Mánudagsblaðið - 21.08.1967, Síða 1
19. árg'angur
Mánudagur 21. ágúst 1967
27. tölublað.
BIqjS fyrir alla
Hver er ors ök f lugslysa
á íslandi?
Öryggi og smærri flugfélög — Tapað fimm vélum
og tug flugmanna — Engar skýringar frá eftirlitinu
— Hunzaðar öryggisreglur — Hver á sökina —
Hugleiðingar
nær tvo tugi farþega. Þetta
er óheilbrigt ástand, sem
verður að krefjast að flugef»-
irlit ríkisins eða aðrir ábyrg
ir aðilar rannsaki til hlítar
og geri viðeigandi ráðstafan-
ir til að fyrirbyggja eins og
framast er kostur frekari slys.
.Kuldi"
„Glannaskapur" og „kuildi“
eru ekki alltaf ákjósanlegir
kostir, þótt ðflaust megi dást
máske að flugstjóri „taki
sjansinn“ á að allt fari vel.
Við vitum dæmi þess, frá
flugmönnunum sjáifum, að
þeir hafa lent þegar Fi-véi-
arnar hurfu frá af öryggisá-
stæðum. Sumum finnst þetta
„kuldi“, hetjuskapur, en þeir
sömu myndu máske ekki verða
eins hrifnir af kempum sín-
um þegar vélin rækist á og
spryngi i loft upp.
Þegar þetta er ritað stendur til að ílugdagurinn
verði haldinn hér í Reykjavík — ef veður leyfir.
Vissulega gefur þessi dagur tilefni til ýmissra íhug-
ana í sambandi við flugið almennt en þó einkum
öryggi þess og þær ráðstafanir sem gerðar eru til
að tryggja bæði flugmenn og farþega. Um heim
allan miða flugfélög og sambærilegai stofnanir að
því öllum árum að tryggja öryggið sem bezt sam-
fara þeim ótrúlegu framförum og tækni, sem á sér
sífellt stað á vettvangi flugsins almennt. En hér
á íslandi virðist, að sumu leyti, skorta talsvert á,
að öryggis og þjálfunai sé ætíð fyllilega gætt.
Önóg þjálfun
Það er óhagganleg staðreynd,
e.ð hvað snertir smærri flugfá-
lög, sem hér hafa sprottið upp
eins og gonkúlur síðari árin, eru
kröfur um þjálfun og öryggi á
allt öðru og lakara stigi en hiá
stærri flugfélögum okkar, F. I.
og Loftleiðum. Flugmenn hafa
ekki sömu þjálfun og dæmi eru
þess, að smærri félögin hafa lát-
ið menn stjórna vélum, án ann-
arrar þjálfunay en prófs og síð-
an nokkurra stunda æfingaflugs
Á alilra vitorði er, að þessi fé-
lög hafa, á sæmilega stórum
vélum, flogið á staði, sem Flug-
félag Islands taldi ekki lendandi
á vegna veðurskilyrða.
Óheilbrigt ástand
Við skulum ekki reyna að
hylma yfir þá staðreynd, að
eitt af smærri félögunum
hefur, á síðustu árum, misst
fimm eða sex flugvélar og
tug flugmanna, og telja sér-
fræðingar að í flestum til-
fellum hafi þar verið sök
flugmanna, en ekki vélar né
veðurs að vélarnar fórust. f
einu slíku slysi má telja guðs
mildi, að flugvélin var ekki
full af farþegum, en sú tók
Þukkkð / Þórskaffí
Dyraverðir fremja lögbrot — Algjört bann á leit
á fólki.
Morgunblaðið gerði stórmerka uppgötvun s.l. föstudag. Það lýsii
yfir því, að fyrir kæmi að gestir Þórskaffis smygluðu víni inn \
danssalinn — með það fyrir augum að drekka ,,í smul“. Brjósta-
miklil stúlka leiddi Moggann í allan sannleika.
En í sambandi við þessa „stórmerku uppgötvun“ mætt ispyrja:
Hafa ótíndir dyraverðir eða lögregluþjónar nokkra heimild til að
þukkla eða leita á gestum? Er hér ekki um skýlaust brot á per-
sónufrjálsræði að ræða og freklegt brot á mannréttindum? Það
er, á engan hátt, skemmtilegt að hugsa sér, að þessir menn hafi
fullt leyfi til að grípa um brjóst kvenna eða aðra líkamshluta í leit
að áfengi. Ef þessi skemmtistaður er svo ásóttur af drykkjulýð scm
smyglar inn víni, þá á að loka honum. Engin ástæða er til, meðan
10—15 vínstaðir eru í borginni, að ergja og trufla eigendur Þórs-
kaffis — með þurrum danslcikjum — veita þeim andvökur og
erfiði, til þess að gestir þessir geti fróað vínsótt sinni.
Dómsmálaráðherra gæti sjálfur látið kanna hvaða rétt þessir
dyraverðir hafa til að leita á fólki og sjálfur er hann þvílíkur
réttlætismaður, að hann vill sízt að lög séu brotin á þegnunum.
Að lokum ber að þakka hinum árvöku blaðamönnum Moggans
fyrir að hafa tilkynnt þjóðinni að máske sé ástæða til að ætla
að einn og einn gestur neyti hinna forboðnu ávaxta í sölum
Þórskaffis. — Hvað næst?
að þeim i styrjaldarflugi og
öðrum loftátökum. Gætni og
öryggi ætti að vera kjörorö
farþegaflugmanna, ásamt og
með þjálfun og öruggum
vélakosti. Hér skal ekki dærnt
um vélar smærri félaganna,
þær eru eflaust ágætar, en
á hitt skal bent, að almenn-
ingur er orðinn undrandi yfir
þvi, að hér skuli, nær at-
hugasemdalaust, látið við-
gangast, að slíkir skaðarveröi
hjá félagi. Það má vera, að
þessi smáfélög hlýti öðrum ör-
yggisreglum en stærri félög.
Almenningur hefur enga hug-
mynd um það en á heimt
ingu á að vita hvort forsvar •
anlegt sé að hætta á flug i
von og óvon um lendingu eða
Ekki sport flugstjórans
Það er sár skortur á því, að
flugmálayfirvöldin rannsaki
nóg ástæðurnar fyrir slysuni
þessum, óeðlilega hárri ó-
happatölu eins félagsins, og
endurskoði þær öryggisreglur,
sem smærri félögin hlýta í
flugi sínu. Farþegafflug er ekki
nein prófun á „kulda“ eða
sporthæfileikum Qugstjórans
Enn síður er það afsakanlegx-
að flugstjórar taka ekki tillú
til leiðbeininga frá fllugturn-
inum. Um þessa helgi er
Flugdagurinn, tileinkaður flug-
inu og framtíð þess. Væn
ekki ráð, mitt í allri hetju
dýrkuninni, að forráðamenn
stönzuðu um stund og hug-
leiddu þessi mál?
S.l. fostudag Iauk heimsókn Ilaralds ríkisarfa Noregs til Islands.
Prinsinn fékk hið bezta vcður, fór víða og sá niargt. Myndin er
tekin I Reykholti; framan við styttu þá er Norðmenn gáfu af
Snorra Sturlusyni en með prinsinum eru m.a. forsætisráðherra
og forseti Islands.
Tolldónarnir á
Keflavíkurvelli
1
Óþolandi ruddaháttur — Viðbjóðsleg
landkynning
öll lönd, sem óska eftir ferðafólki, láta það vera höf-
uðtakmark sitt, að greiða sem mest fyrir afgreiðslu þess
strax og það kemur til landsins. Islendingar vilja gjarna
fylgja þessari reglu og gera það víðast. Þó er ein undan-
tekning. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli eru útlendum sem
innlendum hvimleiðar skepnur. Ekki er það þó vegna þess i
að þeir skoði dót manna sem til landsins koma. Ástæðan í
er einfaldlega sú, að menn þessir, flestir, eru þvílíkir dón- í
ar, stirðbusar og, almennt, ruddalegir í framkomu, að i
fyrstu kynni útlendinga verða þau, að þeir komast i illt
skap, sem ekki er að furða — óvanir að vera meðhöndl-
aðir rétt eins og glæpamenn. Það er ekki óhætt að hleypa í
þcssar stöður ómenntuðum dónum sem heima eiga við
öskustörf eða skurðgröft. Dóninn þekkist, þrátt fyrir gyltu
hnappana, og yfirmönnum tollgæzlunnar ber skýlaus
skylda að losa sig við þetta ruddalið.
Það hefur gripið þessa sópara mikilmennskubrjálæði eftir
að þeir sluppu frá kústinum og í gylltu hnappana. Það
er landi og þjóð til skammar að þessir menn skuli —
í nafni embættis og skyldustarfs — auglýsa þjóðina sem ó-
uppdreginn skríll, sem enga háttu kann. Hér á landi og þá
ekki sízt í Reykjavík eru tollverðir kurteisir og prúðir og
vinna störf sín af samvizkusemi. Hversvegna á að leyfa
dónum að vaða uppi á aðal lendingarstað þjóðarinnar, þar
sem gestir okkar fá fyrstu kynni af landi og þjóð?
Bíó-fordæmi HafnfírSinga
„Dirfska" — „klám" og „eiturlyf" — Rífandi
business
I Gætu ekki fleiri þorp eða kaupstaðir, sem eru í vandræðum
með fjármál sin tekið upp ágæta og sjálfsagða aðferð Hafnar-
fjarðar til fjáröflnnar? Eina fyrirtækið syðra, sem bærinn
rekur, og ber sig, að sögn kunnugra, er Bæjarbíó, sem þrífst mæta-
vel á að sýna til skiptis og stundum samtímis einstaklega vel-
hcppnaða kynferðismynd (nú Sautján — hin umdeilda Soya-list-
mynd) og með henni eiturlyfjamynd, sem sett hefnr heimsmet i
aðsókn.
Leikni
Bæjarbíó virðist hafa náð mik-
illi leikni að ná sér i myndir
þessar og Reykvíkingar. sem lít-
ið fiá af þessu feitmeti gera sér
drjúgar ferðir þangað suður é-
samt kyn-þyrstum suðumesja-
búum, sem gjama vilja kynnast
nýmetinu.
Gróði
Það er á allra vitorði að sumir
kaupstaðir, t.d. Siglufjörður og
önnur smáiþorp nyrðra eru dálit-
ið höll fjérhagslega og gætiþað
orðið sæmileg björg í bú ef þau
fengju slíka skemmtan, jafnvel I
svo, að Hafnarfjörður myndi I
lána þessum vinabæjum sínum
myndir til sýninga.
Samkeooni
| unga fólkinu, sem annars verður
1 að eyða timanum í hættulegar
: bandarískar sjónvarpsmyndir eða
j brezkar glæpamyndir á vegum
j þess íslenzka. Þessi myndasöfn
j Bæjarbxós hafa valdið Hafnar-
f jarðarbíói miklum áhyggjum,
en nú eru þeir að komast upp á
lagið og sýna krassandi myndir
eins og t.d. JEG, — en kvindo,
mjög „umdeilda" að sögn aug-
lýsingarinnar í blöðunum. Flest
fer nú að verða umdeilt hjá
þeim í Hafnarfirði, og er ná-
lega ekkert unnið þar í bæ, sem
ekki veldur deilum og erfiðleik-
um.
Réttast væri nú að öllum
þessum deiluaðilum yrði boðið
vikulega í bíó þar syðra, svo
þeir gætu gert sér vel ljóst hvaða
'■ deilumál skipta máii.
E. J.
Einkum er þetta sér í lagi hoit I
Nýjungar hjá SUNNU
Ferðaskrifstofan SUNNA hefir
nú tekið upp þá nýbreytni að
efna til reglulegra flugferða til
Spánar og London, annan hvorn
fimmtudag. Er flogið með milli-
landaflugvélum Loftíleiða, sem
Sunna leigir til að halda uppi
þessum flugferðum, sem eru
fyrstu reglulegu flugferðimar á
rnilli íslands og Spánar. Vélarn-
ar fljúga á fimmtudögum beint
frá íslandi til Palma á Mallorca.
samdægurs frá Palma ti(l Lond-
on og svo á föstudagskvöldum
I frá London til íslands.
Jafnframt hefir Sunna gert
samninga til margra ára við þrjú
stór hótel á Mallorca um á-
kveðna hlutdeild í hótelrými, sem
er að staðaldri fyrir 85 manns
fyrsta árið og verður aillt að
190 gistirúm þegar á næsla
ári og upp frá því. Þessi
hótel Sunnu eru í fyrsta flokki
og lúxusflokki, öll herbergi með
böðum og sólsvölum og sund-
laugar fyrir hótelgesti, auk þess
sem tvö hótelanna eru við stærstu
baðströndina á Mallorca 7—8
Framhald á 4. síðu.