Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1986, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1986, Blaðsíða 5
“Þá hoppaði ég hæð mína í loft upp” Spjallað við Hallmar Frey Bjarnason formann íþrf. Völsungs á Húsavík Texti: Guðmundur Gíslason Myndir: Ýmsir Það hefur örugglega ekki farið framhjá heim er fylgjast með knattspymu að Völsungurfrá Húsavík vann ser sæti í 1. deild á næsta ári. Hefur verið húist við þessum árangri í nokkuð mörg ár, spurningin hefur verið sú hvenær kemur hann, en ekki hvort. Það eru ekki bara leikmennirnir á vellinum sem náþessum árangri, neiþað em líka þeir sem stjórna félaginu og deildum þess. Fólkþað sem velst til þessara starfa getur haft meiri áhrif áþað hvort árangur næst heldur en wróttafólkið sjálft, því er áríðandi aðgott og duglegt fólk veljist í trúnaðarstörf félaganna. Einn þeirra sem mjög lengi hefur verið í fremst víglínu síns rélags er Haílmar Freyr Bjarnason form. Völsungs, en hann hefur gegnt því starfi í átta ár, en verið samneytt í stjórn félagsins 1 33 ár. Ritstjóri Skin faxa fékk tækifæri til þess að heimsækja Frey um daginn, og spjalla við hann um íþróttir og fleira. Freyr! Það þarf örugglega ekki að spyrja þig að því, að stærsta stund þín í Völsungi hefur verið þegar þið komust í 1. deild og unnuð 2. deildina? - Já það máttu bóka. Ég man að ég hoppaði hæð mína í loft upp og rak upp mikið gleðiöskur er ég fékk fréttina símleiðis, um að við værum komnir upp, og hann Jóhannes á Víkurblaðinu var hérna og tók mynd af þessu um leið, en því miður varð hún mjög hreyfð þar sem ég var í loftinu og hann flýtti sér svo mikið. Þegar við vorum búin að fá þessar gleðifréttir tók ég íslenskafánann og flaggaði, einnig setti ég Völsungsfánann út á svalir þannig að fólk sá að það var eitthvað mikið að gerast og dreif að til að fá fréttir. Þá lét ég það ganga út, að nú myndi ég ekki vinna í viku þar sem við værum komnir í 1. deild, og ég stóð við það. Ég hafði hér opið hús alla vikuna á eftir frá morgni til kvölds, þá hafði ég keypt gestabók fyrir Völsung og látið skrautrita í hana. Þessa bók lét ég liggja frammi hér heima þessa viku, og það voru rúmlega 200 manns sem skrifuðu sig í hana þá, en það eru komin yfir 700 nöfn í hana núna. En um kvöldið daginn sem við fórum upp, gátu menn ekki verið kyrrir heima, svo það var haldið út í samkomuhús og það opnað. Þar dreif að fullt að fólki og húsið fylltist, og ég þurfti að standa í pontu í 2-3 tíma og stjóma þessari óundirbúnu samkomu og lesa skeyti er okkur hafði borist, þetta var geysilega gaman og eftirminnilegt. Helgina eftir að við komumst upp, var síðasti leikur okkar í 2. deild að sinni, en hann gat ráðið úrslitum um það hvort við ynnum deildina eða KA. Við lékum þá Hér er Hallmar Freyr Bjamason mjög ungur að árum. við Selfoss hér heima og vorum undir lengst framan af, en okkur tókst að jafna er leið á og svo að vinna með marki úr vítaspymu í lok leiksins. Þess má geta að forráðamenn KSÍ vom staddir á Akureyri með bikarinn, þar sem annað hvort við eða KA hlytum hann, þegar þeir fréttu að við væmm að vinna og leiknum alveg að ljúka stukku þeir upp í bíl og keyrðu eins og þeir gátu hingað með bikarinn, og náðu áður en fólkið fór burt. Eftir þetta var haldið niður i samkomuhús, en í leiðinni komu menn við og kusu nýjan prest, því eins og ég sagði við fólkið áður en það yfirgaf völlinn "Komið við og kjósið, því við verðum einnig að eiga 1. deildar prest". Þessi rúma vika, er sú stórkostlega sem ég hef upplifað og ekki bara fyrir mig, heldur Völsung og Húsavík, því ég efa að Húsavík hafi áður verið meira í fréttum en þessa rúmu viku, þannig að þetta var ein sú besta kynning sem Húsavík gat fengið. Jæja Freyr, hvenær gekkstu svo í Völsung? - Það var ekki fyrr en ég var 16 ára, og ástæðan fyrir því er sú að hér var starfandi drengjafélag sem hét Valur og var ég félagi í því. Við strákamir í þessu félagi héldum oft fundi á háaloftinu á Helgastöðum og ræddum þar málin vítt og breitt. Við settum á stofn nokkurs konar Alþingi og Skinfaxi 6. tbl. 1986 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.