Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 1
SKINFAXI. 1. TBL. HAFNARFIEÐI, OKTÓBER 1909. I. ÁRCt. Til ungmennafélaga íslands. Sumarið er liðið. Yetur genginn í garð. Félög leita starísstöðva sinna. Æskulýður- inn hópast saman með sól og sumar í hug og hjarta. Flvtur með sér ijós og yl bros- hýrrar sumarsælu og bjartan svip ísl. sum- arnætur inn í skammdegi og vetrarkulda. Þá verða góð félög gróðrarstöð æsk- unnar, — alls þess, er þarf sól og yl í mannshjartanu. Og það er alt hið góða í oss, sem hliia þarf að og verja vel, svo skammdegið vefji það eigi skuggafeldi sín- um og geri það myrkfælið, — svo vetrar- kuldarnir kæli eigi æskublóðið. Það þarf að vera heitt og ungt. Ungmennafélögin, sem sprottið hafa út um land alt á skömmum tíma. starfa öll í þessa átt á einhvern hátt. Áliuginn er heitur. Yiijinn góður. Mátturinn lítill. Samtökin erfíð. — — — — Nú vill „Skinfaxi" iyfta undir bagga með ungm.félögunum og reyna af öllum mætti að bæta úr því, sem mest er ábótavant í starfi þeirra. Tengja saman fólögin í sterka starfandi heild. Hvetja og stæla dug og afl til dáða. Vekja sam- úð og samhug og opna augun fyrir öilu því, sem gott er og fagurt. — Glæða sum- arhug æskunnar. — Eigi mun af veita, því ísöld úlfúðar og sundurlyndis nístir nú land og Þjóð.------ „Skinfaxi" heitir hann, og sól og sum- aryl vill hann broiða yfir land alt. Bera kveðju rnilli ungm.félaganna. Og færa þeim fréttir af starfi voru víðsvegar um land. — Hann vill flytja þeim hvatarorð og leiðbein- ingar um starf þeirra. Auðfúsugestur vill hann verða hverju ungm.félagi, og hverja heimili, þar sem efnileg æska er fyrir. Merki ungm.félaganna vill hann bera hátt. Svo þau gleymi eigi takmarki sínu nó missi sjónar á því: að vekja og göfga ísi. æskulýð, styrkja hann og stæla. S t a r f s þ r á i n er vöknuð steriv og heit- Mörg ungmennafélög starfa kappsamlega á fleiri vegu. Skógræktar- og íþróttaáhugi er alment að vakna og hefir þroskast stórkost- lega á skömmum tíma. í þeim efnum hafa ungm.félögin myndað ný tímamót í; sögu vorri. En áhugi um amllega þroskun, göfgun og’ glæðing! Hvern veg er honum farið! Hann er þó undirstaðan. Hann er jarðvegur sá, er alt gott og göfugt ungm.starf á að spretta- úr sem eðlileg afleiðing góðrar ræktunar. Á þessu atriði þurfa allir góðir ung- mennafélagar að hafa vakandi auga, þareð vér stöndum hér miklum mun ver að vígi en grannþjóðir vorar. IJœr eiga hinn velræktaða jarðveg og hið' hlýja loft, er ungm.félagshreyfingin hefir þrifist svo vel í. Oss vantar þetta alger- lega Oss vantar gróðrarmagti það og lífs- loft til framþróunar æsku vorri, sem lýðhá- skólarnir hafa skapað hjá grannþjóðum vor- um. Þess vegna er og verður ungmennaféiags- starfið svo erfitt hér á landi! Vér erum sprotnir upp úr hrjóstrugum óræktarmóum íslenskrar alþýðumentunar, og mstandi norðanvindar afskifta- og skiln- ingsleysis í þeim efnum, er lúta að þrosk- un og ræktun sálar og líkama æskulýðsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.