Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1909, Blaðsíða 7
SKINFAXI •..þurig. þ. e.: drúpa talsvert niður að fram- an, þegar gripið er um írambrún „reimar- auganna", og þeim haldið á lofti. 4. Báðar hliðar (brúnir) skíðsins verða að hafa jafnmikla sveigju. Rangskreið skíði 'á að hafa þannig á fótum, að þau sæki -aaman. 5. Skíðin eiga að vera fött (þ. e. bunga -upp um miðjuna), og á fettan að vera -mest undir hælnum — aftan við reimar- augað, en þó eigi meira en liðlega hálfur ‘þumlungur. — (Fettu þessari er venjulega -náð með því að saga skiðin ofurlítið boga- dregin úr skíðaefninu). 6. Beygjan á að vera löng og flá (aðeins 'bogadregin, ekki kröpp!) og á táin eigi að -rísa hærra en 5—S1/^ þumlung. 7. Skíði eiga að vera þykkust við aftur- brún reimaraugans, því þar hvílir þunginn mestur. 8. Skíði eiga að vera breiðust í beygjunni, tæpa 4 þml.; um miðjuna 3—31/* þml.; og að aftan alt að 3J/2 þml. (skiðisbrúnin, hliðin verður þvi ilangt bogadregin). — íykiin á að vera: í beygjunni liðlega J/4 þml.; um miðju eigi minna lV4 þmi., og að aftan íþykkri en í beyjunni. (Furu- sMði verða þó að vera öllu þykkri um miðjuna). 9. Skíði verða harðari og hálli, ef þau eru rækilega smurð að neðan með sjóð- andi tjöru. 10. Skíðaefni: — Askur er taiinn besta -skíðaefnið, sterkur og seigur, en dýr. Eik er þung í sér og fremur stökk: mun þó notuð einna mest hér á landi. Fura getur verið all góð; hún er létt og fremur sterk, -en endist illa á skara og harðfenni. Greni er mjög lélegt í skíði og ætti helst aldrei að nota. — Önnur almenn skíðaefni eru: Hlynur, Birki, Álmur (mjög háll), Reynir og amerísk trjátegund, er Hickori nefnist, ’hún þykír þó mjög þung. — Skiðaefnið verður að vera beinvaxið (lang- viði, og liggja vel í því) og kvistalaust, — að minsta kosti í beygjunni ng undir fæt- inum. 7 ■ II. Skíðabihid. Góð skíðabönd (fótbönd) verður sá að hafa, er skíðamaður ætlar að verða. Skíð- in verða að vera föst á fætinum! Án- þess koma þau aldrei að fullum notum. Eg hefi lengi verið í vandræðum með góð skíðabönd handa íslendingum, þar eð fótabúnaður vor (íslenskir skór) er því til fyrirstöðu, að hægt sé að nota erlend skíða- bönd t. d. þau norsku, sem best eru talin. Eru þau of hörð og stinn og myndu scera fót með íslenskum skóm, enda eru þau flest sniðin fyrir sérstaka skó, er kosta frá 14—20 kr., og erslíkt eigi við alþýðuhæfi hér á iandi. Nú hefi eg hugsað mór sérstök skíða- bönd, er eigi væru of dýr, og ættu vel við hér á landi. Fótabúningurinn ætti þá að vera góðir íslenskir skór og hnéháir snjó- sokkar (togsokkar) utanyfir. Á miðjum hæl snjósokksins sé dálitiil reimar-stúfur 4—5 þml. langur með hringju á öðrum enda, saumaður fastur um miðjuna. Á hann að vera til þess að spenna utanum „hælbandið" og haida því föstu á hælnum, svo það renni hvorki oflangt upp né niður. Skiðaböndin sjálf eru á þessa leið: Tá- bandið („háhkinn") er 1—lV2 þml. breið liðurreim }ykk og stinn (en ekki hörð), t. d. stönguð saman úr tvöföldu leðri (söðla- smíða leðri) og helst fóðruð að innan með loðskinni, svo hún nuddi síður. Eru endar hennar festir í reimarauganu báðumegin með tréfleygum eða skrúfu að ofan. — Aftur um hælinn gengur svo sterk reim fremur mjó og er spent utan fótar. Hún er íest þannig, að hún er dregin gegnum reimaraugað undir tábandssporðana, áður en þeir eru fleygaðir fastir, og má þá skera dálítið úr þeim fyrir hælbandinu og fleyga svo hvortveggja fast. Hœlbandið er dregið svo langt í gegn, að hringjan nái á miðjan jarka utanverðan; gengur svo lengri endi þess aftur um hælinn og fram í hringjuna. Ef íast er spent hælbandið, á það að þrýsta fætinum vel fram í „hánkann," og verðui'

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.