Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1912, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.02.1912, Qupperneq 8
16 SKINFAXI afkastameiri en fyr við íþróttaútbreiðslu okkar Islendinga. Munu allir Ungmenna- félagar óska honum heilla og gengis á ferðinni og góðrar heimkomu. íslenskir iþrdttamenn hafa sótt um það til forstöðunefndar olympisku leikanna að mega taka þátt í þeim sem Islendingar. Leikarnir verða haldnir að sumri í Stokkhólmi. Ekki líst Svíunum á að við getum talist sérstök þjóð, en hver þjóð kemur fram við þessa leika í hóp sér. Þó er ekki fullnaðarúrskurður um þelta fallinn enn. Ekki líst íþróttamönnum okkar að koma fram sem Danir og liætta heldur við hlut- tökuna. [Vísir]. Skógræktarstj’rkur. Arlega er veittur styrkur úr Skógræktar- sjóði Friðriks VIII., rúm tvö hundruð kr. 1 hvert sinn. — Ungmennafélög, sem hafa pegar færst i fang eitthvað það er að skóg- rækt lýlur svo nokkru nemi, eða ætla sér £að, gætu vænst þess að verða styrksins aðnjótandi. Umsóknunum, sem senda á Stjórnarráðinu með vori, fylgi skýrsla um það, sem þegar er unnið að skógrækt, og eins það sem vinna á. — Meðmæli skóg- ræktarmanna, sýslu- og hreppsnefnda geta komið sér vel. Tílrlitsreikningurinn eða eyðublöðin nndir Iiann, sem skrifað var um í Skinfaxa nýlega, eru nú prentuð, og fást 100 (nóg til 8—25 ára) saman bundin, ásamt stóru umslagi undir þau sem útfylt eru, fyrir 1,50. — Skinfaxi skorar á Ungmennafélögin öll að taka upp þessa nýbreytni í hókhaldinu, og verður ekki lint fyrr en þau hafa gert það, því hún er hvorttveggja: Ijós og óbrotin. Um eyðublöðin snúi menn sér til sam- bandsstjóra eða fjórðungsstjórna. íþróttasambund er verið að stofna hér í Rvík um þessar mundir, sem nái yfir alt landið, er það þarft fyrirtæki og gagnlegt. — Því hefir verið hreyft, að einstök Ungmennafélög gengju ekki i þetta samband, heldur Sam- band Ungmennafélaganna fyrir þeirra hönd. En alt er enn óráðið um það. Guðrn. Sig'urjónsson er nýkominn frá Vestmanneyjum; hafði hann þar íþróttanámsskeið. Aðsókn hin besta. Vöntun. Þeir sem kynnu að hafa eitthvað af 5 fyrstu tölubl. Skinfaxa I. ár, eru beðnir að senda það afgreiðslu hans og yrði þá andvirði þeirra sent um hoel. Einkum er það 5. blaðiö, sem hörgull er á. ~Sý snmbandsfélög. Altaf fjölga sambandst'é- lögin, sem betur fer. Hafa nú bæst við í hópinn félögin: „Armann“ í Vestur-Skaftafellssýslu og „Skarphéðinn11 í Olfusi. Ennfremur er von á, að Ungmennafél. „Hekla“ í Rangárvallasýslu gangi innan skamms í sambandið. Fjórðungsstjórnm. Auglýsing. Hið árlega fjórðungsþing Ung- mennafélaga í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórð- ungi, verður haldið í Reykjavík 2.—4. apríl næst- komandi. Fulltrúarnir eru beðnir uð gæta þess, að hafa með sér kjörbréf, undirrituð afstjórnum félaganna. Rvík 24/, ’12. Fjórðungsstjórnin. Tilkynning. Þessi Ungmennafélög í Sunnlend- igatjórðungi, hafa greitt sambandsskatt fyrir i 1912, og sent skýrslu fyrir síðastliðið ár. 1. U. M. F. Reykjavíkur af 121 félögum 2. — „Tðunn“ — 121 — 3. — Afturelding — 48 — 4. — Hrunamanna — 72 — 5. — Stokkseyrar — 35 — 6. — Laugdæla — 11 — 7. — Hvöl* — 40 — 8. — „Islendingur“ — 05 — 9. — „Huukur“ — 22 — 10. — „Ármann“ — 27 — 11. — Seytjándi júni — 39 — 12. — „Brúin“ — 41 — 13. — Vestmannneyja L* — 118 — 14. — „Óðinn“ — 25 — 15. — „Dugsbrún11 — 30 — Fjórðungsstjórnin. * Vantar skýrslur. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.