Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Blaðsíða 1
Fyllerí stúdentaefna er geigvænlegt Lögreglan kippir loks í taum- ana — Heyvagnaferðir og umferðar- truflun keyrir úr hófi Svo geigvænlegt var fyllerí verðandi stúdenta s.l. þriðju- dag, að lögreglan varð að gripa í taumana. Til þessa hefui þó lögreglan látið afskiptalausar drykkjureisur stúdentaefna, sem halda fyrsta dag upplestrarfrisins hátíðlegan með flæk- ingi og öskrum um höfuðstaðinn, og svo reisum út um sveitir, í nafni menningar og fræðslu ! ! ! Lélegar fíug- freyjur Það er ekki nýtt, að við lesum í dagblöðunum til- kynningar frá „Flugfreyju- félaginu" um „áríðandi" að- alfund. Vera má, að flug- freyjur þurfi á „áríðandi" fundum að halda en hins- vegar má geta þess, að starf þeirra er, á engan hátt það flekklaust, að þær séu hafnar yfir gagnrýni. Nefna má, að fyrir örfá- um dögum flaug ein Loft- leiðavél frá meginlandinu til Reykjavíkur með ÞRJÁ far- þega í fyrsta áfanga (10 bættust við í næsta) en um borð voru FIMM flugfreyj- ur. Þessvegna hefði ekki átt að skorta þjónustu. En sú varð þó raunin. Þessar verkfallsglöðu sjálfskipuðu fegurðardísir, sátu saman á kjaftafundi og sinntu lítið eða ekki boðum farþega um þjónustu. Svo langt gekk, að þegar flogið var yfir „ís- landsála" þá voru þau svör ein, að „búið væri að telja upp“ svo ekki fengist af- greiðsla. Sú er staðreyndin að flugfreyjur „telja fyrst upp“ í eigin vasa, en láta farþega lönd og leið. Tillitsleysi þessara einkennisklæddu kynbomba flugfélaganna er alþekkt. Á hitt má benda; fulltrúar þessara fyrirtækja gera lítið, ef nokkuð, til að vanda um fyrir þessum stúlkum og nú hafa a.m.k. tvö fyrirtæki, erlend, tekið að sér flugþjónustu til og frá íslandi. Standa þessi íslenzku fyrirtæki það vel að velli, að þau megi missa, jafnve!, minnsta hluta farþega sinna? Þora fyrirsvarsmenn þessara fyrirtækja ekki að áminna þessi pilsagoð sín, sem eru þau einu sem hafa beint samband við farþega? Sú er staðreyndin að áföll — jafnvel ekki ýkja mikil — geta riðið þessum fyrirtækjum að fullu — og að nógar flugfreyjur fást — gæti máske fært forustu- mönnunum heim sanninn um það, að í alþjóðasam- keppni dugar ekki, að hafa hortugar og kjaftforar þjón- ustustúlkur í beina fyrir far þega. PILTAR OG STÚLKUR Það eru ekki aðeins piltarn- ir sem veltast um göturnar, stúlkurnar eru engu betri — ef þá er hægt að þekkja kyn- in í sundur — sýna á sér þá hlið menntunar, sem fáir rekt- orar menntaskólans hefðu gert sér Ijóst meðan tilgangur skólans var að útskrifa menntamenn en ekki skríl. Nemendum þykir eflaust ákaf- lega frumlegt að aka á dregn- um heyvögnum um borgina og sýna sig almenningi. Ekki má lá þeim það, ef þeir hafa af því nokkra skemmtan. BLESSUN HINS OPINBERA En síðari árin hefur þó keyrt um þverbak — og sýnilega með blessun skólastjórnar og menntamálaráðuneytisins. — Engu er líkara en að yfirmenn skólanna og svo ráðherra séu hræddir við þessa nemenda- pjakka, enda hafa þeir þolað þeim þann nýtekna sið, að b&ra kvabb sitt og kvörtun til ráðherra, en hóta illu ef ekki er látið að ósk þeirra. HLUTVERK LÖGREGLU Hlutur lögregluyfirvalda er þó einna aumastur. Eins og í mýmörgum öðrum tilfellum (sjá Kakala 4. síðu), þá stuðlar lögreglan að þessum ósóma Drykkjulæti nemenda á göt- um er ekkert nýnæmi. Þeir hafa aukið þessar „dimis- sion“-ferðir sínar með brenni- vínshleðslu og undir beinni stjórn umferðarlögreglunnar sem ekið hefur á undan þess- um „sérhagsmunahóp" og meinað eðlilegri umferð að nást fram. Það er ekki orðum aukið, að heyvagnsmenn hafa veifað til vegfarenda brenni- vínsflöskum. SKÓLAYFIRVÖLDIN Menn hljóta að sjá, að þarna blessar löggæzlan verknað sem hún í rauninni á að banna. Stúdentsefnin, „dímitantar“, eins og þeir kalla sig, eru flestir innan tvítugs, og því all- ir undir lögaldri! Lögregla og skólayfirvöld hafa handkrækzt í því skyni að blessa drykkju- skap unglinga og leyfa þeim að auglýsa brot sitt. Þetta hef- ur við gengizt um áratugi, en fer sifellt vaxandi og nú, síð- ustu árin, undir bveinni bless- un lögreglunnar. RÚSSAGILDI Til þess að riða hnút á Það velta því margir fyrir sér hvaðan svokölluðum blaða fulltrúa ríkisstjómarinnar komi heimild til veizluhalda — mat- ar- og vínboða, sem ekki þekktust í tíð fyrirrennara hans. Þessi blaðafulltrúi virð- ist velja sér sínar eigin leiðir, enda er hann þjóðinni til van- sæmdar t.d. kjaftæði hans í ný-afstaðinni utanferð. Það er tími til kominn, að starfssvið blaðafulitrúans sé skilgreint svo slíkir menn séu ekki að fara yfir á svið, sem þeir vita jafnvel MINNA um en þá upp- skömmina, þá er formleg inn- ganga unglinganna frá í vor í háskólann, haldin í svonefndu „Rússagildi", alræmdu fyllerí- ishófi stúdenta sem eru að hefja háskólanám. Fyrir þessu hófi eru svo „magister bibendi" ýmist starfandi próf- essorar við háskólann, lands- fræg skáld og aðrir andans menn, sem gleðjast með unga fólkinu og skála óspart. Þann- ig er beint samband milli skóla yfirvalda og löggæzlunnar að láta blessun sína yfir þetta at- hæfi þótt gengið sé í berhögg við lögin. Það er því ekki að ástæðulaust, að hinn breiði al- múgi spyrji því honum leyfist Framhald á 7. síðu. lýsingaþjónustu sem þeir eiga að veita. Það er furðulegt, að velja mann í þetta starf, sem enga blaðamennskuþekkingu hefur, en er sýnilega, aðeins venju- legur „bjúrókrat11 sem flýtir sér að sið núverandi stjórnar- herra, að halda veizlu, eyða opinberu fé og bruðla sem mestu. Þau augnablik sem hann er á skrifstofu sinni er síminn alltaf á tali. — Sennilega er blaðafulltrúinn að panta sér borð á hóteli, fyrir kvöldið. Bruðl hlaðafulltrúa ríkisins Er það satt, að Lúðvík Josepský, ráðherra, vilji enga „landhelgi“ í veiði- ám eystra? Skiljanlega. Himnaríki ekki sælustaður Á 2. síðu fræðast menn, utan getraunarinnar um nafnkennda ísléndinga, t.d. Sigurð Vigfús- son, skólameistara og afl hans. Svo og um karlinn, sem sagði t við kellu sína: „Oft er ljómr draumur fyrir litlu efni", en hana hafði dreymt sig komna til himna. Nefið er sögulegt Nefið er merkilegur líkams- 1 hluti og ýmsar kenningar í sam- bandi við það. Hnerrinn er al- gengur lcvilli, og um hann fræðir okkur prófessor Ólafur Hans- son á 3 síðu. s Taugaveikluð kynbomba Fjórða síðan segir frá fræg- um kynbombtrm og ótímabær- um örlögum þeirra, t.d. Marilyn Monroe, Brigitte Bardot o. fl. Á þeirri síðu, Kakala, má velta vöngum yfir hvort lögreglan raunverulga styður við bakið á íslenzkum glæpamönnum. „Sjálfabjart- sýni-’ á fsland; J. Þ Á. er að vanda ómyrkur í máli á 5. síðunni og telur m. J a. „bjálfabjartsýnina" plús vinstrisýki alltof almennan kvilla á Islandi. Eins og í öðrtun greinum Jóns, þá koma fram margar at- hyglisverðar upplýsingar. Sjónvarpið sigrar Keflavíkursjónvarpið býður að venju upp á ýmislegt skemmtilegt til afþreyingar, og lausn frá því íslnzka, sjá 6. síðu. Naktir karlar Á áttundu síðu sjást alls- naktir karlmenn á spretti eftir stúlku. Þeir fá kr. 8000 á dag fyrir vikið. Og svo drykkur sem ekki fæst blandaður og er kenndur við Jóhann Hafstein.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.