Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1921, Page 1

Skinfaxi - 01.11.1921, Page 1
8. IJLAÐ REYKJAVÍK, NÓVEMBER 1921. XII. ÁR Samvinna við Vestur'Islendinga. Fáar nýjungar á æfinni hafa orðið mér eins eindregið og óblandið gleðiefni, og þá er mér barst sú frétt til Noregs fyrir tveiin árum síðan að stofnað væri til sam- vinnu milli Islendinga vestan hafs og austan, og að sendur hefði verið nafn- kunnur ágætismaður (síra Kjartan Helga- son í Hruna) vestur til vetrardvalar. Þessi samvinna hefir verið áhugamál mitt um langan aldur, þótt lítt hafi eg hreyft því opinberlega. Um 1910 — eða svo — ritaði eg greinarstúf um þetta mál í »Fjallkonuna«, er þá var gefin út í Hafnarfirði. Stakk eg þar upp á félags- stofnun í líkingu við »Nordmandsforbund- et«, sem eg þekti dálítið af reynslu. Mint- ist eg svo á málið í bréfaskiftum mínum við áhugasaman Vestur-íslending í Winni- peg, er um þær mundir hafði allmikil af- skifti af íslandsmálum. Var hann hugmynd- inni hlyntur, en taldi þó heldur frá þess- háttar félagsstofnun í svip. Virtist honum þörfin eigi fyllilega ljós, og þannig mun fleirum mætum mönnum hafa verið farið um þær mundir. Því miður hefir svo verið um langan aldur, að vér Austur-Islendingar þóttumst hafa litla þörf fyrir landa vora vestan hafs, nema í hvert sinn er fjárstyrks var leitað til þeirra. Þá voru þeir góðir til að taka, enda reyndust þeir vel og drengilega í þeim efnum. En samskotin gleymdust fljótt, og þakkirnar voru tíðum af skorn- um skamti. Þessi fórnfúsi vestur-íslenski drengskap- ur kom fagurlega í ljós, þá er stofnað var til Eimskipafélags íslands! — Og nú nýskeð hafa Vestur-Islendingar safnað 10 til 15 þúsundum króna með frjálsum sam- skotum til styrktar heilsuhælisbyggingar á Norðurlandi. — Það mun því eigi ofmælt, að ef meta ætti þjóðrækni Islendinga eftir beinum fjárframlögum með frjálsum sam- skotum til þjóðþrifa, þá standa Vestur- Islendingar eigi að baki oss »góðu börn- unum« heima, og hlutfallslega standa þeir oss miklu framar. Mér hefir því ætíð gramist það sárt, er eg hefi orðið var austur-íslensks ódreng- skapar í garð Vestur-íslendinga. Og það hefir því miður of oft borið við. — Með kinnroða og fögnuði tók eg frétt- inni um þjóðrœknissamtók Vestur-íslend- inga um sömu mundir sem eg var orðinn þess vísari, að þjóðrækni landa minna keima var í hraðri afturför. Og jafnvel ungmennafélögin íslensku, sem áttu eld- móði ungrar þjóðræknishrifningar »líf sitt að launa«, voru farin að kólna og dofna! Það skal þó fúslega játað, að þessi »sjúk- dómur« gerði vart við sig víða um lönd á ófriðarárunum, og er á vissan hátt af- leiðing þeirra. — Þá skeður það gleðilega fyrirbrigði, að Vestur-íslendingar fylkja liði og stofna ísl. þjóðrœknisfélag í marzmánuði 1919. Stefnuskrá félagsins er stutt og kjarnorð.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.