Skinfaxi - 01.12.1913, Side 7
SKINFAXl
95
hengjan veriíur helst til lítil, því brekkan
er svo lág. —
Við höldum nú á leið til hæjarins aftur
en bráðum leggjum við af stað til Sund-
skálans við Skerjafjörð, og getum þá um
leið gengið hjá íþróttavellinum á Mel-
unum. Við göngum Suðurgötu, sem áð-
ur var sagt um, að hún endaði „út hjá
gröf og dauða“, en nú er það orðið rangt,
allt breytt! Við förum fram hjá kirkju-
garðinum, göngum stig sem liggur lítið
eitt til hægri handar og finnum borgar-
vegg mikinn úr bárujárni. Ekki mun okk-
ur takast að smjúga milli grindarspalanna
— svoj sem Þór í Utgörðum — en inn
komum við, og stendur nú íþróttasýn-
ingin yfir á vellinum. Þar er múgur
manns saman komin til að horfa á „list
og snilli“ íþróttamannanna; það verðum
við að gera líka. En yfir vellinum blaktir
mikill fjöldi af bláhvítum fánum, sem sýna
að hér eru Islendingar að leik. —
Þegar íþróttasýningunni er lokið, höld-
um við ófram ferð okkur lil sundskálans.
— Sundskálinn liggur æði spöl sunnar.
Við verðum að ganga eftir „Melunum“
endilöngum — þar voru áður háðir Knatt-
spyrnuleikar; nú eru þeir á Iþróttavellin-
uni. — Skálinn stendur við litla vík á
fjarðarbakkanum, en bryggja liggur út í
sjó. Hann er í laginu eins og hálfur rétt-
hyrndur ferhyrningur jafnhliða. Hann snýr
baki í norðankaldann á vorin. Þá getur
þú bæði fengið þér sjóbað og sólbað í
skjólinu. Galli á staðnum, að útgrynni er
mjög mikið um fjöru. Ungmennafélag
Reykjavíkur á nú mestan hluta skálans;
hinn hlutann hafa einstakir menn lagt.
Veginn að skálanum lögðu ungmennafé-
lagar. Þá var Sigurjón stórvirkur. Ótíð-
in í sumar spilti mikið fyrir notkun hans
i sumar. Við sundskálann eru öll kapp-
sund háð í Reykjavík, nema „Nýárssundið“.
Næst skulum við heimsækja „menta-
búrið“. Stendur það á Arnarhóli og er
þaðan góð útsýn yfir borgina og höfnina,
A þeirri leið göngum við til fundar við
forsetann, Jón Sigurðsson, sem stendur
hár og tignarlegur á stjórnarráðsblettinum;
getur hann kent okkur flest það, er prýða
má góðan íslending. En illa er það far-
ið, ef innan skamms verða tveir tígul-
kongarnir þar á blettinum, — þegar
Kristján IX. kemur hinum megin. Hygg
eg, að mörgum manni renni þá i hug, við
varða Jóns Sigurðssonar, orð skáldsins:
Þessi steinninn okkar er
eini konungsvavðinn hér!
En Kristján IX. átti það ekki að okkur
að vera settur þar sem annar skyggði á
hann. —
I þjóðmenjasafninu og lestrarsal lands-
bókasafnsins er gott til fanga hverjum
þeim, sem hungrar og þyrstir í þjóðleg
fræði. Þar er sá númisbrunnur, sem ausa
má af gnægð spekinnar án þess að kosta
öðru til en tímanum.
Loks getum við tekið lítinn krók á okk-
ur og komið við á Skólavörðustíg 4, hjá
afgreiðslumanni Skinfaxa og borgað hon-
um blaðið; ef við gerum það, stuðlum við
að langlífi einna besta blaðsins sem út er
gefið á íslenska tungu. En nú hefi eg
ekki tíma til að vera lengur með þér. I
kvöld hlustum við á söng „17. júní“ —
mannanna!
S1. V.
Boglist.
1 næsta blaði kemur rækileg grein um
boglist eftir Guðm. Björnsson landlækni,
Sýnir hann þar fram á, hve holl íþróttm
er, og hvernig má endurreisa hana hér.
fírlingur Pálssou
fer til Lundúna i janúar og dvelst þar
við sundæfingar fram eftir vetrinum.
Styrkurinn til hans var að forminu til
veittur I. S. I., en skylt er því að veita
hann Erlingi.