Mánudagsblaðið - 24.04.1972, Blaðsíða 4
4
AAánudagsblaðið
Mánudagur 17. apríl 1972
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON
Sími ritstjórnar: 13496 — Auglýsingasími: 13496
Verð i lausasölu kr. 30,00 — Áskriftir ekki teknar
Prentsmiðja Þjóðviljans
Hvert nú stúlkur?
Örlög frægustu partýstúlkna heims
Óskar þú þér nokkurn tíma, að
þú litir út eins og filmstjarna eða
fræg fyrirsæta?
Á hverjum degi tala blöðin um
hið spennandi líf, sem þessar stúlk-
ur lifa, og oft og tíðum getum við
ekki varizt að verða svolítið öfund-
sjúkar, án þess þó að hugsa málið
nánar.
Sú staðreynd, að þær eru svona
heillandi, hefur eflaust ýmsa kosti
í för með sér, og þá sérstaklega
þessi fáu ár, sem þær eru eftirsótt-
astar. Ríkir, ungir menn bjóða
þeim á dýrustu næturklúbbana.
Eldri menn, sem hafa jafnvel enn
meiri auraráð, eru örlátir á dýrar
gjafir og ríkmannlegar skemmtan-
ir. Kampavín, kavíar, orkidiur
verða næstum hversdagslegt.
Það er ekki nema eðiilegt, að
konum, er lifa fábreyttu lífi, finn-
ist þær vilja gefa mikið til að vera
í þeirra sporum og á það sérstak-
lega við unglingsstúlkur undir og
yfir tvítugt, sem enn hafa ekki
fest ráð sitt.
Þess vegna er það, að tízku- og
charm-skólar hafa ekki við að svara
umsóknum stúlkna, sem vilja kom-
ast að á hinum dýru fegrunar-nám-
skeiðum þeirra. Stúlkurnar láta
freistast af hinum glæsilegu fram-
tíðarstöðum, sem bíði þeirra. Svo
geta þær líka átt von á dásamlegu
ævintýri, sem lýkur með ríkri gitt-
ingu.
Tálgryfjur
Það eitt fyrir sig að hafa svo-
kallaðan kynþokka getur haft sorg-
legar afleiðingar. Og sérhver stúlka,
sem er fræg, er í sérstakri hættu
stödd, því jafnvel persónulegustu
smáatriði í tilfinningalífi hennar
eru dregin fram í dagsljósið og
vægðarlaust krufin til mergjar af
fréttarimrtun blaðanna.
Mjög oft hefur hjónaband, sem
að öðrum kosti hefði haldizt, ver-
ið eyðilagt vegna staðlausra sögu-
sagna og afbrýðisemi. Oft hefur
sönn ást beðið skipbrot á þessu
tvennu, hvað þá þegar ástin er
byggð á frægðarljóma.
En það verða fleiri tálgryfjur á
vegi þessara stúlkna heldur en slit-
in hjónabönd.
Þegar stúlkurnar eldast og hið
Iíkamlega aðdráttarafl er horfið og
þær hafa misst eiginmanninn,
standa þær oft upp slyppar og
snauðar, því þær hafa ekki hugs-
að, um að tryggja framtíð sína.
Sú kona hins vegar, sem vegna
stöðu sinnar, starfs eða persónuleika
þarf ekki daglega að auka á aðlað-
andi áhrif sín með óhóflegu tildri
I ldæðaburði og andlitssnyrtingu
hefur miklu meiri möguleika á að
finna sönn verðmæti í lífinu.
í sínum heimi hinna sönnu verð-
mæta reynir hún venjulega að finna
hina djúpu og varanlegu hamingju
— jafnvel áður en hún giftist —
með því að fá sem mesta ánægju
úr hverri stund, sem hún eyðir við
starf og leik.
Það er enginn efi á því að sú
tilfinning lífsfyllingar, sem við
cxSlumst eftir því hvernig við verj-
um tíma okkar, kemur líka fram
í viðhorfi og umgengni annarra við
okkur. Þessi tegund lífsgleði, að
maður „njóti hvers augnabliks til
fulls", laðar karlmennina að, og það
aðdráttarafl ristir miklu dýpra en
hin innantóma augnablikshrifning
andliti. Slíkar konur hafa líka
mikiu meiri von um varanlega
hamingjusamt hjónaband. því hið
heilbrigða lífsviðhorf þeirra rekur
kvennabósana á flótta. Og vissulega
er betra að eignast varanlega ást
eins manns heldur en kjassmæli
hinna mörgu, þó þau veiti hégóma-
girndinni augnabliksfróun.
Og Iítum svo á hin mörgu dæmi,
sem sanna þetta. Skoðum, hvað hef-
ur komið fyrir sumar af stærsm
og mest auglýstu stjörnunum.
Marilyn Monroe, sem byrjaði fer-
ii sinn sem myndafyrirsæta, en varð
síðan „glamour"-stúlka Bandaríkj-
ana no. 1. Hún var fyrst lögð
inn á spítala fyrir taugaveiklaða
og var þar fjóra daga, þó að lækn-
arnir vildu ekki segja henni, hvað
væri að henni, því rannsóknin sýndi
að Marilyn var alveg á mörkum
þess að fá taugaáfall.
Skilnaður hennar frá Arthur
Miller markar þriðja misheppnaða
hjónabandið — og hún er aðeins
34 ára.
Hún hefur verið auglýst upp
sem mesta kynbomba heimsins, en
skyldi það bæta henni hitt upp?
Endirinn varð sá, að hún framdi
sjálfsmorð.
Gemr þetta sama auglýsinga-
merki bætt Brigitte Bardot það
upp, að einkalíf hennar hefur farið
í rúst. Fyrsti maðurinn hennar,
Roger Vadim, sem fann upp á því
að auglýsa hana sem kynbombu,
sagði einu sinni við mig: „Híín
er óhamingjusöm stúlka",
Eftir að hún skildi við seinni
mann sinn, Jaques Charrier, föður
barnsins hennar, tók þessi fræga
stúlka of stóran skammt af svefn-
lyfjum, skar á púlsinn á sér með
rakblaði, og fannst liggjandi í garð-
inum sínum.
Síðan margir eiginmenn og mik-
il óhamingja.
Hver getur efazt um, að þessar
stúlkur þjáist af taugaveiklun?
Hvernig líður stúlkunum sjálfum
á bak við frægðarljómann?
Framhald á 7. síðu.
KAKALI skrifar:
í HREINSKILNI SAGT
Þá hefur eitt dagblaðanna
upplýst, að unglingar hafi fram-
ið „hundrað innbrot í sömu
bygginguna — og foreldrar
sökudólgana svarað skætingi"
Þessir foreldrar eru sú tegund
skríls, sem auglýsa þarf öðrum
til varnaðar, því að sögn þess,
sem varð fyrir tjóninu þá neita
þeir að bæta fyrir þessi svoköll-
uð börn sín og jafnvel hælast
yfir „afrekum" þeirra.
Hér á lögreglan hlut að máli
og, eins og vant er, þá er henn-
ar hluti eða yfirmanna hennar,
enn verstur. Það skal ekki leng-
ur hylmt yfir þá staðreynd, að
hér er lögreglustjórinn sá sem
mesta ber sökina. Hann myndi,
ef hann ekki sinnti þessu starfi
eins og hver önnur skrifstofu-
píka — frá 9—5 — ræða af
alvöru við svona afbrotapilta og
ekki síður foreldra þeirra, að
þeim myndi ekki líðast, að taka
léttilega á því að þessi afsprengi
eyðileggðu verðmæti fyrir öðrum
og sleppi refsingarlaust. Hér er
lögreglustjóri raunverulega ekki
að gera annað en stappa stálinu
í afbrotalýð, gefa foreldrum for-
dæmi og auðvelda glæpamönn-
um að inna af hendi sína við-
bjóðslegu iðju.
Það má vel vera, að foreldrar
hafi ekki efni á að bæta fyrir
skemmdar- og glæpaverk barna
sinna. Við því er ekki margt
hægt að gera, þótt þessir smá-
glæpamenn væru þess verðugir
að þung refsing lægi við. Það
er algjört bann við því, að láta
þessa menn eða unglinga vinna
og þannig greiða fyrir þau verð-
mæti sem þeir hafa eyðilagt.
Foreldrar þessarra unglinga vita,
að hið opinbera hefst ekki að
en hið opinbera blessar glæp-
inn með því að hylma yfir nöfn
krakkanna og foreldranna.
Þessir glæpir hvort held-
ur innbrot eða bílþjófnaðir
eru nú orðnir einum of al-
gengir og viðbrögð lögregl-
unnar einum of sljó og tóm-
leg. Við munum nú hér í
blaðinu krefjast þess, að
nöfn — og máske myndir
— af þessu glæpahyski
verði birt, öðrum til varn-
aðar, og ekki hikað við að
rekja þá verknaði sem
framdir hafa verið.
Til eru margir íbúar
þessa lands, bæði hér i
Reykjavík og út í sveitum,
sem hafa um sárt að binda
vegna eyðileggingarstarf-
semi þessarra afbrota-
manna. Menn spara við sig
i einu og öllu til þess að
eignast bifreið sér til gam-
ans og ánægju, en þá
kemur einhver allsnægta-
unglingur og stelur henni
og eyðileggur. Foreldrar
neita að bæta skað-
ann og hælast um þegar að
er fundið. Einnig eru marg-
ir sem eru að byggja yfir
sig og hafa undir höndum
dýrmæt verkfæri unz ein-
hver unglingurinn brýzt inn
á vinnustað brýtur og
skemmir fyrir hundruð þús-
unda af skemmdarfýsn
einni saman. Enn hlakkar í
foreldrum yfir afskiptaleysi
hins opinbera. Tugir hlið-
stæðra skemmdar- og
glæpaverka má telja upp
þar sem sá sem fyrir verð-
ur fær engar bætur. Spurn-
ingin er sú: hve lengi
GSæpir æsku-
fálks — For-
eldrar svara
skæfingi —
Undarleg „góð-
mennska" —
Styðnr lögregl-
an glæpamenn?
- Að hlífast við
nafnbirtngN —
Sekur lögregln-
refsa afbrota-
mönnum —
á gæzlumönnum laga og
réttar að liðast, að þessi
skríll gangi Ijósum logum
og fremji glæpi sína átölu-
laust. Blöðin láta þetta af-
skiptalitio — nema þá helzt
Vísir — en afskipti hans
beinast aðallega að því að
finna upp ORÐ, þekkingar-
litlir unglingar á blaðinu
vefja sig í orðaflækju, sem
þeir ekki skilja sjálfir, fullir
umvöndunar á ÖKUÞÓR-
UM eða FÖNTUM, en
aldrei gera þeir tilraun tíl
að benda á meinið sjálft.
Eitt sinn birti þó Vísir mynd
af norðlenzkum ólæknandi
út- og innbrotsþjófi, sem
svo grátt lék lögregluvaldið
og fangavaldið á fslandi, að
hann var látinn laus, refs-
ingarlaust, og jafnvel var
eftir einskonar ára glæsi-
mennsku yfir honum hjá al-
menningi.
Margir hafa skilið það
vera hlutverk lögreglunnar
að vernda rétt og öryggi
borgarana, sem greiða lög-
regluþjónum laun og önnur
fríðindi. Þetta á við í flest-
um alvörulöndum og alls-
staðar sem lög og réttur
ríkja. Á íslandi er lögreglu-
valdið óbeint í liði með af-
brotamönnum uns það er
nú komið á það stig, að lög-
reglan hikar ekki við að
hylma yfir nöfn glæpa-
manna og innbrotsþjófa,
bílaþjófa o. s. frv. af alls
ókunnum ástæðum. Talið er
að svokallaðir sálfræðingar,
svo ekki séu nefndir af-
brotafræðingar hafi þar lagt
á ráðin en efa má þá skoð-
un, því þessi afstaða lög-
reglunnar var löngu orðin
hefð, ÁÐUR en ótímpbær
koma þeirra aðila reið yfir
landið.
Það er tími til kominn, að
fslendingar fari að haga sér
eins og fullorðið fólk í þess-
um efnum. Við erum ekki
lengur „land kunningsskap-
arins“, né þolir almenningur
lengur að afbrotamenn og
hreinir glæpamenn sleppi
refsingarlaust vegna „góð-
mennsku“ hins opinbera.
Menn spara við sig í hví-
vetna til þess að koma sér
upp ökutæki, húsþaki, íbúð
eða öðru, sem „saklaus'1
unglingur getur á auga-
bragði gert að engu. Til
skjalanna kemur lögreglu-
yfirvaldið, neitar að refsa,
neitar að upplýsa og fær i
andlitið hortugan kjaft for-
eldra, sem hæðast að til-
burðum hennar og tilraun-
um til að koma afkvæminu
undir lög.
Við þetta ástand verður
ekki búið öllu lengur nema
hver einn maður eða ung-
lingur geti komið upp eigin
réttarfari og látið lögum og
almennum rétti lönd og leið.
Vera má, að þetta sé tak-
markið hjá því upplausnar-
þjóðfélagi sem hér er að
skapast. Þá verður líka ekk-
ert lengur sem hindrar heið-
arlega menn til að seilast i
eigur annarra, skemma þær
eða hirða — því lög og rétt-
ur eru geld á íslandi.