Mánudagsblaðið - 21.02.1972, Síða 4
4
AAánudagsblaðið
Mánudagur 21. febrúar 1972
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON
Sími ritstjórnar: 13496 — Auglýsingasími: 13496
Verð í lausasölu kr. 30,00 — Áskriftir ekki teknar
Prentsmiðja Þjóðviljans
PéHtíska „hákariamir"
SAM og Óiafur
Vinstri armur Framsóknarflokksins, uppsteitsmenn, sem
talsvert hefur kveðið að undanfarin misseri er nú orðinn ærið
erfiður biti í munni alls þorra flokksmanna, sem gæta vilja
hófsemi og skynsemi og, framar öllu, einingar innan flokksins.
Vinstri armur yngri manna hefur verið í senn óheppinn og
heppinn með leiðtoga, bæði þá opinberu og svo undirmáls-
mennina.
Meðal talsmanna vinstri armsins ber hæst Ólaf Ragnar
Grímsson, sem kunnur er af sjónvarpsþáttum. Meðal þak-
tjaldamanna er svo Sigurður A. Magnússon, ritstjóri og upp-
hlaupsmaður á mannamótum. Hafa þessir tveir ásamt ónefnd-
um rauðliðum sem skriðið hafa inn i flokkinn bakdyramegin
og beinlínis hrætt velmeinandi en sofandi áhrifamenn til að
veita sér viðtöku og völd og hafa þessi illhreysingar haft í
frammi hávaða og samþykktir og takmarkalaust pláss á æsku-
lýðssíðum Tímans. Hluti af ritstjórn blaðsins hefur verið hrædd
til fylgis eða a. m. k. undansláttar og stundum hefur sýnt að
blaðið væri málgagn tveggja andstæðra flokka sem berðust
á banaspjótum.
Hinum hægfara og fremur hægri sinnuðu mönnum flokks-
ins, sem enn eru tiltölulega ungir, hefur tekizt að hafa tak-
markaðan hemil á upphlaupsmönnum og má þar m. a. þakka
Kristni Finnbogasyni, Hannesí Pálssyni og öðrum hörðum
flokksmönum, sem sjá í hvert óefni stefnir ef vinstra liðinu
verður veitt meiri pólitísk uppreisn.
Þessum mönnum eru í fersku minni þau mistök er ritstjórn
Morgunblaðsins gerði í sambandi við brölt og moldvörpustarf-
semi Sigurðar A. Magnússonar meðan hann var við Mbl.
og reit hinar umtöluðu Rabb-greinar Lesbókar blaðsins. Gekk
SAM að lokum svo í berhögg við stefnu blaðsins, flokksins
og framámanna hans að lesendur undraði stórum. Þó sáu þau
ekki ástæðu til að sparka honum af ótta við að gera SAM
að píslarvætti. Þessi ótti varð slíkur að SAM hélt áfram rit-
smíðum sínum tiltölulega óáreittur unz öldur óánægjunnar og
ótti ritstjórnarinnar veltu honum úr sessi, með „þakkarorð-
um“. Sigurði brugðust ekki laun vinstri manna, ýmis fríðindi,
og störf fyrir að hafa tekizt að eitra hugarfar Mbl.-manna
enda er fróðleikur að kynna sér þá menn og konur sem Mbl.
hefur alið upp og skilið hafa eftir nær ólæknandi sár á síðum
blaðsins. Síðan settist SAM að á Samvinnunni og gefur út
mjög fagurt vinstra blað og ferst vel úr hendi.
Framsóknarmenn vilja hins vegar ekki sæta þeirri útreið
og Sjálfstæðisflokkurinn fékk, né þola þá skömm og niður-
lægingu sem ritstjórnin hefur beðið í höndum skáldsins, sem
reit ævisögu blaðamanna um fyrrverandi samstarfsmenn sína,
og fór beint yfir í kommapressuna, ekki heldur aðra Svövu
Jakobsdóttur sem nú er kynbomba komma á þingi né heldur
smánina þá, að enn eru starfandi vinstri' öfl á Morgunblaðinu.
I ráði er að frysta „foringjann" Ólaf á vísindalegan hátt,
en það er að láta hann yfirkeyra sig í áliti almennings, gefa
honum tauminn og síðan láta hann hengja sig. Ólafur er
slóttugur og mjúkmáll er hann vill og hefur ekki beint bitið
á agnið, en hann finnur þegar að verið er að grafa undan hon-
um og jarðvegur þar allur stopull. Þetta er ekki ný aðferð,
reyndar kunn úr pólitískum erjum hér og víðar. Kristinn Finn-
bogason mun þar manna mest leggja á ráðinn enda engu síð-
ur refjóttur á þessum vígvelli en Ólafur og mun reyndari og
áhrifameiri í flokknum. Ólafur er svo enn verr settur því hann
er nær vinalaus og á ekki nema sýndarfylgi sem brugðizt
getur þegar mest á reynir, sem von er, ef menn skoða póli-
tískan feril og uppruna þessara manna, sem laumast hafa í
æskulýðsraðir Framsóknarmanna. Átökin eru þegar að korria
fram og eflaust mun Kristinn bera þar sigur af hólmL Vonandi
verður þetta þó til þess, að flokksforingjar hægri flokkanna
læri betur að þekkja úr snáka en til þessa.
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SAGT
Enn er sjónvarp hersins kom-
ið á dagskrá og gerfipatriótar
kommúnista tala nú hátt um að
ryðja af þjóðinni þessu ómenn-
ingartæki fyrir fulit og allt.
Auðvitað eru heilindin slík, að
bíómyndir af lélegustu tegund,
bækur ög blöð heyra ekki undir
þennan baráttuþátt.
Það er skrítið fólk á íslandi.
Meðan aðrar þjóðir reyna að
hafa sem mest úrval í öllum að-
gangi að heimslistum og mennt-
un yfirleitt, þá eru til hér ungir
starfandi lubbar og hrakhóla-
menni, sem vilja takmarka allan
aðgang almennings í þessu sem
öðru. Að vísu eru fordæmin úr
Austur-Evrópu, í flestum lepp
ríkjum Rússa næg, en þótt ótrú-
legt sé, þá eru mörg þeirra að
hverfa frá andlegri einangrunar-
og kúgunarstefnu og vilja láta
allan þorra manna velja og
hafna eftir persónulegum ósk-
um. Það undrar því enga, að
vegna lélegs íslenzks sjónvarps,
þá er allur þorri íslendinga verr
upplýstur um erlenda atburði,
persónur og stefnur í ýmsum
efnum sem talin eru varða al-
menning. Þjóðin er menningar-
lega í halafylknigunni og enn
eru ekki til þeir ráðamenn, sem
hlusta eða láta afskiptalaus þau
tilræði sem hrakhólalýðurinn
hefur gert gegn eðlilegri þróun
í þessum efnum. Það fer ekki
mála á milli, að lítt eða ekkert
sézt í þessu sjónvarpskríli suð-
urfrá, sem skemmt getur ís-
lenzku þjóðina, sízt æskuna, en
hins vegar eru þar oft mjög
fræðandi þættir, andvígar stefn-
ur kynntar og listamönnum frá
ýmsum þjóðum austan- og vest-
antjalds boðið að sýna þar. Efn-
in eru mikil þar sem bandaríska
hermálaráðuneytið stendur fyrir
þessum rekstri og fær rjómann
af beztu og nýjustu þáttum í
Bandaríkjunum og út um heim-
inn. Flestar þjóðir kaupa þessa
þætti dýrum dómum — þakka
guði fyrir en aðrar standa í ýms-
um samningum við einkaaðila
vestra um að fá þættina.
En frændur okkar í Evrópu
eru betur settir en við íslend-
ingar, vita meira og þekkja bet-
ur til í þessum greinum en allur
þorri okkar. Danmörk, Svíþjóð
og Noregur sér a. m. k. sjónvarp
úr sex stöðvum í a. m. k. þrem-
ur löndum. íslendingar byggja
á kríli, sem takmarkast af fá-
tækt og reynsluleysi og skort á
alþjóðaefni. Svo langt er gengið,
að í okkur er kastað úrgangs-
þáttum, „innfyllingar"-efni, sem
notast er við í vandræðum, úr-
elt efni, sem jafnvel leiðinleg-
asta sjónvarp veraldar, sænska,
getur ekki notað.
Árangurinn er Iíka vel kom-
inn í Ijós. „Framúrstefnan" hér
í listum er svo úrelt, að jafnvel
kurteisustu gestir framúrstefnu-
manna blygðast sín og vilja ekki
„brjóta hjörtu" gestgjafanna
með því að segja þeim sann-
leikann. Leik- og málaralistin
hafa farið einna verst út úr
þessu, en bókmenntirnar eru þar
ekki langt á eftir, einkum þær
sem taldar eru „frumlegar". Það
sem nýtilegt má telja úr bóka-
haugum jólasölunnar eru ís-
lenzkar bækur um íslenzkt efni
og svo þekktar úrvalssögur utan
frá. Hitt eru vangaveltur mn
klof og kynlíf hinna nánu
frænda okkar.
Keflavíkur-
sjénvarpið enn
á dagskrá — Ör-
elt ungmenni —
Yfirlýsingar
ráðherra — Ein-
angrun — Bar-
áttan við jiekk-
inguna —
Hverjir ráða? —
Ættjarðarást i
pillum — Um-
heimurinn og við
— Vonlaust um
Telstar —
Hvers aðrar
pjoðir njota.
Nú er úti í hinum mikla
heimi svokallað tæki — telstar
— sem flytur fréttir í myndum
og tali um t. d. alla Evrópu í
einu, þá eru tækin í sambandi
við Olympíuleikana í Japan,
sem flytja myndir af keppnum
um leið og þær gerast. Heims-
meistarakeppnin í fótbolta fékk
t. d. 500 miljónir áhorfenda
gegn um telstar. Ráðherr-
ar okkar hafa lýst yfir og með
samþykki fjármálaráðherra, að
útilokað sé um marga áramgi að
við getum notið góðs af al-
heimsútsendingu vegna fjár-
skorts. Þá var því líka haldið
fram — að mig minnir af ráð-
herra — að litasjónvarp væri
sá munaður, sem við skyldum
ekki binda miklar vonir við.
Hvað hafa íslendingar séð af at-
burðunum við Miðjarðarhaf.
Einfaldar og löngu liðnar mynd-
ir sem oft eru sýndar samtíða
lesnum fréttum um nýjustu at-
burði. Hvað vitum við um átök-
in í Afríku, Asíu o. s. frv., nema
einföldustu úrklippur og ófull-
kominn skilning fréttastofunn-
ar á samhengi og meiningu
fréttanna.
Það var talið afrek að fá frétt-
ina af útför Friðriks konungs
sama kvöldið og hann var jarð-
settur. Þetta var þokkaleg út-
sending, en afrek var hún ekki.
Útfarir smákónga eru að vísu
ekki heimsfréttir, eins og leið-
toga stórvelda, en þá hafa dauðs-
föll þeirra oft geigvænleg eftir-
köst í sjálfum heimsmálunum
og ekki sízt í fjármálum. Dauði
Friðriks heitins, þótt góður
maður væri, hafði ekki hin
minnstu áhrif út í heimi, ekki
einu sinni á næstu nágranna,
því lítil þjóð eins og Danir á
barmi gjaldþrots, hafa hvergi
áhrif nema í heimalandi.
Fréttamatið hjá íslenzka sjón-
varpinu er líkt þessu f fleiri
og alvarlegri málum. Okkur er
haldið í menningarlegri ein-
angrun og jafnvel tekin af okk-
ur réttur til að hlusta og horfa
á sjónvarpskríli, sem hefur þó
þann kost, að geta stundum
upplýst okkur heldur skár en
það íslenzka um merkisatburði
eða með viðtölum, umræðum
og deilum áhrifamanna í heim-
inum um ástand og horfur.
Kennedy, Johnson og nú
Nixon láta oft í sér heyra, ýmsir
leiðtogar og andstæðingímþeirra'
mættu í umræðuþátmm, sem
stjórnað er af kunnustu frétta-
mönnum, fréttaskýrendum og
öðrum evrópskum og amerísk-
um. Þetta kríli syðra gerir sér
jafnvel far um að taka viðtöl
við kunnustu menn okkar í
stjórnmálum og öðrum mikils-
verðum þáttum í okkar litla
þjóðlífi. Hlutverk lítt-reyndra
sjónvarpsmanna syðra, margir
um tvítugt og allir í varnarlið-
inu, virðist þar vera að upplýsa,
mennta og skemmta áhorfend-
um sínum, og hefur þó enginn
starfandi syðra þá reynslu, ald-
ur og sjaldnast þá menntun sem
t. d. Magnús, Eiður eða aðrir
fréttamenn og þulir við íslenzka
sjónvarpið. Og ég vil undir-
strika, að þessir menn, sem ég
nefni og aðrir sem starfa með
þeim, eiga hér enga sök. Hún
liggur á æðri stöðum. Unglingar
í varnarliðshernum, sem sjá um
beinar útsendingar þar fá a. m.
k. einn í einkun fyrir viðleitni.
Nú er jafnvel rætt um að
loka þessu kríli — loka fyrir
að íslendingar forheimskist af
þessum „áróðri". Og ekki er
fyrirsvarsliðið af lakara tagi a.
m. k. mest áberandi liðsmenn
— uppdópaðar frenjur, þekktir
misindismenn og úthlaupslýður
úr því umhverfi sem framkoma
þeirra vitnar bezt um.
Og allt þetta umstang er gert
undir merki frelsis- og sjálf-
stæðisástar þjóðarinnar.
Var nokkur að tala um pill-
ur?