Skinfaxi - 01.11.1941, Page 27
SKINFAXI
75
nr, er sannara reyndist. Og minnumst Þorgeirs meS sann-
leiksorðin ógleymanlegu á vörunum: „Ef vér slítum iögin,
slítum vér og friðinn.“ Þannig mætti halda áfram og áfram
lengi.
En við höfum einnig dæmin til viðvörunar, menn, sem
meS rangindum hugSust sigra á leikvellinum, menn, sem með
ólögum fóru, en ckki lögum, og glötuðu fyrir vikið þeim
vinningi, sem feðurnir höfðu með sæmd unnið, og afhent
sonunum til varðveizlu.
ÞaS er dapurleg saga, og dapurlegri en svo, aS tárum taki,
en hún inniheldur nytsaman lærdóm eigi að siður, og það
er hollt að minnast hennar nú, er glit framandi gulls slær
glýju í augu þjóðarinnar, svo að henni liggur við blindu.
Var það ekki einmitt eitthvað liliðstætt, sem gerðist hér
á Sturlungaöld? Var það ekki ljómi framandi gulls og fram-
andi valds, sem þá blindaði íslands fremstu íþróttamenn, svo
að þeir sáu ekki lengur, hvað var rétt og hvað var rangt i
leiknum, og léku sjálfum sér í glötun og dauða?
Ég vil nú leggja fram eina spurningu: Hvaða þoskagildi
hafa íþróttirnar, — að hverju miða þær?
Þessu er ánægjulegt að svara: Þær miða að frelsi og feg-
urð og þreki. Þær eru þjónusta við hið háa, — sjálfan guð-
dóminn. Iðkun íþróttar, hverrar tegundar, sem er, er sókn
í áttina til þeirra verðmæta, sem manneskjan lilýtur sam-
kvæmt eðii sínu að þrá, og hlýtur einnig einhverju sinni að ná.
Við slculum athuga þetta nánar. Ég sagði, að íþróttirnar
miðuðu að frelsi, og vil rökstyðja það með þessu: Er ekki
íþróttaiSkarinn að leysa bundna orku í sínum eigin líkama?
Er hann ekki að leysa úr ánauð snilld og fegurð og frækn-
leik, sem legið hefur bundinn í sjálfs hans persónu? Svo
er víst, því að á þessu sviði nær enginn lengra en hann hef-
ur sjálfur hæfileika til. íþróttamaðurinn, hinn sanni íþrótta-
maður, flýgur ekki á lánuðum fjöðrum, heldur nær hann
fyrst að lyfta sér lil flugs, ef svo mætti að orði komast, er
hans eigin vængir hafa náð að vaxa. Er það þá göfgandi
að ná slíku marki, fylgir þvi hamingja? Já, því fylgir rík
hamingjukennd, að skynja frjálsan þrótl sins eigin líkama.
En hamingjusamur einstaklingur vill einnig vita aðra ham-
ingjusama. Hann óskar öllum góðs. Hann elskar alla. Hann
verður með öðrum orðum mannvinur, og mannvinurinn fót-
umtreður aldrei réttindi systra sinna og bræðra. Hann veld-
ur þeim ekki sorgar og reitir þau ekki til reiði. Hann kast-
ar ekki steini að hinum breyzka, og hann lærir hina erfiðu