Mánudagsblaðið - 21.02.1972, Qupperneq 2
2
Mánudagsblaðið
Mánudagur 21. febrúar 1972
ÓFÆLNIDRENGURINN
(Framhald úr síðasta blaði).
Viðskipti pilts og draugs
Drengurinn stóð þar hjá, meðan
draugurinn jós peningunum fram
og aftur, og sá, hversu þeir ultu
víðs vegar tun gólfið. Lætur nú
draugsi mjög til sín taka, er hann
snarar peningtmum í kistuna, og
sópar greipum um skálagólfið eftir
þeim, sem hrotið höfðu úr hrúg-
unni; enda þóttist nú pilturinn
skilja, að hann mundi halda, að
farið væri að líða að degi, og því
vildi hann flýta sér sem auðið sé.
Nú kemur þar að, að draugurinn
hefur komið öllum peningunum
aftur ofan í kistuna, og þykir nú
drenginum fararsnið á honum;
hann ædar að snarast fram úr
skálanum Drengurinn kvað honum
mundi ekki liggja á að hraða sér
svo mjög, en draugur kvað þó svo
vera, því nú væri kominn dagur.
Ætlar draugur þá út hjá honum,
en pilturinn tók þá til hans og
vildi aftra honum. En þar kom um
síðir, að draugurinn reiddist, þreif
til drengsins og kvað honum nú
ekki lengur mundi tjá að aftra sér
útgöngu. Drengurinn tók á móti
afturgöngunni og fann það skjótt,
að sig mundi skorta mikið á afl við
hana, og fór því undan í flæmingi
og varðist aðeins stórmeiðslum og
föllum, og gekk svo um hríð. Einu
sinni, er draugurinn sneri bakinu
fram að skáladyrunum, er stóðu
opnar, ætlaði hann að vega dreng-
inn upp á brnigu sér til að slengja
honum þvx fastar niður. Pilturinn
sá fyrirædun þessa í hendi og þyk-
ist vita, að það muni verða bani
sinn. Tók hann þá það ráð, er
draugurinn rembdist sem mest að
toga hann að sér, að hann hleypur
upp í fangið á honum svo hart,
að draugurinn dettur aftur á bak,
og verður þrepskjöldurinn í skála-
dyrunum undir miðjum hrygg
hans, en drengurinn lendir við fall-
ið ofan á honum. En svo vildi til,
þegar afturgangan datt fram úr
skálanum með hausinn, að dags-
birtuna, sem þá var komin á mitt
loft, Iagði í augu hennar, og sökk
hun því í tveimur hlutum niður
þar, sem hún Iá, sinn hvorum meg-
in þrepskjaldarins, og luktist gólfið
þegar aftur, er hlutarnir hurfu. Þó
pilturinn væri nokkuð stirður og
marinn af átökum afturgöngunnar,
tekur hann sig þó til og býr til tvö
krossmörk úr tré, er hann rekur
þar niður í gólfið, þar sem bútarnir
höfðu sokkið niður, annan fyrir
innan, en hinn fyrir framan skála-
dyrnar. Síðan leggst hann niður
og sofnar, þangað til staðarmenn
koma um morguninn, er fullbjart
var orðið. Þeir heilsa honum og
voru glaðari í bragði, er þeir sáu
hann lifandi, en þeir höfðu kvatt
hann kvöldið áður og spurðu, hvort
hann einskis hefði orðið vísari um
reimleika á staðnum um nóttina.
Drengurinn kvaðst þar einskis
reimleika hafa orðið var. Heima-
menn vildu ekki trúa honum,
hvernig sem hann leitaðist við að
sannfæra þá um það. Síðan var
hann þar um kyrrt daginn eftir
því bæði var hann þrekaður af
viðureign sinni við afturgönguna
og svo vildu heimamenn ekki missa
hann fyrir nokkurn mun, er hann
hughreysti þá.
Farið frá Skálholti
Um kvöldið, er hann sá, að
heimamenn fóru að hafa sig til
vegs, leitaði hann allra bragða til
að koma þeim til að vera kyrrum
á staðnum og kvað þeim ekkert
mein mundi verða að reimleikan-
um. En það kom fyrir ekki; fólkið
trúði honum ekki og fór því burtu
sem hið fyrra kvöldið; en þó hafði
hann það áorkað með umtölum
sínum og hughreystingum, að það
skildi við hann óhrætt. Þegar fólk-
ið var allt farið af staðnum, tók
pilturinn á sig náðir, hvíldist nú
vært og svaf til morguns. Þegar
heimamenn komu daginn eftir,
spurðu þeir hann enn eftir um
reimleikann, en hann kvaðst einsk-
is hafa orðið var um hann, enda
kvað hann ekki mundi þurfa að
óttast slx'kt framar. Sagði hann þá
upp alla sögu um hina fyrri nótt
og sýndi þeim krossmörkin í gólf-
inu, er skrokkbútarnir höfðu farið
niður, og með þessu leiddi hann
menn að peningakistunni. Þeir
þökkuðu drengnum fagurlega alla
framgöngu sína, báðu hann þiggja
það, er hann vildi af þeim kjósa,
til launa fyrir aðgjörðir sínar,
hvort heldur væru peningar eða
aðrir aurar, og að hann skyldi
dvelja í Skálhold svo lengi sem
hann vildi. Hann þakkaði þeim góð
boð og kvaðst hvorki þurfa auð né
annað og ekki mundi hann dvelja
þar lengi héðan af. Þó var hann
þar um nóttina, og var þar þá allt
fólk heima, og bar ekki neitt á
neinu þá né síðan. En að morgni
bjó pilturinn sig til ferðar úr Skál-
holti; heimamenn vildu ekki af
honum sjá, en ekki tjáði annað en
hann færi. Hann kvaðst nú ekkert
hafa þar lengur að gjöra, úr því
heimamenn gætu haldizt við á
staðnum. Síðan fór hann úr Skál-
holti, og var það öllum staðar-
mönnum mjög nauðugt; hann
stefndi þaðan norður á afrétt.
Hjá hellisbúum
Engar sögur fóru af honum um
hríð, unz hann kom einn dag að
helli einum. Hann gekk þar inn
og sá engan mann, en tólf rúm sá
hann þar í afhelli, sín sex hvert á
móti öðru. Rúmin voru öll óumbú-
in, og af því enn var nokkuð eftir
af degi, svo hann gat ekki búizt
við, að hellisbúar kæmu heim að
sinni, fór hann og bjó um öll
rúmin. Þegar hann var búinn að
því, lagðist hann ofan í yzta rúm-
ið öðrum megin, breiddi vandlega
ofan á sig og sofnar. Eftir nokkra
stund vaknar hann við umgang í
hellinum og heyrir, að þar eru
komnir margir menn, og eru þeir
að furða sig á, hver þar muni hafa
komið og gjört sér þann greiða
að búa um rúm þeirra, og kváðu
hann fyrir það góðs maklegan. Síð-
an fara þeir að hátta, er þeir höfðu
matazt, eftir því sem honum virt-
ist. En er sá, sem átti rúmið, er
hann lá í, fór að fletta ofan af
því, varð hann skjótt var við pilt-
inn. Þökkuðu hellisbúar honum
fyrir handtak þetta, er þeim hefði
komið svo vel, og báðu hann dvelj-
ast þar og vera þeim til aðstoðar
heima í hellinum, því þeir væru
vant við Iátnir, yrðu að fara með
sólu frá hellinum, þvi annars
kæmu óvinir þeirra og berðust þar
við sig, svo þeir vegna þess gætu
engu sinnt heima fyrir. Pilturinn
kvaðst mundi þiggja tilboð þeirra
og dveljast hjá þeim um sinn.
Hann innti þá eftir, hvernig á því
statði, að þeir ættu í svo stríðri
styrjöld á hverjum degi, sem ekki
linnti. Hellisbúar kváðu menn
þessa hafa verið fjandmenn sína og
hefðu þeir oft etið illdeilum að
undanförnu og hefðu þeir hellis-
menn jafnan orðið þeim yfirsterk-
ari. Þeir kváðust og enn verða þeim
öllum efri á hverju kvöldi og fella
þá. En nú brygði svo við, að fjand-
menn sínir væru allir gengnir aft-
ur að morgni og væru æfari og
ákafari en þeir hefðu verið nokkru
sinni áður, og mundu þeir án efa
veita sér atför í hellinum, ef þeir
væru ekki til taks á vígvellinum
með sólu. Eftir þetta lögðust þeir
að sofa og sváfu til morguns. Fóru
hellismenn vopnaðir þegar með
sólu úr hellinum og báðu piltinn
að annast um helli sinn og heima-
störf; hann hét góðu um það.
Á vígveliinum
Um daginn fór drengurinn á
hnotskóg í þá átt, er hann sá þá
hverfa um morguninn frá hellin-
um, til að forvitnast um, hvar þeir
ættust við. Þegar hann kom auga
á, hvar orustuvöllurinn var, hvarf
hann aftur inn í hellinn. Eftir það
býr hann um rúm hellisbúa, sópar
allan hellirinn og gjörir allt, sem
gjöra þurfti. Um kvöldið komu
hellisbúar heim, þreyttir og dæstir,
og urðu þeir fegnir, að pilturinn
hafði hirt um öll þeirra föng, svo
þeir þurftu ekki annað að gjöra
en matast og ganga til rekkna að
því búnu. Síðan fara þeir að sofa
allir nema pilturinn. Hann vakir og
er að hugsa um að komast að,
hvernig á því standi, að fjandmenn
hellisbúa gangi aftur á nænunar.
Þegar hann ann hyggur félaga sína
alla sofnaða, fer hann á fætur, tek-
ur af vopnum þeirra þáð, er hon-
um leizt bezt á, og hefur með sér.
Síðan gengur hann af stað til víg-
vallarins og kemur þar aflíðandi
miðnætti. Var þar ekkert að sjá
nema fallna og höggna hausa.
Hann dvelur þar um hríð. En með
aftureldingunni sér hann, hvar hóll
einn skammt frá vígvellinum Iýkst
upp; kom þar út kona; hún var í
blárri skikkju og hélt á krukku í
hendinni, Hann sér, að hún gengur
rakleiðis að valnum, þangað sem
einn lá fallinn, og ber úr krukk-
EINNAR MlNUTU
GETRAUN:
Hve
slyngur
rannsóknarí
ertu
Uppgötvun mjólkurpóstsins
Guð minn góður, það hafði ekki verið meiningin að
drepa Anítu. Ef hún hefði ekki heimtað að hann giftist
og haft í hótunum. Hann lyfti glugganum hljóðlega.
— O —
Prófessor Fordney leit frá hinu beinbrotna og
kreppta líki stúlkunnar sem var aðeins klædd í náttföt
og nú lá tæpt fet frá fjölbýlishúsinu, leit spurnaraugum
á mjólkurpóstinn, Horace Bone, sem hafði fundið líkið
klukkan 5:30 um morguninn.
„Hvaðan hringdirðu á lögregluna"? spurði hann.
„Úr íbúð húsvarðarins".
„Og hélzt því næst áfram að bera út mjólkina í
hinar ýmsu íbúðir?“
„Já, húsvörðurinn var kyrr hjá líkinu. Var það ekki
allt í lagi?"
Fordney leit upp á svalirnar á íbúð Anítu Brownly
á fjórðu hæð, leit síðan niður á íbúðargluggan í íbúð
Cyril Morse og sneri sér síðan að hinum manninum.
„Heimsóttirðu kærustuna þína í gærkvöldi?"
„Nei, nei, það gerði ég ekki“ svaraði Morse.
„Og samt segistu hafa verið heima allt kvöldið. Er
það ekki dálítið . . . ? ^
„Ég heimsótti hana ekki, en Aníta kom niður í mína
íbúð um stund. Hún fór um klukkan ellefu. Nei, ég
heyrði ekki neitt um nóttina“.
„Var líkið látið eiga sig — ekki hreyft eða snert?"
spurði Fordney Bone.
„Nei, herra".
Prófessorinn klifraði út um opin gluggan í íbúð
Anítu, út á svalirnar sem voru aðeins fjögur fet, skrap-
aði með nöglinni í járngirðinguna, sem var mjög lág,
horfði upp á næstu svalir sem voru tveim hæðum ofar
og tautaði fyrir munni sér. „Já, einmitt".
Hann. kom aftur inn í herbergið. Orðið VERTU
SÆLL, sem klippt hafði verið úr tímariti, var límt á
snyrtiborðsspegilinn. Hann vissi, auðvitað, að Aníta
hafði ekki gengið í dauðann úr sínu herbergi. Og
það þýddi morð.
Hvað var það, sem sagði Fordney, að Aníta hafði
hvorki stokkið né fallið úr eigin íbúð? Svar á 6. síðu.
unni með hendinni á strjúpann á
bol hins dauða og eins á hálsinn,
er var fastur við hausinn, og setti
svo höfuðið við bolinn, og varð
það þegar fast, og lifnaði hann við
aftur. Þetta sama bragð lék hún
við tvo eða þrjá aðra, og lifnuðu
þeir eins við. Þá óð drengurinn að
kerlingu og hjó hana banahögg,
því nú þóttist hann vita, hvað ylli
afturgöngu fjandmanna hellisbúa;
síðan drap hann þá, er hún hafði
endurlífgað. Þegar haxm var búinn
að því, fór hann sjálfur til og
reyndi, hvort sér tækist að lífga
hina föllnu á sama hátt og kon-
unni, og reið á strjúpann úr krukk-
unni, og tókst það ekki síður en
áður. Gjörði hann nú ýmist, að
hann lífgaði valinn eða drap þá aft-
ur, er hann hafði lífgað, þangað til
sól var komin upp, enda komu þá
félagar hans úr hellinum vígbúnir,
og hafði þeim orðið hverft við, er
hann var horfinn þeim og sum
vopn þeirra. Þegar þeir komu á
vígvöllinn, þótti þeim mjög hafa
brugðið til betra, er fjandmenn
þeirra lágu allir dauðir og hreyf-
ingarlausir. Hellisbúar fögnuðu nú
vel drengnum, er þeir sáu þar, og
spurðu, hvernig á því stæði, að
hann hefði farið þangað. Hann
sagði þeim þá upp alla söguna og
það með, hversu álfkonan hefði
ætlað að lífga þá föllnu aftur.
Hann sýndi þeim smyrslakrukk-
una, tók einn hinna föllnu, reið á
hann smyrslunum og setti við hann
höfuðið. Lifnaði hann þá skjótt
við sem fyrr, en þeir félagar drápu
hann þegar. Eftir þetta þökkuðu
hellisbúar honum með mörgum
fögrum orðum framgöngu sína og
báðu hann vera hjá sér svo lengi
sem honum líkaði og buðu honum
fé fyrir liðsinni sitt. Hann bað þá
Framhald á 7. síðu.