Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1913, Side 1

Skinfaxi - 01.12.1913, Side 1
12. BLAÐ REYKJAVÍK, DESEMBER 1913. IV. ÁR Dagarnir líða. Enn uin þjóðskóla. I síðasla blaði var aS nokkru sýnt fram á nauðsýn nýrra andlegra aflstöðva í land- inu til að gera alþýðuna sem sjálfstæðasta i raun og veru, duglegri en nú gerist, og betur færa til að halda hlut sínum móti öðrum stéttum og útlendum veiðibrellum. Hver á aðreisa Hverir eiga að beitastfyr- þjóðskólana? ir framkvæmdum íþvíefni? Alþýðan. Sumir segja stjórnin og þing- ið. En það er ekki sanngjarnt. Þau geta ekki átt endurbóta-frumkvæði á öllum svið- um. Verkamennirnir í hverjum víngarði verða að finna hvar skórinn kreppir að; seint og síðar nieir kemur styrkur landstjórnar- innar og þingsins, en þau völd eru og eiga að vera þung í vöfum. Ef þjóðskólahug- inyndin á að komast í framkvæmd, verð- ur alþýðan að skilja, að með þeim er henni fengið vopn í hendur. Alþýðan á þar til mestra launa að vinna, þeirra að losna úr innlendri og útlendri áþján við atl hinna nýju menningarstrauma. Þjóðin segir að byrðarnar séu nú þeg- ar helst til of þungar. En hér á ekki að bæta á nýrri byrði. Fáviskan og reynslu- leysið eru þyngri byrðar. Ymsar gagns- litlar en dýrar „mentastofnanir“ í kaup- túnunum eru lika byrðar. Ilér er aðeins bent á leið sem fara mætti. Það mætti stöðva kauptúnasýki æskulýðsins, ef hann ætti kost á betri og hollari mentastofnun- um í sveitinni. Til að koma á stofn þjóðskóla fyrir heila sýslu eða stórt hérað, þarf samvinnu fá- einna nýtra manna, og fé sem svarar úr togaraverði. Er nokkurt gleggra dæmi til um blindni þjóðarinnar en sú staðreynd, að stöðugt má fá fé í stór og dýr tæki til að kvelja lífið og kjarkinn úr þjóðinni, en ómögulegt að fá nokkrar þúsundir til að mannbæta heil héruð. Fáment hlutafé- Þessir fáu menn mynda lag Jjyrjar. hlutafélag til að koma þjóð- skóla á laggirnar, og mundu sumir for- göngumennirnir verða kennarar. Þeir þurfa að vera sæmilega vel mentir alþýðu- menn, heiðarlegir, heilbrigðir, starfsamir og gæddir þeim karlmannskjark, sem þol- ir að vera í minni hluta og vinna samt fyrir gott málefni. Fyrsta verkið er að fá hentuga jörð, ekki mjög stóra né dýra, en vel fallna til ræktunar, með vatnsafli til i-afveitu, vatni eða lygnri á til róðra, völl- um og fjallshlíð til íþrótta; sú jörð ætti helst ekki að vera í þjóðbraut, eu liggja þó vel við aðdráttum. Svo vel vill til að í flest- um sýslum er enginn hörgull á þvílíkum jörðum. Fyrstu árin. Fyrsta árið byrja kennararn- ir — og þeir œttu að vera aðeins tveir í fyrstu — búskap á jörðinni, og reisa með litlum kostnaði bráðabirgðarskýli yfir 10— 12 karlmenn, með einni kenslustofu, sem líka gæti verið bókasafn. Ennfremur smiðju og vinnustofu. Lítill vafi er á að slíkur skóli gæti fengið 10—12 nemendur fyrsta veturinn. Annar kennarinn þarf að vera fjölhæfur smiður, leggja gerva hönd

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.