Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 13.05.2009, Blaðsíða 5
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2009 F R É T T A S K Ý R I N G u lánin Efnahagshorfur eru slæmar í heiminum. Hag- fræðingar óttast að kreppan verði dýpri og verðhjöðnunin langvinnari en áður var talið. Sérstaklega á þetta við um Japan og vest- rænu ríkin. Japanar hafa þurft að kljást við langvarandi verðhjöðnun og eru því kannski allra þjóða reyndastir í því efni. Kreppa skall fyrst á Japan um 1990 þegar húsnæðis- og eignabóla fyrirtækja hrundu á einni nóttu og fyrirtæki sátu uppi með skuldir og minni eignir. Það tók fyrirtækin fimmtán ár að greiða niður skuldirnar og fara að taka lán aftur þó að vextir væru litlir sem engir. Um 1995 varð bankakreppa og voru nokkrir bankar teknir yfir í landinu. Bankarnir lentu aftur í nokkrum hremmingum í Asíukrepp- unni svonefndu nokkru síðar. Japanskt hag- kerfi hafði því ekki unnið sig upp úr erfið- leikunum fyrr en um 2003 þegar bera fór á efnahagsbata og stýrivextir fóru hækkandi aftur. Í verðhjöðnun gerist almennt séð þrennt. Vöruverð fer lækkandi, neytendur halda að sér höndum og peningastefnan verður mátt- laus. Í Japan var japanski seðlabankinn fljótur að lækka vextina í núll en raunvextir hækkuðu. Greiðslubyrði skulda þyngdist. Margt hefur verið skrifað um kreppuna í Japan, hvort japönsk stjórnvöld hafi verið of sein að bregðast við eða hvort ekki hafi verið tekið nægilega til í bankakerfinu. Skoðanir eru skiptar. Sumir telja að það taki einfald- lega svona stórt hagkerfi tíma að komast í lag aftur. Framleiðsla hefur nú dregist saman milli ára í flestum af stærri iðnríkjum heims, bæði Bandaríkjunum, á evrusvæðinu, í Bretlandi og Japan. Hagfræðingar telja að Japan verði einna verst úti. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að framleiðsla dragist þar saman um 6,6 pró- sent á þessu ári og 0,5 prósent árið 2010. Sam- dráttur verði einnig mikill í öðrum stórum hagkerfum. Verðhjöðnunin í Japan og heiminum 2008 1.600.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 í krónum talið stöðu þeirra sem eru með verðtryggð lán. Fyrir þá er aðalspurningin ekki krónutala lánanna heldur hvert samheng- ið er milli þess hvað þeir skulda og krónunnar sem þeir fá í tekjur um hver mánaðamót. Ekki er víst að verðhjöðnun myndi breyta því mikið,“ segir hann. „Erfitt er að hugsa sér hvern- ig hægt er að skapa skilyrði fyrir því að losna við verðtrygging- una ef það er það sem menn vilja án þess að skipta um gjaldmið- il. Mikil útbreiðsla verðtrygg- ingarinnar endurspeglar þá litlu trú sem Íslendingar hafa á gjald- miðlinum og sérstaklega þá litlu trú sem þeir hafa á getu stjórn- valda, einkum Seðlabanka, til að halda verðlagi stöðugu. Sú trú eða það traust verður ekki endurunn- ið nema á löngum tíma. Eða með því hreinlega að skipta um gjald- miðil.“ eð sér að verð lækkar og eftirspurn eftir vörum FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.