Fréttablaðið - 13.05.2009, Side 1
6
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 13. maí 2009 – 19. tölublað – 5. árgangur
Olíuverðið hækkar | Heims-
markaðsverð á hráolíu fór í tæpa
60 dali á tunnu fyrri part dags í
gær. Það hefur ekki verið hærra
síðan í nóvember í fyrra. Hæst fór
olíuverðið í rúma 147 dali á tunnu
í júlí í fyrra.
Öldungur tapar fé | Berkshire
Hathaway, fjárfestingarfélagið
sem Warren Buffett hefur stýrt
í rúm fjörutíu ár, tapaði 1,5 millj-
örðum Bandaríkjadala á fyrsta
fjórðungi ársins. Þetta jafngild-
ir tæpum 190 milljörðum króna.
Fyrirtækið hefur ekki skilað tapi
síðan 2001.
Tapa vegna Íslands | Þrettán
fasteignasjóðir í Bretlandi töp-
uðu 195 milljónum punda, jafn-
virði 37 milljörðum króna, vegna
hruns íslensku bankanna í fyrra-
haust, samkvæmt úttekt breska
blaðsins Daily Mail um stöðu sjóð-
anna.
Kreppa í Lettlandi | Hagvöxtur
í Lettlandi dróst saman um átján
prósent á fyrsta ársfjórðungi,
samkvæmt tölum sem birtar voru
í fyrradag. Þetta er þó ekki jafn
slæmt og í kreppunni sem reið
yfir landið í byrjun tíunda ára-
tugar síðustu aldar.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Margir smærri stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs
eru að sligast vegna skuldabagga í kjölfar stofn-
fjáraukningar sparisjóðsins í desember 2007 og
horfa örvæntingarfullir fram á veginn. Sumir sjá
fátt annað fram undan en gjaldþrot.
Gjalddagi er í næsta mánuði á lánum sem stofn-
fjáreigendur Byrs tóku við stofnfjáraukningu
sparisjóðsins í desember 2007. Aukningin hljóð-
aði upp á 26,2 milljarða króna og var fjármögnuð
að stærstum hluta af Glitni (nú Íslandsbanka) með
veði í stofnfjárbréfum stofnfjáreigenda.
Stofnfjáreigendur Byrs, sem bæði koma frá
Sparisjóði Hafnarfjarðar, Sparisjóði vélstjóra og
Sparisjóði Kópavogs, eru 1.500 talsins og tóku
flestir lán fyrir nýju stofnfé. Hluti stofnfjár-
eigenda tók lán í íslenskum krónum, sumir tóku
blöndu myntkörfu lána á meðan aðrir tóku ein-
göngu erlend lán.
Þeir sem áttu þess kost að fjármagna stofnfjár-
aukninguna eftir öðrum leiðum, svo sem með veði
í fasteignum sínum, standa betur. Þeir eru engu að
síður óttaslegnir, samkvæmt heimildum Markað-
arins. Óvíst er með verðmæti eignarhluta stofn-
fjáreigenda Byrs í dag.
Stærstu stofnfjáreigendurnir, svo sem Magnús
Ármann, þá umsvifamesti stofnfjáreigandi Byrs,
og aðrir honum tengdir beint og óbeint, fjármögn-
uðu stofnfjáraukninguna að öllu leyti með lánum
og geymdu skuldbindingar sínar í eignarhaldsfé-
lögum. Smærri stofnfjáreigendur fjármögnuðu
kaupin í eigin nafni og fjölskyldu sinnar og falla
lánin á viðkomandi á gjaldaga.
Byr greiddi stofnfjáreigendum 13,5 milljarða
króna arð vorið 2008 vegna góðrar afkomu spari-
sjóðsins árið áður og nýttist arðgreiðslan til niður-
greiðslu á lánunum. Þeir stofnfjáreigendur sem
Markaðurinn hefur rætt við vita ekki hvað tekur
við. Þeir sem fjármögnuðu aukninguna með láni
Glitnis á sínum tíma standa verst og óttast nokkrir
að Íslandsbanki, sem tók yfir innlenda starfsemi
Glitnis í fyrrahaust, taki Byrs-hlutina með veðkalli
og skilji stofnfjáreigendur eftir með skuldabagga
á bakinu. Markaðurinn hefur rætt við stofnfjár-
eiganda sem tók tuttugu milljóna króna lán vegna
stofnfjáraukningarinnar. Þótt arðgreiðslan hafi
verið nýtt til að greiða inn á það fyrir ári hljóðar
skuldin í dag upp á 28 milljónir króna.
„Það eru margir uggandi um sína stöðu,“ segir
Sveinn Margeirsson, einn þeirra sem fer fyrir hópi
stofnfjáreigenda og annarra velunnara sparisjóðs-
ins sem ákveðið hefur að bjóða sig fram til for-
ystustarfa í sparisjóðnum á aðalfundi hans í dag.
Í hópnum eru meðal annars Hörður Arnarson, fyrr-
verandi forstjóri Marel Food Systems.
Framboðið á rætur sínar að rekja til rannsóknar
Sveins og eiginkonu hans á viðskiptum með stofn-
fjárhluti í Byr eftir hrun bankakerfisins og afkomu
sjóðsins í fyrra. „Þetta er fyrst og fremst réttlætis-
mál enda margir stofnfjáreigenda eldra fólk sem
var platað til að skuldsetja sig á sínum tíma,“ segir
Sveinn.
Stofnfjáreigendur
Byrs óttast gjaldþrot
Stór hluti stofnfjáreigenda Byrs veit ekki hvað tekur við
á erfiðum gjalddaga á tugmilljarðaláni við Íslandsbanka í
næsta mánuði. Margir eru ófærir um að borga.
Græna
prentsmiðjan
VIÐSKIPTI
Evru posi – aukin þjónusta
við erlenda ferðamenn
Við bjóðum viðskiptavinum okkar sérstaka
posa fyrir erlend MasterCard og VISA kort.
Þannig geta þeir selt vöru eða þjónustu til
erlendra ferðamanna í evrum og valið um að
fá uppgjörið í evrum eða íslenskum krónum.
Velta í dagvöruverslun jókst um
1,1 prósent á föstu verðlagi í apríl
miðað við sama mánuð í fyrra og
um tæp 23 prósent á breytilegu
verðlagi. Ekki hefur orðið raun-
aukning í veltu dagvöruverslun-
ar á milli ára síðan um mitt síð-
asta ár.
Ástæðuna fyrir aukningunni
nú má rekja til þess að í ár voru
páskarnir í apríl en í fyrra voru
þeir í mars, samkvæmt upplýsing-
um frá Rannsóknasetri verslun-
arinnar.
Ef veltuvísitala dagvöruversl-
unar er leiðrétt fyrir árstíða-
bundnum þáttum varð samdrátt-
ur í veltu um 5,9 prósent milli ára.
Verð á dagvöru lækkaði um 0,9
prósent frá mars til apríl. Verð á
dagvöru var hins vegar 21,4 pró-
sentum hærra í apríl en á sama
tíma í fyrra. - ghs
Íslenska fyrirtækið SecurStore
ætlar að taka þátt í sýningunni
Channel Expo 20.-21. maí. Alex-
ander Eiríksson framkvæmda-
stjóri segir fyrirtækið taka þátt
í sýningunni til að afla sér sam-
starfsaðila í Bretlandi. SecurStore
býður fyrirtækjum afritun gagna
yfir Netið með sérstakri tækni.
Channel Expo er eina sýningin
í Bretlandi sem endursöluaðilar
sækja til að leita sér að samstarfs-
aðila. Endursöluaðilar SecurStore
þar er nú um þrjátíu. - ghs
Leitar fleiri
samstarfsaðila
Vikuleg vefráð
Að fá mikið fyrir lítið
á Netinu
Afleiðingar verðhjöðnunar
Lækka
verðtryggðu lánin 4-5
Joseph Stiglitz
Vor
uppvakninganna
6
Velta jókst í
verslun