Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.02.1972, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 21.02.1972, Blaðsíða 5
Mánudagur 21. febrúar 1972 Mánudagsblaðið 5 ÓLAFUR HANSSON PRÓFESSOR: Lýsingarorðið hvítur mun upp- haflega hafa þýtt bjartur, en síðan varð það tákn á lit. Áður fyrr var það ekki aðeins notað um snjó- hvíta hluti, heldur og allt það, sem var glitrandi eða silfurgrátt. Og enn í dag er notkun þess nokkuð á reiki. Þeir, sem við köllum hvíta menn, eru oftast fjarri því að vera snjóhvítir á hörund. Og sennilega eru það svertingjar eða aðrar lit- aðar þjóðir, sem hafa fundið upp á því að tala um hvíta menn. Slíkum þjóðum stendur oft hinn mesti ótti af hvítum mönnum, er þær líta þá í fyrsta sinn. Þeim finnst þetta álíka furðu- legt og yfirnáttúrlegt fyrirbæri og okkur mundi þykja það að sjá heið- grænan eða himinbláan mann. Og það ýtir undir þennan ótta, að hvítt er víða talinn töfralitur með frum- stæðum þjóðum. Hjátrú litaðra þjóða í sambandi við hvíta litinn hefur oft komið hvítum mönnum að gagni í viðskiptum við þær. Þegar Cortez tók Aztekaríkið Mexíkó snemma á 16. öld, kom það.Spánverjum oft að góðu haldi, hve mjög Indíánarnir hræddust hinn hvíta hörundslit þeirra. Jafn- vel hundar Aztekanna Iögðu ýlfr- andi á flótta, þegar þeir sáu hina hvítu menn, en slík býsn höfðu þeir aldrei áður augum litið. HIÐ HVÍTA UÓS Helgi hins hvíta litar meðal margra þjóða stafar fyrst og fremst af sambandi hans við Ijósið, hann verður tákn voldugra ljósguða og himinguða. Stundum verður hann tákn eldingar, en það getur reynd- ar rauði Iiturinn einnig orðið. Sam band hvíts við Ijósið varð til þess, að liturinn varð snemma verndar- litur gegn svartagaldri. Hvíta lit- inn má þó einnig nota til illra töfra, og smndum er hann settur í samband við galdranornir. Ekki má t.d. lána galdrafólki neina hvíta hluti, þá nær það tökum á manni. — Frá fornu fari fór hvíti liturinn annars að verða tákn sakleysis og hreinleika, og þýðing hans í trúar- brögðunum er að nokkru leyti af þeim rótum runninn. BLEIKUR DAUÐINN Eins og ekki er að furða varð hvítur litur einnig tákn dauðans. Líkklæði urðu því víða hvít, og meðal frumstæðra þjóða eru líkin sjálf stundum máluð hvít. Þetta stafar að nokkru leyti af því, að hvítt var talið verndarlitur gegn ill- um öndum. Sorgarklæði eru og víða hvít t.d. í Austur- og Suðaust- ur-Asíu og meðal margra Indíána. Svo var einnig sums staðar í Ev- rópu fyrr á öldum. Hvítur litur í draumi boðar feigð, t. d hvít dýr, hvít blóm eða hvít klæði. Víða suður í Evrópu vilja menn ekki, að hvít blóm séu borin inn í hús, þeir trúa því, að slíkt valdi dauða einhvers í hús- inu. Þessi þjóðtrú hefur borizt hingað til lands í sambandi við sumar tegundir gluggablóma, menn segja, að ef hvít blóm þeirra springi út, sé einhver í húsinu feigur. HVÍT DÝR Mjög fjölbreytt hjátrú er til í sambandi við hvít dýr. Guðum, einkum Ijósguðum, var oft fórnað hvítum dýrum. Hvítir hestar voru víða helgi- og fórnardýr. Hin- um forna guði Vinda á Rúgens Svantevit, var helgaður hvítur hest- ur, sem var mjög í hávegum hafð- ur. Prestar guðsins einir máttu koma á bak honum. í kristnum sið varð hvítur hesmr tákn Jakobs postula. Er það í sambandi við það, að hann var talinn verndari hveit- isins, hins hvíta korns. — Snjó- hvítar kindur voru stundum taldar helgar, og ull þeirra var nomð sem læknisdómur við ýmsum sóttum. Hvítar geimr vom afmr á móti hættulegri. Á miðöldum var sú trú algeng, að þær væru galdra- nornir, sem hefðu tekið sér þetta dulargervi. Hvítar kýr eru einnig víða helgar. í sumum hémðum Abessíníu liggja jafnháar sektir við að drepa hvíta kú og aðals- mann. Hvít hænsni eru oft talin heilög, og er þeim oft fórnað, þeg- ar mikils þykir við þurfa. Forn- Egyptar fórnuðu hvítum hænsnum sér tii heilla í ástamálum. Svert- ingjar í Vesmr-Indíum, t. d. á Haiti, em oft blendnir í trúnni og iðka ýmsar fornar töfrakúnstir, þó að þeir séu kristnir að nafni til. Þeir fórna oft hænsnum í sam- bandi við galdra sína, og eiga þau þá annaðhvort að vera snjóhvít eða biksvört, einn smáblettur af öðmm lit gerir fórnina einskis virði. Við slíkan fórnargaldur þykir haninn öllu máttugri en hænan. Mikil trú er á hvímm slöngum. Víða um heim trúa menn því, að sá, sem éti hvíta slöngu, fari þegar í stað að skilja öll mngumál heims og jafnvel mál dýra og fugla. Þessi hugmynd er greinilega skyld frá- sögninni í Völsungasögu um það, er Sigurður Fáfnisbani bragðaði hjarta Fáfnis og fór þá að skilja fuglamál. Egg úr hvítum slöngum eru oft talin hið ágætasta læknislyf og allra meina bót. Alveg sérstaka helgi fá hvít dýr af þeim tegundum, þar sem hvímr Iitur er mjög sjaldgæfur. Af ýms- um slíkum tegundum fæðast stöku sinnum albínóar, eins og hvíti hrafninn frá Ólafsvík. Eins og al- kunnugt er, em hvítir fílar háheil- agir í Asíu, og þá eingum í Síam, þar sem hvíti fíllinn er orðinn að þjóðartákni. Svo sjaldgæfir em hvítir fílar, að farið er að nota hvímr fíll um eitthvað sem er geysiíágætt. Það er ekki auðhlaup- ið að því að stela hvítum fílum og leyna þeim, en Mark Twain hefur þó ritað sögu um slíkan at- burð. HVÍT KLÆÐI Frá fornu fari hefur hvítur klæðnaður oft og tíðum haft trú- arlega þýðingu. Hvítt er varnar- litur gegn illum öndum, og töfra- jmenn, prestar og aðrir, sem um- Igangast mikið alls konar dularöfl, nota hann því oft í varnarskyni. Þetta tíðkaðist mjög með Asíuþjóð- um í fornöld, t. d. Persum. Enn í dag bera sumir flokkar Jaínista í Indlandi, einkum Kvetambarar, hvít klæði af trúarástæðum. Bæði í grísku launhelgunum og hjá Gyð- ingum kom hvítt mjög við sögu sem helgilitur. Þaðan mun upphaf- lega runnin trúarmerking hans í kristnum sið, en hún kemur mjög víða fram, einkum til að tákna hreinleika. Á hvítasunnuhátíðinni bar mjög á trúarþýðingu hins hvíta litar. í Róm ríkti í fornöld sá siður, að frambjóðendur til háembættis ríkisins skyldu bera hvítar skikkj- ur. Á latínu hét hvíta skikkjan toga candida, en frambjóðandinn candidatus eða hinn hvít klæddi. Fór þetta orð síðan að tákna fram- bjóðendur almennt, þó að þeir væru ekki hvítklæddir og loks þá, er ganga undir próf eða hafa lokið prófi. Þegar við nú á dögum töl- um um kandidatastyrki, hugsum við sjaldnast út í það, að þetta merkir eiginlega styrki handa hvít- klæddum mönnum. Sum leynifélög, t.d. Ku-Klux- Klan láta meðlimi sína klæðast hvítum hettubúningum. Vera má, að þetta sé runnið frá leynifélögum svertingja í Vestur-Afríku. Svert- ingjar hafa oft hina mestu trú á hvíta litnum, þó að þeir elski ekki hvíta menn. Ef albínóar fæðast meðal Svertingja eins og stöku sinnum skeður, bregðast menn mjög misjafnlega við. Stundum eru slíkir undrafuglar bornir út, en stundum eru þeir settir á og í há- vegum hafðir. HVÍTIR FÁNAR OG HVÍTLIÐAR í Austurlöndum hafa hvítir fán- ar þekkzt frá fornu fari, og oftast eru þeir notaðir í sambandi við töfra og trúarbrögð. Einkum þykja þeir heppilegir til varnar drepsótt- um. Enn í dag tíðkast það sums staðar í Austur-Indlandi. þegar drepsóttir eru á næstu grösum, að fólkið fef'um þórþin í skrúðgöngú berandi hvíta fána til varnar gegn pestinni. Hvíti fáninn fór stundum síðar að verða valdatákn. Hann var þjóð- fáni Ommejadanna, arabísku höfð- ingjaættarinnar, sem réð Spáni öld um saman á fyrri hluta miðalda. Fáni Abbasídanna í Bagdad, erki- fjenda Ommejada, var aftur á móti biksvartur. Síðar tóku Frakkakon- ungar upp hvítan fána með lilju- blómum upp sem merki sitt. Var þetta þjóðfáni Frakka fram í stjórn arbyltinguna miklu og aftur eftir fall Napóleons, frá 1815—1830. Það var á byltingarárunum og Napóleonstímunum, sem orðið hvítliði varð til. Konungssinnar og íhaldsmenn, sem fylkm sér um hinn hvíta fána konungsættarinnar, voru nefndir þessu nafni. Bylting- armenn og Napóleonssinnar not- uðu afmr á móti þrílita fánann. Æ síðan hefur orðið hvítliðar verið notað um afturhaldsmenn, einkum þó, ef þeir eru vopnum búnir. Það heyrist oft enn í dag, þó að margir geri sér ekki uppruna þess alltaf ljósan. Hvíti limrinn er fornt friðartákn, samanber hina hvím friðardúfu. Því fór hvítur fáni að tákna frið- arumleitanir eða uppgjöf Er þetta orðin alþjóðleg hefð, sem getur haft talsverða þýðingu á styrjaldar- tímum. Þegar Bandamenn voru að hernema þýzkar borgir vorið 1945, héngu þar hvítir fánar í hverjum glugga sem tákn um uppgjöf. HVÍT BÓK Nú á dögum heyrist iðulega getið um það, að hinar og þessar ríkisstjórnir séu að gefa út hvítar bækur um eitt eða annað, einkum þó utanríkismál. Þessi málvenja fór að tíðkast í Þýzkalandi í stjórnar- tíð Bismarks. Þýzka stjórnin gaf þá út slíkar bækur í hvfm bandi, og þaðan er orðið komið. Sumar ríkisstjórnir nota þó aðra liti á þess konar bókum, Frakkastjórn gefur t.d. út gular bækur og Bretastjórn bláar. HVÍTA FRÚIN Flestir fornir kastalar í Evrópu eiga sér sína hvítu frú. Þetta er vofa, sem fylgir kastalanum öld eftir öld. Hún er klædd snjóhvímm búningi frá hvirfli til ilja, en ber biksvartan hanzka Oft er hún líka með hvíta, flögrandi slæðu og hringlar með lyklakippu. Þegar hún sézt, veit það á dauðsfall í fjölskyldunni í kastalanum. Stund- um er þó talið, að hún sjáist líka, þegar ofviðri er í vændum. Amerískir milljónamæringar em ólmir í að kaupa kastala með hvítrj frú, • slíkt e'r ’'öSkadráúmúf sláturhúsaeigandans frá Chicagó, sem er frá sér numinn af hrifningu á öllu, sem lyktar af bláu blóði. En Skotar fullyrða, að hvíta frú- in flýi Ameríkana og sjáist aldrei meir, ef þeir kaupa kastala. Hún er enga rellu að gera sér út af því, þó að slíkir fuglra séu feigir, það er fyrir neðan hennar virðingu. Hvíta frúin flýr af hólmi, þegar pen- ingavaldið sigrar bláa blóðið Ýmsir rithöfundar hafa tekið hvítu frúna til meðferðar í skáld- verkum, t. d. Walter Scott og A. E. Scribe. Ópera Boieldieus um hvítu frúna er byggð á leikriti Scribes. Skrýtla Eg vildi óska, að ég ætti svo mikla peninga, að ég gæti keypt mér fíl. — Nú, og hvað ætlarðu svo að gera við fíl? Ekki neitt. Það em peningarnir, sem mig vantar. LSTAVER Ægmsm © ■ r LITAVER 1 _b * m ® A&VI! Iiyiuiwil IU B VU^^IUUI 1 Veggfóður á tveimur hæðum — Okkar glæsilegasta litaúrval - Afsláttur - LITAVERSkjörverð Lítiö vlÖ í LSTAVERI ÞAÐ BORGAR SIG ÁVALLT

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.