Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1912, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1912, Blaðsíða 5
SKINFAXI 13 Bókafregn. Æfisaga Bólu-Hjálmars er nú komin út. Símon Dalaskúld hefir safnað heimildunum, Brynjólfur á Minnanúpi ritaS bókina og bókaútgáfufélagið á Eyrarbakka komið henni á framfæri. Bók þessi er ein af þeim fáu bókum, þar sem höfundurinn og meðferð hans á efninu vekur litla eftirtekt í samanburði við efnið sjálfl. Lesandinn heimtar enga framúrskarandi snild, hann heimtar aðeins blátt áfram frásögn sjónarvotta um sjálfa söguhetjuna. Og þeirri kröfu er fullnægt hér. Lesandinn sér glögt alla æfibraut Hjálmars, bæði í neyð hans og mikilleik. Alla sorgarsöguna islensku, munaðarlaust barnið, tekið af umkomulausri móður, sýnt ranglæti frá upphafi vega; annarsvegar er andi unglingsins sterkur en óbilgjarn, sem finnur sig særðan, og finnur i sér mátt til að hefna. Og vopnið er skarpt: sárbeitt háð, sem eins og hvass hjör með eitur í eggjum leitar ávalt að hjartastað óvinar- ins, finnur hann og særir banvænu sári. Og hinsvegar hefnd samtíðarinnar: rógurinn ogníðið, sem lykst um manninn eins og þoka, slær um hann hring, víkur undan þar sem hann gengur fram, en þokast því nær að baki hans og spennir hann i hel- greipum sínum. Um tvítugt verður hann að þola opinbera háðung og biðja lítil- sigldan öfundarmann afsökunar á litlum sökum. Nokkur ár líða, þá er Hjálmar gerður að þjóf, öllum meðulum er beitt til að fella haun en ekkert sannast. Hann er sýknaður af ákcerunni, en dœmdur til að greiða geisiliáan málskostnað. Alt sem Hjálmar á er tekið í þessa skuld; hann flæmist frá jörðinni með konu og börn, alslaus, háður veglyndi fáeinna vina. Svo líða mörg ár. Hjálmar berst fyrir lífinu, þó hann sé rændur eignum og mannorði. En svo kemur ellin og sjúk- leikinn, og hann á engan að, engan nema sveitina. Hann knýr á dyr hennar og er SKINFAXI — mánaðarrit XJ. M. F. í. — kemur út í Eeylijavík og kostar 1 kr. árgangurinn, evlendis 1,50 kr. RTTSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu. Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bj'örn Þórhallsson Lauíási Ritneind: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Tr. Þórhallsson, rekinn út — tvisvar. Jafnvel sveitin er honum of góð. Og mannleg hreysi eru honum of góð; þaðan er hann hrakinn, af því hann er fátækur og út í fjárhús. Og þar lifir hann seinustu æfistundirnar, og þar deyr hann. Dapurleg saga. Óviturlega farið með dýrustu eign heimsins: sál afbragsmannt- ins. Því að sök Hjálmars var engin önnur en sú, að hann var of mikill vexti, en samtiðin of lítil. Og þjóðfélag samansett af litlum mönnum og stýrt af litlum mönn- um, þolir engan, sem er mikill. Það er eins og óvætturinn gríski, sem lagði alla gesti sina í sömu sæng, hjó af þeim, sem voru of háir, teygði þá, sem voru oflágir — til bana. Allir verða að vera meðal- menn, ekki meira, ekki minna. En móðir náttúra er dutlungafull; hún reiknar ekki út, hvort barnið eigi að hvíla á silkikoddum eða í öskustónni. Hún er stundum svo heimsk, að láta afarmennið fæðast í hreysi fyrirlitinna aumingja, og; þegar sá maður vex og sýnir, að hanrt sér lengra og getur meira en hversdags- mennirnir í kring um hann, þá segja þeir: Ger annaðhvort, ver lítill eins og við og þú skalt verða langlífur í landinu, eða far þínu fram og ver landflótta og ílakkandi á jörðunni og kný ætíð á lokaðar dyr. En þeir góðu, litlu menn vila ekki, að sá sem er fæddur risi, gelur aldrei orðið dvergur. Og Hjálmar var risi og vildi ekki fara í litlu fötin; þessvegna sagði samtíðin honum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.