Rauði fáninn - 07.09.1934, Blaðsíða 3

Rauði fáninn - 07.09.1934, Blaðsíða 3
Rauði fáninn VIÐTALSTÍMI LEIÐTOGA SUKogFUK Alþj óðlega iprótta- mótid í Paris Iþróttamótið í París var stórfengur liðssafnaður gegn fasisma og stríði og setti það svip sinn á milljónaborgina dagana 11.—15. ágúst. Auk þess að yfir 5000 íþróttamenn frá 19 löndum tóku þátt 1 mótinu, sýndu einnig yfir 100.000 Parísarverkamenn vilja sinn til baráttu gegn vígbún- aði og fasisma með því, að standa með sem áhorfendur og styrkja mótið á ýmsan hátt. Mótið fór fram á 20 íþrótta- stöðum í París og var aðsókn fjöldans svo mikil að jafnvel borgarablöðin viðurkenndu, að í mörg ár heiði ekkert svo fjölsótt íþróttamót verið háð í París. Tilkomumestu Idutar móts- ins voru þegar mótið var opn- að á Perching íþróttastöðinni að viðst. 20—25.000 manns og þegar því var slitið í Garches- skóginum, þar sem yfir 50.000 manns voru viðstaddir. 1 bæði þessi skifti var geysileg lirifn- ing, samhugur, þegar fulltrúar ýmsra landa og íþróttasamtaka (bæði meðlimir byltingarsinn- aðra og borgaralegra félaga) stóðu upp og hvöttu til ósigr- andi samfylkingar gegn stríðs- æði og fasistiskri villimennsku. Einna mest var hrifningin yfir þýzku félögunum, sem þrátt fyrir ógnir og lífshættu höfðu smyglað sér á mótið — og Sovét-íþróttamönnunum, sem nú í fyrsta skifti konni á slíkt inót. Þegar Jieir gengu inn á völlinn, hrópuðu þúsundirnar »Sovét allsstaðarh, og er þýzki flokkurinn kom, bergmálaði samkomustaðurinn af brópiuu: •Frelsið Tbálmann!« 1 lýlkingum íþróttamann- anna gengu fremstir meðlimir úr rauðum og sósíaldemókrat- iskum íþróttafélögum og báru risastóran borða, er á var letrað kjörorð saml’ylkingar- innar. Við leikana, þar sem keppt var um verklýðs-heimsmeistara- tign í knattspyrnu, var einnig mikill fjöldi saman koniinn, en þó sérstaklega á hinum ó- venjulega glæsilega úrslitakapp- leik milli Sovét og Noregs, þar sem Sovét vann með 3:0. Þar voru viðstaddir um 30.000 hrifnir áhorfendur. Á liinni miklu lokasamkomu talaði fyrstur fnlltrúi framkvæmda- nefndar R.S.I. (Rauða íþrótta- alþjóðasambandið), sem ávarp- aði fulltrúa og gesti og flutti stríðshættu og fasisma ið með mikilli hrifningu. Þar næst töluðu: fulltrúi sósíalist- iska æskulýðsins í París, full- trúi sovét-íþróttasendinefndar innar, fulltrúi Frakklandsdeild- ar Alþjóðasambands sósíaldemó- kratiskra íþróttamanna, fulltrúi íþróttasamtaka Gyðinga, fulltrúi Alþjóðanefndarinnar gegn stríði og fasisma og að lokum full- trúi K.F. Frakklands. Allir Jteim hardagakveðjur R. S. I. Hann kvað R.S.I. reiðubúið til sameiginlegrar baráttu með hverjum þcim. sem, vildi berjast gegn stríði og fasisma, gegn notkun íjnóttanna 1 anda fasisma og liernaðar, og R.S.I. rétti Jieim hönd sína til sköp- unar eins aljijóðasambands verkamanna. Var þessari yfirlýsingu tek- Tilað vinna íþrótta- merkið »Reiðubúin til vinnu og varn- ar«, verða sovét- íþróttamennirnir að þreyta ýmsar í- þróttir og ná á- kveðnum afrekum í þeim. Hér á myndinni sést rússnesk í- þróttakona, sem er tilbúin að keppa um íþróttamerkið. ræðumenn létu í ljósi samfylk- ingarvilja sinn. Síðan var einróma samþykkt ávarp til vinnandi íþrótta- manna í öllunt löndum — og síðast var leikinn smáleik- ur: »IIver vill ófrið?« 200 með- limir »Leiksambands verka- manna« í Frakklandi sýndu þennan leik, sem var tekið með hrifningu. K ARLAKOR YERKAMAMA óskar eftir nokkrum söngmönnum. Upplýsingar hjá Hallgrími Jakobssyni Grettisg. 6A. Pólitísku leiðtogar SUK og FUK mánu; daga kl. 6—7% Faglegu leiðtogar SUK og FUK þriðju- daga kl. 6—7% Utbreiðslu- og fræðsluneínd miðviku- daga kl. 6—7% Skipulags- og fjárhagsnefnd fimmtu- daga kl- 6—7% Ritstjórn Rauða fánans föstud. kl. 6—7. íslenzku íþróttamennirnir, sem áttu að mæta á alþjóðlega íþróttamótinu í París og sýna íslenzka glímu, komust þangað ekki vegna ófyrirsjáanlegra at- vika. Þeir fóru með »Lagar- foss« til Antverpen. Þar stóð til að tekið yrði á móti þeim. En svo illa vildi til, að mót- tökunefndin hafði aldrei upp á skipinu, sem Jieir voru með. En hins vegar treystu íslend- ingarnir sér ekki að halda einir áfram til París vegna kunnáttu- leysis í málum. Það var í alla staði mjög leiðinlegt, að þetta skyldi koma fyrir. Það hefði verið ánægju- legt fyrir íþróttamennina ís- lenzku, að geta mætt á þessu mikla móti, sem lýst er hér að framan. Móttökunefndin í París hefir sent skeyti, þar sem hún harmar það, að íslenzku íþrótta- mennirnir skyldu ekki koniast alla leið vegna þessara mistaka, en þeir vona, að okkur vanti ekki á næsta alþjóðlega íþrótta- mót, sem haldið verður. Og það verður að vera markmið íslenzkra íþróttaverkamanna að senda öflugan flokk á næsta aljijóðlega íþróttamótið, sem haldið verður. Þessi mistök mega aldrei koma fyrir aftur. Það verður að læra af reynsl- unni. Nýtt heimsmet í þolsundi. Tveir sovét-sundmenn, með- limir í íþróttasamb. »Dynamo« liafa nýlega sett heimsmet í þol- sundi í Svartahafinu. Annar þeirra, Malin synti 40 km. á 13 stundum 50,20 mín. en liinn Faisolinn synti 34 km. á 13 st. J18 ntín. Fyrra lieimsmetið var 32 km. á 11 st. 10 mín. og sett af Fransose Michel í Erinasundi. Gangið í íþróttafélag verkamanna.

x

Rauði fáninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.