Mánudagsblaðið - 21.02.1972, Page 7
Mánudagur 21. febrúar 1972
Mánudagsblaðið
7
Ráðleggingar til ungra
eiginmanna —
Bjarmalandsför Hannibals
Það er undarlegt, hve lítið er að
því gert að kenna ungum mönnum,
hvernig þeir eiga að haga sér í
hjónabandinu. Mundi margt fara
betur, ef áherzla væri lögð á það.
Menn eiga að muna, að brosandi
eiginmaður er alltaf elskhugi, en
nöldursamur maður er alltaf leið-
inlegur. Ef þér er boðið til mið-
degisverðar með konunni þinni, þá
vertu ekki með rosta og ónot við
hana, áður en þið Ieggið af stað
og svo glaðhlakkalegur við alla
aðra en hana í boðinu. Þetta fyrir-
gefur konan þér aldrei. Verm ekki
að reyna að gera hana afbrýðisama,
með að segja, að þú hefðir heldur
átt að giftast frú N . . . Þetta ger-
ir hana ekki afbrýðisama, heldur
leiðist henni það. En ef frú N.
segir: „Ó, ég vildi, að ég hefði gifzt
manninum þínum," þá verður hún
afbrýðissöm.
Látm þér ekki detta í hug að
trúa því, að þú getir leiðrétt galla
konu þinnar. Skeytrn bara ekkert
um þá. Það er ekki hægt að leið-
rétta galla. Þeir munu fara mikið
betur, ef þú þakkar henni kosti,
sem hún hefur ekki, því að þá
finnur hún þá sjálf seinna meir.
Láttu konunni þinni ekki leið-
ast, segðu ekki við hana: „Ég elska
þig," einmitt þegar hún er að máta
nýja kjólinn sinn. Segðu heldur:
„En hvað þér fer vel þessi kjóll,
þú-ert alveg dásamleg í honum."
Þessi orð gera hana hamingjusama.
Land og lýður
Framhald af 2. síðu.
hafa þökk fyrir góð boð, og kvaðst
hann mundi þekkjast það að vera
hjá þeim
Eftir þetta allt urðu hellisbúar
svo kátir og fegnir drengnum, að
þeir lé.ku við hvern sinn fingur;
komu þeir þá upp með það, að {>eir
skyldu nú reyna, hvernig það væri
að deyja, fyrst þeir gætu lífgað
hver annan afmr. Drápu þeir þá
hver annan og báru smyrsl á, svo
þeir Iifnuðu þegar við afmr. Henm
þeir að þessu hið mesta gaman um
smnd. Einu sinni, er höfuðið var
höggvið af drengnum og hafði ver-
ið grætt við búkinn aftur, sneri
andlitið afmr á því, en hnakkinn-
fram. En er drengurinn sá aftur-
hluta sinn, með því höfuðið horfði
öfugt, varð hann sem óður af
hræðslu og bað þá fyrir alla muni
að losa sig við þá kvöl. Hlupu þá
hellisbúar til og hjuggu af honum
höfuðið að nýju og græddu það
rétt við búkinn. Fékk hann þá
aftur allt ráð og rænu og var jafn-
óhræddur og hann hafði verið
ávalt eftir þetta. Síðan drógu þeir
félagar haman alla búka hinna
dauðu, fletm þá vopnum og
brenndu þá og álfkonuna með
þeim, er kom úr hólnum með
smyrslkrukkuna. Eftir það gengu
þeir í hólinn, tóku þaðan allt, sem
fémætt var, og fluttu heim í helli
sinn. Drengurinn var með þeim
síðan, og hafa ekki fleiri sögur
farið af honum eftir þetta.
Reyndu að taka alltaf vel eftir föt-
unum hennar og hældu þeim. Það
margborgar sig. Konan klæðir sig
vel fyrst og fremst vegna mannsins
síns og kunni hann að meta smekk
hennar, álítur hún hann eina mann-
inn, sem skilji hana.
En taki eiginmaðurinn ekkert
eftir föttmum hennar, mun hún
alltaf halda, að hún sé misskilin og
forsmáð.
Ef konan þín er óþolandi (okkar
á milli sagt eru það margar), þá
taktu því með brosi, mundu það,
að sú kona, sem aldrei jagazt eða
ávítar þig, er alveg hundsama um
þig og elskar þig ekki lengur.
Ef konan þín er falleg, þá segðu
henni það ekki, hún veit það áreið-
anlega sjálf En ef hún er það ekki,
og það kemur oft fyrir, að þær
eru það ekki, þá skaltu halda því
fram, að hún sé falleg, og hún mun
hugsa. „Hann hefur listamannssál".
Óþello
Framhald af 3. síðu.
valdsdóttir? Hlutverkið er ekki
mikið, en gefur þó tOefni til nokk-
urra tilþrifa í lokaatriðinu. Desde-
mónur heimsins hafa tekið á sig
hefðarblæ, æsku og fegurðar. Hlut-
verkið, orðin sjálf, skiptir engu
lengur í bókmenntum, Emilía, Her-
dís Þorvaldsdóttir, heimsk og sljó
fer vel í höndum leikkonunnar,
einkum í lokin. Brynja Benedikts-
dóttir, Bjanka, brá upp skemmti-
legri og frískri mynd af þessarri
syndarinnar ambátt, naut sín
óvenjulega vel í útliti. Leikur ann-
arra var ekki umtalsverður.
Heildarsvipur þessarar sýningar
er einn sá bezti sem sézt hefur í
Þjóðleikhúsinu. Yfir henni var sá
kunnáttublær sem gaman er að fá
á sviðið. Þessi frumraun Jóns Lax-
dals var honum til verðugs sóma,
þótt á bjátaði, og ekki verður í
efa dregið að þar hefur leikhúsinu
bætzt við góður kraftur. Gunnari
má og óska til hamingju með eftir-
minnilega frammistöðu, frammi-
stöðu sem flytur hann enn upp
um þrep í leikstiganum. Ég hefi
fylgzt með Gunnari frá því hann
fyrst steig á fjalir hér í höfuðstaðn-
um og man ekki eftir betri leik hjá
honum en nú. Láti raun lofi betri.
Svið og ljós voru með bezta móti
enda einföld, og hljómsveitin ágæt.
Málfarið hjá Helga Hálf-
dánarsyni var með afbrigðum gott
og ekki annað hægt að heyra en
þýðing hans væri með sama snilld-
arbragðinu og það af verkum
Shakespeares, sem út eru komnar
á prenti. — A. B.
P. s. Það er hart helvíti undir að
búa að afrit af Ieikhandritum er
vart að fá þótt við í gagnrýnenda-
félaginu hefðum á sínum tíma
samið við leikhúsin að fá eintök.
Þó við séum greindir þá er vart
við því að búast að við munum ut-
an að frumtexta hvers verks og
berum í huganum saman þýðing-
una.
Ef þú færð frí til að skemmta
þér við og við með vinum þínum
(og ég geri ráð fyrir, að þú
skemmtir þér vel) þá blessaður
segðu það ekki við hana, heldur
þvert á móti segðu, að þér hafi
hálfleiðst af því hún var ekki með,
og að þér líði bezt aleinn með
henni heima. Konur skilja ekki, að
karlmenn geti verið ánægðir með
eitthvað af því að þær eru aldrei
ánægðar nema með einhverjum.
Láttu konuna þína halda, að hún
stjórni öllu þínu lífi, en láttu hana
samt ekki gera það.
Berðu údit og vöxt konunnar
þinnar aldrei saman við vöxt og
útlit annarra kvenna.
Ekki máttu gleyma að nota hár-
meðul, sem konan þín keypti fyrir
ránverð, til þess að koma í veg
fyrir skallann, sem vofir yfir koll-
inum á elskunni hennar, og aldrei
máttu segja: „Ég þarf ekki að raka
mig í dag, við erum bara tvö, svo
það gerir ekkert til."
Gleymdu aldrei þeim megin-
sannindum, að hjónabandið verður
aldrei farsælt, nema að konan þín
sé sæl. (Lausl. þýtt).
„Trunta”
Framhald af 1. síðu.
standi — var viðstaddur og
þótti sér all-misboðið, því svo
vildi til að gamankraftinum
var, samkvæmt ímyndun hesta
mannsins, tíðlitið á konuna og
stagaðist sífellt á hinu óvirðu-
lega hestauppnefni „trunta.“
Æstist nú leikurinn og varð
hrossamaður hinn versti fór
að svara gamankraftinum,
sem hvergi lét sér bregða en
söng sem liðugast. Kom svo
að lokum, að hinn drukkni
gestur vildi ekki lengur eira
undir þessu móðgunum og
stóð upp og ætlaði að láta
hendur skipta. Um leið og
hann ætlaði að skemmtikraft-
inum, greip hin sterka kona í
handlegg hans og setti hann
óþyrmilega í sætið.
Hestamaðurinn var sem í
skrúfstykki, byltist um í sæt-
inu, og var ekki laust við að
aðrir gestir brostu þegar hann
hreytti út úr sér —
„Slepptu mér heilvítis
truntan þín.“
Frægt fólk
Framhald af 8. síðu.
tíðarandann bæði á dögum okkar
og Shakespeares sjálfs.
Og þetta bragð reyndist framar
öllum vonum, gagnrýnendur töldu
nektaratriðið gera sýninguna á-
hrifameiri og ekki hafa stjórnendur
leikhússins þurft að kvarta yfir
dræmri aðsókn.
Leikkonan sem fer með hlutverk
Desdemónu — eftir að sú sem
fyrst hafði verið valin í hlutverkið
hafði neitað að sýna sig nakta á
sviðinu — heitir Sarah Stephenson
og er talið víst að hana muni ekki
skorta verkefni úr þessu. En hún
segir: „Ég vona bara að fólk komi
ekki hingað til þess eins að glápa
á brjóstin á mér".
Framhald af 1. síðu.
til að verða leiddur í allan
sannleika um varir og nauð-
syn Islendinga að tryggja að
vestrænt varnarlið verði á-
fram á Islandi og tengsl okkar
við vestræna menningu ekki
rofin.
FJÖREGG OG FRELSI
AÐ LEIKSOPPI
Nú er hann aftur kominn
heim og hefur m.a. tjáð Mbl.,
að ferðin til NATO hafi opnað
augu sín á ýmsu, sem hann
ekki hafði skilið áður! Ef þetta
eru ekki skýr dæmi um ábyrgð
arleysi pólitísks leiðtoga á ís-
landi, þá er erfitt að sjá hvað
er. Hannibal og flokkur hans,
hafa, utan götuskríls og komm
únista, verið skeleggastir í að
ryðja burtu varnarliðinu. Nú
sér „foringinn" loksins stað-
reyndir og þá er snúið við og
blað hans dregur í land! Þetta
eru mennirnir, sem á þingi og
mannfundum leika sér með
fjöregg og frelsi þjóðarinnar.
Svona forsmánarleg afstaða
er dæmigerð um tækifæris-
sinna og loddara eins og
Hannibal er, þrátt fyrir sinna-
skiptin.
VESÆL LOK
Við skiljum komma — þeir
eiga ekki annars úrkosta. En
víxl Hannibals eru því vesal-
mennskulegri, sem þau á sinn
hátt kóróna pólitískan feril
hans. Það sem Hannibal hefur
einfaldlega játað er, að hann
í pólitísku hagsmunaskyni var
á móti máli, sem hann hafði
ekki hugmynd um. Nú er hann
byrjaður að tvístíga „ekki
skipt alveg um skoðun“ en þó
lært ýmislegt. Það er að vísu
gott, að hann hefur séð hið
sanna — hversu sem hann
nýtir það.
En það breytir engu um svik
hans og loddaraleik í þessu
máli sem öðrum.
H ERRADEILD
*