar sögur sem áður fyrr lifðu aðeins hjá viðskiptavinum og örfáum í kringum þá dreif- ast víðar og hraðar en nokkru sinni fyrr. NEYTENDAMIÐILL Valdið er farið frá fyrirtækj- unum til viðskiptavina. Í þess- um breytta heimi er samt einn- ig mikið sóknarfæri með því að fara örlítið fram úr vænt- ingum sem er besta leiðin til að hrífa viðskiptavini. Ánægð- ir viðskiptavinir segja stundum frá upplifun sinni á netinu sem selur öðrum að koma í viðskipti. Með tilkomu netsins verða neyt- endur í raun sterkasti fjölmiðill- inn. Fyrirtæki, sem eru 100 pró- sent gegnsæ, eru hreinskilin og segja af auðmýkt frá sinni hlið ef hallar á traustið. Ef þau reyna að fela eitthvað eða fegra kemst það alltaf upp fyrr eða síðar og ekk- ert fyrirtæki (frekar en einstakl- ingur) getur komið vel frá því að vera „nappað“ við eitthvað sem það á ekki að vera að gera. ALLIR Á NETINU Eins og í upphafi sagði eru nú allir á netinu. Til að undirstrika það segjast nú 96 prósent Íslend- inga á aldrinum 16-35 ára og 79 prósent af aldurshópnum 56- 76 ára fara á netið einu sinni í viku eða oftar í upplýsingaleit. Fólk notar netið til að kynna sér vöruúrvalið sem er í boði, ber saman kosti og klárar þar yfir- leitt allt nema kaupin sjálf. 81 prósent Íslendinga á aldrinum 13-29 ára eru nú á Facebook og næstum allir fara þangað einu sinni í viku eða oftar. Þá nota rúmlega 75 prósent Íslendinga bankaþjónustu á netinu og nær allir skila skattskýrslunni sinni þar. Tæp 40 prósent netnotenda í Bandaríkjunum segjast oft miðla reynslu sinni af vörum og þjónustu á netinu. Þetta er geysilega mikilvægt fyrir ís- lensk fyrirtæki að hafa í huga því í dag 73 prósent Íslendinga á aldrinum 16-35 ára og helm- ingur þeirra sem eru á aldrin- um 55-75 ára lesa blogg einu sinni í viku eða oftar. Að lokum hafa rannsóknir í Bandaríkjun- um sýnt að 68 prósent neytenda eru líklegri til að trúa ráðlegg- ingum annarra neytenda á net- inu en skilaboðum í hefðbundn- um miðlum. Mikilvægi netsins er því nokkuð augljóst. Greinin er unnin upp úr bók sem kemur út fljótlega um markaðs- setningu á netinu. Netið og markaðsstjórar Guðmundur Arnar Guðmundsson Markaðsstjóri O R Ð Í B E L G Auglýsingasími – Mest lesið Þegar hjól efnahagskerfisins verða komin í gang á ný munu eflaust einhverjir líta til baka og rifja upp hvernig umhverfið leit út á gamla Íslandi. Ekki er ætlunin að gera slíkt hér með vota hvarma. Þvert á móti. Vonandi mun sá tími aldrei koma aftur heldur nýtt land rísa úr rústunum á nýjum grunni. Grunni sem fólk getur staðið á án þess að þykjast einstakt í veröldinni, haga sér eftir því og hvorki skeyta um kóng, prest né eigin svörð. Því þótt einhverjir vilji ekki gera sér grein fyrir því þá er Ísland hluti af samfélagi þjóðanna, þátttakandi í alþjóðlegu umhverfi og þarf að lúta þeim reglum sem þar eru í gildi. Ekki þýðir fyrir mörlandann að þykjast vera í afskekktri paradís, í innilokuðum dal þar sem íbú- arnir geta sjálfir sett sínar eigin reglur og lifað eftir þeim. Enginn vill leika með þeim sem ekki fara eftir reglunum. Tíðkast hefur allt frá leikskólaaldri að þeir sem slíkt gera fá ekki að vera með. Þeir eru einfaldlega skildir út- undan. Það verður að teljast undarlegt hversu aftarlega á merinni íslensk fyrirtæki eru þegar kemur að skil- um á ársreikningum. Líkt og Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, bendir á í for- síðufrétt Markaðarins eru stjórn- endur íslenskra fyrirtækja skuss- ar þegar kemur að uppgjörsskil- um. Í þeim hópi er fyrirtæki, sem til nokkurra ára hefur talist til um- svifamestu fyrirtækja landsins á erlendum vettvangi. Það hefur ekki skilað ársreikningi í fimm ár, síð- asta uppgjör þess skilaði sér í hús árið 2004. Ekki er víst hvort dæmið sé ein- stakt. En á sama tíma og rúmlega 90 prósent erlendra fyrirtækja standa plikt sína skila einungis tíu til fimmt- án fyrirtækja hér ársreikningum á sama tíma. Restin skilar sér svo að mestu eftir lokafrest. Stundum reyndar seinna, eða aldrei ... Slíkt hlýtur að teljast óviðunandi. Ótrúlegt er að fyrirtæki hér hafi komist upp með að láta hjá líða að skila grundvallargögnum, ársreikn- ingi sem lánveitendur og aðrir sem fyrirtækið snerta byggja ákvörð- un sína á. Ófært er að leggja fram gömul, hvað þá úrelt, gögn til að byggja á framtíð. Því fátt stendur lengi á sandi. Rakel bendir réttilega á að skussaskapur sem þessi getur bæði verið einn brostnu hlekkjanna sem bæði olli hruninu og tefur fyrir endur- reisn efnahagslífsins. Nauðsynlegt er að hlýða kalli hennar svo mögu- legt verði að greina stöðuna og sjá hvernig íslenskum fyrirtækjum hefur reitt af eftir hrunið. Annað hlýtur að teljast óásættanlegt. Vonandi verða ársreikningaskilin betri í framtíðinni, trausti grunn- urinn, ein stoðanna sem nýtt land rís á. Skussaskapur íslenskra fyrirtækja þegar kemur að skil- um á ársreikningum er óásættanlegur: Reglur nauðsyn í öllum leikjum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Því þótt einhverjir vilji ekki gera sér grein fyrir því þá er Ísland hluti af samfé- lagi þjóðanna, þátt- takandi í alþjóðlegu umhverfi og þarf að lúta þeim reglum sem þar eru í gildi. Ekki þýðir fyrir mörland- ann að þykjast vera í afskekktri paradís, í innilokuðum dal þar sem íbúarnir geta sjálfir sett sínar eigin reglur og lifað eftir þeim. Enginn vill leika með þeim sem ekki fara eftir reglun- um.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.