Skinfaxi - 01.12.1986, Side 19
íslenskar getraunir og Lottó 5/32
Það hefur víst ekki farið framhjá neinum, að Lottó
5/32 er tekið til starfa á íslandi. En það er eins og
flestir vita að mestu í eigu ungmenna- og
íþróttahreyfingarinnar. Ef fer sem fram horfir þá
mun þessi fjáröflunarleið færa hreyfingunni
verulegar fjárhæðir á komandi árum.
Oft er það svo þegar eitthvað nýtt fer að stað þá
gleymist það sem fyrir er, þannig virðist eins og
Islenskar getraunir hafi gleymst í öllum þeim látum
sem lottóið hefur komið af stað. Ég ætla að vona að
það sé bara um stundarsakir en ekki um ókomna
framtíð, því þetta fyrirtæki sem er í eigu ungmenna-
og íþróttahreyfingarinnar hefur fært henni góðar
fjárhæðir í gegnum árin. Þó að menn séu blindaðir
um þessar mundir af öllum þeim fjármunum sem
lottóið halar inn eins og er, þá hafa getraunir skilað
félögum og samböndum peningum beint til þeirra og
mun gera það áfram. Því verðum við sem erum í
félagsforystunni að sjá svo til þess að bæði þessi
fyrirtæki fái að dafna í góðri samvinnu, því eins og
áður sagði þá eigum við meirihlutann í þeim. Það
má ekki gleyma sér núna í einhverjum
Mynd frá því er nýja húsnæði íslenskrar getrauna var formlega
tekið í notkun.
peningadraumum og vanrækja hitt fyrirtækið þ.e.
Islenskar getraunir, heldur leggjast á eitt um að efla
bæði þessi fyrirtæki og gera veg þeirra sem mestan.
Guðmundur Gíslason
VASA
SÖIMGBOKIN
UNGMENNAFÉLAG ÍSLANDS
Árið 1974 kom út bók sem hét Vasasöngbók
UMFÍ. í þessari bók voru um 200 söngtextar með
nótum og var bókin myndskreytt eftir Ólaf Th.
Ólafsson. Jónas Ingimundarson þáverandi skóla-
stjóri Tónlistarskóla Amessýslu hafði veg og vanda
að útgáfu þessarar bókar.
Ástæða þess að fjallað er um bók þessa núna, er
sú að íiún er löngu uppseld hjá UMFÍ, en mikið
hefur verið hringt og spurt um hana. Nú langar
okkur að vita hvort einhver eða einhverjir eigi
einhver eintök af þessari bók. Við fréttum nefnilega
af því í sumar að grunur léki á því að mörgum
eintökum hefði verið hent, þegar verið v.ar að taka
til.
Ef ske kynni að einhver finndi einhver eintök af
bók þessari hjá sér og hann mætti missa þau, þá
viljum við endilega biðja hann um að láta okkur vita.
Leikritosafn
Við viljum minna skóla og félög á Leikritasafn
UMFÍ, en það safn stendur öllum til boða að kaupa
á vægu verði. Safnið er í tveimur stórum möppum
og eru í því margir stuttir leikþættir ásamt nokkrum
lengri. Þetta safn hentar mjög vel fyrir skóla og félög
sem ætla að setja upp stutt leikrit á kvöldvökum eða
skemmtunum.
Ef þið hafið áhuga á þessu safni, hafið þá
samband við skrifstofu UMFÍ og fáið nánari
upplýsingar.
Einnig viljum við biðja þá sem hafa einhverja
stutta leikþætti í fórum sínum og ekki eru í
leikritasafni okkar, að senda okkur þá svo við getum
sett þá í safnið.
Skinfaxi 6. tbl. 1986
19